Morgunblaðið - 13.01.1994, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 13.01.1994, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANUAR 1994 45 Þú Drottinn, gang minn greiddir, ég geld þér hjartans þðkk; Þú, Drottinn, líf mitt leiddir, þig lofar sál mín klökk. Ó, Guð, fyrir gæsku þina ég glaður kem úr för og lít á lífstíð mína við lán og heilsukjör. Ó, kenn mér, Guð, að geta þá gæsku skilið rétt, og vel minn feril feta, hvort færð er þung eða létt; en þegar linnir þokum og þrautaskeiðið dvín, þá leið þú mig að lokum í ljósið heim til þín. (M. Joch.) Með þessum orðum þjóðskáldsins vil ég minnast tengdamóður minnar Óskar Dagóbertsdóttur. Ósk fædd- ist 7. júlí árið 1904 á Litlu-Hellu á Hellissandi. Foreldrar hennar voru þau Lárentsína Guðmundsdóttir frá Stóru-Hellu og Dagóbert Hansson. Ósk var aðeins tveggja ára er móð- ir hennar lést af bamsförum og fimm ára þegar faðir hennar drukknaði í Keflavíkurlendingu við Sand, ásamt móðurafa og tveimur hálfbræðrum Dagóberts. Ósk var tekin í fóstur til móðursystur sinn- ar, Bjargar Guðmundsdóttur, sem þá var aðeins sextán ára gömul. Björg giftist Ólafi Jóhannessyni og ólst Ósk upp hjá þeim og börnum þeirra. Ósk átti einn bróður, Lár- entsínus. Eftirlifandi kona hans er Jóhanna Guðmundsdóttir og eign- uðust þau tvö börn. Árið 1926 kynntist Ósk Sigurði Sveini Sigutjónssyni, útgerðar- manni frá Hellissandi, fæddur í Stykkishólmi 29. ágúst 1903, dáinn 26. júlí 1990. Þau eignuðust alls níu börn. Sjö þeirra komust til full- orðinsára, en tvær dætur hafa þau misst er báðar hétu Kristbjörg. Eft- irlifandi börn Óskar og Sigurðar eru: Guðmundur, búsettur á Hellis- sandi, kvæntur Önnu Þorleifsdóttur og eiga þau átta böm; Lára Dag- björt, búsett í Reykjavík, gift The- ódór Jónassyni og eiga þau þijú börn; Sigurbjörg, búsett í Reykjavík, gift Haraldi Brynjólfssyni og eiga þau þijú böm og tvö börn átti Sigur- björg áður; Guðni Þorvarður Tómas, búsettur á Arnarnesi, kvæntur Ás- laugu Úlfsdóttur og eiga þau eina . dóttur; Júlíana Fanney, búsett í Keflavík, gift Georg Elíassyni og eiga þau þijú börn; Magnea Guð- finna, búsett á Akranesi, gift Pétri Jóhannessyni og eiga þau tvo syni; Sigrún, búsett í Reykjavík, sambýl- ismaður Þorbergur Friðriksson. Sig- rún á þrjú börn. Það þarf ærinn dugnað að ala öðrum sem þiggja vildu fjársjóði í fornar hefðir, menningu og siði; gekk fram og aftur um völundarhús- ið eins og hann væri leiddur og var sami aufúsugestur með ásum og fornum vættum landsins og hjá nú- tímafólki og jafnvel þeim sem ekki vita betur en Valhöll sé skrifstofa stjórnmálaflokks og Bifröst bók- færsluskóli. Hann var öðrum mönnum fyrir- mynd í því efni að þora að vera hann sjálfur. Flestir láta berast með straumum tísku og nýjunga; Svein- björn hlóð sjálfur þær vörður sem mörkuðu þá leið sem hann vildi fara og gera að alfaravegi. Fyrir mér og ef til vill fleirum hefur orðið „íslendingur" ómstríðan hljóm og merkingu; fyrir mér og þeim sem til hans þekktu var Svein- björn Beinteinsson íslendingur í bestu merkingu þess orðs, sjálfstæð- ur, margfróður, skáldmæltur, hjartahlýr. Ég kveð Sveinbjörn Beinteinsson skáld og allshetjargoða með söknuði og virðingu. Ég votta fjölskyldu hans og aðstandendum samúð og hlýhug sem og ásatrúarmönnum og vinum hans og öllum þeim sem nú syrgja mætan mann. í Sólarljóðum segir: Hér vit skiljumk ok hittask munum á feginsdegi fira. Dróttinn minn gefi dauðum ró, en hinum líkn, er lifa. Þráinn Bertelsson, formaður Rithöfundasambands íslands. upp svo stóran barnahóp, en dugn- aður og samheldni Óskar og Sigurð- ar var mikil og þau vægðu sér hvergi. Það var gaman að koma í heim- sókn á heimili þeirra Óskar og Sig- urðar að Brautarholti á Hellissandi. Þar var oft tekið í spil, sungið og skemmt sér. Ósk hafði unun af að spila á spil og ósjaldan vann hún hálfa og heila. Stundum sagði hún gran og þótti mér það skrýtið orð yfir sögnina grand. Hélt hún þess- ari málvenju fram á síðustu stundu við spilaborðið. Ósk hafði gaman af því að ferðast og man ég eftir einni ferð er við fórum til Stykkis- hólms. Eftir að hafa skoðað okkur um í Stykkishólmi héldum við heim í svartaþoku yfir Kerlingarskarð og Fróðárheiði. Á leiðinni heim söng Ósk hvert lagið á eftir öðru, en hún kunni ógrynni af lögum og textum. Það var mjög gaman að ferðast með Ósk og Sigurði um Snæfelisnesið því þekking þeirra á staðháttum var með afbrigðum góð. Árið 1974 tóku Ósk og Sigurður þá ákvörðun að flytja frá Hellis- sandi til Reykjavíkur. Þau fengu húsnæði á Jökulgrunni í tengslum við Hrafnistu. Er við sátum í her- bergi Óskar á Hrafnistu rétt fyrir jólin og vorum að spila þá grunaði okkur ekki hve stutt var eftir. Gleði- svipur og skemmtun við heimsókn okkar, glaðværð og galsi einkenndi Ósk að venju og sú minning situr eftir. Það er sárt að sjá á eftir Ósk yfir móðuna miklu. En við vitum sem þekkjum hana að þar bíður hennar kær eiginmaður og tvær litl- ar telpur, sem hún hefur örugglega hlakkað til að sjá. Að endingu þakka ég Ósk þá ómetanlegu tryggð og vináttu sem aldrei bar skugga. á. Eg fagna með henni heimkomunni og bið góðan Guð að varðveita hana alla tíð. Pétur Jóhannesson. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birt- ingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðs- ins Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. Ákjósanlegast er að fá greinarnar sendar á disklingi. ERTU MEÐ I HOPI ÞEIRRA BESTU! FRÁ UPPHAFI HAFA VERÐBRÉFASJÖÐIR í UMSJÓN KAUPÞINGS HF. ÁVALLT VERIÐ í HÓPI BESTU ÁVÖXTUNARLEIÐA Á FJÁRMAGNSMARKAÐNUM. -GERÐUSAMANBURÐ r i K c 2 20 Eining - stofnaf i Alþjó&Asjóbur með erlend verbbréf Eignarskattsfrjáls sjóbur meb ríkisver&bréf Skammtímasjóbur Nafnávöxtun Raunávöxtun Einingabréfin og Skammtímabréfin er hœgt ab innleysa hvenœr sem er. Til þess aö losna viö kostnaö þarf aö tilkynna innlausn á Einingabréfum I, 2 og 3 meö 2ja mánaöa fyrirvara. Einingabréf 2 henta vel í reglulegan sparnaö. Skammtímabréfin eru laus án kostnaöar eftir 30 daga frá kaupdegi. Bréfin fást hjá eftirtöldum aöilum: Kaupþingi hf. Kaupþingi Noröurlands hf. Sparisjóöunum og Búnaöarbanka íslands SPARISJÓÐIRNIR ®BÚ BLNAÐARBANKINN KAUPÞING HF Löggilt verbbréfafyrirtœki Kringluntii 5, stmi 689080 í eigu Eúnabarbanka íslands og sparisjóbanna KAUPÞING HF. - FRAMTÍÐARÖRYGGI í FJÁRMÁLUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.