Morgunblaðið - 18.01.1994, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 18.01.1994, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 1994 53 Eg er að gera rétt! Til bardagalistamanna og -kvenna Frá Guðna Guðnasyni: j — Hinn 27. nóvember sl. var haldin keppni á vegum æfingastöðvarinn- I ar Colob í Ármúla 30. Þessi keppni var innanfélagskeppni og var haldin undir flagginu „Open Style“ sem þýðir að nota mátti hvaða bardaga- aðferð senrhelst við að vinna stig. Þeir aðilar sem höfðu æft karate áður eða aðra bardagalist máttu sem sagt nota það sem þeir kunnu. Eins og áður var sagt, var keppnin aðeins fyrir félaga í Colob. Útfrá þessari keppni urðu miklar deilur og ásakanir frá hinum ýmsu aðilum í þjóðfélaginu og þá einkum frá keppinautum mínum sem hafa verið óttaslegnir við samkeppni mína frá því að ég hóf starfsemi hér á landi fyrir rúmu einu ári. Þessir keppinautar hafa síðastliðin 20 ár haft einokun á kennslu í bar- dagalist á íslandi og hafa vegna | ókunnáttu og þröngsýni ekki vit á því sem ég er að gera og eða kunn- áttu minni. I kjölfar þessarar keppni fengu keppinautar mínir tækifærið að reyna að slátra mér gjörsamlega og þannig halda einokun sinni og ’ neita íslendingum um fjölhæfni í bardagalistum. Fjölmiðlamir voru náttúrulega yfir sig hrifnir af þess- ari skotárás og gáfu sig inn í slag- inn án frekari athugunar. Stór- skotahríðin var hörð og meiðandi en henni var eingöngu beint gegn mér sem persónu og ekki Colob og það starf sem þar er unnið. Vegna þess langar mig að gera eftirfarandi atriði ljós: 1. í þessari keppni var ekki bar- ist í einhverjum ákveðnum stíl eins og ákveðinn fréttaritari vildi láta það líta út. Það kom ekkert málinu .við að aðilarnir sem kepptu höfðu Iæft kung fu, turtle kung fu, kar- ate, judo, tae kwon eða fujuka-do. Þeir máttu nota það sem þeir vildu. 12. Af þessari keppni lærðum við margt sem betur mátti fara. Þetta var í fyrsta skipti á íslandi en eng- • an veginn í heiminum. Svona I keppnir eru algengar erlendis. Það sem við lærðum reyndum við að nýta okkur strax við gang keppn- innar og var þar aðallega tæknileg hlið dómaragæslu sem var breytt. Það er alltaf erfitt að gera eitthvað fyrstur og það vita sjálfsagt ekki bardagalistamenn á Islandi í dag þar sem fiestar bardagalistir voru settar upp í hendurnar á þeim af mönnum erlendis frá. 3. Þær reglur sem settar voru voru sömu reglur og gilda í keppn- um í judó, karate, jiu jitsu og kung fu. Það er að segja að það má slá, sparka, kasta, fella og læsa mót- heijann. Fyrir hveija hreina tækni | . sem notuð var fengu keppendur stig (heilt eða hálft). Loturnar voru tvær mín. 4. Hvort um tilraunastarfsemi hafi verið að ræða, já það var það vegna þess að þetta er í fyrsta sinn á Islandi. 5. Keppnin var semikontakt eða létt snertikeppni þar sem nemend- um er kennt að stoppa ætíð högg sín á andstæðingi sínum en ekki að slá í gegnum hann. í keppnum eins og þessari er reynt að halda mönnum í skefjum með góðri dóm- aragæslu og það höfðum við. Aðal- dómari var með svart belti 3 dan í shotokan karate og þannig mjög hæfur í þannig starf. 6. Það má einnig taka til athug- unar að ástæðan fyrir því að við notum hanska (ekki hnefaleika- hanska heldur hlífðarhanska) er sú að ef höggið geigar þá er ekki stór hætta á að neinn skaðist. Sem viðm- iðun má taka keppni í karate þar sem mjög mikið er um blóðnasir og meiðsli í andliti. Þetta vita kar- atemenn og áhorfendur mjög vel eftir tuttugu ára starf á íslandi. 7. Ef þessi keppni væri dæmd sem hnefaleikar þá mætti einnig athuga starfsemi karatemanna og tae kwon do-manna þar sem leyfi- legt er að sparka í höfuð andstæð- ingsins. Það væri eitthvað skrýtið ef banna ætti mönnum að stunda bardagalistir og nota til þess hlífð- arbúnað eingöngu vegna þess að það líkist hnefaleikaútbúnaði. Bar- dagalistaaðilar á íslandi vilja fá opinn huga varðandi þessa hluti og geta fengið þann hlífðarútbúnað sem til þarf ásamt höggpúðum. Þessir hlutir eru notaðir í hveiju einasta siðmenntuðu landi fyrir all- ar tegundir af bardagalistum. Ekki eingöngu fyrir hnefaleika. 8. Varðandi gráðumar mínar í bardagalist þá er það mikið áhyggjuefni fyrir samböndin hér á landi hvaða gráður ég er með. Ég segi bara við þau: Hafíð engar áhyggjur! Ef ég er kunnáttulaus þá virkar ekki tækni mín og nem- endur mínir munu yfírgefa mig. Ég er 10 dan í mínu eigin kerfi. Ég hef fetað í fótspor ýmissa aðila sem hafa stofnað sín eigin kerfi. Þetta er ekkert nýtt eða uppfundið á Islandi af Guðna Guðmundssyni. Þetta kerfi sem ég stofnaði heit- ir fujuka-do og ástæðan fyrir því að ég gef sjálfum mér 10 dan er sú að ég kann kerfíð og enginn annar. Ef bardagalistamenn ekki skilja þetta þá ættu þeir að velta því fyrir sér hvaða gráðu ég ætti að gefa mér. 3 dan? Og hver ætti þá að gráða mig í mínu eigin kerfí. Ég hef tuttugu ár á bak við mig í bardagalistum og hef þess vegna nokkuð góðan grunn fyrir það sem ég gerði. Mig langar einnig að benda bar- dagalistamönnum á að budo-maður hefur ákveðinn anda sem einkennist af hógværð, auðmjúku hugarfari, velvilja, góðmennsku og kannski því mikilvægasta, andleika! Þessir eiginleikar hafa ekki sýnt sig hjá þeim aðilum sem á mig hafa ráð- ist. Kannski hafa íslenskir bardaga- listamenn týnt niður þessum mikil- væga þætti í bardagalist. I þessari keppni voru 12 ára drengir að keppa. Á þetta var ráð- ist af hörku eins og að þetta væri eitthvað einstakt fyrirbæri. Sá drengur sem sást sleginn niður í frægu sjónvarpsskoti hafði æft kar- ate frá því að hann var 8 ára gam- all og byijaði þá að keppa eftir 3 mánuði. Þetta er ekkert einstakt tilfelii heldur mjög algengt þó að keppinautar mínir hafí viljað láta það líta öðruvísi út. Þar sem þetta var innanfélags- mót var öllum sem æfðu hjá okkur boðið að keppa og reyndist það mjög vel. Það var lagt að mönnum að gæta öryggis og nota þá tækni sem þeir kunnu. Það er þó aldrei hægt að stjórna mönnum 100% en þó voru engin slys og „aðeins“ ein- ar blóðnasir sem telst mjög lítið í svona keppni. Að lokum vil ég segja að sam- staða bardagalistamanna á íslandi er fyrir neðan allar hellur. Sam- stöðuleysi stafar af öfund og þröng- sýni og hræðslu við samkeppni eða kannski hræðslu við að þessi litli heimur þeirra verður sprengdur upp af einhveiju nýju og skemmtilegu, einhveiju sem bardagalistaaðilar á íslandi hafa áhuga á. Ég óska öllum hins besta og vil að bardagalistir á íslandi dafni og að' í framtíðinni þá geti kannski allir sameinast undir sama flaggi í vináttu og samhug. Að fortíðin geti gefið okkur þá reynslu sem við þurfum á að halda til að lifa af framtíðina og gefa okkur hugarró í nútíðinni. Farið vel. GUÐNI GUÐNASON, bardagalistamaður. LEIÐRÉTTINGAR Rangur titill í Morgunblaðinu á sunnudag var frétt á bls. 6 um að íslenskur lækn- ir, Bogi Ásgeirsson, hafí hlotið verð- laun fyrir vísindagrein í Acapilco í Mexíkó. Þar var Bogi sagður heila- skurðlæknir, en hið rétta er að hann er svæfíngalæknir. Beðist er vel- virðingar á mistökunum. Þýðing orðsins aikido í grein Marteins Bj. Þórðarsonar, sem birtisti Bréfi til blaðsins sl. sunnudag, misritaðist þýðing orðs- ins aikido. Orðið aikido er saman- sett úr þremur japönskum orðum, ai sem þýðir samræmi, ki sem þýð- ir lífskraftur og do sem þýðir leiðin, en aikido þýðir þá „leiðin til sam- ræmis lífskraftinum". Morgunblaðið biðst velvirðingar á mistökunum. VINNINGAR FJOLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af5 1 10.983.191 Sf 2 456.675 3. 4al5 201 7.838 4. 3af5 7.188 511 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 17.145.047 kr. UPPLÝSINGAR:SÍMSVAR|91 -681511 IUKKUIÍNA991002 ára afmœlistilboð ‘TóCvuskfíi ísCancCs er urn þessar muncCir 5 ára 0£ Sýður af því tiCefni einstakt afmczCistiCboð: Skrifstofutækninám með 20% afslætti • Bókfærsla • Ritvinnsla, Word fyrir Windows • Tölvubókhald • Tölvureiknir, Excel • Verslunarreikningur • Gagnagrunnur • Tollskýrslugerð • Windows og stýrikerfi ....aðeins kr. 3990 á mánuði Tölvuskóli Islands Sími 67 14 66 • opið til kl. 22 Verðið miðast við jafnar afborganir í 24 mánuði ÓKEYPIS Jbarna- og ungimgabásar á sunnuaaginn!! Á sunnudaginn, 23. janúar n.k. bjóöum viö öllum börnum og unglingum ókeypis borðpláss þar sem þau geta selt allt milli himins og jaröar eöa notfært sér á annan hátt tii fjáröflunar. Við vorum með samskonar barna- og unglingadag í október sl. sem tókst með slíkum ágætum nú ætlum við að endurtaka leikinn. Þetta tilboö gildirtyrir böm og unglinga innan 16 ára aldurs og er háð því skilyrði aö foreldrar panti 1yrir böm sln eða gefi þeim skriflegt leyfi til þátttöku. Munið janúartilboðið! 25% AFSLÁTTUR áöllumbásum!! fyrir þá seljendur sem eru bæði laugardaga og sunnudaga. ■ Smábásar ■ Litlir sölubásar ■ Stórir sölubásar (2,5 x 1,2 metrar) (2,5 x 2,5 metrar) (2,5 x 5 metrar) kosta þá 1.875 kr. kosta þá.2.625 kr. kosta þá 3.375 kr (venjulega 2.500 kr) (venjulega 3.500 kr) (venjulega 4.500 kr) Á ofangreind verð leggst virðisaukaskattur fyrir þé aöila sem geta notaö hann til frádráttar é VSK-skýrslu. KOLAPORTIÐ Plássið er takmarkað - síminn er625030.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.