Morgunblaðið - 20.01.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.01.1994, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JANUAR 1994 Skattyfirvöld herða eftirlit Misbrestur á út- gáfu launamiða NÝLEG athugun skattyfirvalda hefur leitt í ljós að nokkur brestur er á að iögboðinni skyldu um útgáfu launamiða vegna launa, hiunninda og verktakagreiðslna sé sinnt. Að gefnu tilefni ætla skattyfirvöld að hafa vökult auga með útgáfu launamiða á þessu ári. í fréttatilkynningu frá eftirlits- greiðslu af þeim launagreiðslum sem skrifstofu ríkisskattstjóra segir að sum fyrirtæki hafi vanrækt að senda launamiða vegna verktaka sem hjá þeim hafi starfað um lengri eða skemmri tíma. Þá vantar talsvert á að hiunnindi í mynd bifreiðanotkun- ar, húsnæðis, fæðis og annarra auka- greiðslna séu tíunduð eftir laganna bókstaf. Eftirlitsskrifstofan kannaði í lok síðasta árs meðal annars bókhald 15 húsfélaga og launamiðagerð þeirra fyrir árið 1992. Könnunin leiddi í ljós að til undantekninga heyrði að greiðslur og hlunnindi til húsvarða og stjómar- og starfsmanna húsfé- laga væru gefnar upp á launamiðum. Bráðabirgðaniðurstaða könnunar- innar var sú að þessi 15 húsfélög hafi vanrækt að gefa upp greiðslur upp á um 20 milljónir króna. Emb- ætti ríkisskattstjóra telur sérstaka ástæðu til að vekja athygli stjórnar- manna í félögum, sjóðum og ýmsum félagasamtökum, á því að þeim ber skylda til launamiðaútgáfu. Ragnar M. Gunnarsson, forstöðu- maður eftirlitsskrifstofu ríkisskatt- stjóra, segir ekki hafi verið skilað launatengdum gjöldum eða stað- V atnsley sustr önd Arstekjurnar aukast um 7% Vogum. TEKJUR Vatnsleysustrandar- hrepps eru áætiaðar 72,7 milljónir króna samkvæmt fjárhagáætlun ársins. Telgurnar aukast um rúm- lega 7% frá síðasta ári, en þá reyndust þær verða 68,7 milljónir króna, sem var um 3,7 milljónum meira en fjárhagsáætlun þessa árs gerði ráð fyrir. Helsti tekjustofn hreppsins er út- svar sem gefur 53 millj. í tekjur á árinu, sem er 27% meira en á síð- asta ári. Tekjur af fasteignagjöldum eru 11,7 millj. og framlag úr jöfnun- arsjóði sveitarfélaga 8 millj. Rekstrarkostnaður er 44,4 milljón- ir; 9,9 millj. til fræðslumála, 9 millj. til yfírstjórnar sveitarfélagsins 9 millj., 7,3 millj. til félagsmála og 6,8 millj. í vaxtagjöld. - E.G. vanrækt var að gefa upp á launamið- um. Sá háttur hafí verið hafður í sumum tilvikum að þóknun til stjóm- armanna húsfélaga hafi verið í formi afsláttar af gjöldum í hússjóð. Oft njóti húsverðir húsnæðishlunninda og allt slíkt sé framtalsskylt. Vanræksla útgáfu launamiða get- ur varðað sektum. Að sögn Ragnars geta sektir numið „allt að jafnhárri þeirri fjárhæð sem undan skyidi dregin með vanrækslu á því að gefa þessar upplýsingar“. Morgunblaðið/Þorkell Landkynning. SIGURÐUR Helgason forstjóri Flugleiða, og Halldór Blöndai, sam- gönguráðherra, með auglýsingar sem koma til með að sjást í erlend- um tímaritum á tilteknum markaðssvæðum í Evrópu og Bandaríkjun- um á næstu mánuðum. 100 milljónum kr. varið til landkynningar erlendis Markmiðið er að átakið skili einum milljarði kr. á árinu SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ, Flugieiðir og Framleiðnisjóður land- búnaðarins hafa tekið höndum saman um mesta átak, sem ráðist hefur verið í, til kynningar á íslandi erlendis. Eitt hundrað milljón- um króna verður varið til verkefnisins og markmiðið er að það skili viðskiptum í ferðaþjónustu að jafnvirði einum milljarði króna á árinu. Það myndi jafnframt leiða af sér 250-300 ný störf, að sögn Halldórs Blöndal, samgönguráðherra, sem m.a. kynnti átak- ið á blaðamannafundi í gær. Fram kom í máli ráðherra að átakið miðaði fyrst og fremst að því að laða hingað aukinn fjölda ferðafólks einkanlega fyrir og eftir hinn venjulega ferðamannatíma, meðal annars til að tryggja betri nýtingu á tækjum og mannskap í ferðaþjónustu, sem stendur vannýtt dijúgan hluta úr árinu. Ætlunin er að þetta átak komi til góða stórum fyrirtækjum og smáum svo sem ferðaskrifstofum, flugfélögum, ferðaþjónustubænd- um og fleirum og jafnframt ýmsum opinberum þjónustustofnunum. Átakið felst fyrst og fremst í auglýsingum í erlendum tímaritum á tilteknum markaðssvæðum. Þeim er m.a. ætlað að vekja athygli á möguleikum til útivistar, ævintýra- ferða, hestamennsku, veiði- mennsku, jöklaferða auk ferðalaga um íslenskar byggðir til sveita. Mest verður auglýst í Þýskalandi, Bretlandi, Svíþjóð, Bandaríkjunum og Frakklandi. Fyrir liggja fyrstu drög að auglýsingaherferðinni og er ætlunin að hún hefjist nú þegar. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, sagðist telja að miklir möguleikar í ferðaútveginum væru ónýttir hér á landi enda sá útvegur stærsta atvinnugreinin í heiminum. „Það hefur verið okkur hjá Flug- leiðum mikið kappsmál að fá fleiri aðila inn í kynningarstarf erlendis. Við gerum ráð fyrir því að þetta sé fjárfesting sem komi til með að skila sér á næstu árum í vaxandi ijölda ferðamanna," sagði Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða. Settur hefur verið á laggirnar sérstakur sjóður til að fjármagna átakið og sérstök tveggja manna framkvæmdastjórn sem stýrir því. Fyrir hönd samgönguráðherra er Magnús Oddsson ferðamálastjóri í framkvæmdastjórn og Pétur J. Ei- ríksson, framkvæmdastjóri mark- aðssviðs Flugleiða. Flugleiðir leggja til 50 milljónir króna, stofn- anir sem heyra undir samgöngu- ráðuneytið leggja fram 40 milljónir króna og Framleiðnisjóður land- búnaðarins leggur fram 10 milljón- ir króna. Að sögn þeirra Péturs og Magn- úsar er markhópurinn fyrst og fremst útilífsfólk og náttúruunn- endur. „En það er einn hópur, sem við höfum hingað til ekki náð til en vildum gjarnan ná til, og það er fjölskyldufólk. Erlendar fjöl- skyldur eru mjög fáséðar á ferða- lagi um ísland. Mest er hér um einstaklinga, pör og svo miðaldra fólk. Síðan ætlum við að nota hluta af þessu fé til auglýsinga síðsum- ars og hausts og þá munum við fyrst og fremst beina kastljósinu að ráðstefnuhópum og hvataferða- hópum.“ Dvínandi afli loðnu- skipanna LÍTIÐ hefur veiðst á loðnumið- unum undanfarna tvo sólar- hringa eftir að hafa farið vel af stað aðfaranótt sunnudags þegar loðnuskipin voru að fá frá þremur og upp í níuhundruð tonn. í gær hafði rúmlega tíu- þúsund tonnum verið landað og fjögur skip voru á leið til hafn- ar með rúmlega 2.600 toiin. Skipin flykktust á miðin á sunnudag þegar fréttist af loðnu- göngu út af Hvalbak á hraðri leið til lands. Á mánudag voru þar 44 skip, þar af um 10 norsk. Mörg þeirra höfðu hálffyllt sig aðfara- nótt sunnudags en síðan datt veið- in niður. Viðar Karlsson, skipstjóri á Vík- ingi AK, sagði að loðnan væri dreifð og erfitt að eiga við hana. „Loðnan er á hraðri leið upp að landinu og þegar hún kemur í heit- ari sjó vill hún dreifa sér mikið. Við erum að gera okkur vonir um að veislan byiji þann 27. þótt að sjálfsögðu sé ekkert að hreinu með það,“ sagði Viðar. Gísli Runólfsson, skipstjóri á Bjarna Ólafssyni AK, sagðist hafa kastað í gær og fengið um 80 tonn, annars væri veiðin alveg steindauð. Sextán skip höfðu landað rúm- lega tíu þúsund tonnum og ijögur skip voru á leið til lands með rúm- lega 2.600 tonn. Flest þeirra lönd- uðu á Austfjörðum; Seyðisfirði, Neskaupstað, Eskifirði og Reyðar- firði, tvö skip höfðu landað í Vest- mannaeyðum, tvö voru á leið til Akraness og eitt til Grindavíkur. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra um kæru Spors Skráning- atvinnuleysis fell- ur ekki undir samkeppnislög JÓHANNA Sigurðardóttir félagsmálaráðherra segir að félagsmála- ráðuneytið hafi átt frumkvæði að því að vekja athygli samkeppnis- ráðs á því ágreiningsmáli sem upp hefur komið milii Verk- og kerf- isfræðistofunnar Spors í Keflavík og ráðuneytisins varðandi notkun hugbúnaðar við skráningu upplýsinga um atvinnuleysi. Segir hún að í bréfi ráðuneytisins til samkeppnisráðs 29. desember sl. hafi komið fram sú skoðun ráðuneytisins með vísan til samkeppnislaga að það telji að vinnumiðlun, skráning atvinnuleysis og greiðsla atvinnuleySis- bóta falli ekki undir samkeppnisiög. Ráðuneytið líti ekki svo á að það stundi neina markaðsstarfsemi og telji sig ekki vera í sam- keppni við einkaaðila um neina framleiðslu eða þjónustu. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær hefur Spor kært fé- Iagsmálaráðherra til samkeppnis- ráðs fyrir að stuðla að einokun og brjóta gegn samkeppnislögum með því að gefa sveitarstjórnum fyrir- mæli um að nota forrit sem Skýrsluvélar ríkisins hafa hannað við skráningu upplýsinga um at- vinnuleysi án tillits til þess að flest stærstu sveitarfélög í landinu sem tekið hafa upp tölvuskráningu hafi þegar fest kaup á forriti sem Spor hefur hannað í þessu skyni. Telst ekki til atvinnureksturs Jóhanna Sigurðardóttir segir að í svarbréfi Atla Gíslasonar hrl. fyr- ir hönd ráðuneytisins til lögmanns Verk- og kerfisfræðistofunnar Spors 29. desember hafí m.a. kom- ið fram að vinnumiðlun, skráning atvinnuleysis og greiðsla atvinnu- leysisbóta lúti hvorki lögmálum virkrar samkeppni né teljist til at- vinnureksturs í skilningi sam- keppnislaga. Hlutverk félagsmála- ráðuneytisins feli í sér félagslegan atbeina ríkisvaldsins gegn þeim vanda sem í atvinnuleysi felist, og undir sama hatt falli önnur félags- leg þjónusta og starfsemi, eins og t.d. lífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun og innheimta opinberra gjalda, en þessi þjónusta sé ekki innt af hendi gegn endurgjaldi. Að sögn Jóhönnu hefur félags- málaráðuneytið frá því ný lög um vinnumiðlun voru sett 1985 unnið að gerð atvinnuleysisskráningar- og vinnumiðlunarkerfis og sameig- inlegum gagnagrunni á grundvelli 13. greinar þeirra laga með aðstoð Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavík- urborgar, enda séu flestir gagna- bankar ríkisins staðsettir eða tengdir þar. Dreift ókeypis „Þetta kerfi var tekið í notkun snemma árs 1989 á undan Spor-kerfinu sem fyrst og fremst var hannað sem bótakerfi fyrir verkalýðsfélög, enda hefur það fyrst og fremst verið notað þar sem verkalýðsfélög annast atvinnu- leysisskráningu fyrir sveitarfélög. Ráðuneytið hefur ekki haft umsjón með Atvinnuleysistryggingum fyrr en nú, þ.e. frá 1. janúar síðastliðnum, og þannig hefur það ekki verið á þess valdi að tölvuvæða bótakerfið og sam- tengja það skráningar- og vinnu- miðlunarkerfinu. Atvinnuleysis- tryggingasjóður tók ákvörðun um það á sl. ári að útbúa bótakerfi sem yrði samtengt atvinnuleysisskrán- ingarkerfinu og vinnumiðlunar- kerfinu ALSAM í gegnum sameiginlegan gagnagrunn. Fél- agsmálaráðuneytið á ALSAM- kerfið og annast þróun þess og dreifingu vegna atvinnuleysis- skráningar og vinnumiðlunar til að tryggja að það geti sinnt lögboðnum skyldum sínum. Kerfinu er dreift ókeypis og ráðu- neytið annast þróun þess í samráði við notendur og dreifir nýjum upp- lýsingum ókeypis. Kerfið verður ekki selt né því dreift á almennum markaði, og sú fullyrðing sem fram kemur í frétt Morgunblaðsins að sveitarfélög hafi „fengið fyrirmæli um að kaupa þann hugbúnað sem SKÝRR hafi hannað" er því röng,“ sagði Jóhanna. Varðandi útbreiðslu kerfisins frá Spor sagði Jóhanna að jafnmörg sveitarfélög noti það og ALSAM- kerfið, eða 15 aðilar hvort kerfi. Um 115 önnur sveitarfélög sem skili gögnum um atvinnuleysis- skráningu beint til vinnumálaskrif- stofu félagsmálaráðuneytisins noti ýmist annað eða ekkert kerfi, og meðal notenda ALSAM séu Reykjavík, Kópavogur, Selfoss, Sauðárkrókur, Egilsstaðir og Bol- ungarvík. „Félagsmálaráðuneytið lítur ekki svo á að það stundi neina markaðsstarfsemi og telur sig ekki vera í samkeppni við einkaaðila um neina framleiðslu eða þjónustu. Hér er um mjög sérhæfðan hug- búnað að ræða sem eingöngu er ætlaður fyrir opinbera stjórnsýslu sem ekki er á almennum mark- aði,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.