Morgunblaðið - 13.01.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.01.1994, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1994 Viltu gleðja l/ W manninn/konuna? | IJ Þá er þetta ^T'^vSC'’ verðið á rósunum 1. 2. 3. || (hvert stk.) flokkur flokkur flokkur Árbæjarblóm, Rofabæ 23, Reykjavík 315,- 275-295,- 250,- Blómaval, Sigtúni 40, Reykjavík 240,- 210,- 175,- Blómaverkst. Binna, Skóiavörðust. 12, r. 300,- ekki til ekki til Blómatorgið, Hringbraut 33, Reykjavík 275-290,- 240-250,- ekki til Breiðholtsblóm, Mjóddinni, Reykjavík 300,- 270,- 250,- Blómagalleri, Hagamel 67, Reykjavík 290,- 220,- 170,- Blómabúðin stör, Dómus Medica, R. 285,- 250,- ekki til Biómahöllin, Hamraborg 1-3, Kópavogi 295,- 260,- 225,- Blómabúðin Kósý, Hafnargötu 6, Keflavík ekki til 275,- ekki til Blómabúð ísafj., Hafnarstræti 11, Isafirði 350,- 330,- 1 O <J> CM Blómav. Sjafnarblóm, Eyrarvegiu 2, Selfossi 230,- 210,- ekki til Eden, V. Austurmörk, Hveragerði 250,- ekki til ekki til Allt að 57 prósenta verðmunur er nú á rósum ÞAÐ er mikill verðmunur á rósum eftir blómaverslunum og í verðkönnun sem Daglegt líf gerði síðastliðinn þriðjudag kemur í Ijós að munurinn á hæsta og lægsta verði á rósum í öðrum flokki hér á höfuðborgarsvæðinu nam 40% en fór upp í 57% þegar verslanir úti á Iandi voru teknar með í dæmið. Rósir eru flokkaðar í fyrsta, annan og þriðja flokk eftir hæð. 1. flokks rósir þurfa að vera 60 sentimetra háar og mega auðvit- að vera lengri, 2. flokks rósir verða að ná 50 sentimetra hæð og yfir og 3. flokkur 40 senti- metra hæð. Meiri afsláttur - hærra verð Magnús Ágústsson ylræktar- ráðunautur Búnaðarfélags ís- Iands gerði verðkönnun á ýmsum blómategundum á síðasta ári og þar á meðal rósum. Hann segir að nokkuð sé um að menn fái veittan afslátt af heildsöluvérði og nefndi hann að 12% afsláttur væri algengur en dæmi væru um að allt að 30% aukaafsláttur væri veittur til stórra kaupenda. Þessar tölur eiga þó frekar við á sumrin þegar framboð er meira en í dag. Það heildsöluverð sem gefið var upp hjá Blómamiðstöð- inni og Blómaheildsölunni fyrr í þessari viku var 120 krónur rósin í 1. flokki, 105 krónur í 2. flokki og 70 krónur í 3. flokki. Af þessu verði fá semsagt sumir afslátt. Magnús segir það hafa komið sér mjög á óvart í október s.l. þegar hann framkvæmdi könn- unina að þeir sem fengu mestan afslátt seldu alls ekki alltaf rósir á hagstæðasta verðinu. Oft hækkuðu þeir álagninguna að sama skapi og komu út með sama verð og þeir sem ekki fengu af- slátt ef ekki hærra verð. Flutningskostnaður dýr út á land Innlendir aðilar anna alveg framleiðslu á rósum hér á landi en um þessar mundir er úrvalið engu að síður með minnsta móti. Sökum veðurs voru ekki til rósir í þeim verslunum sem við höfðum samband við á Akureyri og Egilsstöðum. Hinsvegar var von á þeim með flugi og það verður að taka tillit til að flestar verslanir úti á landi fá rósirnar sendar með flugi og því hækkar kostnaður til muna. Þá er athyglisvert að sumir hafa tvennskonar verð á rósum í fyrsta flokki og velja þá úr þær rósir sem þeim fínnast eiga að kosta meira og öfugt. Þegar um slíkt er að ræða er það yfirleitt mat verslunareigandanna sjálfra. Það eru líka dæmi um að versl- unareigendur gefi föstum við- skiptavinum góðan afslátt þegar þeir kaupa reglulega blóm og slái vel af verði séu rósir farnar að springa mikið út. Við hringdum í blómaverslanir og spurðum um verð á einni rós í fyrsta, öðrum og þriðja flokki. Ef að rósir í þriðja flokki voru einungis til í búntum tókum við þær ekki með. Það skal tekið skýrt fram að rósirnar voru ekki skoðaðar og því ekkert mat lagt útlit þeirra og gæði. ■ Guðbjörg R. Guðmundsdóttir. Stórglæsileg útsala í JOSS, Kringlunni, ntikii úrvol. Allar vörur með minnst 40% nfslætti. Nlisstu ekki nf þessu. Tollar felldir niður af nellikum Hinn 1. desember sl. voru felldir niður 30% tollar af nellikum og fjórum öðrum tegundum afskor- inna blóma. Tollalækkunin er til kominn vegna viðaukasamnings við EES sem heimilar frjálsan inn- flutning á ýmsum landbúnað- arvörum m.a. fimm tegundum af- skorinna blóma, frá 1. desember til 1. maí ár hvert. Hinsvegar eru 30% tollar enn á nelliku græðlingum og öðrum græð- lingum og garðyrkjumenn telja sig búa við óréttlæti hvað það varðar. Að sögn Sveinbjöms Eyjólfssonar deildarstjóra í landbúnaðarráðuneyt- inu er verið að vinna í þessu máli hjá ráðuneytinu í samvinnu við Sam- band garðyrkjubænda og fjármála- ráðuneytið. Sveinbjöm telur að fram- kvæmdin verði með þeim hætti að tollarnir falli bara af græðlingum en ekki af fullbúnum afurðum, s.s. pottaplöntum. ■ Utlendar kartöflur i á markaðinn í næsta mánuði AHar líkur benda til að innlenda kartöfluuppskeran klárist í febr- úar og verður þá gripið til inn- flutnings kartaflna, mun fyrr en venjulega. Algengast er að flutt- ar séu inn kartölfur frá Hollandi fyrst í stað, eða þangað til ný uppskera kemur á markað sunn- ar í álfunni. „Það er nú farið að fylgjast með þeim birgðum, sem til eru í land- inu, og á ég von á því að þær verði upp urnar seinnihluta febrúar. Það er mjög óvenjulegt að grípa þurfi til innflutnings svo snemma, en það kemur til af uppskerubresti hjá ís- lenskum kartöflubændum í haust, m.a. vegna sumarfrosta," segir Sig- urbjartur Pálsson, formaður Lands- sambands kartöflubænda. Sigurbjartur segir að það sé ekki óalgengt að íslenskir kartöflubænd- ur nái að sinna markaðnum árið um kring. „í fyrra kláruðust hins- vegar íslensku kartöflurnar um mánaðamótin maí-júní, sem var til- tölulega lélegt. Ef allt er eðlilegt ætti meðaluppskera hér á landi að vera næg til þess að anna markaðn- um árið um kring.“ Sigurbjartur segist ekki eiga von á neinum verðlækkunum, svo um muni að minnsta kosti, með tilkomu útlendra kartaflna enda væri verð á kartöflum ytra tiltölulega hátt nú. Hollenskir kartöflubændur hefðu t.d. átt í basli með að ná upp- skerunni eftir miklar rigningar, sem þar heijuðu í haust. ■ MOl'.C 1 i gbAI.'H': PACLtGT UF mMmúæmíiir -i. x6vt.>n?KB im Dauð fluga með sinnepinu HvC\K l'ADll? I Koykjavili » tk»4i '■j.nri'- Jw. linrt-i WA N-wlw A farið (tmu í IAsóp kf.rT: ‘>g «>Ur fyrtr tbÖRimti »4 tinm-p & |-!ý»tiíBp'>gJ>v<íltkkj»S\r«iní6g«- p>lau »i;gf íonor fylprd. rkitod r fmjíjíd >r.gði I:-jrt uð '/»*:» Kokkuó k< r»: fyrir.* fiuga 4iiuicpúui. Vart J>:«rf a-Hnk.t í j-:u '•!> ir »:tr. íll i»mi Sv» tok g-v.it v) Jfcyk- f»« rnl pybu.n \.->r rklci I«.r<>u4. ciðrViái v.ó fri::iVi V'r^:u< •> \1V.is:gi>rtr.:< (>n -rfii {•': iftt. 'bríði vJI•-< > yfp p.<h‘. í :»«l.>r: 6 <>•*::: <•' kv/tSti i:xt> .Eg ijuytvh rríf aJ Mlrxtilt’fir* ItVir^n Kvaóai huei kmaí {;*£*. jcr>íar'vi?kölui*)>íii. JVriRjó:'- <-< Kkuf 4 f.A fá í i kriU '■(,* tnfiul* «.-rxla íímv- . :>r ií.ir keu.?;.. »c txixk:^ nrfr kiUí.i <■% (:<<p> ír-i.-ð >I:i:)c'!.kKj,‘' 'ijpS: rtiKn Uí isxjrL'kVirf* hrír h*í;» íáiiC vitu tS urriídvt. rt«k:i::i' «: x}:h- rf-x-irrt -Ú:i nPíWU «* út'.kíd:af « >-•> :»«r* sð !'}««; it I><s:Vt> fí£< <>'iMi>:f. i'-'á ,!:<v i:i> J.»::»: FA>■</. <->A sýóíut'i<1% KvV’fwrív,f'ftlUfePXjU ♦ i-g <» l:r- írM’Jlr.'MxUr’ó h;4 ptwu f\i-l«*:k- ÍJT Danska verksmiðjan sem framleiðir sinnepið baðst afsökunar og gerði ráðstafanir til að draga úr líkum á að atvik af þessu tagi endurtaki sig. Kannski var flugan í tómum brúsanum þegar hann kom til verksmiðjunnar TAFFEL Foods, danska fyrirtækið sem framleiðir UG franske sennep, hefur formlega beðist afsökunar á að dauð fluga skyldi hafa fundist í sinnepsbrúsa frá fyrirtækinu í haust. Daglegt iíf greindi frá því 4. nóv- ember sl. að Reykvíkingur hefði fundið dáuða flugu í sinnepsbrúsa sem hann hafði nýlega keypt. Blað- inu barst á dögunum bréf frá fram- leiðanda sinnepsins þar sem segir m.a.: „Brúsinn var sendur til rann- sóknarstofu okkar. Yfirmaður henn- ar, Vibeke Bagger telur að annað hvort hafi flugan verið í tómum brús- anum þegar hann kom til verksmiðj- unnar eða hún hafi komist í sinnepið á þeim örstutta tíma sem líður frá því sinnepinu er tappað á brúsa og þar til brúsanum er lokað. Viðeigandi ráðstafanir Við höfum gert ráðstafanir til að tryggja að brúsar séu fullkomlega hreinir er þeir koma inn í verksmiðj- una auk þess sem brýnt hefur verið fyrir starfsfólki að vera vel á verði. Ennfremur hefur framleiðanda brús- ans verið tilkynnt málið um leið og hann var beðinn að kanna aðstæður hjá sér með tilliti til þessa atburðar.“ Ralph Nielsen markaðsstjóri Taff- el Food skrifar undir bréfið og segir hann að alls fari um 10 milljón brús- ar með ýmsum sósum frá fyrirtækinu á ári hveiju og þetta sé í fyrsta sinn sem borist hafi kvörtun af þessu tagi. Reykvíkingurinn sem keypti um- rætt sinnep hafði á sínum tíma sam- band við Nathan & Olsen, innflytj- anda sinnepsins og lýsti hann ánægju með viðtökur þar. „Forstjórinn var afar kurteis og þakkaði mér fyrir að hafa látið vita af atvikinu,“ var með- al annars haft eftir honum í frásögn- inni 4. nóvember síðastliðinn. ■ BT * Islenskt-franskt eldhús með hugmyndablað fyrir viðskiptavini ÍSLENSKT-franskt eldhús fram- leiðir svokölluð „paté“ auk ann- arra franskra rétta. Ekki eru allir sem vita hvernig á að bera fram þennan mat og þess- vegna hefur fyrirtækið tekið á það ráð að senda frá sér hugmynda- blað. Þar er að finna tuttugu hug- myndir að einföldum réttum þar sem uppistaðan er hráefni frá þeim eins og t.d. ýmis „paté“. Þar er t.d. ráðlagt að bera fram mjúkan lauk, radísur og remúlaði með rúgbrauði með Parísarlifrar- kæfu, ristað brauð með reyktu laxapaté eða skelfiskpaté ásamt piparrótarsósu. Kjúklingalifrarpaté er upplagt að bera fram með Madei- rasósu, niðursoðnum ferskjum og steiktum sveppum og svo framveg- is. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.