Morgunblaðið - 20.01.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.01.1994, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JANUAR 1994 Milljónatjón orðið í fjórum eldsvoðum á höfuðborgarsvæðinu síðustu fimm daga Timburhús við Skólavörðustíg' eyðilagðist í eldi í dag Landkynning__________________ Samgönguráðuneytið, Flugleiðir og Framleiðnisjóður landbúnaðarins ætla að verja 100 milljónum til landkynningar 20 Steingervingsfundur Vísindamenn hafa gerving frumhvals landi 28 fundið stein- sem gekk á Ríkissjóöshalli Meiri tekjur og minni gjöld en reiknað var með 31 Leiðari Vörugjöld og EES 30 T,~~ Í«k'fi*kí íífcym^ö«Vurmii ViÖskipti/Atvinnulíf ► Ríkið í fyrsta sinn á bandarísk- an skuldabréfamarkað - Innlend- ur bjór með yfir 75% markaðs- hlut - íslenskt parket flutt út - Lífeyrismálin brotin til mergjar Dagskrá ► Alaska vinsælt - Sjónvarps- áhorf minnkar stöðugt - Óánægð með ímynd kvemia í kvikmyndum - Nýir leikarar hleypa nýju blóði íLagakróka Siglfiröing-ur kaupir út- hafsveiðiskip frá Kanada SIGLFIRÐINGUR hf. er að kaupa 2.500 rúmlesta úthafsveiðiskip frá Kanada og verður væntanlega gengið frá kaupum í dag. Ef skipið verður skráð hér á landi verður það stærsta íslenska fiskiskipið. íslenskir útgerðarmenn hafa und- anfarið staðið í samningaviðræðum um kaup á gömlum fískiskipum frá Kanada. Skipið sem Siglfirðingur hf. er að kaupa er eina frystiskipið og er það lang stærst, 81 metri að lengd. Það er 18 ára gamalt. Þetta fyrir- tæki hefur verið með 9 minni skip á söluskrá og hafa Hraðfrystistöð Þórshafnar og Tangi á Vopnafírði verið í viðræðum um kaup á tveimur þeirra en samningum er ekki lokið. Runólfur Birgisson, framkvæmda- stjóri Siglfírðings hf., segir að skipið kosti um 80 millj. kr. og bæta þurfi við búnað þess. Hann segir að þó skipið sé gamalt geti það gert það sama og skip sem menn séu að kaupa á 500 milljónir kr. annars staðar frá. Skipið er væntanlegt hingað til lands um miðjan febrúar. Þá verður sett í það karfavinnsla og síðan verð- ur það sent á úthafskarfaveiðar. Runólfur sagði að síðan yrði það sent í allar þær „Smugur" sem fynd- ust. \ % I TIMBURHÚS við Skólavörðustíg eyðilagðist i eldi í gærmorgun. Erfiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins, sem blossaði upp aftur og aftur, enda mikill eldsmatur í húsinu, sem var einangrað með hálmi og sagi. Enginn var í húsinu þegar eldurinn kom upp. Þetta er fjórði bruninn á fimm dögum á útkallssvæði slökkviliðsins í Reykjavík þar sem mikið tjón verður. Liðið hefur verið kallað tæp- lega 100 sinnum út það sem af er þessu ári, en að meðaltali eru 8-900 útköll á ári. Halim A1 dæmdur HALIM A1 var dæmdur í 100 daga varðhald vegna brota á umgengn- isrétti Sophiu Hansen gagnvart dætrum þeirra í gær en getur komist undan fangavist með því að greiða 100 dollara sekt. Dómn- um verður áfrýjað. „Við lítum svo á að dómurinn sé sigur fyrir okkur og erum afar ánægð með að ekki skyldi vera dregið á langinn að kveða hann upp,“ sagði Sophia eftir réttarhöldin í gær. Kæra vegna fölsunar og sumardvalar Sophia sagði að Hasíp Kaplan, tyrkneskur lögfræðingur sinn, hefði þegar útbúið áfrýjun og ætli að leggja hana fram í Ankara á næstu dögum. Þar verði farið fram á sjö ára fangelsi yfír Halim. Aðspurð sagðist Sophia ekkert hafa frétt af dætrum sínum Rúnu og Dagbjörtu. Hún hafí stöðugt reynt að hringja í þær yfír hátíðarnar en alltaf hefði verið skellt á. Sjá bls 21: „Dómi vegna ...“ Skylduaðild að lífeyrissjóð- um brot á mannréttindum? SKYLDUAÐILD að tilteknum lífeyrissjóðum samrýmist ekki Mannrétt- indasáttmála Evrópu og stjórnarskrá íslands. Þetta eru niðurstöður lögfræðilegs álits Jónasar Fr. Jónssonar lögfræðings Verslunarráðs íslands sem fylgir skýrslu ráðsins um lífeyrissjóðakerfið sem kynnt var í gær. Ásmundur Stefánsson, framkvæmdastjóri hjá Islandsbanka, skil- aði séráliti. Hann sagði m.a. að í Ijósi nýgengins dóms í svonefndu Ávöxtunarmáli væri Bankaeftirlitinu varla stætt á öðru en að grípa beint inn gagnvart þeim lífeyrissjóðum sem ekki hefðu greiðsluhæfi. lagt frumvarp um að sáttmálinn verði lögtekinn á Islandi. Ábyrgð Bankaeftirlits í skýrslu Verslunarráðs er að fmna hugmyndir um framtíðarskipan líf- eyrismála. Að sögn Vilhjálms Egils- sonar, framkvæmdastjóra Verslun- arráðs, snýst málið fyrst og fremst um ábyrgðarvæðingu lífeyrissjóða- kerfísins þar sem frelsi til að velja á milli nokkurra öflugra lífeyrissjóða er veigamesti þátturinn. Fern meginrök eru talin knýja á um að valfrelsi verði komið á. í fyrsta lagi er talið líklegt að samkeppni milli lífeyrissjóða leiði til hagkvæm- ari rekstrar, í öðru lagi eru eignar- réttarrökin nefnd þar sem það eru sjálfsögð réttindi hvers og eins að geta varið eignir sínar eins og hann best getur og í þriðja lagi er EES samningurinn nefndur til sögunnar. Að lokum er bent á að skylduaðild að tilteknum sjóðum samrýmist ekki Mannréttindasáttmála Evrópu og stjómarskrá íslands. í lögfræðiáliti sínu þar að lútandi sem fylgir skýrsl- unni styðst Jónas einkum við 73. grein stjómarskrárinnar og 11. grein Mannréttindasáttmála Evrópu. Tekið er fram að fyrir Alþingi hefur verið Ásmundur Stefánsson skilaði séráliti á fundi Verslunarráðs þar sem hann komst að þeirri niðurstöðu að öll meginrök hnígi að því að núver- andi lífeyrissjóðakerfi verði ekki raskað. Hann vísaði í nýjustu skýrslu Bankaeftirlitsins sem unnin er úr ársreikningum lífeyrissjóðanna fyrir 1992. Ásmundur sagði að þó að mestu hefði ræst úr vanda ASI sjóð- anna ættu einstaka þeirra í erfíðleik- um. Það vekti til umhugsunar að nýgenginn dómur í svonefndu Ávökt- unarmáli gerði Bankaeftirlitið ábyrþt fyrir því að þeir aðilar sem eftirlits- skyldan tæki til væru í stöðu til að standa við skuldbindingar sínar. Bankaeftirlitinu væri því varla stætt á öðm en að grípa beint inn gagn- vart þeim sjóðum sem ekki hafa greiðsluhæfí, hugsanlega gera ráð- stafanir til þess að stöðva innborg- arnir í þá eða alla vega senda frá sér ótvíræða aðvörun um stöðu við- komandi sjóða. Ásmundur sagði enn- fremur að í ljósi þess að áfallnar skuldbindingar lífeyrissjóða hins op- inbera umfram höfuðstól væru nú yfír 100 milljarðar króna ef álykta mætti út frá skýrslu Bankaeftirlitsins væri ótrúlegt hve opinberir starfs- menn virtust áhyggjulausir vegna þessarar miklu skuldar. Jón Sigurðsson Seðlabankastjóri segist halda að Bankaeftirlitið hafí ekki vald til að grípa inn í starfsemi sjóðanna en telur skynsamlegt að gefa viðvörun þegar virðist stefna í óefni með fjárhag sjóðanna. „Ég vil reyndar benda á að Bankaeftirlitið hefur alveg nýlega gefíð frá sér mjög ítarlega skýrslu um fjárhag og fjár- reiður sjóðanna sem er ágætur grundvöllur undir framhaldsstarf í þessum efnum,“ sagði hann. Sjá bls. b/8 i I C- Slökkviliðið var kallað að Skóla- vörðustíg 33 kl. 6.25 í gærmorgun. Þegar það kom á staðinn logaði eldur fyrir innan glugga á 1. hæð. Talið var að maður gæti verið inni í húsinu og fóru tveir reykkafarar inn í húsið til leitar. Þeim bættist fljótlega liðsauki frá slökkvistöð- inni við Tunguháls. Þegar reykkaf- ararnir fjórir höfðu leitað af sér allan grun þurftu þeir að hörfa út úr húsinu, þar sem mikili eldur var í gólfi milli 1. og 2. hæðar. Samkvæmt upplýsingum slökkviliðsins gekk erfiðlega að slökkva eldinn, því hann blossaði upp aftur og aftur hér og þar um húsið. Því var um að kenna, að undanfarið hefur verið unnið að endumýjun á innviðum hússins og var opið inn í einangrun, sem var hálmur og sag. Því voru alls staðar „hreiður", þar sem glóðin kraumaði og eldur gaus upp að nýju. Slökkvi- liðið metur það svo að húsið sé ónýtt, eða því sem næst, og tjónið nemi 10 milljónum hið minnsta. Þá var óttast um tíma að mikilvæg tölvugögn eigandans hefðu glatast, Ólafur Haukur Haraldsson og félagi hans, Viðar Þór Ás- mundsson, vöktu sofandi íbúa í Tjarnargötu 22 og réðust til atlögu við eldinn þar aðfara- nótt sunnudagsins. ERFIÐLEGA gekk að ráða niðurlögum eldsins að Skólavörðustíg 33, þar sem mikill eldsmatur var í húsinu. en talið er að hægt verði að bjarga þeim út af hörðum diski tölvunnar, auk þess sem afrit af gögnunum er líklega til. Upptök eldanna Samkvæmt upplýsingum rann- sóknarlögreglu ríkisins liggur ekki fyrir hver eldsupptök voru á Skóla- vörðustíg 33. Á þriðjudagskvöld brann hænsnahús að Grímsstöðum í Kjós. Þar beinist grunurinn að rafmagni út frá viftumótor í þaki. Aðfaranótt sunnudags brann hús að Grettisgötu 30. RLR hefur ekki sent frá sér endanlega niður- stöðu rannsóknar á eldsupptökum þar, en líklegast er talið að eldinn megi rekja til sígarettuglóðar í stól. Á laugardag varð einnig töluvert tjón þegar kviknaði í skemmu að Fiskislóð 94, þar sem geymdir voru flugeldar í eigu Slysavamafélags- ins. Talið er að orsakanna megi leita í neistaflugi frá slípirokk. Þá urðu nokkrar skemmdir á húsi að Tjarnargötu 22, þegar eld- ur gaus upp í ruslatunnum við húsið. Þtjár konur voru sofandi í húsinu þegar eldurinn kom upp og vöktu tveir ungir menn, Olafur Haukur Haraldsson og Viðar Þór Ásmundsson, þær og réðust til at- lögu við eldinn. Ljóst þykir að kveikt hafi verið í tunnunum, því nokkrum mínútum síðar kom upp eldur í ruslatunnum við annað hús í götunni. Auk þessara bruna hefur slökkviliðið þurft að fást við ýmsa smábruna og fjölmarga sinuelda og er ástæða þessara bruna talin íkveikja. Útköll slökkviliðsins, þeg- ar allt er talið, voru í gær orðin 97 á þessu ári, eru meðalári er slökkvi- liðið kallað 8-900 sinnum út. Barist við eldinn Morgunblaðið/Júlíus
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.