Morgunblaðið - 20.01.1994, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.01.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JANÚÁR 1994 39 MILLJARÐAMIS- TÖK í HVALFIRÐI eftir Gest Gunnarsson Fyrir nokkru fóru íslendingar að stytta sér leið um landið með því að bora göng í gegnum fjöll. Nú vilja nokkrir eldhugar bæta um betur og fara að grafa göng undir saltan sjó, það er að segja Hvalfjörð. Þótt sú hugmynd sé ekki orðin gömul er hún þegar farin að efna í slóða á eftir sér, milljónaslóða, því á þessu ári kveðst ríkisstjórnin ætla að verja stórum fjárhæðum til und- irbúnings, án þess að nokkur sjái fyrir hver heildarkostnaður verður orðinn þegar fyrstu bílamir aka undir Hvalfjörð. Vænlegri kostur Ég hef áður bent á vænlegri kost en göng undir Hvalfjörð, það er að leggja yfir hann veg upp á gamla mátann. Mínar athuganir benda til þess að vegagerð sé miklu ódýrari en gangagerð. Auk þess höfum við í landinu gnótt verkþekk- ingar, verkreynslu og mannafla með hentug tæki til vegagerðar, en gangagerð af þessu tagi hefur ekki verið reynd hér áður, sérfræðingar eru ekki til í landinu, og myndi því gangagerðin einkum verða fram- kvæmd af útlendum aðilum. Jón Rögnvaldsson, fram- kvæmdastjóri Vegagerðar ríkisins, hefur tekið ábendingum mínum fá- lega. Hann telur (Mbl. 11. des. sl.) að Vegagerðin hafi undir höndum gögn, sem sýni að göng séu ódýr- ari en vegur. Þessar fullyrðingar komu mér spánskt fyrir sjónir, því mér var ekki kunnugt um að nein slík gögn hefðu verið unnin. Sendi ég Jóni símbréf og bað hann að senda mér þessi gögn, og varð hann vinsam- lega við þeirri beiðni, sendi mér skýrslu nokkra, sem ég hef kynnt rhér síðan. Um loftnet stórra herskipa Er skemmst frá því að segja, að skýrsla þessi, sem heitir „Hvalfjörð- ur — athuganir á vegasambandi; október 1990“, gerir engan mark- tækan samanburð á þessum tveim- ur valkostum, göngum eða vegi, og ég get ekki betur séð en það væru stórfelld mistök, raunar ófyrirgef- anleg mistök, að byggja á henni einni. Hafa íslendingar virkilega efni á því að ausa út milljarðafúlgum til hægri og vinstri, án þess að ganga úr skugga um hvort til séu ódýrari — miklu ódýrari — aðferðir? Er ekki nóg komið af gríðarlegum fjár- festingarmistökum út um land allt? Hvenær verður sá fítonsmælir fuil- ur? En umrædd skýrsla er þannig unnin, að hún er samtals 52 blaðsíð- ur, snýst mestan part um hið nýja fagnaðarerindi, sem er gangagerð, en aðeins á rúmri síðu er skrifað um veg og brú eins og ég hef gert tillögu um, og þessi eina blaðsíða fjallar mest um atriði sem eru mál- inu óviðkomandi, svo sem hæð loft- neta á stórum herskipum, rétt eins „Davíð Oddsson hefur unnið stórvirki í þá veru að koma vitinu fyrir íslendinga. Hann hefur með hörðu kennt þeim að fara betur með peninga; það yrðu því grátleg mistök ef þessi duglegi maður færi að sólunda milljörðum króna undir Hvalfjörð, þegar völ er á miklu ódýrari kosti, það er vegagerð og brúar- smíði.“ og fyrir dyrum standi að búa til einhverja meiri háttar flotastöð inni í Hvalfirði. Vegagerðin veit ekki nóg Ef Vegagerðin hefur ekki undir höridum einhver þau gögn og ein- hveija þá útreikninga, sem hún af einhveijum ástæðum vill halda leyndum, þá blasir við sú staðreynd að á þeim bæ vita menn ekki nógu mikið til þess að taka ákvarðanir, og það er furðulegt að Jón Rögn- valdsson skuli hafa látið að því liggja í samtali við Morgunblaðið, að göng undir Hvalfjörð séu eini raunhæfi kosturinn. Jöfnum metin! Fjölgum konum í sveitarstj ómum eftirLiIju Ólafsdóttur Það fer ekki lengur framhjá nein- um að í vor verða sveitarstjórna- kosningar. Eins og áður lætur Kven- réttindafélag íslands það mál til sín taka. Félagið er þverpólitískt. Stjórn þess er skipuð konum frá öllum stjórnmálaflokkum. Markmið félags- ins er að stuðla að jafnri stöðu kynja á öllum sviðum þjóðlífsins. í þeim tilgangi að styðja við bak- ið á konum sem hyggjast taka þátt í sveitarstjórnamálum hefur verið stofnaður starfshópur sem skipaður er konum úr stjórn félagsins og full- trúum frá stjórnmálasamtökum. Fé- lagið hefur haft samband við jafn- réttisnefndir sveitarfélaga og óskað samstarfs við þær. Fyrirhugað er að halda fundi með konum víða um land. Frá því að Kvenréttindafélag ís- lands var stofnað fyrir 87 árum með því aðalmarkmiði að beijast fyrir kosningarétti og kjörgengi kvenna hefur félagið unnið markvisst að því að hvetja konur til þess að taka full- an þátt í þjóðmálum. Það er þó ekki fyrr en á allra síðustu árum sem hlutur kvenna í stjórnmálum fer verulega að glæðast. Þróun í þátttöku kvenna Árið 1974 höfðu aðeins 19 konur setið í borgarstjórn Reykjavíkur frá upphafi. Það ár voru 46 konur í sveitarstjórnum á móti 1.162 körlum eða tæp 4%. Þessar konur sátu í stjórn 27 sveitarfélaga af 227. Árið 1986 voru konur 19% en í síðustu sveitarstjórnakosningum, árið 1990, voru 243 konur og 860 karlar kjörin í bæjar- og sveitarstjórnir á landinu öllu. Hlutfall kvenna er þá orðið 22% á landsvísu. Þetta er sannarlega framför þótt það sé langt í frá viðun- andi að einungis rúmlega fimmti hver sveitarstjórnamaður á landinu sé kona. Sérstaklega virðast fá- Lilja Ólafsdóttir „Þar sem annar hver landsmaður er kona hlyti hæfileikavalið eitt sér að leiðatil jafnrar skiptingar.“ mennu sveitarfélögin í dreifbýlinu fátæk að konum. Hlutfallið er töluvert hærra í bæj- arstjórnum þeirra níu kaupstaða sem hafa meira en 4.500 íbúa. Þar eru konur 38% aðalmanna og 44% vara- manna. í þessum kaupstöðum býr yfirgnæfandi meirihluti landsmanna eða rúmlega 180 þúsund samkvæmt tölum Hagstofu Islands frá 1. des. sl. Þegar kemur að nefndaskipun í þessum sömu kaupstöðum fækkar konunum hlutfallslega. Þær eru að- eins 32% kjörinna nefndarmanna og hlutfall kynja innan hverrar nefndar er oft og tíðum ójafnt. Til dæmis er lítið um að konur séu skipaðar í hafnarnefndir og fáir karlar eru yfir- leitt í jafnréttis- og félagsmálanefnd- um. Höfuðborgin getur státað af því að hafa kosið hnífjafna skiptingu kynja í borgarstjórn eða 7 konur og 8 karla í aðalstjórn og 8 konur og 7 karla í varastjórn. Það er vissulega gleðilegt að svo vel skuli miða sem raun ber vitni, að minnsta kosti í þéttbýli. En betur má ef duga skal. Setjum markið á 45% nú og 50% árið 1998 í 12. grein laga um jafnan rétt og jafna stöðu kvenna og karla stendur: „Leitast skal við að hafa sem jafnasta tölu kynjanna í stjóm- um, nefndum og ráðum á vegum ríkis, sveitarfélaga og félagasam- taka þar sem því verður við komið.“ Alþjóðasamtök kvenna, Intemati- onal Álliance of Women, sem Kven- réttindafélag íslands er aðili að, hafa sett sér það takmark að í lönd- um þeirra verði hlutfall kynja í stjórnum jafnt árið 2000. Við höfum tvennar sveitarstjórnakosningar til að jafna metin. Það ætti ekki að verða svo ýkja erfitt í níu stærstu sveitarfélögunum sem ég minntist á áðan að auka hlutfallið úr 40% í 50%. Við getum byrjað á að setja markið á 45% í þessum kosningum og hækkað það svo í 50% árið 1998. Hvað nefndir varðar þarf líka aðeins dálítið átak til að jafna bilið, þótt þar þurfi reynd- ar að fara frá 32% upp í t.d. 41% nú og svo í 50% 1998. í fámennari sveitarfélögunum mega menn taka nokkuð betur á til að ná markinu. Hvers vegna endilega konur? Ég heyri oft það sjónarmið að engu máli skipti hvort kona eða karl gegni embætti eða stöðu; ein- ungis hæfileikar skuli ráða. Á það Gestur Gunnarsson Jökulgarður Glöggu fólki til upplýsingar læt ég fylgja með nokkrar tölur, sem ég hef reiknað út; þetta eru vita- skuld lauslegar tölur, en nógu ná- kvæmar til þess að framhjá þeim má alls ekki horfa í Hvalfjarðar- dæminu. Ef Hvalfjörður væri allur þar sem hann er séður yrði vissulega rán- dýrt að leggja veg yfir hann, en það er einmitt mergurinn málsins — hann er ekki allur þar sem hann er séður. Á seinustu ísöld rann skriðjökull fram fjörðinn, ruddi á undan sér gífurlegum hlössum jarðefna og hlóð upp garði framarlega í firðin- um, þvert fyrir mynni hans. Þessi forpi jökulgarður liggur rétt undir sjávarmáli, með djúpri lænu norðanmegin. Með því að dæla upp úr firðinum 5,8 milljón rúmmetrum af möl og sandi má gera nægiiega trausta undirstöðu skal bent að þar sem annar hver landsmaður er kona hlyti hæfileika- valið eitt sér að leiða til jafnrar skipt- ingar með svo stóru úrtaki sem sveit- arstjómir og nefndir eru. Fyrst hlut- fallið er ekki jafnt hlýtur annað að ráða en hæfileikar einir. Þegar skipað er á framboðslista er yfirleitt lagt mikið upp úr því að velja fulltrúa með sem víðtækasta reynslu og þekkingu. Það á að tryggja að viðkomandi samtök njóti almennrar hylli kjósenda og að kjömir fulltrúar geti tekið af kunn- áttu á sem flestum málum. Án jafnr- ar kynjaskiptingar er dreifingin ekki næg. Þau mál sem brenna heitar á konum en körlum í daglegu lífi verða áfram afgreidd sem „mjúk“, „óraunsæ" og þar með óþörf þar til a.m.k. helmingur kjörinna fulltrúa hefur þau í eðlilegri forgangsröð. Það er því ástæða til að hvetja konur sérstaklega til að láta sveitar- stjórnamál til sín taka. Ég vona svo sannarlega að þær konur sem nú þegar sitja í sveitar- stjórnum gefi kost á sér áfram og að fleiri konur fylgi þeirra fordæmi. Höfundur er stjómarformnður í Kvenréttindafélagi íslands. vegar, og 1,6 milljón rúmmetra af sprengdu gijóti þarf síða'n til að gera brimvörn fyrir sjálfan veginn. Mikið eða lítið? Nú er von að menn spyiji: 7 milljónir rúmmetra af jarðefnum — er það mikið eða lítið? Því er auðsvarað. Til Kennedy- flugvallar hjá New York fóru 40 milljónir rúmmetra. Til iðnaðar- svæðanna norðan Grandagarðs í Reykjavík fóru 0,3 milljónir rúm- metra. Hollendingar hafa með dælingu byggt tugi kílómetra af sjóvamar- görðum, og eru þeir iðulega notaðir til undirstöðu fyrir akvegi. Svarið er sem sagt: 7 milljón rúmmetrar er allnokkuð, en mjög svo viðráðanlegt, og myndi ekki vefjast fyrir okkur að taka á leigu stórtækt dæluskip til þess að ljúka verkinu á einu sumri. Vilji menn styðjast við búnað sem til er í land- inu þyrfti lengri tíma, allt að tveim- ur árum. Sjávarföll Jón Rögnvaldsson dregur í efa að þær vegfyllingar, sem ég hef kynnt, myndu hleypa sjávarföllum í gegnum sig. Þarna skjátlast Jóni. Gijótgarður með kjama úr 20-200 kflóa hnullungum, 3.500 metra langur, með 6,5 metra vatns- dýpi og 0,6 metra hæðarmun sjávar myndi hleypa í gegnum sig um það bil 12 milljónum rúmmetra vatns á klukkustund, og það tel ég verá fullnægjandi á þessu vatnasvæði. Eins og fram kemur á teikningu minni geri ég ráð fyrir laxaleið um steinsteypt ræsi, og skipaveg með iyftibrú, sem lyft er öðmm megin. Milljarðar sparast Talað er um að göng undir Hval- fjörð muni kosta allt að 5 milljörðum króna. En íslendingar þekkja af biturri reynslu að endanlegur kostn- aður er oft miklu hærri en fyrstu áætlanir, þegar ráðist er í nýstárleg verkefni. Þessir 5 milljarðar gætu sem hægast verið komnir upp í lm milljarða þegar verkinu væri lokið. Sanddæling úr sjó hefur verið stunduð víða kringum landið og við eigum marga reynda verktaka sem gjörþekkja slík verkefni og vita hvemig þeir eiga að leysa vanda- málin. Við vitum líka hvað sanddæl- ing kostar — rúmmetrinn kostar á bilinu 100-200 krónur, og heildar- kostnaður af dælingu til vegagerðar yfir Hvalfjörð myndi ekki ná einum milljarði. Aðrir verkþættir kosta vitanlega sitt, ræsi, lyftubrú og akvegur, en alls myndi fram- kvæmdin kosta helmingi minna en jarðgöngin. Sparast myndu 2-5 milljarðar króna. Grátleg mistök Davíð Oddsson hefur unnið stór- virki í þá veru að koma vitinu fyrir íslendinga. Hann hefur með hörðu kennt þeim að fara betur með pen- inga; það yrðu því grátleg mistök ef þessi duglegi maður færi að só- lunda milljörðum króna undir Hval- fjörð, þegar völ er á miklu ódýrari kosti, það er vegagerð og brúar- smíði. Höfundur er tæknifræðingur. PRENTDUFT A BESTJk VERDINU! Við bjóðum prentduft (toner) í alla Hewlett Packard prentara á besta verðinu í bænum. Og meira en það: Við kaupum af þér gömlu prenthylkin! Njóttu öryggis með rekstrarvörum frá... ÍN^b' / s \ Tæknival Skeifunni 17 - Sími (91) 681665
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.