Morgunblaðið - 20.01.1994, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 20.01.1994, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JANUAR 1994 Blautur off kaldur eða heitur og þurr? Thermax undirfatnaður sýgur upp og flytur burt hinn kalda líkamsraka og heldur þér þurrum og hlýjum, þrátt fyrir mikla áreynslu. Thermax - og þú veist ekki af vetrinum. Heildsöludreifing: Sími 621800 SPO?T ÚTIVISTARBÚÐIN við Umferðarmiðstöðina, simar 19800 og 13072. I [Wojford] | „Wolford á stærstu stundum lífsins... UMBOÐS- OG DREIFINGARADIU ÍSLENSK - AUSTURLENSKA Bera stj órnvöld ábyrgð á vald- beitingu lögreglumanna? Ólafur Ragnarsson samkvæmt. Valdbeiting þessi getur eðli sínu samkvæmt leitt til tjóns á lífi og limum fólks. Veiting þessara heimilda felur í sér þá skyldu að valdir séu til starfans hæfir menn, enda rekur ríkisvaldið lögregluskóia. Handhafa heimilda til valdbeitingar, dómsmálaráðherra, og stjórnendur aðgerða á vettvangi ættu að bera alla áhættu af framkvæmd lögreglu- valdsins, a.m.k. að því er varðar lík- amsmeiðingar á þegnum landsins. 2. Miklir borgaralegir hagsmunir eru tengdir því, að þeir sem verða fyrir tjóni vegna þess að lögregu- menn fara offari í starfi, hvort held- ur þeir gera það á refsiverðan hátt eða ekki, geti treyst því að þeir geti sótt bætur frá ríkisvaldinu, handhafa valdbeitingarréttarins. Að þessu leyti er dómurinn almenningi áhyggjuefni. S. Niðurstða dómsins að sýkna rík- isvaldið leiðir til trúnaðarbrests milli borgaranna og ríkisvaldsins sem lög- gæsluaðila. Traust borgaranna til ríkisvaldsins sem löggæsluaðila er mjög mikilvægt fyrir ríkisvaldið og verður ekki metið til fjár. Ríkið hefur hagsmuni af því að tryggja þetta traust og efla ef mögulegt er. Þann- ig er dómurinn áfall fyrir ríkisvaldið. 4. Reglan um vinnuveitenda- ábyrgð byggist á óskráðum reglum en er sem slík jafngild settum reglum löggjafans sem réttarheimild. Óskráðar reglur gefa yfirleitt tilefni til að spyrjast fyrir um innihld þeirra og þá er stutt í það að spyrja hvort þær séu siðlegar. Ef reglan er ekki siðleg er oft stutt í óréttlætið og því ætti reglan ekki að vera réttarheim- ild. 5. Niðurstáða dómsins er siðlaus að því leyti, að lögmætur handhafi valdbeitingar, dómsmálaráðherra sem yfirmaður löggæslu, ber ekki ábyrgð á misnotkun lögreglunnar á valdbeitingarheimildinni. Það er mikilvægt að réttarreglur samfélagsins séu í samræmi við við- urkenndar siðareglur. Þessi dómur gengur þvert á siðferðiskennd ál- mennings og hefur því vakið þá at- hygli sem raun ber vitni. Það skiptir okkur máli hvort lög- gæslan í landinu sé á ábyrgð stjóm- valda eða ekki. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Þú svalar lestrarþörf dagsins ástóum Moggans! ...hágæða Brníi sokkabuxur." * eftir Olaf Ragnarsson Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í svokölluðu lögreglumáli 23. nóv- embeer sj. Fyrrverandi lögreglumað- ur var dæmdur til greiðslu bóta vegna áverka sem hann veitti manni við handtöku en lögreglumaðurinn var í starfi er hann slasaði manninn. Ríkisvaldið sýknað ítarlegur fréttaflutningur og fréttagreinar næstu daga eftir að dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember sl. sýna að fjölmiðlar og almenningur hafa mik- inn áhuga á málinu, sbr. RÚV, Bylgj- una, Stöð 2, DV og Morgunblaðið. Mál þetta er mér skylt þar sem ég flutti málið í Héraðsdómi Reykja- víkur. Niðurstöðu dómsins og einkum þá að dómsmálaráðherra sem vinnu- veitandi lögreglumannsins er sýkn- aður vekur margar spurningar sem ég ætla að gera að umræðuefni hér og sem ég tel að almenningur hafi áhuga á. Málavextir Eðli máls samkvæmt verður að lýsa málavöxtum til að lesandinn geti áttað sig um'hvað málið snýst. í desember 1990 var lögreglan í Reykjavík kölluð að húsi við Berg- þórugötu vegna hávaða og ölvunar. Talsvert var af fólki í íbúðinni og var þvi vísað út í samráði við húsráð- anda. Stefnandi málsins sem var ekki undir áhrifum áfengis, var einn af gestunum og ætlaði hann að fara heim til sín á Kárastíg hinum megin við Frakkastíg. Stysta leið þangað var að ganga aftur fyrir lögreglubif- reið, sem lagt hafði verið við Frakka- stíginn. Lögreglumenn óskuðu eftir því að stefnandi færi fram fyrir bif- reiðina, en því hlýddi hann ekki. Skipti þá engum togum, að lögreglu- maður ýtti honum frá lögreglubif- reiðinni og tók hann þar þeim tökum, að hann varð rænulaus. Dró lög- reglumaðurinn síðan manninn í þessu ástandi aftur að lögreglubifreiðinni og sleppti þar takinu, svo að hann skall með andlitið í götuna með þeim afleiðingum að hann skaddaðist verulega í andliti; brotnuð 7 tennur í efri og neðri góm. Framangreindir málavextir eru taldir sannaðir í dómi Sakadóms Reykjavíkur. Persóna umrædds lögreglumanns er ekki umræðuefni í þessari grein en hann hefur þegar vissulega þurft að gjalda umræddra mistaka í starfi. Hefur tvívegis verið höfðað mál á hendur lögreglumanninum. Dómar í málinu Fyrra málið er höfðað af Ákæru- valdi ríkisins fyrir Sakadómi Reykja- víkur vorið 1991. Dómi í því máli áfrýjaði Ákæruvaldið og dæmdi Hæstiréttur í því máli um haustið 1991. Síðara málið er einkamál sem hinn slasaði höfðaði. Þar gerir hann fjárkröfu fyrir Héraðsdómi Reykja- víkur á hendur lögreglumanninum annars vegar og dómsmálaráðherra sem yfirmanni löggæslumála hins vegar. Dómur í síðara málinu er til- efni þessarar greinar. í fyrra málinu var lögreglumaður- inn dæmdur í 3ja mánaða varðhald og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákæruvaldið áfrýjaði dómnum. í dómi Hæstaréttar íslands frá nóv- ember 1991 segir meðal annars: „Fallast ber á það með héraðsdóm- ara, að sannað sé, að lögreglumaður- inn hafi beitt viðkomandi harðræði, er leiddi til umræddra meiðsla hans. Voru aðfarir lögreglumannsins miklu harkalegri en aðstæður gáfu tilefni til“. í síðara málinu höfðaði hinn slas- aði einkamál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til greiðslu fjárbóta vegna líkamstjóns. Málið höfðaði hann á hendur lögreglumanninum annars vegar og á hendur dómsmála- ráðherra sem yfirmanni löggæslu- mála hins vegar. Lögreglumaðurinn var þar dæmdur til greiðslu bóta en dómsmálaráðherra sem yfírmanni löggæslumála var sýknaður af öllum kröfum hins slasaða vegna framan- greinds harðræðis umrædds lög- reglumanns. Hvers vegna er ríkisvaldið sýknað? í umræddu einkamáli er dóms- málaráðherra f.h. viðkomar.di ráðu- neytis stefnt sem æðstu yfirstjóm löggæslumál með tilvísun til svokall- aðrar vinnuveitendareglu (húsbónda- reglan) sem er óskráð regla og ein af meginreglum skaðabótarréttarins. Héraðsdómurinn sýknar dómsmála- ráðherra f.h. dómsmálaráðuneytisins með tilvísun til þess að ráðuneytið geti ekki borið ábyrgð á þeim afleið- ingúm sem af vinnubrögðum lög- reglumannsins hlutust, þar sem lög- reglumaðurinn sýndi af sér refsi- verða hegðun í starfi og fór þar með út fyrir mörk skráðra reglna um vinnuveitendaábyrgð. Með þessum dómi er viðurkennd sú málsástæða lögmanns dómsmála- ráðherra að engu skipti hver sé vinnuveitandinn eða hvaða starf starfsmaðurinn eigi að inna af hendi. Það er eitthvða bogið við þessa nið- urstöðu. Hvers vegna er dómurinn rangur? 1. Ríkisvaldið og fulltrúar þess, lögreglumennimir, hafa víðtækar heimildir til valdbeitingar lögum Vaskhugi Nú árið er liðið. Er ársuppgjörið tilbúið? Hjá notendum Vaskhuga er það tilbúið og án fyrirhafnar. Vaskhuganotendur kvíða engu. Bókhaldsforritið Vaskhugi er einfalt í notkun. Það hentar flestri starfsemi og er með öll kerfin sem máli skipta, svo sem fjárhags-, sölu-, launa- og verkefnabókhald. Vaskhugi skrifar sölureikninga, heldur utan um viðskiptamenn, birgðir, útistandandi kröfur og skuldir. Allar skýrslur um afkomu rekstrarins og skattauppgjör koma fram án fyrirhafnar. Þjónustan hjá Vaskhuga hf. er alltaf til staðar ef eitthvað fer úrskeiðis í bókhaldi, tölvunotkun eða notkun fomtsins. Og við sjáum um ársuppgjöriö og skattskýrslugerðina, sé þess óskað. Njóttu margra ára þróunar íslensks bókhaldskerfis og prófaðu Vaskhuga í hálfan mánuð án skuldbindinga. Pantaðu Vaskhuga til prufu á gamla verðinu. Vaskhugi hf. Grensásvegi 13 • Sími 682 680 • Fax 682 679
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.