Morgunblaðið - 20.01.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.01.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JANUAR 1994 21 Dómi vegna umgengnis- brota Halims A1 áfrýjað HALIM Al, fyrrum eiginmaður Sophiu Hansen, var dæmdur í 100 daga gæsluvarðhald vegna brota á umgengnisrétti hennar gagnvart dætrum þeirra í gær. Dómurinn gerir ráð fyrir að 100 dollara sekt (um 7.300 kr.) geti komið í stað fangavistarinnar. Dæmda er gert að greiða stefn- anda 52 dollara (tæpar 3.800 kr.) í málskostnað. Dómnum verður áfrýj- að. Kæra vegna fölsunar á læknisvottorði og brots á umgengnisrétti Sophiu við dætur þeirra Halims heilan mánuð síðasta sumar verður tekin fyrir 17. febrúar. Sophia segir að Halim eigi yfir höfði sér tveggja ára fangelsisvist og komi greiðsla ekki í staðinn komist dómari að því að hann sé sekur. „Við lítum svo á að dómurinn sé sigur fyrir okkur og erum afar ánægð með að ekki skyldi vera dregið á langinn að kveða hann upp. Núna kemur líka fram í tyrkneskum fjöl- miðlum að Sophia hafi unnið mál og Halim verið dæmdur. Við búumst við töluverðri umflöllum miðað við að fímm sjónvarpsmenn og a.m.k. jafn- margir blaðamenn voru viðstaddir réttarhöldin í morgun,“ sagði Sophia eftir réttarhöldin í gær. Hún sagði að Halim hefði komið einn til réttarhaldanna og verið frem- ur þungur á brún allan tímann. Hann hefði ekki sýnt sérstök viðbrögð þeg- ar dómur um fjögurra mánaða fang- elsisvist hefði verið kveðinn upp og þegar dómari hefði spurt hann hvort hann væri tilbúin að fara í fangelsi hefði hann jánkað því. Dómarinn hefði þá breytt dómnum í þriggja mánaða og tíu daga fangelsi og gæti 100 dollara sekt komið í veg fyrir fangelsisvist. Undir lok rétt- arhaldanna varaði dómari Halim sér- staklega við að bijóta ekki í annað sinn ákvæði um umgengnisrétt Sop- hiu við dætur þeirra heilan mánuð í sumar. Kæra vegna fölsunar og sumardvalar Sophia sagði að Hasíp Kaplan, tyrkneskur lögfræðingur sinn, hefði Hjúkrun- arfræðing- aríBHMR MIÐSTJÓRN BHMR samþykkti í gær einróma inngöngu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í Bandalagið, en það var nýlega sameinað úr tveimur félögum hjúkrunarfræðinga, Félagi hjúkrunarfræðinga og Félagi háskólamenntaðra hjúkrunar- fræðinga. Við inngöngu félagsins í BHMR staekkar bandalagið stórum, því að það taldi fram að inngöngu hjúkr- unarfræðinganna tæplega 5 þúsund manns. Fyrir voru um 400 hjúkrun- arfræðingar í bandalaginu, en við- bótin er um 2.300 manns, þannig að félagatala BHMR er eftir inn- göngu nýja félagsins rétt um 7 þúsund manns. listskautar verð kr. 6.990,- Stærðír 32-42 þegar útbúið áfrýjun og ætli að leggja hana fram í Ankara á næstu dögum. Hún sagði að í áfrýjuninni yrði farið fram á 90 mánaða, eða samtals sjö ára, gæsluvarðhald yfir Halim. Hvað aðra þætti málsins varð- aði sagði Sophia að sér hefðu nýlega borist fréttir um að kæra vegna föls- unar á læknisvottorði vegna veikinda Dagbjartar og brots á umgengnis- rétti Sophiu heilan mánuð í fyrra kæmi til meðferðar dómara 17. febr- úar næstkomandi. Hún sagðist hafa heimildir fyrir því að kæmist dómari að því að aðili væri sekur í máli sem þessu ætti hann yfir höfði sér tveggja ára fangelsisvist og gæti sekt ekki komið í stað hennar. Aðspurð sagðist Sophia ekkert hafa frétt af dætrum sínum Rúnu og Dagbjörtu nýlega. Hins vegar hefði hún stöðugt reynt að hringja í þær yfir hátíðarnar og hefði alltaf verið skellt á. PRÓFKJÖR SJALFSTÆÐISMANNA Upplýsingaskrifstofa Björgólfs Guðmundssonar Vatnagörðum 28 S 88 30 44-88 30 45 Opið 13-22. Allir velkomnir! Suðurlandsbraut 8, stmi 814670 Mjódd, sími 670100 IIIEHBBWI Amhvn A IV! B R ssas* 486 SX, 25 MHz, 130 MB diskur, 4 MB minni, LocalBus, laust sæti fyrir Pentium örgjörva, Vesa skjástýring, MS DOS 6.0 stýrikerfi, Windows 3.1, 14" SVGA/LR litaskjár, lyklaborð og mús. Fyrir aðeins krónur: 486 DX, 33 MHz, 4 MB minni, 240 MB diskur, 1 MB skjáminni, LocalBus, laust sæti fyrir Pentium örgjörva, Vesa skjástýring, MS DOS 6.0 stýrikerfi, Windows 3.1, 14" SVGA/LR litaskjár, lyklaborð og mús. Fyrir aðeins krónur: mÆJm ó mánuði í 24 mánuði. Staðgreiðsluverð tölvunnar er kr. 112.900. Ofangreind afborgun miðast við staögreiðslusamning Glitnis og máríaðarlegar greiðslur í 24 mánuði. Innifalið í afborgun er VSK, vextir og allur kostnaður. á mánuði í 24 mánuði. Staðgreiðsluverð tölvunnar er kr. 164.900. Ofangreind afborgun miðast við staðgreiðslusamning Glitnis og mánaðarlegar greiðslur í 24 mánuði. Innifalið í afborgun er VSK, vextir og allur kostnaður. NVargar fáanlegar Hjá Ambra er öryggi ekki aðeins innantóm fullyrðing, heldur geta kaupendur verið fullkomlega áhyggjulausir um sinn hag. Við stöndum við okkar loforð. Hjá Ambra merkir afkastageta ekki aðeins skjótan svartíma og hraða vinnslu, heidur afburðagæði. Það sama á við um alla okkar þjónustu, vörur og sérfræðilega aðstoð. Hjá AMBRA felast góð kaup ekki aðeins f hagstæðu verði á tilteknum vélargerðum, heldur bjóðum við frábært verð á öllum vörum og þjónustu, sé miðað við gæði. Einstaklega hagstætt verð miðað við afköst. Örugg viðskipti við áreiöanlegt fyrirtæki. Traustar vörur með AMBRA ábyrgð. Tölvunar f þessari auglýsingu eru aðeins tvö dæmi um þá möguleika sem þér standa til boða. Hægt er að aðlaga tölvuna nákvæmlega að þínum þörfum. Þú ákveður diskstærð, minni, skjástærð og velur þér þann aukabúnað sem þú vilt fá. Við útbúum svo tölvuna eftir þínum óskum fljótt og örugglega - Þér að kostnaðarlausu! NÝHERJI SKAFTAHLlÐ 24 - SlMI 69 77 00 Alltaf skrefi á undan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.