Morgunblaðið - 20.01.1994, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.01.1994, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1994 Iþróttamaður ársins eftir Kára Arnórsson í vali á íþróttamanni ársins 1993 var kjörinn Sigurbjörn Bárðarson knapi úr íþróttadeild Hestamannafé- lagsins Fáks í Reykjavík. Það vakti að sjálfsögðu mikla athygli að hesta- íþróttamaður skyldi hljóta þessa við- urkenningu sem er sú æðsta sem íslenskur íþróttamaður getur hiotið. Það var um leið mikil viðurkenning á íþróttinni sem slíkri. Hestaíþrótta- sambandið er ungt að árum og tók við af íþróttaráði Landssambands hestamannafélaga. Langan tíma tók að afla íþróttinni viðurkenningar innan ÍSÍ og í raun að koma mönn- um í skilning um að reiðmennska er mikil íþrótt, enda þótt hestaíþrótt- ir séu viðurkennd keppnisgrein á Ólympíuleikum. Ýmislegt hefur orð- ið til að opna augu forystumanna heildarsamtaka íþróttamanna fyrir gildi reiðmennskunnar sem íþróttar og er þar ekki síst að þakka mjög ötulu og óeigingjörnu starfi Péturs Jökuls Hákonarsonar fyrrverandi formanns HIS og Sigurðar Magnús- sonar framkvæmdastjóra ÍSÍ. En nú hefur sem sagt þessi lang- þráði draumur ræst að knapi hefur verið tilnefndur íþróttamaður ársins. Engum kom það á óvart að Sigur- björn Bárðarson skyldi verða fyrir valinu. Sigurbjörn hefur sýnt það um árabil að hann stendur öðrum framar á þessu sviði eins og fjöl- margir sigrar hans bera með sér. Arið 1993 var þó hans mesta sigur- ár þar sem hæst ber heimsmeistara- titla hans frá keppninni í Hollandi í sumar er leið. Mér er til efs að menn almennt geri sér grein fyrir hve þetta er erfið keppni. Til leiks mæta kepp- endur frá 15 þjóðum þar sem búið er að velja úr úrvalsknapana. Þessir knapar eru margir með langan skóla að baki og hafa yfir að ráða hestum með margra ára þjálfun. Þeir eiga þess kost að koma með keppnishesta Sigurhjörn Bárðarson íþrótta- maður ársins. sína aftur og aftur á þessi mót og þjálfa þannig upp keppnisreynslu þeirra en íslendingar verða hins veg- ar alltaf að koma með nýja og nýja hesta vegna þess að þeir mega ekki taka sína hesta með sér heim til íslands aftur. Þetta skapar mikinn aðstöðumun. Auk þessa þurfa hest- arnir íslensku að ferðast um langan veg og koma í ólíkt umhverfi því sem þeir eiga að venjast hér heima. Sigr- ar íslendinga á þessum mótum eru því oft hart sóttir. Eins og fyrr segir er keppnisframi Sigurbjörns mikill. Slík frammistaða næst ekki nema með mikilli ástund- un og reglufestu. Allir sem til þekkja vita um dugnað hans og árvekni. Sigrar hans mælast ekki eingöngu í keppni í hestaíþróttagreinum held- ur einnig í gæðingakeppnum og sýn- ingum kynbótahrossa. Nú er hann líka kominn á fulla ferð í ræktun íslenska hestsins og mun þar gera miklar kröfur ekki síður en í öðru. Þannig spannar þekking Sigurbjörns öll svið hestamennskunnar og sá grunnur sem hann byggir á er því mjög traustur. Hann hefur öðlast feikna mikla reynslu og sem keppn- ismaður er hann góð fyrirmynd allra sem við keppnisíþróttir fást, ekki bara fyrir þá sem keppa í hesta- íþróttum. Hann er alger reglumaður bæði á áfengi og tóbak, er drengileg- ur í framkomu við keppendur sína og kann að taka ósigri sem. vafa- laust stælir hann til frekari átaka. Úthald hans er með ólíkindum enda heldur hann sér vel við líkamlega sem andlega, hann er elsti íþrótta- maðurinn sem hlotið hefur þennan heiður. Það er líka forsenda fyrir góðum árangri að knapinn sé í góðu formi því annars næst ekki það besta út úr samspili knapa og hests. Það verður því varla nægilega undirstrik- að að Sigurbjörn Bárðarson var vissulega vel að þessum heiðri kom- inn. Einn er sá þáttur sem vert er að minnast hér á, en það er hve Sigur- björn hefur kynnt ísland, íslenska hestinn og íslenska hestamennsku vel erlendis. Keppendur á íslenskum hestum erlendis eru í senn að mark- aðssetja hestinn um leið og þeir markaðssetja ísland sem ferða- mannaland þar sem ferðalög á hest- um skipa veglegan sess. Aðbúnaður að hestaíþróttum Þess var hér að framan getið hve hestaíþróttin hefur átt erfítt upp- dráttar og hve langan tíma það hef- ur tekið að fá hana viðurkennda. Varla er hægt að minnast svo á þennan þátt að ekki sé nefnt hve hestaíþróttir eru sjaldan á íþrótta- dagskrám sjónvarpsstöðvanna. Þar er hlutur hestamennskunnar nánast fyrir borð borinn miðað við þann tíma sem á degi hveijum er varið til umfjöllunar um íþróttir. Nýlegar íþróttagreinar eins og mótorsport margs konar eru teknar langt fram Kári Arnórsson „Einn er sá þáttur sem- vert er að minnast hér á, en það er hve Sigur- björn hefur kynnt Is- land, íslenska hestinn og íslenska hestamennsku vel erlendis. Keppendur á íslenskum hestum er- lendis eru í senn að markaðssetja hestinn um leið og þeir mark- aðsselja Island sem ferðamannaland þar sem ferðalög á hestum skipa veglegan sess.“ yfír hestaíþróttir og hestamennsku. Hestaíþróttasambandið er þó að verða með fjölmennustu íþróttasam- böndunum innan ÍSÍ. Þetta er íþróttadeildunum til vansa og von- andi verður úr þessu bætt. Fyrir utan hestaíþróttirnar er hesta- mennska að verða einn gildasti þátt- urinn í tómstundaiðju landsmanna Tekjulágir og matarskattur eftir Guðmund Þ. Jónsson íjármagnstekjuskattur var fyrir- hugaður um síðustu áramót. Hann átti að vega upp tekjutap ríkissjóðs vegna lægri virðisaukaskatts af mat- vörum. Úr því varð ekki. Ráðgjafarn- ir sem töldu að fjármagnstekjuskatt- ur yrði aðeins settur á við áramót töldu hinsvegar nýliðin áramót ekki þau réttu. Þetta minnir fremdur á duttlunga stjörnuspámanna fyrri alda en vinnu metnaðarfullra vísinda- manna nú á dögum. Seðlabankinn mælir gegn fjár- magnstekjuskattinum með þeim rök- um að vextir séu að lækka og fjár- magnstekjuskattur stefni þeim vaxtalækkunum í voða. Er líklegt að Seðlabankinn leggi til að fjár- magnstekjuskattur verði lagður á þegar vextir hafa verið stöðugir og lágir um tíma? Má frekar reikna með því að Seðlabankinn leggi til að fjár- magnstekjuskattur verði lagður á ef vextir fara að hækka á ný? Rök Seðlabankans fyrir andstöðu við fjár- magnstekjuskatt eru ekki af fræði- legum heldur pólitískum toga. Sú pólitík er alltaf á móti skattlagningu fjármagnstekna - ekki aðeins nú heldur alltaf. Verkalýðshreyfíngin hefur verið andvíg virðisaukaskatti á matvæli og barist gegn honum allt frá því hann var tekinn upp. Markmið hreyf- ingarinnar er að fá hann afnuminn með öllu eða draga úr þýðingu hans eins og frekast er unnt. Þess vegna var samið um lækkun hans í síðustu kjarasamningum. Með því er áfanga náð. Fjasið yfir lækkun virðisauka- skatts á matvöru er óbein afleiðing þess að fjármagnstekjuskattur var ekki lagður á. Málflutningur gegn lækkun hans byggir hins vegar á öðrum forsendum: í fyrsta lagi láta menn eins og virðisaukaskattur sé alls staðar sá sami. Það er hins vegar ekki rétt. Bækur og ritföng eru dæmi um varn- ing sem fæst í sömu verslun en bera annars vegar 14% og hins vegar 24,5% virðisaukaskatt. Matvörukaupmenn eru þjófkennd- ir áður en breytingin á virðisauka- skattinum á sér stað. Vera má að matvörukaupmenn séu sérlega við- sjárverðir þegar skil á skatti er ann- ars vegar - kannski. Um það getur undirritaður að sjálfsögðu ekki dæmt. Eða er þessi grunur byggður á reynslu af því sem á sér stað í þeim verslunum sem selja varning með misháum virðisaukaskatti? Hitt er undarlegra að það sé hægt að benda á þjófínn og reikna það út upp á krónu hversu miklu hann stelur en segja jafnframt að það sé ekki hægt að ná í þýfíð. I öðru lagi segja menn að aðrar leiðir komi þeim tekjulægstu frekar til góða. í því sambandi er nefnt að hækka skattleysismörk, hækka barnabætur eða leggja virðisauka- skatt undantekingalaust á allar vörur og lækka prósentuna samtímis. Ef gripið hefði verið til þess ráðs að „Verkalýðshreyfingin hefur verið andvíg virð- isaukaskatti á matvæli og barist gegn honum allt frá því hann var tekinn upp. Markmið hreyfingarinnar er að fá hann afnuminn með öllu eða draga úr þýð- ingu hans eins og frek- ast er unnt. Þess vegna var samið um lækkun hans í síðustu kjara- samningum. Með því er áfanga náð.“ lækka prósentuna hefðu þeir tekju- hæstu haft mestan hag af því í krón- um talið, eins og þeir hafa mestan hag af lækkun virðisaukaskatts á matvæli í krónum talið. Ef það er syndsamlegt að lækka virðisauka- skatt á matvæli hvað er þá hægt að kalla það ef hann lækkar á matvæl- um samtímis því að han lækkar á öllum öðrum vörum? Nú má spyija; hveijir eru tekjulægstir? Undir skattleysismörkunum eru 10.000 ellilífeyrisþegar, 6.000 ör- orkulífeyrisþegar, 6.000 atvinnu- lausir og u.þ.b. 15.000 námsmenn. Um 33.000 launamenn og sjálfstæð- ir atvinnurekendur eru með tekjur undir skattleysimörkum. Samtals eru því 70.000 skattframteljendur (sem einhveijar tekjur hafa) undir skatt- leysismörkum. Af 186.000 framtelj- endum eru 38% með tekjur undir þessum margumtöluðu mörkum. Þetta jafngildir því að 26% þeirra sem eru á vinnumarkaði séu með tekju undir skattleysismörkum. Fjölmennustu hópar tekjulágra • VERflHRUN DQi jarion Síðustu dagar R leykjavíkurvegi 64 — Hafnarfirði — Sími 651147 útsölunnar Peysur verð 1900 - 2500 Pils verð 1000-2500 Buxur verð 1000-2900 Kjólar verð 2900 - 5900 Blússur verð 1000 - 2900 Rifflaðar leggingsbuxur kr. 1500 Opið á laugardögum frá 10 - 14 og vitað er að milli 20 og 30 þúsund manns stunda hestamennsku af ein- hveiju tagi. Áhorfendahópurinn er því ærið stór sem sniðgenginn er að þessu leyti í íþróttafréttamennsk- unni. Því miður verður að segja það sama um mörg sveitarfélög að þau sinna þessum þætti mjög takmarkað þó að þau geri vel við ýmsar aðrar íþróttir. Þannig er það með Reykja- víkurborg, þar sem hestaíþróttadeild Fáks er starfandi. Borgin hefur ekk- ert gert til að bæta aðstöðu hesta- íþróttamanna. Önnur sveitarfélög í nágrenni borgarinnar hafa tekið við sér í þessum efnum og má þar nefna að Hafnarfjarðarbær hefur reist reiðskemmu sem Hestamannafélag- ið Sörli rekur og Kópavogsbær er nú að láta reisa reiðskemmu fyrir Hestamannafélagið Gust. í Reykjavík er reiðhöll sem reist var fyrir nokkrum árum. Þeir ein- staklingar sem stóðu fyrir þeirri framkvæmd sáu þörfina á því að koma upp aðstöðu til þess að stunda þessa íþrótt og halda sýningar og kynna íslenska hestinn. Ef til vill hefur bjartsýni þessara frumheija verið of mikil og ekki kominn tími ~ á þessa framkvæmd. Þó held ég flestum sé nú ljóst að óhjákvæmilegt er að slíkt hús sé hér í borginni. Eins og kunnugt er varð Reiðhöllin hf. gjaldþrota m.a. vegna þess að menn voru ekki búnir að átta sig á gildi hennar. Nú er það sýnt að þetta hús hljóti að þjóna því hlutverki að verða miðstöð hestaíþrótta og kynn- ingarstaður fyrir íslenska hestinn. Þess verður að vænta að þessi mikla viðurkenning sem hestaíþróttinni hefur nú hlotnast verði til þess að Reykjavíkurborg taki á sig rögg og kaupi þetta hús og leggi þannig fram sinn skerf til þess að hestaíþrótta- menn búi við svipaða aðstöðu og aðrir íþróttamenn í borginni. Blómlegur rekstur þessa húss mun líka verða mikið aðdráttarafl og fjölga þeim gestum sem sækja Reykjavík heim, bæði innlendum og erlendum. Höfundur er fyrrv. formuður Landssambands hestamanna- félaga. Guðmundur Þ. Jónsson eru lífeyris- og örorkubótaþegar, at- vinnulausir og námsmenn. Þessir hópar hafa minni hag af hækkun persónuafsláttar - oftast engan - en af lækkun virðisaukaskatts af mat- vælum. Enda þótt matarreikningur hópsins sé ekki hár í krónum talið er hann umtalsverður hluti tekna. Þess vegna munar þá tekjulágu miklu meira um lækkun matarskatts- ins en þá efnameiri sem hafa vissu- lega hærri matarreikninga í krónum talið en lægri í hlutfalli við tekjur. Ýmsir þeir sem harðast hafa bar- ist á móti lækkun á matarskatti hafa ekki verið sparir á tölur um sparnað heimilanna af vaxtalækkuninni. Engum hefur dottið í hug að draga úr þýðingu hennar með því að benda á að hún kemur tekjuháum fyrjt og fremst til góða. En þannig er í pott- inn búið að fiau sem borða dýrasta matinn skulda líka mest. Hveijum dettur í hug að beijast gegn vaxta- lækkun á lánum vegna þess að efna- mestu fjölskyldurnar spara mest á henni í krónutölu? Höfundur er formaður Iðju, félags verksmiðjufólks og Landssambands iðn verkafólks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.