Morgunblaðið - 13.01.1994, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 13.01.1994, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1994 Sorpeyðing höfuðborgar- svæðisins, byggðasamlag * eftir Björn Arnason Undanfarið hefur töluvert mætt á Sorpu og hafa margir fundið sig kaliaða til að gagnrýna starfsemi hennar, með réttu eða röngu eins og gengur. Staðreyndir eru ekki allt- af að baki gagnrýninni og þykir mér tímabært að gera nú nokkra grein Tyrir stöðu mála á opinberum vett- vangi. Við upplifum nú þáttaskil í um- hverfismálum, ekki einungis hér á íslandi, heldur um allan heim. Sú stefna, að „sá geldur er veldur" er víða orðin lögbundin og breiðist um heiminn. Sett eru býsna ákveðin markmið um lágmörkun úrgangs og endurvinnslu þess sem eftir verður. Á þessu verða menn að átta sig þegar borið er saman það sem var og það sem nú er. Sveitarfélögin, eigendur Sorpu, hafa beinlínis mark- að þá stefnu, að kostnaði skuli til skila haldið, hver sem veldur og hver sem greiðir. Sorpa var stofnuð formlega árið 1988 og tók til starfa í byijun maí 1991. Áður hafði lengi verið unnið að undirbúningi málsins og svonefnd verkefnisstjórn sveitar- félaga á höfuðborgarsvæðinu hafði m.a. starfað formlega frá 1984. Á undirbúningsstigi voru margar aðferðir skoðaðar, en niðurstaðan varð sú aðalaðferð sem notuð er, þ.e. böggun og urðun sorps. Af öðr- um aðferðum sem skoðaðar voru ber að nefna beina brennslu og fram- leiðslu eldsneytisköggla. Olíuverð var þá mjög hátt og leit eldsneytis- " kögglaframleiðslan allvel út. Orkuvinnsla úr sorpi er hins vegar alls ekki hagkvæm hér á svæðinu með því orkuverði sem nú ríkir. Stofnsamningur Sorpu kveður hins vegar á um, að fylgjast beri með tækniþróun m.t.t. nýtingar nýrrar tækni til hvers konar nýtingar úr- gangs og er það vissulega gert og verður svo áfram. Fjárhagsstaða Sorpu er það sem mest hefur farið fyrir brjóstið á mönnum. Vissulega eru hækkanir gjaldskrár hvimleiðar, en staðreynd- in er samt sú, að nú benda ailar áætlanir til að jafnvægi sé náð. Full- yrðingar um að enn þurfi 20% hækk- un gjaldskrár eru hreinlega staðlaus- ir stafir. Við stofnun fyrirtækisins tókst miður í tvennu tilliti: Gjaldskráin var sett of Iág og stofnfé eigenda var ákveðið í lægra lagi eða innan við 15% af stofnkostnaði. Eigendum var frá byijun bent á, að eyðingarkostn- aður mundi hækka mjög verulega frá því sem verið hafði, enda eru verkgæðin allt önnur en áður var og standast nú allan rýmilegan sam- anburð. Eigendurnir hafa nú ákveðið að taka myndarlega á vanda þessum á tvennan hátt: 1) Stofnfé eigenda verður aukið á næstu þremur árum um 200 m.kr. og verður við það sem næst 30% af stofnkostnaði. 2) Hækkanir gjaldskrár hafa ver- ið látnar koma harðar niður á sveit- arfélögunum en öðrum viðskipta- mönnum. Rekstrartölur 1993 og fjárhags- áætlun ársins 1994 sýna batnandi afkomu. Reyndar byggist hún á margvíslegum aðgerðum, sem gripið hefur verið til undanfarið ár og eru nú farnar að sýna verulegan árang- ur. Áætlun um fjárstreymi til lengri tíma sýnir einnig batnandi stöðu, þannig að fyrir aldamót verður Sorpa orðin að stæltu fyrirtæki. Eig- endur geta þá farið að ráðstafa veru- legum arði, t.d. með lækkun gjalda, veitingu íjármuna til frekari þróunar eða með því að endurheimta stofnfé sitt. Verður ekki betur séð, en Sorpa líkist í þessu efni venjulegu fyrir- tæki, sem framsýnir eigendur styðja þegar þarf og ætlast ekki til skjót- fengins arðs meðan það kemst á legg. Látum þetta nægja um það sem þegar er orðið, en snúum okkur að framtíðinni. Eins og áður sagði ber fyrirtækinu að fylgjast með tækniþróun og til- „Rekstrartölur 1993 og fjárhagsáætlun ársins 1994 sýna batnandi af- komu. Reyndar byggist hún á margvíslegum að- gerðum, sem gripið hefur verið til undanfarið ár og eru nú farnar að sýna verulegan árangur.“ einka sér hana eftir ástæðum hveiju sinni. Fyrirtækið starfrækir nú þeg- ar tækni- og þróunardeild, sem bæði þróar aðferðir Sorpu, safnar upplýs- ingum og veitir öðrum aðilum, t.d. sveitarfélögum og samtökum þeirra, margvíslega ráðgjöf. Margskonar verkefni eru á döfinni og er þar nærtækast að nefna jarð- gerð úrgangs, en varið verður tölu- verðu fé á þessu ári og því næsta til þróunar aðferða í því efni. Nýting húsmuna og fatnaðar er þegar hafin í samvinnu við líknarfélög. Þá má nefna, að kögglun vissra sorpþátta til eldsneytisgerðar hefur verið tölu- vert skoðuð, en bíður væntanlega hagstæðari markaðsskilyrða. Þá er ástæða til að benda enn á það, að sorpmagnið hefur reynst vera um 15% minna en lagt var upp með. Stafar það væntanlega bæði af fullháum áætlunum frá byijun, lakari lífskjörum þessi árin og betri nýtingu efna hjá viðskiptavinum. Hvað sem því líður má búast við að áfram verði allt reynt til að halda magni úrgangs niðri. Þetta þýðir í reynd, að til lengri tíma litið geti Sorpa bætt við sig verkefnum. At- huganir sýna, að aukin umsvif bæta afkomuna verulega og að sjálfsögðu mundu minni umsvif rýra hana. Þess er því vænst að nágrannar okkar í öllum áttum íhugi vandlega með okkur alla möguleika á samvinnu. Eins og sýnt hefur verið fram á, þá er „sukkið í Sorpu“ ekki voðalegra Björn Árnason en það, að heildarfjárfesting hennar er innan við 7.000 kr. á íbúa, en það er mun lægra, jafnvel margfalt lægra en þekktar áætlanir annars staðar á landinu sýna. Nútíma flutn- ingatækni er orðin svo góð, að flutn- ingar sorps og úrgangs um langan veg þyrftu ekki að_ verða ákvarðandi um hagkvæmni. í minni einingum má fullyrða, að meðhöndlun sorpsins á sambærilegan máta í móttöku- og vinnslustöð, ásamt flutningi og frá- gangi á urðunarstað, geti tæpast keppt við Sorpu. Einingin „Sorpa“ er um tífalt stærri en annars staðar væri mögulegt og kemur því hag- kvæmni stærðarinnar til og gefur töluvert forskot. Þó hefur Sorpa þurft að kljást við mjög ströng skilyrði í starfsleyfi sínu í Álfsnesi, en þau stafa bæði frá Hollustuvernd og sveitarstjórn. Af þeirri ástæðu er mjög ófýsilegt að leyfa öðrum en Sorpu aðgang að svæðinu. Sorpa stendur ábyrg fyrir hverskonar skaðlegri mengun á svæðinu og gildir sú ábyrgð nánast um aldur og ævi. Að lokum er rétt að geta þess, að atvinnulífið þyrfti að taka sér tak og þróa aðferðir í meðferð og flutn- ingum til bættrar nýtingar á hráefn- um sínum, sem og til hvers konar endurnýtingar. Best hefur tekist til þar sem menn skoða sína eigin starf- semi og þá möguleika, sem hún gefur, og ráðgast við Sorpu og aðra um hagræðingar- og nýtingarmögu- leika. Nefna mætti nú þegar allmörg fyrirtæki, sem hafa tekið vel á, svo sem Vífilfell og Prentsmiðjuna Odda, sér og öðrum til hagsbóta. Af handa- hófí nefni ég tvö dæmi: Hinn harðduglegi kaupmaður í Fjarðarkaupum hefur tekið umbúða- mál sín í eigin hendur. Með reglu- legu millibili kemur frá honum vel pressaður umbúðapappi, sem hann greiðir lægsta gjald fyrir í Sorpu og hún sendir áfram til útlanda sem gaéðahráefni til endurvinnslu. Önnur úrgangsmál leysir hann með því að kaupa þjónustu af verktaka með tækjakost við hæfi. Pappír er einnig fluttur til útlanda af Sorpu við heldur bága afkomu. Hins vegar er til alvöruframleiðsla hjá Silfurtúni í Garðabæ, sem fram- leiðir um helming þeirra eggja- bakka, sem notaðir eru í landinu. Til að ná stærri markaðshlutdeild eru þarfir viðskiptavina kannaðar og þær uppfylltar. En ekki nóg með það, fyrirtækið hefur sjálft þróað tæki til framleiðslunnar og selur þau nú á heimsmarkaði. Jafnframt er verið að þróa vörur fyrir fleiri notk- unarsvið og tekst vonandi að nýta mun stærri hluta þess pappírs sem til fellur í landinu. Þarna eru tvö dæmi af mörgum um að frumkvæði og dugnaður eru betra veganesti en úrtölur og aftur- haldssemi og mun örugglega betur fallið til að gera okkur langlíf í land- inu. Að lokum er rétt að ítreka, að Sorpa er fyrirtæki sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og þar með allra íbúanna. Starfsmenn og stjórn- endur vita þetta allir og stefna fyrir- tækisins er að Starfa samkvæmt því. Til lengdar er góður hagur Sorpu hagsmunamál okkar allra. Höfundur er bæjarverkfræðingur í Hafnarfirði og stjórnarformaður Sorpu b.s. MEÐAL ANNARRA ORÐA Um þjóðerni eftir dr. Njörð P. Njarðvík Ég hef orðið var við þá skoðun, að sú áhersla sem ég (og fleiri sem betur fer) hef lagt á rækt við þjóðerni, við tungu, sögu og menningu okkar, stefni í þveröf- uga átt við nútímann. Nú eru tímar fjölþjóðasamstarfs og al- þjóðahyggju, segja sumir, og þá skýtur skökku við að horfa inn á við, inn í liðinn tíma og úreltan vettvang. Nú ber að horfa út á við, um víðan völl nútímans og framtíðarinnar, þar sem óþijót- andi tækifæri bíða. Rækt við þjóð- emi á slíkum tímum er ekkert annað en búraskapur og lopa- peysuhugsun. Þessi tenging við lopapeysuna er dálítið merkileg. Það vill nefni- lega svo einkennilega til, að ís- lenska lopapeysan er bæði víð- fræg og eftirsóknarverð um mik- inn hluta heimsins. Hvers vegna? Vegna þess að hún er öðru vísi, vegna þess að hún er einstök. íslenska lopapeysan sker sig úr vegna þess að lopinn hefur sér- staka eiginleika, mynstrið ólíkt öllu öðru, og allir eru sammála um að þetta sé aldeilis frábær flík. Með þessari peysu, sem okkur fínnst sjálfsögð og kannski ekkert sérstök, leggjum við fram nokkuð sem er frumlegt, ekta, uppruna- legt. Menn eru meira að segja farnir að stæla hana í öðrum lönd- um. Þess vegna ætti íslenska lopa- peysan að vera okkur dæmi til íhugunar, dæmi sem draga má af athyglisverðan lærdóm, einnig á öðrum sviðum mannlegrar til- veru. Hvort skyldi vera betra að vera upprunalegur, einstakur eða eftirlíking einhvers annars? Niðurstaða fortíðarinnar Segja má, að til sé tvenns kon- ar viðhorf til þjóðernis. Annars vegar er viðhorf yfirlætis og hroka. í því felst að telja sig og þjóð sína öðrum fremri án þess að hægt sé að færa fyrir því nokk- ur skynsamleg rök. Þar gildir ein- ungis tilfinning sjálfsánægju og sjálfsréttlætingar. Þessu viðhorfí tengist næsta oft hugboð um yfír- burði ákveðins kynstofns og þá um leið fyririitning á öðrum. Og sé um að ræða fjölmenna þjóð, kraftmikla og fjárhagslega sterka, þá er við búið að stutt sé í hugmyndina um yfirráð yfir öðr- um þjóðum. Ef einhver þjóð telur sig öðrum fremri, þá er í hennar augum ekki nema sjálfsagt að hún sé kjörin til forystu og forráða. íslenska þjóðin er sem betur fer svo fámenn, að hana getur ekki dreymt um yfirráð yfir öðrum. En við könnumst við hinn þátt þessa viðhorfs, þann er lýtur að fordómum. Við höfum að heita má lokað landi okkar fyrir flótta- fólki, og menn af öðrum uppruna, ég tala nú ekki um ef litarháttur þeirra gefur það til kynna, kvarta oftlega yfír kynþáttafordómum margra íslendinga. Slíkt þjóðemi- sviðhorf er skammarlegt og ber vott um fáfræði, sýndarmennsku og mannúðarleysi. Hins vegar er sem betur fer til annars konar viðhorf til þjóðernis. Það er fólgið í vitneskju um sjálfs- vitund. í samskiptum er slík vit- und grundvallarnauðsyn. Sá sem vill kynnast öðrum, verður að þekkja sjálfan sig. Það gildir jafnt um einstaklinga sem þjóðir. „Þjóð- irnar eru niðurstaða fortíðarinn- ar,“ segir forseti okkar Vigdís Finnbogadóttir í bókinni Ein á forsetavakt. Við, sem nú lifum, erum þess vegna niðurstaða for- feðra okkar. Við erum framtíðar- draumur þeirra, og við verðum sífellt að spyija okkur sjálf, hvern- ig sá draumur rætist í okkur. Með slíkri spurningu tengjum við sam- an fortíð og nútíð og stefnum til nýrrar framtíðar. Þetta viðhorf tengist hvorki einangrun né búraskap, heldur raunsæi. Með skýrri sjálfsvitund göngum við sterkari og öruggari til samskipta við aðrar þjóðir og getum ætlast til þess að þau séu á grundvelli jafnréttis. Sá sem ætlar að stökkva, verður að hafa fótfestu til að stökkva af. Niðurstaða okkar Það kann að hljóma eins og þversögn, en það er sannfæring mín, að því traustari sem sjálfsvit- Njörður P. Njarðvík und okkar er sem íslendinga, þeim mun nær séum við því að vera heimsborgarar. Því betur sem við kunnum eigin tungu, þeim mun auðveldara er að Íæra önnur tungumál. En ef við glötum tengsium við okkar eigið þjóð- erni, okkar eigin sjálfsvitund, hvað erum við þá? Þá erum við mismunandi lélegar eftirlíkingar af einhveiju öðru. Við erum ekki útkjálkaþjóð, af því að við erum sjálfstæð menningareining með eigin tungu og þar með í miðju okkar eigin menningar. En ef við misstum tunguna, yrðum við þeg- ar í stað afskekktir kotungar, sem enginn tæki lengur mark á. Þess vegna göngum við fram í veröld- inni sem íslendingar og berum höfuðið hátt, af því að við leggjum fram okkar skerf í menningu heimsins með sérstöðu okkar. Þess vegna þurfum við ekki að óttast heimóttarskap, þegar við göngum til samstarfs við aðrar þjóðir með þjóðernisvitund okkar. En við skulum óttast að glata henni. Og eins og við erum niður- staða forfeðra okkar, þannig eru börn okkar niðurstaða okkar. Því þurfum við að rækta þessa sjálfs- vitund með bömum okkar. Og sú sjálfsvitund _er að veikjast, það vitum við. í þeirri fjölþjóðlegu holskeflu sem ríður yfír okkur, er hætta á að ungir einstaklingar fámennisþjóðar missi fótfestu sína. Og við erum farin að sjá dæmi þess. Við sjáum dæmi þess þegar unga fólkið er að hætta að heilsa og kveðja og bölva á ís- lensku. Við sjáum það í minnk- andi þekkingu á sögu þjóðarinnar og lifnaðarháttum og þverrandi kunnáttu í landafræði Islands. Við vitum hins vegar ekki með neinni vissu hversu alvarlegur þessi þekkingarskortur er orðinn. Það þyrfti að kanna með fræðilegum aðferðum þekkingu íslendinga á aldrinum 15-30_ ára á þessum sviðum. Háskóli íslands gæti t.d. beitt sér fyrir slíkri könnun. Það stæði honum nær og færi honum ólíkt betur en að efla spilafíkn með þjóðinni. Höfundur er rithöfundur og prófessor ííslenskum bókmcnntum viðHáskóla Islands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.