Morgunblaðið - 20.01.1994, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 20.01.1994, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1994 Hjónaminning Þóra Einarsdóttir og dr. Jakob Jónsson, fv. sóknarprestur I dag eru liðin 90 ár síðan dr. Jakob var borinn í þennan heim og tveir dagar eru liðnir frá því að útför frú Þóru var gerð frá Hallgrímskirkju. Mér finnst ástæða til að minnast þessara merku hjóna beggja af þessu tilefni. Jakob Jónsson fæddist 20. jan- úar 1904 á Hofi í Álftafírði. For- eldrar hans voru sr. Jón Finnsson, prestur þar, og kona hans Sigríður Hansdóttir Beck. Þegar Jakob var á öðru ári fluttust foreldrar hans að Hrauni við Djúpavog og þar ólst hann upp og kenndi sig jafhan við þann stað. Lífsafl kristindóms- ins og siðgæði hans síaðist inn í hina ungu sál og þegar mennta- skólanámi lauk innritaðist hann í guðfræðideild Háskólans. Sumarið 1928 gekk hann í hjónaband með Þóru Einarsdóttur. Hún fæddist 12. september 1901 á Bfldudal. For- eldrar hennar voru hjónin Einar Ólafsson múrari og Guðrún Jónas- dóttir. Hún ólst upp hjá foreldrum sínum í systkinahópi. Fjölskyldan fluttist hingað suður er hún var ung að árum og átti heima í Hafn- arfirði og Reykjavík. Einar faðir hennar var bókhneigður maður og átti gott bókasafn. í starfí við stúkuna Mínervu kynntust þau og felldu hugi saman og gengu í hjónaband og er óhætt að segja að sumarbirta hafi alla tíð verið yfir því sambandi sem þá var stofnað til. Nokkrum dögum eftir hjónavígsluna tók Jakob prests- vígslu í Dómkirkjunni. Prestfrúin unga vissi snemma hvað til friðar heyrir og gerði sér áreiðanlega fljótt ljóst að eigi presturinn að ná árangri í starfi sínu verður prestkonan að standa við hlið hans og styðja hann eftir mætti og gera sér ljóst að hún er líka í þjónustu á akri Drottins. Og þessa skyldu eða köllun gerði frú Þóra sér ljósa og það einkenndi hana alla tíð, hve þétt hún stóð við hlið manns síns í starfi hans og þjónustu fyrir Guðsríki. Leiðir þeirra lágu víða, einnig Minning Svandís Guðmunds- dóttir, Siglufirði Fædd 18. júní 1935 Dáin 27. desember 1993 Svandís Guðmundsdóttir lést á sjúkrahúsinu á Siglufirði 58 ára að aldri. Hún var búin að vera mánað- artíma á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og þá kom í ljós það mein sem varð henni að aldurtila. Svandís fæddist á Siglufirði 18. júní 1935. Foreldrar hennar voru Guðmundur Sigurðsson frá Þrasa- stöðum í Stíflu, lengst af verkstjóri hjá Síldarverksmiðjum ríkisins og kona hans, Oddný Jóhannesdóttir. Föðurforeldrar Svandísar voru Ingibjörg Bergsdóttir, heimasæta á Þrasastöðum, og Sigurður Hálldórs- son, bóndi á Melbreið í Stíflu og síð- ar á Kálfsá í Ólafsfirði. Móðurforeldrar Svandísar voru Jóhannes Guðmundsson, bóndi á Grísará í Hrafnagilshreppi og síðar á Gili í sömu sveit, og kona hans Kristín Bjamadóttir frá Brennigerði í Skagafirði. Dísa, eins og hún var ávallt kölluð af vina- og frændfólki sínu, var yngst af þremur dætmm Oddnýjar og Guðmundar. Sú elsta, Kristín, sem var gift Ríkarði Jóns- syni, fyrrv. framkvæmdastjóra Meit- ilsins í Þorlákshöfn, lést árið 1974. Eftir lifir Katrín sem er búsett á Siglufirði, gift Páli Gíslasyni, áður fiskverkanda og útgerðarmanni þar. Dísa var í föðurhúsum, 24 ára göm- ul og ógift, þegar hún eignaðist einkasoninn Birgi Steingrímsson, 1. ágúst 1959. Hann ólst upp á Siglu- Birting afmælis- og minningar- greina MORGUNBLAÐIÐ tekur af- mælis- og minningargreinar tii birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjóm blaðsins Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. fírði við mikið ástríki móður sinnar og afa og ömmu, í vinalega tvflyfta timburhúsinu við Túngötu 39, sem Guðmundur Sigurðsson lét byggja árið 1926. Eftir lát foreldra sinna bjó Dísa áfram í húsinu í nokkur ár með syni Sínum. Árið 1978 gekk hún í hjóna- band með Pétri Pálssyni, verka- manni á Siglufírði. Pétur er einn af sex systkinum. Foreldrar hans voru Páll G. Pétursson sjómaður á Hofs- ósi og Sigríður Kristín Gunnarsdótt- ir, ættuð úr Fljótum. Hjónaband Dísu og Péturs reyndist farsælt. Þau voru orðin lífsreynd, hún 43ja ára og hann 52ja þegar þau giftust, og á hlýlegu heimili þeirra á Túngötu 39 var ekki skortur á neinu, en bæði voru dugnaðarforkár til vinnu. Þau fóru í ferðalög þegar tími gafst til og héldu góðu sambandi við hin mörgu systkini Péturs og vini og frændfólk Dísu. Mér fannst alltaf gamla húsið við Túngötu 39 á Siglufirði, þar sem Dísa fæddist og bjó í til dauðadags, hafa sál og búa yfir nokkru stolti. Það var eins og það vildi segja — sjáið þið bara hvað vel er hugsað um mig — en snyrtimennska úti og inni setti sinn svip á þetta litla hús og lóðina umhverfis það. í sfldarbænum Siglufirði vann Dísa í sfld og fiski eins og flestir aðrir þar, en síðustu 27 árin starf- aði hún á sjúkrahúsi Siglufjarðar. Dísa var góðviljug og hjálpfús, létt í skapi og hláturmild. Hún var því vel látin af öllum sem kynntust henni. Birgir Steingrímsson, sonur hennar sem er sjómaður, kom í Iand og fór til Akureyrar til þess að geta - verið hjá móður sinni þegar hún lagðist inn á sjúkrahús. Birgir er búinn að koma sér vel fyrir og það gladdi Dísu mjög hvað honum farn- aðist vel. Pétur, eiginmaður Dísu, studdi hana eftir mætti alla tíð. Bæði hann og Birgir eiga nú um sárt að binda við fráfaiii Dísu. Ég og systur mínar Margét og Ástrún, sem höfðum allar mikil og góð tengsl við foreldra Dísu, kveðj- um þessa frænku okkar með kæru þakklæti fyrir öll árin sem við áttum samleið með henni á Siglufirði. Við systumar og fjölskyldur okkar sendum Birgi, Pétri og öðrum skyld- mennum innilegustu samúðarkveðj- ur. Gyða Jóhannsdóttir. vestur um haf. í byggðum íslend- inga í Kanada störfuðu þau um nokkurra ára skeið, hlutu marg- háttaða reynslu og vinsældir meðal sóknarbarna sinna. Dr. Jakob þjón- aði einni kirkju í upphafi starfsins þar, en þær voru orðnar fimm áður en yfir lauk. Nú hófst nýr þáttur í lífí og starfi prestshjónanna, en það var þjónust- an í nýstofnuðum Hallgrímssöfn- uði. Þar fór í hönd mikið brautryðj- andastarf. I þessum nýja og fjöl- menna söfnuði var í fyrstu engin aðstaða fyrir safnaðarstarf, hvorki kirkja, skrifstofa né prestssetur. Messur fóru fram í Austurbæjar- skólanum og prestverk, svo sem skímir og giftingar, fóru gjaman fram á heimili prestsins. Frú Þóra hjálpaði manni sínum eftir bestu getu og ætíð lét hún starf hans sitja í fyrirrúmi fyrir öllu öðm og bömum sínum kenndi hún að bera virðingu fyrir þessu starfí. Stofan þeirra var eins og lítil og falleg kapella og þaðan eiga áreiðanlega margir góðar minningar. Starfið óx og dafnaði, kvenfélag var stofn- að, var það þegar í upphafi mjög fjölmennt og þróttmikið. Takmark- ið stóra var að reisa þjóðarhelgidóm á Skólavörðuhæð Drottni til dýrðar og til minningar um Passíusálma- skáldið Hallgrím Pétursson. í öllu þessu mikla starfi, sem hér er að- eins drepið á, stóðu þau hjónin þétt saman. Frú Þóra var formaður Kvenfélags Hallgrímskirkju næst- um aldarfjórðung, lengur en nokk- ur önnur kona. Með óþreytandi elju og áhuga þeirra og annarra holl- vina kirkjunnar náðist takmarkið og gott var að þau hjónin fengu að lifa það að sjá þessu takmarki náð. Frú Þóra var gerð að heiðurs- félaga kvenfélagsins á 35 ára af- mæli þess. Það er óhætt að segja, að dr. Jakob var margra manna maki að andlegu atgervi. Fyrst skal telja prestinn, sálmahirðinn, en við sál- gæslu lagði hann ríka alúð og hann var ætíð málsvari þeirra sem voru minnimáttar. Þá var hann fræði- maðurinn, leitandinn. Hann lagði mikla stund á rannsóknir í Nýja testamentis-fræðum og sótti jafnan fundi slíkra fræðimanna um víða veröld. Hann ritaði margt á því sviði m.a. doktorsritgerð. En hann var ekki aðeins prestur, fræðimað- ur og doktor í guðfræði, hann var líka skáld, leikritaskáld og ljóð- skáld. Hann skrifaði ágæta ritgerð um Passíusálmana og Tyrkja- Ólafur Ágústsson sjómaður — Minning Fæddur 7. september 1912 Dáinn 5. desember 1993 Látinn er í hárri elli mágur minn og vinur Ólafur Ágústsson í Jörfa í Borgarfírði eystra. Hann var bor- inn og bamfæddur í Borgarfírði og dvaldi þar alla sína ævi. Hann var fæddur 7. september 1912 og voru foreldrar hans Ágúst Ólafsson, Bergssonar og Guðrún Margrét Stefánsdóttir, Jónssonar frá Ura- níu. Ólafur gekk í bamaskólann á Borgarfirði og hlaut ekki aðra menntun í skóla, en var þeim mun betur menntaður í skóla lífsins. Ólafur var kvæntur systur minni. Helgu Sesselju Jóhannsdóttur frá Ósi. Hún var fædd 29. desember 1919. Foreldrar hennar voru Jó- hann Helgason, Jónssonar frá Njarðvík og Bergrún Ámadóttir, Steinssonar í Bakkakoti. Helga lést 4. ágúst 1982. Þau áttu sjö böm. Þau eru: 1) Bergrún Jóhanna, fædd 1939. Hún giftist 1960 Ara Sigur- bjömssyni frá Gilsárteigi í Eiða- þinghá og eiga þau tvö böm og tvö bamaböm; 2) Guðrún Ágústa, fædd 9. nóvember 1940. Hún giftist 1960 Ásgeiri Stefánssyni frá Hjalla í Reykjadal og eiga þau þrjár dætur og átta bamabörn; 3) Stefán Magn- ús, fæddur 16. júní 1942. Hann giftist 1966 Ragnheiði Valdísi Jó- hannesdóttur frá Ánabrekku í Borgarhreppi og eiga þau fjögur böm og þrjú bamaböm; 4) Ámý Ingibjörg, fædd 24. febrúar 1946. Hún giftist 1968 Jónasi Sigurðssyni skipstjóra frá Keflavík og eignuðust þau þijú böm og eiga eitt bama- bam; 5) Guðríður, fædd 8. febrúar 1950. Hún giftist 1972 Rögnvaldi Skíða Friðbjarnarsyni frá Hóli í Svarfaðardal og eiga þau tvö böm; 6) Ágúst, fæddur 16. október 1958. Maki hans er Margrét Gísladóttir frá Egilsstöðum og eiga þau þijú böm; 7) Guðný Sigríður, fædd 19. nóvember 1960. Maki hennar er Sigurður Jörgen Óskarsson frá Fá- skrúðsfirði og eiga þau tvö böm. Eins og að líkum lætur var þröngt um þessa stóru fjölskyldu í Gamla Jörfa, en þar sem er hjarta- rúm er húsrúm og þegar samkomu- lagið er gott og tillitsemin ræður ríkjum þá mega sáttir þröngt sitja. Óli Gústa, eins og hann var oft- ast nefndur, ól allan sinn aldur í Bakkagerði og fór ekki að heiman ótflneyddur, nema þá til að heim- sækja börnin sín eftir að þau flutt- ust í burtu. Móðir hans dó þegar hann var enn ungur og ólst hann upp undir verndarvæng föður síns og ömmu, Guðrúnar Guðmunds- dóttur sem kennd var við Garð. Þegar að Helga og Óli giftust bjuggu þeir feðgar í Tungu og þar lést Ágúst faðir hans. Þau Helga fluttust síðar í Gamla Jörfa og bjuggu þar all'á tíð síðan og þegar Heiga lést áríð 1982 dvaldi Óli áfram í Gamla Jörfa og hafði því búið þar einn í rúm tíu ár. Óli Gústa var sjómaður af lífí og sál alla sína starfsævi. Hann stund- aði sjóinn af kappi og forsjá, með föður sínum á meðan hans naut við og lærði sínar lexíur um sjólag og fískimið af honum, en upp frá því var hann sjálfs sín herra. Hann átti sína trillu og reri oft einn og fór þar af leiðandi sinna eigin ferða, hóf t.d. aldrei róðra að vori fyrr en í lok viku og sótti oft og tíðum Gudda mun vera kunnust meðal verka hans á sviði leikritunar. En þó að hann væri presturinn, fræðimaðurinn og skáldið þá er þó ótalinn einn merkasti þátturinn í lífi hans, en það var heimilisfaðir- inn, eiginmaðurinn, faðirinn. Hvergi kom kærleikur hans skýrar fram en við sína nánustu og eiga börn hans um hann hlýjar og fagrar minningar. Hið sama má segja um frú Þóru. Bömin og fjölskyldan voru jafnan efst í huga hennar. Ef eitthvað bjátaði á kom hún til hjálpar og gerði það sem hægt var fjölskyldu sinni til heilla og góðs. Hún vildi láta bömin fá sem besta menntun, ekki síður dætur en syni, og gekk það raunar allt eftir. Hún var jafnan í nánum tengslum við börn sín þótt þau dveldu erlendis, því að hún var afkastamikill bréfrit- ari og lýsti á lifandi hátt því sem var að gerast heima. Bréfin hennar voru hlý, bám vott um móðurelsku, lærdómsrík og skemmtileg. Hún gleymdi ekki börnunum sínum þótt þau væm í fjarlægð. Víst gætu þau öll tekið undir orð skáldsins sem segir: „Gráta skal bam góða móð- ur, hún er ímynd Guðs elsku." Dr. Jakob lést 17. júní 1989. Þeim hjónum varð fimm barna auðið og em þau: Guðrún Sigríður, hjúkrunarfræðingur að mennt, Svava, rithöfundur og fyrrv. al- þingismaður, Jökull, rithöfundur, hann er látinn, Þór Edward, veður- fræðingur, og Jón Einar, héraðs- dómslögmaður og heildsali. Það var gott að eiga samstarf við þessi ágætu hjón um allmargra ára skeið á vettvangi Hallgríms- sóknar. Ég þakka þeim báðum samstarfið og hlýtt handtak á vegi lífsins. Margir vinir þeirra, sam- starfsmenn og eldra safnaðarfólk hugsar áreiðanlega hlýtt til þeirra um þessar mundir og minnast óþreytandi elju þeirra í starfi og kærleika þeirra. Merkra og mætra hjóna, sem ekki vildu vamm sitt vita í nokkrum hlut, minnumst við hér, kona mín og ég, og biðjum fjölskyldum þeirra og Hallgrímssöfnuði allrar blessun- ar'Guðs. Ragnar Fjalar Lárusson. fiskimið sem aðrir litu ekki við, en þrátt fyrir það fiskaði hann ekki minna en aðrir. Þá töluðu þorpsbúar um að það væri ekki einleikið með hann Ola, hvernig hann hagaði sér á sjónum og vildu margir meina að hann nyti alla tíð leiðsagnar föður síns. Oli Gústa var veiðimaður að innsta eðli. Hann var frábær skytta og var það ómælt sem hann dró í búið af sjófugli, sel og hnísu, svo og rjúpu að vetrinum til. Það var sama hvort hann dró fisk úr sjó eða fór með byssu, snyrtimennskan og fagmennska hins sanna veiðimanns var ætíð í fyrrirúmi, allar athafnir hans á því sviði fumlausar og ná- kvæmar. Fyrstu minningar mínar um Ola Gústa eru einmitt í sambandi við fugla- og selaskyttirí meðfram fjör- unum við Os. Þar gekk hann íbygg- inn eftir sjávarbakkanum og hugaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.