Morgunblaðið - 13.01.1994, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 13.01.1994, Blaðsíða 64
m HEWLETT PACKARD -------;--------UMBOÐIÐ HP A ÍSLANDI HF Höfðabakka 9, Reykjavtk, sími (91)671000 Frá möguleika til veruleika MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJA VÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK. Davíð Oddsson forsætisráðherra útilokar ekki lagasetningu vegna sjómannaverkfallsins Deilan nú er að verða óbærileg EKKI er hægt að útiloka að sljórnvöld setji bráðabirgðalög eða reyni með öðrum lagalegum leiðum að binda enda á verkfall sjómanna, tak- ist deiluaðilum ekki að finna lausn sinna mála á næstu dögum, segir Davíð Oddsson, forsætisráðherra. „Auðvitað eru menn andvígir laga- setningu á deilu launþega og vinnuveitenda, en sú aðferð er neyðarúr- ræði. Deilan nú er að verða óbærileg og fer að hafa mjög erfið áhrif fyrir þjóðfélag okkar þar sem flotinn liggur bundinn við bryggju í upphafi árs. Ef líklegt er að slíkt ástand vari vikum saman í framhald- inu verður ekki upp á það horft,“ segir Davíð. Forsætisráðherra kveðst ekki sjá af ummælum manna og þeim fregn- um sem honum hafa borist að samn- ingar séu mikið nær því að takast en í.upphafi, en telur að gera verði ítrek- aðar tilraunir í dag og á morgun til að leiða málið til lykta. „Þetta getur ekki gengið með þessum hætti og ég tel að hvorki deiluaðilar né aðrir og þar á meðal stjórnvöld geti horft upp á það svo,“ segir Davíð. Davíð kveðst hafa bundið vonir við að samningar væru í höfn áður en hann kæmi heim frá fundi leið- toga aðildarríkja NATO í Brussel, bæði þar sem samningalota hófst eftir að hann ræddi við deiluaðila áður en hann hélt utan og einnig vegna vinnu sjávarútvegráðherra í málinu um seinustu helgi. Því hafi það verið mikii vonbrigði við heim- komu að sjá deiluaðila í sama far- vegi og í upphafi. Forsætisráðherra og sjávarútvegs- ráðherra funda með útvegsmönnum að þeirra beiðni í dag klukkan níu, en þeir vilja gera grein fyrir núver- andi stöðu mála fyrir sína hönd. Davíð kveðst ekki telja að forsvars- menn útvegsmanna muni óska eftir lagasetningu vegna verkfallsins á fundinum. Aka suður heiðar á fund Morgunblaðið/Rúnar Þór SJÓMENN funduðu á nokkrum stöðum í gærkvöldi um stöðu mála í deilu þeirra við útgerðarmenn. Samtök sjómanna halda fund í Bíóborginni við Snorrabraut í dag. Búist er við fjölda sjómanna á fundinn, meðal annars frá Akranesi, Suðurnesjum og víðar. Myndin er tekin þegar sjómenn á Akureyri skrá sig í ferð suður heiðar. Kaupendahópur SR-mjöls að stækka eftir undirritun samninga Lífeyrissjóðir hafa áhuga á að taka þátt í kaupunum LÍFEYRISSJÓÐIR hafa sýnt því áhuga að koma inn í hóp kaupenda að SR-mjöli. Leita þarf samþykkis bæði ríkisins og þeirra kaup- enda sem fyrir eru, fyrir nýjum aðilum. "* Jónas A. Aðalsteinsson, sem er í forsvari fyr- ir kaupendurna, segir óvíst enn hvort, og þá að hve miklu leyti, lífeyrissjóðir komi inn í málið. Hins vegar væri það mikill styrkur að fá fjár- festa sem þessa inn í félagið. Hann vildi ekki upplýsa um hvaða sjóði væri að ræða. Skrifað var undir kaupsamning um SR-mjöl í lok síðasta árs og á fyrsta afborgunin af 725 milljóna króna kaupverði að greiðast í lok þessa mánaðar. Jónas A. Aðalsteinsson segir að þessa dagana séu að berast staðfestingar frá aðilum í kaupendahógnum á því hvað þeir verði með stóran hlut. Utgerðarfélögin í hópnum stefna að því að leggja sameiginlega fram 300 milljón- ir króna af kaupverðinu, eða um 40%. Þá stefna starfsmenn á að eignast 1% hlut í félaginu og að sögn Jónasar hafa borist hátt í 100 fyrirspurn- ir frá starfsmönnum verksmiðja í eigu SR-mjöls um möguleika á að verða hluthafar. Þá hefur Siglufjarðarbær samþykkt að leggja fram 100 þúsund króna hlutafjárframlag. í upphaflegum hugmyndum kaupendahópsins að skiptingu hlutafjár var gert ráð fyrir að rúm- lega 20 útgerðarfélög yrðu með 40-50% hlut, Sjóvá-Almennar allt að 10%, Draupnissjóðurinn, Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn og Þróunar- félag íslands yrðu með 10-20% og það sem á vantaði yrði fjármagnað með tilstyrk olíufélag- anna þriggja. Þróunarfélagið hætti svo við þátt- töku. Viðræður um lán Kaupendurnir hafa undanfarið átt í viðræðum við Landsbankann um langtímalán SR-mjöls þar. Langtímalánin sem hvíla á eignum SR- mjöls voru að mestu tekin árið 1991 til fimm ára. Eru afborganir næsta árs um 240 milljónir og um 300 á þarnæsta ári og segir Jónas þær afborganir einfaldlega of hraðar. Því sé verið að vinna að endurfjármögnun lánanna í sam- vinnu við Landsbankann. Um leið standi vonir til þess að samhliða leysist vandamál, sem skap- ast hafa vegna deilu Landsbankans og ríkisins um það hvort þau lán sem Landsbankinn tók erlendis og endurlánaði Síldarverksmiðjum ríkis- ins beri ríkisábyrgð. Jónas vildi ekki útskýra nánar í hveiju sú lausn gæti falist en eftir því sem Morgunblaðið kemst næst hafa bankinn og ríkið ekki færst í samkomulagsátt í þessu máli. Sjá einnig bls: 14-16: „Baráttan um SR-mjöl“. LEIKARl í Þjóðleikhúsinu slas- aðist á æfingu í gærkvöldi, þegar hnífur fór í andlit hans. Reyndist um skeinu á augabrún að ræða, en í fyrstu var óttast að hann hefði meiðst á auga. Óhappið varð við æfingu á Blóð- brullaupi eftir Lorea, og er myndin hér að ofan tekin þá. Tveir leikarar voru að æfa hnífabardaga þegar þeim fipaðist, svo að lagið fór í and- lit annars. Morgu nblaðið/Kristinn Ohapp við æf- ingri á Blóð- brullaupi Stjómamefnd um almenmngssamg-öngiir Tilraun gerð með nætur- akstur hjá SVR hf. STJÓRNARNEFND um al- menningssamgöngur hefur samþykkt að hefja tilraun með næturakstur strætisvagna um helgar í samstarfi við SVR hf. Jafnframt verður stefnt að því að fjölga ferðum vagnanna á morgnana milli kl. 7 og 9. Að sögn Sveins Andra Sveins- sonar, formanns nefndarinnar, er hugmyndin sú að taka upp akstur á þremur vögnum á klukkustund- ar fresti úr miðbænum í úthverfin. Vagnarnir munu aka svipaða leið og morgunvagn vagnstjóranna fer þegar þeir eru sóttir til vinnu eða um helstu umferðargötur og í út- hverfin. „Þessi þjónusta gæti haf- ist í janúar eða febrúar og ætti að geta staðið undir sér eins og hjá Almenningsvögnum bs., en þar er gjaldið tvöfalt á næturnar," sagði hann. Sagði hann að jafnframt hefði verið ákveðið að fjölga ferðum vagnanna á morgnana á þyngstu leiðunum og hefur framkvæmda- stjóra SVR hf. verið falið að út- færa með hvaða hætti því verði best fyrir komið. Rúmlega 800 kærur hjá yfirskattanefnd 300 mál komin fram yfír lögbundinn frest HJÁ yfirskattanefnd eru nú til meðferðar rúmlega 800 kaírur sem borist hafa nefndinni frá ríkisskattstjóra, en að sögn Ólafs Ólafsson- ar formanns yfirskattanefndar bárust nefndinni tæplega 1.400 kær- ur á árinu 1993. Samkvæmt Iögum hefur yfirskattanefnd þriggja mánaða frest til að ljúka afgreiðslu mála, en að sögn Ólafs eru nú um 300 mál óafgreidd sem kominn eru fram yfir frestinn. „Við höfum ekki alveg náð þriggja mánaða frestinum ennþá og samtals eru það um 300 mál sem við erum komin í synd með, en það er það sem úrskurðað er á tveim mánuðum. Við mælum tímann frá. því hvenær málin berast okkur frá ríkisskattstjóra, en þau koma svolít- ið misjafnt frá honum. Við höfum verið að vinna upp þennan tíma smátt og smátt og höfum nálgast þetta mjög frá því að við byijuðum. En auðvitað gerir fólk meiri kröfur og það er ekki síst vegna þess að við kynnum alltaf kærendum þann frest sem við höfum samkvæmt lög- unum. Fólk er þess vegna meðvitað um það til hvers er ætlast, og það er auðvitað eðlilegt að menn beri sig illa ef ekki næst að standa við það,“ sagði Ólafur. Hann sagðist ekki geta sagt um hvenær af- greiðsla mála hjá nefndinni yrði komin á það stig að í öllum tilfellum yrði hægt að standa við frestinn samkvæmt lögum, en það færi m.a. eftir því hvernig málin bærust til nefndarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.