Morgunblaðið - 20.01.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.01.1994, Blaðsíða 17
legra umhverfisaðstæðna. Sjávar- spendýr þurfa 4% af þyngd sinni í fæðu á dag en sjófuglar 20%. Það er augljós staðreynd að minna verð- ur til skiptanna af fæðu í hafinu þegar sjávarspendýrum og sjófugl- um fjölgar stöðugt. Meðalþungi langreyðar hefur verið að falla sl. 20 ár sem er bein vísbending um sívaxandi samkeppni um fæðu í hafinu!! Varðandi lokun svæða nú fyrir Norðurlandi (og víðar) dreg ég stór- lega í efa að sú aðgerð skili öðru en hættu á auknu sjálfáti ung,- þorsks (m.a. á þorskklakinu frá í vor) sem heppnaðist vel með litlum stofni. Áhættuþátturinn er ekki bara maðurinn. Náttúran sjálf með öllum sínum duttlungum er líka áhætta eins og dæmin sýna. Hafrannsóknarstofnun mældi haustið 1985 að sjálfát þorsks það haustið væri um 40 þúsund tonn á mánuði. Ef sjálfát þorsksins væri slíkt allt árið þá væri sjálfát þorsks 40x12 eða 480 þúsund tonn á árs- grundvelli. Mæld stofnstærð Ha- frannsóknarstofnunar árið 1985 var 921 þúsund tonn og sjálfátið því á ársgrundvelli 53% af mældri stofnstærð. Náttúrulegur dánar- stuðull er fastur 18% í reiknilíkan- inu. Þannig „lýgur“ reiknilíkanið því að íslenski flotinn hafí drepið þorskana sem voru étnir af með- bræðrum sínum umfram þessi 18% á árunum 1985-1991 þegar fæðu- skortur var hvað mestur á uppeldis- stöðvum smáþorsks fyrir Norður- og Austurlandi!!! Meðalvigt 7 ára þorsks á fjörðum og flóum á þessum slóðum var um 2 kg vorið 1990 hefði átt að vera 4-5 kg. „Bylting- in étur bömin sín“ segir máltækið. Ekki get ég skilið þetta öðruvísi en svo að friðunaraðgerðir Hafrann- sóknarstofnunar séu a.m.k. jafnlík- legur sökudólgur fyrir bágbornu ástandi þorskstofnsins og íslenskir fískimenn - ef ekki meiri!! „Þegjandi ganga þorskar í ála“ Niðurstaða mín er sú að nú ætti að veiða 40-45% af stofnstærð eins og gert var 1972-1975 við álíka sjávarskilyrði og nú. Þetta þýðir að veiða mætti 250-280 þúsund tonn án sýnilegrar áhættu, eða um 100 þúsund tonn umfram veiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar. Það er með öllu ófært að mennirnir sem rannsaka hafíð, dæmi rannsóknirn- ar og geri tillögur um aflamagn þrátt fyrir forsöguna sem hér hefur verið rakin!! Allar hótanir veiðiráð- gjafa um „hrun“ þorskstofnsins ef þeir fá ekki ráðið ferðinni eru ekki bara ósmekklegar heldur eru þær í beinni mótsögn við þeirra eigin staðreyndir úr rannsóknargögnum HÖRDKA Skíðaskór Bioflex 40 dömuskór - kr. 7650 Verteck 55 herraskór - kr. 10950 5% staðgreiðsluafsláttur, einnig af póstkröfum greiddum innan 7 daga. mmúTiLíFPmm GLÆSIBÆ • SÍMI 812922 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1994 <'17 - eins og hér hefur verið rakið - og hafa þannig engan rökstuddan, faglegan tilverugrundvöll. Gamalt máltæki segir: „Þegjandi ganga þorskar í ála.“ í þessu máltæki er meiri viska en veiðiráðgjöf Ha- frannsóknarstofnunar. Sannleikur- inn er sá að notkun þessa reiknilík- ans hefur aldrei verið vísindalega sönnuð. Reiknilíkanið er tilgáta um vísindakenningu sem enn hefur ekki tekist að sýna fram á að sé rétt!!! Þrátt fyrir hundruða milljóna rann- sóknir í Mývatni í áratugi er samt engin niðurstaða hvers vegna veiði þar sveiflast (góð í fyrra). Samt sést allsstaðar til botns í Mývatni og næstum hægt að vaða vatnið í klofstígvélum!! Hvernig ætla veiðir- áðgjafar Hafrannsóknarstofnunar að rökstyðja að vitneskja þeirra og áræðanleiki reiknilíkansins sé slíkur að það réttlæti allar þær hörmung- ar sem meiningin er nú að láta koma til framvkæmda á fullum þunga með niðurskurði þorskafla, útrýmingu smábáta og eyðilegging- ar á fjölda sjávarplássa með þess- ari svokölluðu „fískveiðistjómun".' Hafa ráðamenn þjóðarinnar virki- lega sett sig það vel inn í þessa veiðiráðgjöf að þeir viti hvað verið er að gera? Sæmir það ráðherra að stinga höfðinu í sandinn eins og strúturinn, þegar verið er að fremja efnahagslegt skarðræðisverk á efnahag fyrirtækja og heimila??? Veit sjávarútvegsráðherra hvað hann er að gera?? Hver er hans skoðun á reiknilíkaninu og þeim staðreyndum sem hér hafa verið raktar. í næstu grein fjalla ég nánar um ráðherraábyrgð og hvað þjóðartekj- ur hefðu minnkað mikið hefði verið farið að tillögum Hafrannsóknar- stofnunar árið 1975. Höfundur er fiskverkandi á Bakkafirði. Konur i fremstu röó. Guðrún Zoégo borgarfulltrúi í 3. sæti í prófkjöri 30. og 31. janúar nk. Skrifstofa stuðningsmanna er í Síðumúla8., 2. hæð. Opið kl. 16-22 virka daga og 13-18umhelgar. Símar 684490 og 684491. Metsölublað á hverjum degi! Danmörk bíöur, full af spennandi feröamöguleikum. Tívolí, Strikið og Dyrehavsbakken eru aðeins brot af öllum þeim Ijúfu lystisemdum sem hægt er að njóta á danskri grundu. Danir eru frægir fyrir að kunna að njóta lífsins bæðl í mat og drykk, hvort sem stefnan er sett á sveitakrá eða fínt veitingahús, útkoman kemur jafn mikið á óvart. Fjöimörg söfn og hallir heilla jafnan ferðamenn og fegurð danskrar náttúru er margrómuð. Sumaráætlun SAS til Kaupmannahafnar er þriðjudaga, föstudaga og sunnudaga. Hafðu samband við söluskrifstofu SAS eða ferðaskrifstofuna þína. Sólutímabilið er til 28. febrúar nk. Verð 23.900 kr. Sumarteyflsfargjakl er f boðl ef ferðast er á timabillnu 15.4. - 30.9. Lágmarksdvöl erlendis 7 dagar, hámarksdvöl 1 mánuður. Barnaafsláttur er 33%. Bókunarfyrirvari 21 dagur. Innlendur flugvallarskattur er 1.310 kr. Danskur flugvallarskattur er 720 kr. /////S4S SAS á íslandi - valfrelsi i flugi! Laugavegi 172 Sími 62 22 11 Sumarfrí í Danmörku!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.