Morgunblaðið - 20.01.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.01.1994, Blaðsíða 14
n MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1994 Orkusala um sæ- streng er uppgjöf eftir Arna Brynjólfsson Hvernig skyldu menn bregðast við ef sú tækni byðist að hægt væri að sjúga upp fiskinn á bestu fiskimiðun- um og dæla honum um rör í safnþró austur á íjörðum? Þaðan yrði honum dælt lifandi um rör til helstu við- skiptalanda í Evrópu. Einhveijum þætti þetta góður kostur, einkum þó þeim sem ekki hefðu beina atvinnu af fiskveiðum og -vinnslu eða þjón- ustu við þessa mikilvægu atvinnu- grein. Þetta einfalda, langsótta dæmi, sem er óraunhæft eins og er, er sambærilegt við áhrif sæstrengs- ins. Starfsmenn rörafélagsins myndu fagna og benda á að innlend röra- og dæluverksmiðja gæti skapað mörg ný atvinnutækifæri. „Atvinnutækifæri“ við úrvinnslu áls Við lestur greinar Edgards Guð- mundssonar verkfr., starfsmanns Reykjavíkurborgar og erlendu sæ- strengsaðilanna, ICENET, 4.1.’94, verður manni ósjálfrátt hugsað til fyrri tækifæra, sem sem lýst var af „sérfróðum" af álíka raunsæi og fram kemur í áherslupunktum E.G., sem eiga að snúa Jóni Sigurðssyni, forstjóra Jámblendifélagsins, til fylgis við sölu raforku um sæstreng. Sæstrengur er E.G. af eðlilegum ástæðum hjartfólginn sem starfs- manni ICENET. Þegar álverksmiðj- an var reist á sínum tíma var taiað mjög fjálglega um þann stuðning er hún myndi veita íslenskum áliðnaði þegar hráefnið væri við bæjardymar, upp myndi rísa fjöldi fyrirtækja sem nýta myndu sér þessa aðstöðu, at- vinnutækifærum fjöigaði. Hver varð svo raunin? Áratugir liðu þar til fyr- ir fáum árum að stofnuð var verk- smiðja í Þorlákshöfn, sem framleiðir álpönnur í samvinnu við danskt fyrir- tæki. Þær hugmyndir sem nú er reynt að troða inn í höfuðið á okk- ur, „sem ekki höfum kynnt okkur málið að neinu marki“, að dómi E.G., eru ámóta sannfærandi og fullyrð- ingar „sérfræðinganna" voru hvað álið snerti, munurinn er aðeins sá að álverið er ekki glæfrafyrirtæki. „Gagnkaup" og öryggismál „Gagnkaupasamningur" (huglægt afbrigði af vöruskiptasamningi?) er nýtt orð og ágætt að nota þegar talað er niður til fólks, en það sem fram kemur í punktum E.G. er síður en svo sannfærandi, nánast hugdett- ur, enda segir E.G. beinum orðum: „Hér þarf einungis að koma til nýr „Engir tækju eins mikla áhættu við þessa fram- kvæmd og almenningur á Islandi. Þá má ekki gleyma því að sú raf- orka sem færi um strenginn yrði ekki not- uð til iðnaðar í landinu, hvorki stóriðju né ann- ars iðnaðar, það myndi „gagnkaupasamning- urinn“ tryggja, en varla varanleg verkefni, jafn- vel þótt við breyttum hugarfarinu.“ hugsunarháttur sem fæstir virðast gera sér grein fyrir.“ Fróðlegt væri að sjá raunhæfa útfærslu á umrædd- um atvinnutækifærum sem „gagn- kaupasamningurinn" og „rétt hug- arfar“ á að tryggja. Líklegt er að þar felist jafn sterk rök og þau sem koma fram í eftirfarandi hugdettu E.G.: „Ekki má heidur gleyma því öryggi sem felst í því að geta flutt inn raforku komi t.d. til stórkost- legra náttúruhamfara sem gætu leitt til tímabundinna vandamála við raf- orkuframleiðslu hérlendis." Engu er líkara en að E.G. sjái fyrir sér tengi- búnað í báðar áttir, en er þetta ekki nokkuð langsótt? Hvergi er að finna í umræddri grein að nokkur hætta geti steðjað að búnaði í landi af völd- um náttúruhamfara, hætta varðandi strenginn á leið sinni undir úthafinu, eða að hann standist ekki áraunina. Tvívegis a.m.k. hefur strengur til Vestmannaeyja slitnað og er þar ekki um langa leið að ræða, en fáir vildu hugsa þá hugsun til enda ef farið væri út í sæstrengsævintýrið og við kæmum ekki frá okkur þein'i orku sem búið væri að virkja, Blanda ætti að vera okkur til varnaðar. Engir tækju eins mikla áhættu við þessa framkvæmd og almenningur á Islandi. Þá má ekki gleyma því að sú raforka sem færi um strenginn yrði ekki notuð til iðnaðar í landinu, hvorki stóriðju né annars iðnaðar, það myndi „gagnkaupasamningurinn" tryggja, en varla varanleg verkefni, jafnvel þótt við breyttum hugarfarinu. Kröfluævintýrið Hver man ekki svörin sem fengust hjá „sérfræðingunum“ sem áttu að annast orkuöflun til virkjunarinnar við Kröflu, þegar spurt var hvort ekki væri kominn tími til að fara að bora og prófa varanleika borholanna. Einhverjir leyfðu sér jafnvel að efast um að þarna væri nægjanlegt vatn í jarðlögum ofl. Þessu var alltaf svar- að á sama veg, að mikið meira en nóg væri þama af orku og ekkert lægi því á. Hvað kom svo á daginn? Orkuöflunin var ekki tryggari en svo að aðeins helmingur vélakostsins Árni Brynjólfsson hefur verið nýttur og.þá oft aðeins að hluta til, með hvíldum. Hveijir voru látnir bera ábyrgð á þessum mistökum? Sérfræðingarnir, sem vissu allt betur, voru þeir hýrudregn- ir eða reknir úr embættum? Nei, al- deilis ekki, mistökin voru greidd af almannafé svo sem venja er, menn í „ábyrgðarstöðum" bera enga ábyrgð þegar á reynir. Tebændurnir og Gallup Það er ekki alveg út í hött þegar Jón Sigurðson forstjóri líkir sæ- strengsævintýrinu við viðskiptin við tebændur í nýlendunum, sem ennþá hanga fastir á færinu, enda má það augljóst vera að við erum ekki lausir af önglinum ef við gleypum „gagn- kaupabeituna”. Þá var fróðlegt að sjá spurningarnar í skoðanakönnun Gallup, sem E.G. vitnar í, en þar eru menn spurðir um það hvort þéir séu hlynntir stórátaki í virkjun íslenskra orkulinda ef sala er tryggð, hvort menn séu hlynntir útflutningi á raf- Stuðningur borgarinnar hefur örvað atvinnulífið eftir Jónu Gróu Sig- urðardóttur Hið erfiða atvinnu- og efnahags- ástand sem nú stendur yfir er eitt af þremur mestu krepputímabilum á þessari öld. Við höfum upplifað gjör- breyttar aðstæður á ótrúlega stuttum tíma. Um þessar mundir eru tæplega 3.500 manns skráð atvinnulaus hjá Ráðningastofu Reykjavíkurborgar. Atvinnuleysið er mest meðal verka- og verslunarfólks og hefur það reyndar snert flestar starfsstéttir. 27 milljarðar í framkvæmdir Reykjavíkurborg hefur lagt höf- uðáherslu á að draga úr þeim sam- dráttaráhrifum sem ríkja í atvinnu- lífi Reykvíkinga. Framkvæmdum á vegum borgarinnar hefur verið hald- ið uppi af ýtrustu getu og ríflega 27 milljörðum króna verið varið í þessu skyni á sl. þremur árum. Þetta hefur verið hægt vegna traustrar fjárhagsstöðu borgarinnar og stofn- ana hennar. Á síðasta ári fengu 7.000 manns atvinnu á vegum Reykjavíkurborgar um lengri eða skemmri tíma. í ljár- hagsááetlun þessa árs er gert ráð fyrir 7,5 milljörðum króna til fram- kvæmda. Auk þess er unnið að und- irbúningi tiilagna um fjölgun starfa og að margvíslegum öðrum úrræðum í þágu atvinnulauss fólks. Endanleg- Kvennalistinn er hugsanavilla eftir Amal Rún Næsta vor munu Reykvíkingar ganga til borgarstjórnarkosninga, þar sem kosið verður á milli fulltrúa Kvennalistans og Markúsar Arnar Antonssonar sem næsta borgar- stjóra. Hér á eftir mun ég fjalla um það af hveiju ég tel Markús Öm vænlegri kost. Það er staðreynd að konur þurfa að beijast fyrir rétti sínum, en það er rangt að gera það með þeim hætti að stofna sérstakan stjómmálaflokk þar sem fólki er meinað að gegna trúnaðarstörfum vegna kynferðis. í mínum huga er það spurning um mannréttindi að fá að starfa innan þess flokks sem maður velur sér. I flestum lýðræðisríkjum t.d. á hinum Norðurlöndunum hafa konur náð jafnrétti á við karlmenn án þess að hafa þurft að stofna sérstakan stjómmálaflokk til að ná Jiví fram. Kvennalistinn brýtur gegn þeirri grundvallarreglu að engum skuii mismunað vegna skoðana, litarhátt- ar, trúar eða kynferðis. Ef það er leyft að mismuna fólki eftir kynferði er stutt í að fóiki sé mismunað á annan hátt. ' Því er Kvennalistinn sem er stjórn- málaflokkur með það á opinberri stefnuskrá sinni að gæta eingöngu hagsmuna kvenna, ekki treystandi til að vera í forsvari fyrir hönd allra íbúa Reykjavíkur. Hvað hefur Kvennalistinn í huga varðandi aukið atvinnuleysi reykví- skra karlmanna sem eru í flestum tilvikum aðal fyrirvinna fjölskyldna sinna? Ég er alin upp við misrétti gagn- vart konum eins og það gerist verst og það er eitt af mínum helstu bar- áttumálum að vinna gegn misrétti. Alltof oft sé ég fólk beijast gegn einu misrétti með öðru misrétti. Slíkt gengur ekki. Valið stendur á milli Kvennalist- Amal Rún ans og þess óréttlætis sem þær eru fulltrúar fyrir og Markúsar Arnar, sem hefur á stuttum tíma sem borg- arstjóri áunnið sér virðingu allra Reykvíkinga fyrir heiðarleika og réttlætiskennd. Valið á ekki að vera erfitt. Kjósum Markús Öm sem næsta borgarstjóra. Höfundur er stjórnmálafræðinemi og tekur þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. ar tillögur um stuðningsaðgerðir og sérstök átaksverkefni verða lagðar fram um mánaðamótin febrúar/mars nk. Þessar aðgerðir munu tryggja at- vinnulausu fólki forgang að störfum við margvísleg verkefni. Víðtækt samstarf Einnig verður leitað álits fjöl- margra aðila við mótun tillagnanna og samráð haft við fulltrúa atvinnu- rekenda og launþega á reykvískum vinnumarkaði. í þessu sambandi má geta þess að forráðamenn Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar hafa þegar átt frumkvæði að viðræðum við borgarstjórann Markús Örn Ant- onsson um þetta efni, og í framhaldi af því fól hann formanni og fram- kvæmdastjóra atvinnumálanefndar að taka þátt í viðræðum við fulltrúa Dagsbrúnar ásamt framkvæmda- stjóra Aflvaka hf. Stuðningur við þróun og nýsköpun Á síðasta áratug hefur Reykjavík- urborg lagt ríka áherslu á að styðja atvinnulífið með langtímasjónarmið í huga. í samvinnu við Háskóla íslands og fleiri aðila sem málið varðar, hef- ur Reykjavíkurborg tekið þátt í að reisa þtjár byggingar sem hýsa mikil- væga starfsemi á sviði upplýsinga- tækni, hátækniiðnaðar, rannsókna- og þróunarstarfsemi með nýsköpun að leiðarljósi. Atvinnumálanefnd Reykjavíkur- borgar hefur eftir megni stutt ný- sköpunar- og þróunarfyrirtæki á endasprettinum, og það er ánægju- legt að fylgjast með hve mörg þeirra standa sig vel í þessari hörðu sam- keppni. Við Islendingar eigum ótrú- lega marga vísindamenn sem eru einstakir hvað hæfni og atgervi varð- ar. Þessir menn hafa lagt grunninn að mörgum nýjum atvinnusviðum. Þá hefur Reykjavíkurborg styrkt ýmis samstarfsverkefni sem styrkja undirstöður atvinnulífsins. orku og í þriðja lagi ef útflutningur- inn skapar framtíðarstörf, t.d við strengjaframleiðslu. Þessu svöruðu á milli 80 og 90% játandi af um 1.000 manns. Varla er hægt að segja ann- að en að þessar spurningar séu leið- andi. Hvergi er minnst beinlínis á sæstreng, en gefið í skyn að strengja- framleiðsla geti verið til framtíðar. Sem betur fer getur útflutningur á raforku orðið með öðru móti en um streng og er þá atvinnuskapandi, þ.e. þegar framleitt er til útflutnings með rafmagni. Tímabundin atvinnutækifæri Hvernig sem víð notum raforkuna þurfum við alltaf að virkja, þar skap- ast tiltölulega fá atvinnutækifæri sem lýkur áð mestu við verklok. Sama er að segja um sæstrenginn, þar verður aðeins um tímabundna vinnu að ræða, en sé orkan notuð til framleiðslu í landinu er atvinnan varanleg, um þetta ætti ekki að þurfa að deila. Það er furðu frjálslega með staðreyndir farið þegar í einu dæma E.G. er talað um sæstrengjaverk- smiðju, sem gæti skapað 500 „frum- störf". T>að liggur ekkert fyrir að slík verksmiðja verði reist hér og enn síður að hún starfaði áfram að loknu sæstrengsverkefninu. Orðið „frum- störf" þarf að skýra betur. Virkjum „bisnessmennina" Hvers vegna er yfirleitt aldrei tal- að um að selja íslenska orku til ann- ars en stóriðju og hátækni? Er þetta afbrigði af kindakjötssölumennsk- unni? Hvað sem því líður ættum við að bijóta odd af oflæti okkar og bjóða alla velkomna sem vilja reka hér arðvænleg fyrirtæki, geti þeir selt framleiðsluna á erlendum mörkuðum og Ijölgað störfum, við þurfum menn úr viðskiptalífinu, þeir kunna þetta, ekki embættismenn. Höfundur er framkvæmdasljóri Verktakavals. Jóna Gróa Sigurðardóttir „Á síðasta ári fengu 7.000 manns atvinnu á vegum Reykjavíkur- borgar um lengri eða skemmri tíma. I fjár- hagsáætlun þessa árs er gert ráð fyrir 7,5 milljörðum króna til framkvæmda.“ Aflvaki Reykjavíkur hf. Aflvaki Reykjavíkur hf. er at- vinnuþróunarfyrirtæki sem stofnað var af Reykjavíkurborg fyrir ári. Háskóli íslands er orðin þátttakandi í félaginu og gert er ráð fyrir því að fleiri aðilar komi til samstarfs. Markmiðið er að styrkja atvinnulíf í Reykjavík, er þar átt við hvort tveggja starfandi fyrirtæki og einnig að stuðla að stofnun nýrra fyrir- tækja með nýsköpun og þróun í huga. Miklum árangi-i hefur verið náð í efnahagslífinu á mörgum sviðum og spáð er hagvexti á árunum 1995 og 1996. Við skulum vona að við séum að komast fyrir vind. • Höfundur er formaður atvinnumálanefndar Rcykjavíkurborgar og frambjóðandi í prófkjöri sjálfstæðismanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.