Morgunblaðið - 20.01.1994, Síða 4

Morgunblaðið - 20.01.1994, Síða 4
4 morgunb.lað;d FIMMTUDAGUR, 20. JANÚAR. 1994 Nauðungaruppboð á íbúðum Húsnæðisnefndar Hafnarfjarðar 14 íbúðir boðnar upp vegna greiðsluerfiðleika HÚSNÆÐISSTOFNUN ríkisins auglýsti nauðungaruppboð á 14 íbúðum í eigu Húsnæðisnefndar Hafnarfjarðar um síðustu helgi. Jóna Ósk Guð- jónsdóttir, formaður Húsnæðisnefndar Hafnarfjarðar, segir að íbúðirn- ar hafi verið auglýstar af sérstöku tilefni þar sem hún hafi „staðið i samningaumleitunum við stofnunina ýmissa hluta vegna og þetta er angi af því, ásamt erfiðri greiðslustöðu nefndarinnar. Við. höfum lent í smá basli út af deilumálum sem við höfum átt í.“ Jóna Ósk segir að verið sé að semja um ákveðnar greiðslur milli þessara aðila og uppboðs- ferlið fari sjálfkrafa af stað án tillits til hver er eignaraðili. Jóna Ósk kvaðst í samtali við Morgunblaðið ekki vilja gera upp- skátt hve skuldir Húsnæðisnefndar væru miklar en kvaðst gera sér von- ir um að greiðsluerfíðleikum hennar linnti fyrr en seinna. Húsnæðisnefnd greindi á við Húsnæðisstofnun og væri um háar upphæðir að ræða, en síðan sæti Húsnæðisnefnd uppi með eldri skuldir frá stjóm verkamanna- bústaða. Jóna Ósk kvaðst ekki hafa handbærar tölur um hversu margar íbúðir eru skráðar á nafn nefndarinn- ar eða í hennar eigu, þar sem sú tala sé mjög breytileg. Jóna Ósk sagði öruggt að íbúðir þær sem auglýstar voru yrðu aldrei boðnar upp, en ekki væri hægt að fyrirbyggja að auglýst yrði siðar nauðungaruppboð á flein íbúðum í eigu nefndarinnar þar sem ekki væri gerður greinarmunur á þinglýstum eigendum í uppboðsmeð- ferð. Vanskil vegna innlausnarlána Samkvæmt upplýsingum frá Hús- næðisstofnun eru uppboðsbeiðnimar tvíþættar, annars vegar vegna al- mennra og félagslegra kaupleigu- íbúða sem Hafnarfjarðarbær á og hins vegar vegna skuida Húsnæðis- nefndar við Byggingasjóð verka- manna, sem stafa af vanskilum á greiðslu áhvílandi lána úr sjóðnum sem tekin vom til að innieysa félags- legar íbúðir til endursölu. Veðdeild Landsbanka óskaði eftir uppboðs- beiðni þegar lánin gjaldféllu. Sigurð- ur E. Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins, segir það ekki einsdæmi að óskað sé uppboðs á íbúðum í eigu eða umsjá húsnæðisnefnda á landinu, hafí upp- gjör dregist úr hófi. „Við settum lög- fræðideild okkar í gang í haust með það verkefni að taka í lurginn á hús- næðisnefndum sem okkur fannst vera orðnar eftir á, og reyndar ekki bara húsnæðisnefndum, heldur nokkmm öðmm félagslegum framkvæmdarað- ilum líka. Þetta hefur borið tilætlaðan árangur. Hvað varðar íbúðirnar í Hafnarfírði hefur uppgjör verið lengi á döfínni eins og alkunna er úr frétt- um, en að því er ég best veit er upp- gjör væntanlegt innan tíðar,“ segir Sigurður. Húsnæðisstofnun mun hætta að veita lán vegna innlausnar og end- ursölu 1. mars nk., þar sem ekki þykir ástæða lengur til að hafa milli- göngu vegna viðunandi framboðs á kaupendum. VEÐUR IDAGkl. 12.00 <7 Heimild: Veðurstofa íslands (Byggt á veöurspá kl. 16.30 í gær) VEÐURHORFUR í DAG, 20. JANÚAR YFIRLIT: Skammt norðaustur af landinu er 970 mb lægð, sem hreyfist norðaustur, en við Hvarf er 965 mb lægð, sem hreyfist austnorðaust- ur. Heldur kólnar í nótt en hlýnar á morgun. SPÁ: Sunnan og suðvestan kaldi eða stinningskaldi og snjókoma, slydda eða slydduél víða um land. Hiti 4-3 til +3 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG: Vestan og suðvestan átt á landinu. Él um vestanvert landið og einnig á annesjum norðanlands, en þurrt og sums staðar bjart veður annars staðar. Frost á biiinu 4-12 stig. HORFUR Á LAUGARDAG: Áfram verður vestlæg átt og kalt í veðri. Éljagangur víða um land, þó síst suðaustan- og austanlands. HORFUR Á SUNNUDAG: Búast má við að vindur snúist til norðlægrar áttar, meö éljum norðan- og austanlands, en birtir til á suðvestur- og vesturlandi.Áfram verður frost um allt land. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22. 30.Svarsimi Veðurstofu Islands — Veðurfregnir: 990600. o & & Ö o Sunnan, 4 vindstig. Vlndörín sýnir vindstefnu og fjaðrirnar vindstyrk, Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað heil fjöður er 2 vindstig. r r r * / * * * * • JL * 10° Hitastig r r r r r * / / * / * * * * * V v V y Súld I Rigning Slydda Snjókoma Skúrir Slydduél El = Þoka S FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 ígær) Flestir þjóðvegir landsins eru nú færir, en umtalsverð hálka er mjög víða á vegum landsins. Á Vestfjörðum er íært frá Brjánslæk til Patreksfjarð- ar og Bíldudals en Botns- og Breiðadalsheiðar eru ófærar og þungfært er um vegi í Ísafjarðardjúpí. Fært er um Mývatns- og Möðrudalsöræfi. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og ígrænnilfnu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavik hiti +2 +2 veður hálfskýjað léttskýjað Bergen 3 skýjað Helelnki +13 skýjað Kaupmannahöfn 4 þokumóða Narssarssuaq +7 snjókoma Nuuk +12 alskýjað Osló +4 skýjað Stokkhólmur 1 snjókoma Þórshöfn vantar Algarve 12 skýjað Amsterdam 4 þokumóða Barceiona 6 skýjað Berlín 3 alskýjað Chlcago +28 heiðskirt Feneyjar 7 heiðskírt Frankfurt +1 snjókoma Glasgow 4 úricoma Hamborg 2 súld London 6 léttskýjað Los Angeles 11 léttskýjað Lúxemborg +3 hrímþoka Madrid 4 léttskýjað Maiaga 11 skýjað Mallorca 12 alskýjað Montreal +29 léttskýjað - NewYork +19 heiðskírt Orlando S alskýjað París 0 skýjað Madeira 15 iéttskýjað Róm vantar Vín 2 heiðskirt Washlngton +19 heiðskírt Winnipeg +32 heiðskírt Morgunblaðið/Júlíus Fluttur á sjúkrahús ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, kom með skipverjann sem slasaðist alvarlega í Borgarspítalann um kl. 15 í gær. Tveir skipveijar slösuð- ust við vinnu um borð ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sótti í gær slasaðan sjómann um borð í Sigurborgu VE 121. Mað- urinn var mikið slasaður á bijósti og var hann fluttur í Borgarspítalann. Þá hafði fé- lagi hans úr áhöfninni olnboga- brotnað og var farið með hann til Djúpavogs. Slysið varð um kl. 9.30 í gær- morgun. Hlerar höfðu flækst sam- an og unnu mennirnir tveir við að losa þá í sundur. Einhver slaki mun hafa komið og slegið mennina harkalega niður. Annar þeirra hlaut mikla áverka á brjósti, en hinn olnbogabrotnaði og slasaðist á öxl. Haft var samband við lækni á Höfn, sem fór út í skipið með hafn- sögubátnum á Höfn, en Sigur- borgu var ófært inn ósinn. Ekki var hægt að hífa manninn um borð í hafnsögubátinn vegna sjó- gangs og kom þyrla Landhelgis- gæslunnar að skipinu kl. 11.45. Þá var sjógangur enn of mikill til að hægt væri að hífa skipveijann, sem slasaðist alvarlega, um borð í þyrluna. Sigurborg sigldi austur fyrir Stokksnes, þar sem betra sjólag var. Þar var maðurinn hífð- ur um borð kl. 12.40. Lent var við heilsugæslustöðina á Höfn, þar sem maðurinn var undirbúinn til flutnings suður og þyrlan lenti svo við Borgarspítalann um kl. 15. Þar gekkst maðurinn undir aðgerð í gærkvöldi. Læknirinn á Höfn var áfram um borð í Sigurborgu og hlúði að hin- um skipveijanum, en skipinu var siglt til Djúpavogs. Atlantaleig- ir Aröbum fjórar þotur FLUGFÉLAGIÐ Atlanta í Mosfellsbæ hefur gert nýjan samning við Saudi Arabian Airlines og leigir Atlanta flug- félaginu fjórar Boeing 747 breiðþotur næsta sumar. Samningurinn tekur gildi 1. apríl og segir Arngrímur Jó- hannsson, framkvæmdastjóri félagsins, að um svipaðan samning sé að ræða og gerður var síðasta sumar. Hann segist búast við að svip- aður földi Islendinga fái vinnu í tengslum við samninginn, en tæplega 150 íslendingar voru við störf í Saudi Arabíu síðasta sumar. Samningurinn nær fram í september og verða vélamar notaðar við pílagrímaflug, svo- kallað kennaraflug, en um 230.000 erlendir kennarar vinna í landinu, og einnig áætlunarflug á vegum Saudi Arabian Airlines. Einnig hefur samningur flug- félagsins við þýska flugfélagið Lufthansa verið endumýjaður, en Atlanta hefur leigt félaginu eina 737-200 vél til fragtflugs innan Evrópu. Franz Mixa látinn DR. Franz Mixa, prófessor dr. phil., tónskáld og tónlistarkennari í Reykjavík og síðar í Graz í Aust- urríki, lést 16. janúar sl. á sjúkra- húsi í Miinchen í Þýskalandi. Franz Mixa fæddist 3. júní 1902. Franz Mixa kom hingað til lands í október 1929 að loknu tónlistar- námi við Háskólann í Vín, en hann var ráðinn til að stjóma tónlistar- flutningi á 1.000 ára afmælishátíð Alþingis. Hann sneri síðan aftur til landsins 1931 og gerðist kennari við Tónlistarskólann í Reykjavík, sem þá var nýstofnaður. Hérlendis var Franz ein helsta driffjöður í tónlistar- lífí á ámnum fyrir seinni heimsstyij- öld, stjórnaði m.a. Hljómsveit Reykjavíkur og stóð að uppfærslu Meyjaskemmunnar eftir Schubert árið 1934, Systrunum frá Prag 1936 og Bláu kápunni 1937. Franz bjó hér til ársins 1938 þegar hann gerðist kennari og síðar skólastjóri Tónlist- arskólans í Graz í Austurríki. Hann samdi þijár óperur, þar á meðal óper- una Traum ein Leben og óperuna um Fjalla-Eyvind, sem tileinkuð var íslensku þjóðinni og flutt hérlendis af Sinfóníuhljómsveit íslands árið 1987, fímm sinfóníur, óratoríur og meira en 100 sönglög. Hann kvæntist Katrínu Ólafsdótt- ur, dóttur Borghildar Thorsteinsson og Ólafs Björnssonar, annars stofn- anda Morgunblaðsins, árið 1934 og eignuðust þau tvo syni. Þau slitu samvistir. Franz kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni 1949, Herthu Töp- per-Mixa, óperusöngkonu. Hann fór á eftirlaun frá Graz fyrir tilskilinn tíma árið 1957 til að geta sinnt ferh konu sinnar og eigin tónsmíðum. Þau fluttu til Múnchen, en Franz bárust áfram fjölmargar beiðnir um tón- smíðar frá Austurríki.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.