Morgunblaðið - 18.01.1994, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 18.01.1994, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 1994 . Morgunblaðið/Rúnar Þór Heiðursborgari STEINDÓR Steindórsson frá Hlöðum hefur verið kjörinn heiðursborgari Akureyrar, en Sigurður J. Sigurðsson, forseti bæjarsljórnar, afhenti honum heiðursborgarabréf í samsæti sem haldið var honum til heiðurs á Fiðlaranum á sunnudagskvöld. Steindór Steindórsson kjörinn heiðursborgari STEINDÓR Steindórsson frá Hlöðum var kjörinn heiðursborgari á Akureyri síðastliðinn sunnudag og var honum afhent heiðursborg- arabréf í samsæti sem bæjarstjórn Akureyrar hélt honum á Fiðlaran- um þá um kvöldið. Steindór er áttundi heiðursborgi Akureyrarbæjar. Formaður Neytendafélagsins um A. Finnsson Framkvæmdastj óriim fer með rangt mál „í þakklætis- og virðingarskyni fyrir afrek þín í þágu lands og þjóð- ar og fyrir að hafa með störfum þínum og búsetu aukið veg og reisn Akurejrar hefur bæjarstjóm Akur- eyrar einum rómi kjörið þig heið- ursborgar bæjarins frá og með 16. janúar 1994,“ segir í heiðursborg- arabréfi sem Sigurður J. Sigurðs- son, forseti bæjarstjórnar Akur- eyrar, afhenti Steindóri í samsæti sem haldið var honum til heiðurs á sunnudagskvöld. í ávarpi sínu rakti Sigurður störf Steindórs, sem lagt hefur gjörva hönd á margt, en hann sat lengi í bæjarstjórn Akureyrar, á Alþingi var skólameistari við Menntaskól- ann á Akureyri auk þess að stunda margvísleg vísinda- og fræðistöf, en hann er grasafræðingur að mennt. Þá hefur hann hlotið marg- ar viðurkenningar fyrir störf sín. „Það liggur við að ég missi mál- ið,“ sagði Steindór að lokinni af- hendingu heiðursborgarabréfsins, „en margt hefur mér nú farið betur um dagana en að þegja.“ Steindór sagði það kannski ekki vænlegt til mikilla afreka að vera marglyndur, áhugasvið hans væri margbreytilegt og hann hefði grip- ið í margt. „En ekkert held ég að gefi lífinu meiri fyllingu en að hafa áhuga á mörgu, það gerir lífið svo óendanlega miklu bjartara. Ég naut flests þess sem ég gerði og þá er ekki hægt að hugsa sér betra líf,“ sagði Steindór. Stærsta stundin Hann riijaði upp daginn er Matt- hías Jochumsson var kjörinn fyrsti heiðursborgari Akureyrar árið 1920, en Steindór sagðist einmitt hafa séð Matthías þann dag. „Ég hef lifað margar stórar stundir, en þetta er áreiðanlega sú stærsta. Ég er óendanlega þakklátur bæjar- stjóm fyrir að hafa gefið mér þessa stóru stund, hún er vitnisburður um að ég hafi ekki lifað til einskis, að ég hafi eitthvað gert til þuift- ar,“ sagði Steindór og kvaðst að Iokum óska þess og trúa að Akur- eyri yrði áfram bær fegurðar og friðar, menntunar og menningar. Steindór er áttundi heiðursborg- ari Akureyrarbæjar, Mattías Joch- umsson var sá fyrsti, en hann var kjörinn árið 1920, Finnur Jónsson árið 1928, Jón Sveinsson (Nonni) árið 1930, Oddur Björnsson árið 1935, Margrethe Schiöth árið 1941, Davíð Stefánsson árið 1955 og Jakob Frímannsson árið 1974. VILHJÁLMUR Ingi Árnason formaður Neytendafélags Ak- ureyrar og nágrennis segir það rangt hjá Aðalgeir Finnssyni framkvæmdastjóra A. Finns- sonar hf. að kaup á fimm íbúð- um af fyrirtæki hans sem mikið hafa verið til umræðu undan- farið hafi farið athugasemda- laust gegnum bæjarkerfið. Vil- hjálmur Ingi hefur farið fram á við ýmsar stofnanir að kan'nað verði hvort óeðlileg hagsmuna- tengsl séu á milli byggingafyr- irtækisins, Islandsbanka og Húsnæðisnefndar Akureyrar- bæjar. Kaup Húsnæðisnefndar á íbúð- unum fimm við Drekagil 28 hafa mikið verið til umræðu á Akureyri síðustu vikur og hefur Vilhjálmur Ingi óskað eftir að kannað verði hvort óeðlileg hagsmunatengsl séu milli aðila málsins, A. Finnssonar, íslandsbanka og Húsnæðisnefndar Akureyrar. „Ég hef ekki enn feng- ið nein viðbrögð við þeirri ósk minni, en á von á að eitthvað ger- ist í málinu fljótlega. Þegar fulltrú- ar í bæjarstjórn og húsnæðisnefnd hafa mótmælt umræddum kaup- um og bygginganefnd hefur viður- kennt að íbúðirnar standist ekki reglugerðir má ætla að eitthvað verði gert,“ sagði Vilhjálmur Ingi. Hann segir Aðalgeir Finnsson því fara með rangt mál er hann sagði við Morgunblaðið í síðustu viku að íbúðarkaupin hefðu farið athugasemdarlaust í gengum bæ- jarkerfið. Mótatkvæði hafi komið fram í bæjarstjórn og eins í hús- næðisnefnd. Upphaf svikamyllunnar Vilhjálmur Ingi segir að rekja megi upphaf málsins til þess „þeg- ar verið var að kafa niður í þann ósóma sem tengdist málefnum ungmenna í klóm Islandsbanka og fasteignasala," sagði Vilhjálmur Ingi, en fjármunir þeirra og for- eldra þeirra hafi lent hjá fyrirtæki Aðalgeirs Finnssonar og þangað megi upphaf svikamyllunnar. -----------» »-♦----- Heilsugæslustöðin Um 6% fækk- un á komum til lækna KOMUM til heilsugæslulækna á Heilsugæslustöðina á Akureyri fækkaði um 6% milli áranna 1991 og 1992, en almennt heilsufar var gott síðarnefnda árið, að því er fram kemur í nýútkominni skýrslu um starfsemi stöðvarinnar. Fram kemur í skýrslunni að sam- skiptum fólks við stöðina hafi fækk- að um 5% milli ára, en íbúum fjölg- aði um 1,5%. Hlutfall aldraðra breyttist lítið en vitjunum heima- hjúkrunar fjölgaði verulega milli ára eða um 13%. Dregið úr aðsókn Þá kemur fram í skýrslunni að í kjölfar þess að tekið var upp svokall- að komugjald á heilsugæslustöðvum hafi dregið mjög úr aðsókn á Heilsu- gæslustöðina á Akureyri. í yfirliti yfír samskipti við heilsu- gæslustöðina kemur fram að um 33.500 manns hafí notið læknisþjón- ustu á stöðinni, um 3.600 komu á mæðradeild, um 5.000 komur voru skráðar í ung- og smábamaeftirlit, 510 viðtöl voru skráð hjá fjölskyldu- ráðgjöf, tæplega 17 þúsund vitjanir voru hjá heimahjúkrun, tæplega 2.000 skoðanir í krabbameinsleit, tæplega 5.000 komu á rannsóknar- stofu og um 2.500 á aðgerða- og skiptistofu. Þá voru komur og vitjan- ir við Heilsugæslustöðina á Grenivík 1.353 talsins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir um hugsanlega þátttöku á sameiginlegum framboðslista Málefnasamningur verði raun- sær og listínn sigurstranglegur INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, þingkona Kvennalistans, seg- ist ekki ætla að svara því endanlega hvort hún taki áttunda sæti á sameiginlegum framboðslista minnihlutaflokkanna í Reykjavík og verða borgarstjóraefni listans fyrr en málefna- samningur og framboðslisti flokkanna liggur fyrir. Gert er ráð fyrir að það verði um miðjan febrúar. „Mér lýst mjög vel á málin eins og þau hafa þróast að undanförnu," segir hún. Ingibjörg Sólrún segist ekki setja nein einstök skilyrði fyrir þátttöku sinni. „Mér finnst skipta miklu máli að málefnasamningur- inn verði raunsær og afmarkaður og að listinn verði sigurstrangleg- ur. Skoðanakannanir benda til þess að hann eigi ágæta mögu- leika. Þótt ég taki skoðanakönnun DV með fyrirvara, þá sýnir hún að það er ákveðinn vilji til að breyta til í borginni,“ segir hún. 12 manna vinnuhópur Skipaður hefur verið 12 manna vinnuhópur með fulltrúum þeirra fjögurra flokka sem taka þátt í sameiginlegu framboði vegna borgarstjómarkosninganna, til að útfæra málefnasamning og fram- boðslista. Er gert ráð fyrir að nið- urstaðan liggi fyrir um miðjan næsta mánuð. Félagsfundur Kvennalista og trúnaðarráð Al- þýðuflokks, Alþýðubandalags og Framsóknarflokks samþykktu á laugardag að ganga til sameigin- legs framboðs í vor og kynntu fulltrúar flokkanna framboðið, sem gengið hefur undir vinnuheit- inu, Reykjavíkurlistinn, á frétta- mannafundi á laugardag. Samþykkt var samhljóða að ganga til samstarfsins á fundum í Kvennalista, Alþýðubandalagi og Alþýðuflokki á laugardag en einn greiddi atkvæði á móti tillögunni á um 100 manna fundi í fulltrúa- ráði Framsóknarflokksins. Líta flokkarnir svo á að 8. sæt- Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skráir sig á fundi Kvennalistans á Iaugradag, þar sem fjallað var um sameiginlegt borgarstjórnar- framboð minnihlutaflokkanna. ið verði baráttusæti listans í kosn- ingunum en samkomulag er um að fulltrúi Alþýðuflokksins, sem skipi 9. sætið, verði 1. varamaður fyrir alla borgarfulltrúana ef fram- boðið fær 8 fulltrúa í borgarstjórn. Árni Þór Sigurðsson, fulltrúi Al- þýðubandalags í viðræðunum orð- aði þann möguleika á frétta- mannafundinum að ef fleiri fram- boðslistar kæmu fram fyrir kosn- ingarnar og sameiginlega fram- boðið næði ekki meirihluta myndi það hugsanlega standa að myndun meirihluta með öðrum framboðs- lista. Áhrif á landsmálapólitík Fulltrúar flokkanna voru ekki til- búnir til að ræða hveijar yrðu helstu málefnaáherslur framboðs- ins á fréttamannafundinum á laugardaginn. Steinunn V. Ósk- arsdóttir, fulltrúi Kvennalista, sagði allir flokkarnir myndu leggja sínar hugmyndir um stefnu fram- boðsins í einn pott við gerð mál- efnasamningsins og reyna að ná sínum áherslumálum þar fram. Pétur Jónsson, fulltrúi Alþýðu- flokksins, sagði að eftir að sam- þykki flokkanna lægi nú fyrir mætti mikið út af bregða ef sam- eiginlegt framboð yrði ekki að veruleika. Fram kom í máli full- trúa allra flokkanna á frétta- mannafundinum að forystumenn flokkanna hefðu fylgst með sam- starfsviðræðunum úr fjarlægð og ekki komið með beinum hætti að málinu. Ptur sagðist aðspurður telja að sameiginlegur framboðs- listi þessara flokka gæti átt eftir að hafa áhrif á landsmálapólitíkina þegar fram í sækti. I vinnuhópnum sem skipaður er þremur fulltrúum frá hveijum flokki eru af hálfu Kvennalista, Steinunn Óskarsdóttir, Sigríður Lillý Baldursdóttir og Guðrún Ögmundsdóttir. Af hálfu Alþýðu- bandalags, Guðrún Ágústsdóttir, Arthur Morthens og Árni Þór Sig- urðsson, Af hálfu Framsóknar- flokksins, Valdimar Kr. Jónsson, Sigrún Magnúsdóttir og Alfreð Þorsteinsson og af hálfu Alþýðu- flokks, Pétur Jónsson, Bryndís Kristjánsdóttir og Arnór Benónýs- son. iNNLEisrr

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.