Morgunblaðið - 20.01.1994, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.01.1994, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1994 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Vörugjöld og EES Sú ákvörðun ríkisstjómarinnar að leggja á vörugjöld í stað tolla á ýmsar vörur, sem falla nið- ur vegna samningsins um Evrópskt efnahagssvæði, hefur sætt tölu- verðri gagnrýni. Hefur komið fram að fjármálaráðuneytið áætlar nokkum veginn sömu tekjur fýrir og eftir breytinguna frá innflutn- ingstollum til vömgjalds. Tekjur ríkissjóðs af tollum og vömgjöldum námu um milljarði króna í fyrra. í byijun vikunnar sendi Verslun- arráð íslands Eftirlitsstofnun EFTA í Brussel bréf, þar sem ósk- að er eftir áliti stofnunarinnar á því hvort þessi framkvæmd stand- ist ákvæði EES-samningsins. Þá hefur lögmaður Félags íslenskra stórkaupmanna kært álagningu vömgjalds á innfluttar vörur til Eftirlitsstofnunarinnar og krefst hann þess að hún beiti sér fyrir því, að íslensk stjórnvöld felli niður þessa gjaldtöku. Ákvörðunin er rökstudd af ís- lenskum stjórnvöldum með tilvísun í 14. grein EES-samningsins um fijálsa vöruflutninga en þar segir: „Einstökum samningsaðilum er óheimilt að leggja hvers kyns bein- an eða óbeinan skatt innanlands á framleiðsluvörur annarra samn- ingsaðila, umfram það sem beint eða óbeint er lagt á samkonar inn- lendar vömr.“ Hafa íslensk stjórnvöld túlkað þetta ákvæði á þann veg að það heimili þeim að leggja vömgjöld á nær allan evrópskan iðnvarning, þar sem í fæstum tilvikum er hægt að finna sambærilega íslenska framleiðslu. Þessa túlkun hafa forystumenn innan verslunarinnar gagnrýnt og sagði Kristmann Magnússon, framkvæmdastjóri Pfaff, hana „fráleita“ í samtali við Morgun- blaðið 9. janúar sl. „Við lítum svo á, að tollar og vömgjöld hefðu átt að falla niður á þeim iðnaðarvörum sem ekki eru framleiddar hérlend- is. Það er algjörlega siðiaust að leggja á vömgjald á þeim forsend- um að það myndi verða gert ef viðkomandi vara væri framleidd hér,“ sagði Kristmann. Lögfræðingur Verslunarráðs, Jónas Fr. Jónsson, færir fram svip- uð rök í samtali við Morgunblaðið sama dag: „Þarna er um að ræða vömr sem flestar em ekki fram- leiddar hérlendis, og ekki er útlit fyrir að svo verði í bráð. Ef þessi ákvörðun stjómvalda á að standast gætu Austurríkismenn tekið upp á sömu leikjum varðandi vörugjald á t.d. sjóveiddan fisk, þó sannað þyki að ekki veiðist branda úr sjó í Austurríki." Indriði Þoriáksson, skrifstofu- stjóri í íjármálaráðuneytinu, ver hins vegar ákvörðunina í samtali við Morgunblaðið 13. janúar: „Við teljum að þessi vörugjöld almennt séu fyllilega samrýmanleg fríversl- unarsamningum sem við höfum gert og bendum bæði á fram- kvæmd um langa hríð og orðalag samninganna og eðli þeirra sem leggja ákveðnar skyldur á samn- ingsaðila um að þeir megi ekki mismuna framleiðsluaðilum í lönd- unum. Vörugjöld sem leggjast á vöru, sem ekki er framleidd hérna, mismuna engum.“ Hann vísaði til fyrri fríverslunarsamninga við EFTA og EB og sagði enga eðlis- breytingu hafa orðið við gildistöku EES-samningsins. Þessi skilningur fjármálaráðu- neytisins hlýtur að teljast nokkuð hæpinn. Vörugjöldin eru greinilega gjaldtaka, sem verður til vegna flutnings ákveðinnar vöru milli landa, enda leggjast þau nánast eingöngu á „sömu vörur og áður báru fjáröflunartoll samkvæmt undanþágu fríverslunarsamnings íslands og Evrópubandalagsins frá 1972“, líkt og segir í greinargerð Verslunarráðsins til Eftirlitsstofn- unarinnar. Þessi undanþága frá meginákvæðum fríverslunarsamn- ingsins um tollfrelsi féll niður með gildistöku EES. í EES-samningn- um er þar að auki ákvæði sem bannar gjöld, sem hafa sömu áhrif og innflutningstollar. Einn helsti ávinningur íslend- inga í samningaviðræðunum um EES var að fá fellda niður tolla á flestum þeim sjávarafurðum sem þeir flytja út á Evrópumarkað. Varla yrðu íslensk stjórnvöld ánægð með það ef sá ávinningur hyrfi að öllu eða mestu leyti vegna þess að vörugjöld yrðu lögð á fisk- inn í stað tollanna? Alþjóðlegir við- skiptasamningar á borð við EES og GATT byggja á gagnkvæmum ávinningi en ekki einhliða ávinn- ingi einstakra ríkja. Hvort svo hafi verið í þessu til- viki á eftir að koma í ljós. Eftirlits- stofnun EFTA og hugsanlega síðar EES-dómstóllinn mun nú skera úr um hvort stjórnvöld hafi gerst brot- leg við ákvæði samningsins líkt og Verslunarráð og Félag íslenskra stórkaupmanna halda fram. Það er svo annað mál að evr- ópskar ríkisstjórnir eru ekki allar þekktar fyrir að virða til hlítar ákvæði samninga á borð við EES. Þannig er nú rúmlega ár liðið frá því að hinn innri markaður Evrópu- bandalagsríkjanna tók gildi en enn hefur reglan um fijálst flæði vöru, fjármagns, þjónustu og vinnuafis ekki náð fyllilega fram að ganga innan bandalagsins. Það má því búast við að það taki enn langan tíma áður en öll ákvæði EES-sam- komulagsins verða orðin að veru- leika ekki bara í orði heldur einnig á borði. Beiðni Verslunarráðs um álit Eftirlitsstofnunarinnar og kæra Félags íslenskra stórkaupmanna minnir okkur hins vegar á það breytta umhverfi sem við hrær- umst nú í. Þó að lítið hafi kannski breyst um áramót er ljóst að mála- rekstur af þessu tagi á hugsanlega eftir að breyta miklu í framtíðinni. Svigrúm íslenskra stjórnvalda til margs konar ákvarðana hefur þrengst og möguleiki einstaklinga og fyrirtækja til að leita réttar síns utan íslands hefur að sama skapi aukist. Afleiðingarnar af því kunna að reynast víðtækari en marga grunar. Aflvaki Reykjavík- ur markar tímamót eftir Markús Örn Antonsson Fyrir aðeins örfáum árum hefði það þótt saga til næsta bæjar, að borgar- yfirvöld hér í Reykjavík hefðu talið sér rétt og skylt að fylgjast grannt með þróun alþjóðaviðskipta til þess að geta rækt betur störf sín heima í héraði. Svona hefur nú heimurinn breyst og við þurfum að laga okkur að þessum breytingum á öllum svíðum þjóðlífsins án þess þó aðjnissa sjónar á uppruna okkar. Við þurfum að koma þessum breyttu viðhorfum á framfæri sem víðast. Svo ótrúlega sem það kann að hljóma eiga þessi nýju viðhorf fljót- lega eftir að hafa mikil áhrif á öllum sviðum borgarrekstursins, hvort sem um er að ræða námsefni grunnskól- ans eða störf þeirra, sem við stjórn- sýsluna fást, og því fyrr því betra. Það er einmitt á grundvelli þessara nýju viðhorfa sem stofnað hefur verið til umdeildustu breytinganna í borg- arrekstrinum. Aflvaki Reykjavíkur hf. var beinlínis stofnaður til þess að ryðja þessum nýju viðhorfum braut sem þróunar- og eignarhaldsfyrir- tæki, en fyrirtækið er meðeigandi borgarsjóðs í Pípugerð Reykjavíkur hf. og Strætisvögnum Reykjavíkur hf. Það hefur ekki farið fram hjá neinum, að borgarfulltrúa jafnt sem aðra hefur greint mjög á um þær breytingar, sem leiddu til stofnunar þessara þriggja fyrirtækja, þótt nú megi segja, að Aflvakinn og Pípu- gerðin hafi verið tekin í sátt. Hvað strætisvagnana varðar er ágreining- urinn um þá svo ferskur í minni manna, að ástæðulaust er að fjölyrða um þá hér, en það er sannfæring meirihluta Sjálfstæðismanna í borg- arstjórn, að stofnun hlutafélags um rekstur vagnanna hafi verið fyllilega tímabær og nauðsynleg til þess að skapa skilyrði til eðlilegrar samkeppni og ijúfa þá einokun, sem ríkt hefur á markaði almenningssamgangna í borginni. Tilgangur Aflvaka Rétt er að fara nokkrum orðum um þær vonir, sem bundnar eru við Aflvaka Reykjavíkur hf. Fyrirtækinu var ráðinn fram- kvæmdastjóri til fjögurra ára frá og með 1. október í haust. Mótun starfs- þátta í samræmi við tilgang félagsins er í aðalatriðum á þessa leið: 1. Að laða að erlenda og innlenda íjárfesta til atvinnuuppbyggingar í Reykjavík. 2. Að stuðla að eflingu þróunar og nýsköpunar í reykvísku atvinnu- lífi, m.a. með þátttöku í áhættu- fjármögnun. 3. Áð vinna að tillögugerð og stefnu- mótun um atvinnumál og þátttöku Reykjavíkurborgar til eflingar at- vinnulífi. 4. Að miðla viðhorfum, ábendingum og tillögum um styrkingu innri byggingar („infrastrúktúr") og öðru því er getur eflt stöðu Reykja- víkurborgar í auknum fjölþjóðleg- um samskiptum og vaxandi sam- keppni. 5. Að leita eftir víðtæku samstarfi við fyrirtæki, sjóði, rannsóknar- stofnanir, menntastofnanir, sam- tök í atvinnulífi og aðra er vinna að svipuðum verkefnum. 6. Að standa með Reykjavíkurborg að stofnun hlutafélaga vegna breytinga á rekstrarformi borgar- stofnana og borgarfyrirtækja. Hlutafé aukið í ár Stjórn fyrirtækisins samþykkti á fundi sínum 15. nóvember síðastliðinn að beina því til eigenda, að hlutafé yrði aukið um 150 milljónir króna á árinu 1994 og þá um leið, að stofn- endur ábyrgðust kaup á allt að helm- ingi hlutaíjárins í sömu hlutföllum og stofnfjárframlög voru innt af hendi. Stofnendur eru auk borgar- sjóðs, veitustofnanirnar þijár og Reykjavíkurhöfn, en Háskóli íslands bættist í hóp hluthafa sumarið 1993. í frumvarpi að fjárhagsáætlun borg- arinnar er gert ráð fyrir hlutaljár- framlögum í samræmi við tillögur stjórnar Aflvaka Reykjavíkur hf. og auk þess rekstrarframlagi að fjárhæð 30 milljónir króna, sem skiptist í sömu hlutföllum og stofnfjárframlögin. í þessum mánuði fer fram um- fangsmikil könnun á hugmyndum og viðhorfum fulltrúa ýmissa fyrirtækja, félaga og stofnana varðandi markmið og verkefni fyrirtækisins; en í fram- haldi af henni verður efnt til fundar föstudaginn 25. febrúar næstkom- andi. Þar er vonast til að komi saman fulltrúar þeirra aðila, sem líklegastir þykja til þess að leggja málefninu lið. Upplýsinga- og ráð- gjafarstarfsemi í Vestur-Evrópu einni er starfandi urmull staðbundinna þróunarfyrir- tækja, sem rekin eru á svipuðum grundvelli og Aflvaka Reykjavíkur hf. er ætlað að starfa á. Hjá Áflvaka eiga innlendir og erlendir fjárfestar að geta gengið að öllum upplýsingum vísum og notið þeirrar aðstoðar og fyrirgreiðslu, sem veitt er annars staðar á öllum stigum, þ.e.a.s. frá fyrstu fyrirspurn til loka ijárfesting- artímabils og upphafs rekstrar og viðhalds eðlilegra tengsla að því loknu. I þessu felast miklar kröfur í ljósi þess, að fyrirtækið sjálft er og verður fáliðað, en það á öflugan bak- hjarl og hefur tök á að kaupa af öðr- Niðurstaða Félagsdóms í máli Starfsmannafélags Boðað verk- fall vagnstjóra dæmt ólögmætt FÉLAGSDÓMUR kvað upp þann dóm í gær að vinnustöðvun vagnstjóra hjá Strætisvögnum Reykjavíkur hf., sem boðuð var af Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar og hefjast átti á mið- nætti í gær, væri ólögmæt. Sveinn Björnsson, forstjóri SVR hf., sagði í samtali við Morgunblaðið að hann reiknaði með því að þessu deilumáli væri nú lokið og friður og ró gæti skapast um starfsemi fyrirtækisins. Ögmundur Jónasson formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja sagði dóminn vissulega vera vonbrigði. „Okkar megin í þessu máli var stjórnarskrá íslands, lýðræðislegur vilji fólksins og heilbrigð skynsemi, en við töpuðum engu að síður málinu,“ sagði hann. í dómi Félagsdóms kemur m.a. fram að Starfsmannafélag Reykja- víkurborgar sé stéttarfélag sam- kvæmt lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Strætis- vagnar Reykjavíkur hf. sé aðili að Vinnuveitendasambandi íslands og þar méð bundið af gildandi kjara- samningum þess við aðildarfélög ASÍ, og um þá kjarasamninga fari eftir lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Það sé álit Félagsdóms að Starfsmannafélag Reykjavíkur- borgar uppfylli ekki það skilyrði laga að vera opið öllum í hlutaðeig- andi starfsgrein á félagssvæði þess og geti því ekki verið Iögformlegur samningsaðili. Félagsaðild starfs- manna SVR hf. í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar og breytingar sem gerðar voru á lögum félagsins í því sambandi fái engu breytt í því efni. Dóminn kváðu upp þau Egg- ert Óskarsson, Erla Jónsdóttir, Gylfi Knudsen og Gunnar Guð- mundsson, en Eiríkur Helgason skilaði sératkvæði og taldi hann verkfallsboðunina vera lögmæta. Læt ósagt hver verða næstu skref Sjöfn Ingólfsdóttir formaður Starfsmannafélags Reykjavíkur sagði í samtali við Morgunblaðið að niðurstaða Félagsdóms væri að sjálfsögðu vonbrigði. „Hér áttum við í höggi við stóra aðila sem lögðust á eitt með það að koma í veg fyrir að þessi tilraun þessara fijálsu íslendinga tækist, þ.e.a.s. þessara starfsmanna þarna sem vildu velja sér sitt stéttarfélag, en þessir aðilar hafa með þessum dómi komið í veg fyrir að svo geti orðið. Hver næstu skref verða skál VAGNSTJÓRAR og forstjóri Strs þeirra sem hlýddu á niðurstöðu F ég ekkert um segja, við munum meta það og hitta okkar fólk og ræða þetta með raunsæi. Eg held að Félagsdómur sé endanlegur úr- skurður en hvort einstaklingar eiga þarna einhveija möguleika það skal ég ekkert um segja og er ekkert á mínu valdi,“ sagði hún. Vona að nú skapist ró og friður um SVR hf. Sveinn Björnsson forstjóri SVR hf. sagðist reikna með því að úr- skurður Félagsdóms þýddi að þessu deiiumáli væri nú lokið. „Það var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.