Morgunblaðið - 18.01.1994, Síða 15

Morgunblaðið - 18.01.1994, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 1994 15 Kjósum ÞORBERG ADALSTEINSSON í 6. sætið Schtitz og Bach Tónlist Jón Ásgeirsson Heinrich Schiitz og Johann Seb- astian Bach áttu furðu margt sam- eiginlegt, þó hundrað ár skildu þá að en Schutz var fæddur 1585 og Bach 1685. í kirkjutónlist sinni notaði Schiitz oftast ekki fleiri hljóðfæri en t.d. tvær fiðlur, ásamt orgeli og semba! „continuo". Matt- heusarpassían eftir Schiitz er hreint kórverk (án undirleiks) og í trúar- verkum þessa góða tónskálds var finna ýmsar leikrænar tiltektir, sem einnig getur að heyra hjá Bach. Ekki er vel vitað hversu vel Johann Sebastian þekkti verk Schiitz en mörg verka hans voru fáanleg í prentuðum útgáfum og ættmenn Bachs höfðu haft tónsmíðar Schiitz mjög um hönd. Fyrir Norður- landabúa ætti það að vera fróðlegt, að Schiitz starfaði í Kaupmanna- höfn hjá Kristjáni IV. á árunum 1633, með smá hvíldum, til 1655, er hann ssettist að í Dresden. Schutz lærði hjá Giovanni Gabrieli og hugsanlega eitthvað hjá Monte- verdi og færði Þjóðvetjum hinn stór- brotna kórstíl Feneyinga, enda eru verk hans sá grunnur sem Bach síðar byggir á sín stórvirki. Á tónleikum í Áskirkju sl. sunnu- dag voru flutt verk sem einu nafni nefnast Geistiche Konserte, eftir Sehutz. Þessi verk mætti sem best flytja við messur, því um er að ræða stuttar hugleiðingar um ýmis- legt efni tekið úr Ritningunni. Fyrsta verkið var dæmisagan um faríseann og tollheimtumanninn (Lúk. 18. 10-14) og er bænakafli faríseans og tollheimtumannsins sérlega leikrænn og áhrifamikill og var mjög vel sunginn. Eins og fyrr segir mætti sem best nota slíka tónlist við venjulegar messur og þá syngja á íslensku. Sama má segja um aðra þættir úr „Andlegu kon- sertunum", sem fluttir voru að þessu sinni en efni þeirra er sótt í Sálmana og Predikarann. Flytjendur voru Margrét Bóas- dóttir, Sverrir Guðjónsson, Guð- laugur Viktorsson, Ragnar Davíðs- son, er sáu um allan söng með miklum ágætum, og hljóðfæraleik- ur, sem einnig var vel framfærður, var í höndum Rutar Ingólfsdóttur, Lilju Hjaltadóttur, Svövu Bern- harðsdóttur, Richards Korn, Kol- beins Bjarnasonar og Guðrúnar Óskarsdóttur. Eftir hlé var brugðið á léttari strengi og flutt Kaffikantatan eftir J.S. Bach og þá boðið upp á kaffi og te með konfekti í félagsheimili kirkjunnar. Kaffikantatan er skemmtilegt verk og fjallar um geðillan föður og kaffiþyrsta dóttur hans. Hún fær að giftast, er hún lætur af ástríðufullri kaffidrykkju sinni en hyggst setja mannsefni sínu þau skilyrði að mega, að vígslu lokinni auðvitað, hella upp á kaffi, eins henni sjálfri þykir best. Mar- grét Bóasdóttir söng dótturina mjög vel og Ragnar Davíðsson lék og söng föðurinn af glæsibrag. Sögu- maður var Guðlaugur Viktorsson og gerði hann margt ágætlega, þó oft vantaði á að hann væri sáttur við hlutverkið og ætti á stundum nokkuð erfitt með „leggja" röddina svo vel færi. Guðrún Oskarsdóttir lék á sembal og var leikur hennar áberandi vel útfærður. Þetta voru skemmtilegir tónleik- ar, er hófust með tilheyrandi trúar- legri alvöru en lauk með græsku- lausu gamni. Mætti sem best út- færa þess hugmynd frekar og flytja þá sveitakantötuna, með sama hætti og bjóða þá upp á náttúru- vænar landbúnaðarvörur. Varla væri þó mögulegt að bjóða upp á pípureikingar meðal hljómleika- gesta, þar sem Bach lofsyngur þá íþrótt. Margt fleira er að finna í veraldlegu kantötunum eftir Bach en hann mun hafa samið nærri fjörutíu slíkar, þó nokkrar þeirra séu glataðar og aðrar aðeins til í ófullkomnum slitrum. Stuðningsmenn Árna Sigfússonar í 2. sætið í prófkjöri sjólfstæðismanna hafa opnað kosningaskrif- stofu ó Suðurlandsbraut 4, símar 6841 óó og 6841 54 Opið fró hódegi dag hvern og fram eftir kvöldi. Skandia I Prófkjör Sjálfstæðismanna I í Reykjavík. VAKNAÐU! 1/ldAGE HÁRSNYRTI- VÖRURNAR ö 13010 RAKARASTOFAN KLAPPARSTÍG gl KERFISÞRÓUN HF. FÁKAFENI 11 - SÍMI 688055 Þriðjungur íslenskra heimila er ótryggður. Býr Jjölskylda þín við slíkt óöryggi ? Óhöpp gera ekki boð á undan sér og erfitt er að varast þau. Lítil óhöpp sem stór geta hæglega sett varanlegt strik í fjáriiag heimilisins. Á tímum samdráttar og erfiðrar íjáihagsstöðu heimilanna koma slík áfÖU verr við eldhúsbuddumar en nokkm sinni. Skandia býður heimilis- og húseigendatryggingar á verði og kjömm sem flest heimili ættu að ráða við. slysatryggingu í ífítíma. Öryggisráðgjafar Skandia heimsækja flesta þá sem panta húseigendatryggingu og leiðbeina um öryggismál á staðnum, eigend- unum að kostnaðarlausu. ipafcö) Ef þú kaupir bæði heimilis- og húseigendatryggingar fyrir 1. mars n.k. færðu vandaðan reykskynjara í bónus. msoD Húseigendatryggingin vemdar eigendur fyrir skakkaföllum vegna tjóna á húseignum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.