Morgunblaðið - 20.01.1994, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.01.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1994 15 Við neðangreindir sjálfstæðisnienn lýsum yfir stuðningi okkar við framboð SVEINS ANDRA SVEINSSONAR borgarfulltrúa í 5. sæti: Guðmundur H. Þórarinsson, kaupmaður. Þorkell Þorkelsson, leigubílstjóri. Kristín M. Hermannsdóttir, sjúkraliði. Hildur Hauksdóttir, auglýsingastjóri. Jónas M. Fjeldsted, verkamaður. Júlíus Heiðarsson, nemi. Ágústa Halldórsdóttir, umsjón aldraðra. Jóhanna Úlla Káradóttir, ritari. Hreiðar Már Sigurðsson, nemi. Bjarni Þór Óskarsson, lögmaður. Axel Gunnlaugsson, bflstjóri. María Guðmundsdóttir, söngvari. Sigurbjörg Eiríksdóttir, þvottatæknir. Þorsteinn Snædal, s'ölumaður. Hjalti Garðarsson, eftirlitsmaður. Hanna Birna Kristjánsdóttir, stjórnmálafr. Svana Símonardóttir, ritari. Jón Axel Pétursson, markaðsstjóri. Agnar Fr. Svanbjömsson, verslunarmaður. Elínóra Kristinsdóttir, nemi. Kristín Magnúsdóttir, nemi. Jörundur Þorsteinsson, deildarfulltrúi. Hreiðar Árni Magnússon, hárgreiðslumaður. Ari Gísli Bragason, nemi. Verkefni á vegum bæjarins Mætið í prófkjör Sjálfstæðisflokksins Það bíða mörg mál bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á næsta kjörtímabili og ábyrgð Hafnfirðinga í kosning- um hefur sjaldan verið jafnmikil. Hafnfirðingar eru hvattir til að taka afstöðu með bættu siðferði og taka þátt í prófkjöri sjálfstæðismanna dagana 29. og 30. janúar nk. Veljið til starfa samhentan og sterkan lista með mönnum og konum, sem hægt er að treysta til að fara vel með fjármuni bæjarins, og nota þá eingöngu í þágu bæjarbúa. Standið síðan einhuga að baki Sjálfstæðis- flokknum í kosningunum í maí. Framtíð ykkar er í húfi. Höfundur er héraðsdómslögmaður og þátttakandi í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði. Þegar kemur að siðferði í bæjar- málapólitík þá verður ekki hjá því •komist að ræða um hvernig útdeila eigi verkefnum vegna framkvæmda á vegum bæjarins. Það á að vera óumdeild og undantekningalaus regla að leita tilboða í verk með útboðum. Með öðru móti er ekki hægt að stuðla að jöfnuði milli fyrir- tækja. Jafnframt er hægt að blása á þá röksemd að rétt sé að hygla ákveðnum fyrirtækjum ef það er gert til að tryggja Hafnfirðingum atvinnu. Vertaki sá sem á hagstæð- asta boðið þarf fólk í vinnu til að vinna verkið og hafnfirsk fyrirtæki eiga á hættu, ef önnur sveitarfélög beita sömu röksemdum, að markað- ir lokist. Jafnframt.verður að gera þá kröfu til bæjarfulltrúa Sjálfstæð- isflokksins að þeir haldi sig frá fjár- málasukki meirihlutans i þessum efnum. Fjármál bæjarins eru nátengd afkomu Hafnfirðinga Langt er síðan að meginþorri Hafnfirðinga missti áhugann á umræðum milli meirihluta og minnihluta bæjarstjórnar um fjár- mál bæjarins, enda snúast þær umræður um stórar tölur sem erfitt er fyrir hinn almenna bæjarbúa að átta sig á. Hafnfirðingar verða hins vegar að átta sig á þeirri staðreynd að slæm fjárhagstaða bæjarins er farin að bitna á þeirra eigin fjár- hag. Það er slæm fjárhagstaða Hafnarfjarðarbæjar eftir áralangt Leikskóli fyrir öll börn 2 ára og eldri Undir stjórn sjálfstæðismanna bætast við 10 nýir leikskólar á þessu kjörtímabili. Með því og bættri nýtingu eldri leikskóla hefur leikskóla- plássum fjölgað um 1250. Enn er þó langt í land. Á grundvelli þeirrar uppbyggingar sem átt hefur sér stað er unnt að ná stórum áfanga á næsta kjörtímabili. SVEINN ANDRI SVEINSSON, borgarfulltrúi og fulltrúi í stjórn Dagvistar barna hefur lagt fram eftirfarandi tillögu: Sjálfstæðismenn lofi því að öllum börnum 2 ára og eldri verði tryggt pláss í leikskóla, óháð hjúskaparstöðu foreldra. Til að ná þessu markmiði þarf Reykjavíkurborg að leggja 500 milljónir í leikskólabyggingar yfir allt næsta kjörtímabil. Árlegur rekstrarkostnaður ykist að óbreyttu um 200 milljónir. Þetta er loforð sem sjálfstæðismenn eiga að leggja fram og geta staðið við á næsta kjörtímabili. Bætt siðferði í bæj arstj órnarmálum eftir Ágúst Sindra Karlsson Það vita allir sem vilja vita að siðferðiskennd bæjarstjómarmeiri- hlutans í Hafnarfirði er á mjög lágu stigi. Á síðustu tveim kjörtímabilum hafa þeir sem geta veifað réttu flokksskírteini og/eða sýnt fram á frændsemi sína við bæjarstjórnar- fulltrúa Alþýðuflokksins notið for- gangs við mannaráðningar. Svo langt hefur þetta gengið að búin hafa verið til störf fyrir hina og þessa flokksgæðinga eða þeir ráðn- ir ótímabundið til að annast sér- verkefni á vegum bæjarins. Þetta eru ekki einu dæmin um siðferðis- brest meirihlutans. Dæmi eru um veisluhöld upp á hundruði þúsunda og gæluverkefni sem kostað hafa tugi milljóna. Verkefni hafa verið framkvæmd af mönnum, sem njóta sérstakrar velvildar meirihlutans, á kostnað bæjarins og hafa þessir menn sótt fjármuni í bæjarkassann án nokkurs eftirlits. Má sem dæmi nefna hafnfirsku óperuna, Vor 93 og Listahátíð Hafnarfjarðar. Þessu verður að linna. Þetta má þó ekki skilja þannig að Hafnarfjarðarbær eigi að hætta að styrkja menningar- starfsemi. Að sjálfsögðu á bærinn að styrkja hafnfirska menningu. Það verður hins vegar að gera í samræmi við fjárhagsáætlanir Hafnarfjarðarbæjar og á fjárhags- lega ábyrgð þeirra, sem að viðburð- inum standa. fjármálasukk, sem neyðir Alþýðu- flokkinn til að hækka útsvar í Hafn- arfirði. Þessi hækkun kostar hveija hafnfírska fjölskyldu tugi þúsunda ár hvert. Það er einnig slæm fjár- hagstaða Hafnarfjarðarbæjar sem veldur því að fyrirtæki í bænum greiða hærri gjöld en almennt tíðk- ast. Þetta leiðir að hærra verðs á vörum og þjónustu. Það er því for- gangsverkefni að snúa taprekstri bæjarfélagsins í rekstarhagnað, með ábyrgri fjármálastjórn. í því sambandi skiptir mestu máli að stöðva sífellt hækkandi rekstrarút- gjöld, en hluti þeirra er bein afleið- ing af fjármálaóreiðu kratanna. Því má hins vegar aldrei gleyma þegar rætt er um fjármál bæjarins að Hafnarfjarðarbær er ört stækkandi bær og að framkvæmdir á vegum bæjarins eru nauðsynlegar til að viðhalda þeirri uppbyggingu sem átt hefur sér stað undanfarið. Ágúst Sindri Karlsson Stretsbuxur kr. 2.900 Mikib úrval af allskonar buxum Opib ó laugardögum kl. 11 - 16 IBJ535H0I 12, sími 44433.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.