Morgunblaðið - 18.01.1994, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 18.01.1994, Qupperneq 54
54 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JANUAR 1994 Tveir piltar vöktu íbú- ana og slökktu eldinn * SORPTUNNAN við Tjarnargötu 30 fuðraði upp á skömmum tíma. LITLU munaði að illa færi aðfara- nótt sunnudags þegar eldur kom upp í ruslatunnu við húsið að Tjarnargötu 22. Þrjár konur voru sofandi í húsinu, en tveir menn vöktu þær og kölluðu á slökkvilið. Eldurinn var þá farinn að læsa sig í húsið og rúða í glugga var sprungin. Ásta Óskarsdóttir, einn íbúa húss- ins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að meðleigjandi hennar, Heið- rún Gígja Ragnarsdóttir, hefði vakið hana og sagt henni frá eldinum. '„Heiðrún Gígja vaknaði við hróp og köll í tveimur strákum, sem höfðu orðið varir við eldinn þegar þeir óku Suðurgötuna," sagði Ásta. „Við vöktum eiganda hússins, fullorðna konu og komum okkur út. Strákarn- ir, Ólafur' Haukur Haraldsson og Viðar Þór Ásmundsson, voru þá bún- ir að hringja á slökkviliðið og þeim tókst að slökkva eldinn að mestu með slökkvitæki. Töluverður reykur komst samt upp í risið,_ en rúður í gluggum þar sprungu. Ég er sann- færð um að eldurinn hefði breiðst mjög hratt út ef strákarnir hefðu ekki verið svo snöggir að ráðast gegn honum.“ Kveikt í sorpi Slökkviliðinu var tilkynnt um eld- inn að Tjarnargötu 22 kl. 3.14 og þremur mínútum síðar barst tilkynn- ing um eld í sorpi við Tjarnargötu 30. Þar urðu þó engar teljandi skemmdir. Heldur þykir ólíklegt að um tilviljun sé að ræða og hallast menn að því að kveikt hafi verið í ruslatunnunum við bæði húsin. Varð- stjóri hjá slökkviliðinu sagði, að fólk ætti að varast að hafa eldfimar plasttunnur upp við húsveggi og undir gluggum, því þannig ætti eld- urinn greiða leið í húsin. anuai' i # Klukkan 17:00 föstudaginn 21. janúar eru síðustu forvöð að panta auglýsingu í Símaskrá 1994. Forðist biðraðir og gangið frá auglýsingapöntunum tímanlega. Faxafeni 10 Sími 680599 Fax 678520 Morgunblaðið/Júlíus Snarræði tveggja pilta SNARRÆÐI þeirra Ólafs Hauks Harladssonar og Viðars Þórs Ás- mundssonar var til þess að íbúar hússins að Tjarnargötu 22 sluppu ómeiddir og ekki urðu meiri skemmdir á húsinu að Tjarnargötu 22 en raun ber vitni. Skýrsla um heilsdagsskóla í Reykjavík Leysir vanda fjöl- margra fjölskyldna ÞÖRFIN fyrir heilsdagsskóla er mikil og leysir þessi þjónusta vanda fjölmargra fjölskyldna. Þetta kemur fram í skýrslu Kára Arnórsson- ar skólastjóra uin heilsdagsskóla, en hún er unnin fyrir skólamála- ráð Reykjavíkur og skólaskrifstofu. Bent er á að skipuleggja þurfi starfið sem hluta af verksviði skólanna en afmarka þá engu að síður sem sérstakan starfsþátt, en þessi þjónusta sé komin til að vera. „Hugtakið heilsdagsskóli er um- deilanlegt og ef til vill heppilegra að nota orðið heilsdagsvistun,“ segir í skýrslunni. Þar segir að hugtakið heilsdagsvistun hafi verið skilgreint þannig að um viðbótar tíma væri að ræða við skóladag nemenda svo þeir ættu þess kost að dvelja í um- sjá skólans heilan dag; það er við hefðbundinn skóla með lengdri við- veru og tómstundastarfi. Vel tekið Fram kemur að foreldrar hafa tekið vel tilboði um lengri vistun. Þann 1. desember voru 1.997 nem- endur skráðir þátttakendur. Þjónust- an er lengst boðin frá kl. 7:30 til kl. 17:30 en algengast er að hún vari frá kl. 7:45 til 17:15. Nemendur 6-9 ára nota mest þessa þjónustu eða 1.316, enda er það sá aldurshóp- ur sem talinn var mest þörf á að koma til móts við. Aðsókn nemenda á aldrinum 10-12 ára í aðstoð við heimanám er nokkuð góð eða 454 nemendur og segir í skýrslunni að skólastjórar séu þess meðvitaðir að þar muni aðsókn aukast við nánari kynningu. í eldri hópi nemenda á aldrinum 13 til 15 ára er þátttaka ekki mikil en skólastjórar sem kom- ið hafa þessu á í sínum skólum telja að aðstoðin skili góðum árangri sem muni leiða til fjölgunar þegar fram í sækir. Þá segir; „Almennt er það viðhorf skólastjóra og starfsmanna heilsdagsvistunar að foreldrar séu ánægðir með þessa þjónustu og kvartanir hafa nær engar borist frá foreldrum. Engin spurning er um það að þörfín fyrir þessa þjónustu er mikil og framkvæmdin því brýn.“ Aðstaða í skýrslunni er vikið að aðstöðu skólanna sem er nokkuð misjöfn og ljóst að húsnæðið er víðast fullsetið enda þátttaka meiri en ráð var fyrir gert við fyrstu athugun. Við því yrði að bregðast sem fyrst fyrir næsta skólaár. Undirbúningur fyrir þetta skólaár hafi verið knappur og því sé nauðsynlegt að hefjast strax handa. Taka þurfi ákvörðun um hvort þjónustan verði boðin öllum eða hvort setja eigi takmörk og þá hvernig. Ónóg-ur undirbúningur I niðurlagsorðum segir ennfremur að gagnrýna megi að undirbúningur hafi ekki alls staðar verið nægilegur þegar farið var af stað. Þrátt fyrir það verði að teljast að vel hafi til tekist og að reynt hafi verið að Ieysa þá hnúta sem upp komu á stöku stað. „Það verður hins vegar ekki of mikil áhersla á það lögð að standa eins vel að þessu og hægt er því það skiptir farsæld barnanna okkar í borginni afar miklu. Það er óum- ræðilegur léttir fyrir foreldra að losna við sífelldan þveiting á börnum sínum í kringum skólatíma en mun- ar þó mestu fyrir börnin sjálf. Fróð- legt væri að gera könnun í lok skóla- árs á viðhorfum foreldra til þessarar þjónustu og kanna m.a. hvort ekki hafi dregið úr slysatíðni á börnurn."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.