Morgunblaðið - 20.01.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.01.1994, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1994 Um rekstur gróðrarstöðva Skógræktar ríkisins eftir Jón Loftsson Undanfarnar vikur hafa birst greinar og viðtöl við garðyrkjumenn og fleiri þar sem Skógrækt ríkisins og stóru skógræktarfélögin eru borin þungum sökum og settar fram villandi og rangar hugmyndir um eðli og starfsemi gróðararstöðva þeirra. Eftir að hafa lesið þessar greinar og fullyrðingar í fréttatil- kynningu frá félagi garðplöntu- framleiðenda um aðstöðu einkarek- inna garðplöntustöðva gagnvart ríkisreknum og ríkisstyrktum gróðrarstöðvum vil ég koma eftir- farandi á framfæri. Um lögin og tilgang þeirra Fyrstu lög um skógrækt eru sett 1907, ekki 1940, og í 1. gr. lag- anna er markmiðum lýst á ná- kvæmlega sama hátt og nú er gert nema hvað atriðin voru ekki tölu- sett. Skv. skógræktarlögum er Skóg- rækt ríkisins falið „að rækta nýja skóga, þar sem henta þykir“. í sam- ræmi við þetta ákvæði laga varð Skógrækt ríkisins að framleiða skógarplöntur. Lengst af hefir þekking til þess að gera það aðeins verið hjá Skógrækt ríkisins og stóru skógræktarfélögunum. Það er fyrst á allra síðustu árum, sem garð- yrkjumenn hafa öðlast hana. I öllum nágrannalöndum okkar að Danmörku einni undanskilinni hefir svo til öll ræktun skógar- plantna verið á hendi ríkisskóg- ræktar, skógræktarfélaga eða stór- fyrirtækja í skógrækt. Einkareknar garðyrkjustöðvar hafa þar hvergi nærri komið. Það var nánast sjálfsagt á ís- landi, þar sem byijað var á upphafs- reit í skógrækt, að Skógrækt ríkis- ins framleiddi plöntur sínar sjálf. Í upphafi voru engar gróðrarstöðvar til í landinu og féll það í hlut Skóg- ræktar'ríkisins að koma þeim upp og þróa þá ræktunartækni sem dugði við íslenskar aðstæður. Þetta var gert í samræmi við markmið laganna til að hægt væri að rækta nýja skóga. Sögulegt yfirlit um trjáplöntuframleiðslu á íslandi Skógrækt ríkisins hefir framleitt trjáplöntur í 80-90 ár. Nú á haust- dögum var t.d. haldið upp á 90 ára Skógrakt á Hallormsstað afmæli gróðrarstöðvarinnar á Hall- ormsstað, en hún mun vera elsta starfandi stöð iandsins. Tímabilið 1905-1945. í fjóra áratugi var Skógrækt ríkisins nær eini framleiðandi trjá- plantna á íslandi og ruddi á margan hátt brautina fyrir þá ræktun sem fyrirfinnst á landinu í dag. Hægt er að lesa það úr mörgum skýrslum og greinum fyrri tíma hve flókið og erfítt það reyndist oft og tíðum við takmörkuð íjárráð og litla reynslu að koma til plöntum við íslenskar aðstæður og við erum að tala um framleiðslu nokkurra þús- unda plantna. Eftir því sem áhUgi og trú almennings á gildi tijárækt- ar varð meiri jókst eftirspumin. Tímabilið 1945-1960. Þegar hér er komið sögu hefur reynsla af árangri tegundanna og þekkingin á ræktun þeirra hvatt menn til stærri átaka. Skógræktar- félag Reykjavíkur og Skógrækt- arfélag Eyfirðinga byggja upp gróðrarstöðvar og fara að framleiða skógarplöntur, fyrst í tugþúsunda- tali og um 1950 í hundrað þúsunda tali. Skógrækt ríkisins stækkar líka, endurbætir og endurskipuleggur sínar stöðvar, m.a. er litli reiturinn í Múlakoti lagður af og stór fram- leiðslustöð byggð upp á Tumastöð- um í Fljótshlíð. Á þessum tíma eru plönturnar alfarið ræktaðar í úti- reitum, sáð í beð, dreifsett\og end- urdreifsett þannig að við afhend- ingu voru plönturnar oft 4-5 ára gamlar. Sett era markmið um að ísland eigi að verá sjálfu sér nægt með timbur á næstu öld, stórauknar fjár- veitingar fást til skógræktar og gróðrarstöðvarnar leituðust við að sinna hinum ört vaxandi markaði. En jafnframt fóra nú að koma til sögunnar einkareknar stöðvar fyrir garðplöntuframleiðslu. Hugtakið garðplanta var varla til og kemur það fyrst fram í skýrslum Skóg- ræktar ríkisins eftir 1960 en áður var einungis talað um tijáplöntur. Eftir 1960 jókst eftirspurn á garðplöntum mjög hjá Skógrækt ríkisins og var því mætt með auk- inni ræktun. Þarna kom margt til. Mörg bæjarfélög settu upp fjárheld- ar girðingar um bæina og íbúarnir gátu nú ræktað sína garða í friði. Áhugi og trú almenings á að hægt væri að rækta tré í görðum jókst verulega, jafnvel við erfiðar aðstæð- ur. Þekking á kvæmum (staðbrigð- um) tegunda jókst einnig mjög á þessu tímabili, þannig að rétt tré var sett á réttan stað. Á þessum árum hafa nokkrar stöðvar skógræktarinnar getið sér gott orð fyrir góðar plöntur og því eru jafnvel heilu bílfarmarnir fluttir frá Hallormsstað til Reykjavíkur svo dæmi sé tekið. En nú er komin til samkeppni frá einkareknum gróðrarstöðvum og aukning á fram- leiðslu verður fyrst og fremst hjá mörgum nýjum aðilum sem vilja hasla sér völl á þessu sviði. Tímabilið 1960-1975. Garðplönturæktunin var að sjálf- sögðu hrein hliðargrein í plöntu- framleiðslu Skógræktar ríkisins, þar sem megináherslan var lögð á skógarplöntuframleiðslu. Garð- ptöntuframleiðslan var samt á margan hátt hagkvæm sem slík. Skógrækt ríkisins rak mest fimm gróðrarstöðvar, á Vöglum, Hall- ormsstað, Tumastöðum, Norðtungu og í Varmahlíð og vora þær allar í sveitahreppum. Þær höfðu í för með sér verulega atvinnu í þessum sveitum, engu ómerkari en ef garð- yrkjubændur hefðu stundað hana. Vorhretið 1963 gerði það að verkum að margt í rekstri stofnun- arinnar var endurmetið, m.a. hugað að nýrri tækni í skógarplöntufram- leiðslu til að minnka skemmdir í ræktuninni, framleiðslan flutt í hús og byijað að framleiða svokallaðar rúlluplöntur. Tímabilið 1975-1993. Á þessum tíma verða miklar breytingar á framleiðslutækni þeg- ar farið er að rækta mest af skóg- arplöntum í gróðurhúsum. í fram- haldi af því eru minnstu og óhag- kvæmustu einingarnar lagðar niður Jón Loftsson „Skv. skógræktarlög- um er Skógrækt ríkis- ins falið „að rækta nýja skóga, þar sem henta þykir“. I samræmi við þetta ákvæði laga varð Skógrækt ríkisins að framleiða skógarplönt- ur. Lengst af hefir þekking til þess að gera það aðeins verið hjá Skógrækt ríkisins og stóru skógræktarfélög- unum. Það er fyrst á allra síðustu árum, sem garðyrkjumenn hafa öðlast hana.“ en vandamál með flutninga og aðr- ar aðstæður valda því að Hallorms- staður á Austurlandi, Vaglir á Norðurlandi, Tumastaðir á Suður- landi, og Mógilsá fyrir Vesturland mynda net stöðva sem sjá sínum landshlutum fyrir plöntum. Um þessi áramót hefur gróðrar- stöðin á Mógilsá verið lögð niður sem framleiðslugróðrarstöð. Hún er lögð undir rannsóknarstöðina og hefur það hlutverk í framtíðinin að framleiða einungis tilraunaplöntur, gera tilraunir í ræktunartækni og framleiða tijáfræ. Staðreyndin er því sú að Skógrækt ríkisins rekur einungis 3 gróðrarstöðvar í dag þar af 2 sem líka framleiða garðplöntur. Það má geta þess í lokin að haustið 1993 bauð Skógrækt ríkis- ins út framleiðslu á 800.000 plönt- um í almennu útboði. i i Að auka veg og virð- ingu iðn- og verknáms eftir Brján Jónsson Aðilar atvinnulífsins og ýmsir sérfræðingar í menntamálum tala gjaman um nauðsyn þess að auka þurfi veg og virðingu iðn- og verk- náms í menntakerfinu, án þess þó að skilgreina nánar við hvað þeir eiga. Ef litið er á iðn- og verknám- ið í dag með það í huga hveijir það séu sem bera svona litla virð- ingu fyrir iðn- og verknámi þá blasa við nokkrar staðreyndir. Iðnfyrirtæki brjóta reglugerð um iðnfræðslu Iðnfyrirtæki og meistarar hafa á undanfömum árum gert sig seka um að þverbijóta viss ákvæði reglugerðar um iðnfræðslu þar sem m.a. er kveðið á um gerð námssamninga. Engir námssamn- ingar eru gerðir í fjöldamörgum tilfellum. Ákvæði í reglugerð um að meistari og iðnfyrirtæki skuli veita iðnnema fjölbreytta kennslu og tilsögn í faginu hafa í gegnum árin verið þverbrotin. Það er al- kunna að iðnnemar eru fyrst og fremst ódýrt vinnuafl hjá mjög stóram hluta iðnfyrirtækja og meistara, þeir eru notaðir í þrif, uppvask, handlang og annað sem ekki er hluti af náminu. Sáralítið eftirlit er með því hvaða meistarar fá að taka iðnnema á námssamn- ing, sem er enn eitt brot á reglu- gerð um iðnfræðslu og nánast ekk- ert eftirlit er með kennslu iðnnema úti í atvinnulífinu. Kennarar hvetja til þess að reglugerð sé brotin Kennarar iðnmenntaskóla gera sig seka um að gefa iðnnemum sem eru að fara til náms í atvinnulífinu rangar upplýsingar um gerð náms- samninga, segja þeim jafnvel að enga námssamninga þurfi að gera, þó svo skýrt sé kveðið á um það í reglugerð. Kjör iðnnema eru niðurlæging Ef litið er á umsamin kjör iðn- nema þá verða þau varla til þess að auka veg og virðingu iðnnáms- ins. Byijunarlaun iðnnema era í dag 34.355 krónur á mánuði fyrir fulla dagvinnu. Vegna þessa er vinnutími iðnnema oft á tíðum mjög langur, nemar þurfa að vinna mikið með skóla og hafa lítinn tíma til þess að sinna fjölskyldu og vin- um. Ofan á þetta bætast síðan frá- sagnir iðnnema af slæjnri fram- komu meistara í sinn garð þar sem réttur er brotinn á þeim og þeir jafnvel hlunnfamir í launum. Slíkt er auðvitað ekkert annað en niður- læging. Fjárveitingar til verknáms þurkaðar út Tækjakostur og húsnæði margra iðnmenntaskóla er með þeim hætti að algerlega óviðunandi er. Fjárveitingar til tækjakaupa Brjánn Jónsson „Komist þeir ekki í starfsþjálfun er námið þeim ónýtt.“ verknámsskóla hafa nánast verið þurkaðar út og því hefur verið erf- itt fyrir iðnmenntakerfið að bregð- ast við nýjungum. Þetta leiðir til stöðnunar í kennslu. Húsnæði sem ætlað er til verknámskennslu er víða alltof lítið og þröngt og upp- fyllir ekki lágmarkskröfur varð- andi vinnuvernd og öryggismál. Sem dæmi eru í Iðnskólanum í Reykjavík um 1.600 nemendur, skólinn var á sínum tíma byggður fyrir 800 nemendur. Námið ónýtt Á undanförnum misserum hefur borið meira og meira á því að iðn- nemar sem lokið hafa allt að 3‘/2 árs verknámi í skóla komast ekki í tilskilda starfsþjálfun sem er skil- yrði fyrir því að þeir nái að klára námið, þreyta sveinspróf og öðlast starfsréttindi. Komist þeir ekki í starfsþjálfun er námið þeim ónýtt, þeir mega ekki vinna við iðrigrein- ina og þó svo þeir hafi lokið ná.n- ast öllu námi í greininni og eigi einungis starfsþjálfunina eftir er menntun þeirra ekki viðurkennd til starfsréttinda. Þeir fjármunir sem farið hafa í menntun þessara iðn- nema nýtast þar af leiðandi hvorki nemandanum né þjóðfélaginu. Á iðn- og verknám virðingu skilda? 1 I Er hægt að ætlast til að nemend- ur og foreldrar beri virðingu fyrir ^ iðn- og verknámi þegar þessar staðreyndir eru hafðar í huga? Það væri fróðlegt að vita hvern- ig þessar staðreyndir horfðu við fulltrúum aðila atvinnulífsins sem i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.