Morgunblaðið - 20.01.1994, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.01.1994, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1994 Geir Jónsson, stýri- maður - Minning Fæddur 20. desember 1954 Dáinn 10. janúar 1994 Orð eru svo fátæk þegar lýsa á þeim mikla missi sem fjölskyldan okkar hefur orðið fyrir með fráfalli hans Geira. Síðustu tíu árin hefur hann verið hluti af okkar hugarheimi og veru- leika og því erfitt að gera sér í hugarlund framtíðina án hans í fjöl- skyldunni. Sagt er að tíminn lækni öll sár, en skarð það sem eftir er skilið mun ávallt standa autt og minna okkur á góðan dreng sem okkur öllum þykir svo vænt um og sem hefur gefíð okkur svo mikið með sínu sterka en hægláta lundarfari og ótrúlegum húmor. „Minning um mann, nú hljóðnað- ur er hann, stór var hann, góður við mann, fyndinn var hann, hægur var hann, og við elskuðum hann.“ Við þökkum Geira okkar sam- fylgdina, og biðjum góðan Guð að gefa Ellý, Kristjáni, Elínu og öðrum vandamönnum styrk og huggun í sorginni. Vala og Kristján tengdaforeldrar, Sigríður og Friðrik, Þorbjörg og Stále, Karítas, Kristján og öll börnin okkar. „Fjarri sé það þér að gjöra slíkt, að deyða hina réttlátu með hinum óguðlegu, svo að eitt gangi yfir réttláta og óguðlega; ijarri sé það þér! Mun dómari alls jarðríkis ekki gjöra rétt?“ Það er með öllu óskiljanlegt og óásættanlegt, maður á besta aldri í blóma lífsins og björt framtíðin blasir við, þá kemur kallið yfir móðuna miklu. Það er ekki hægt að skilja það öðruvísi en að hans bíði þá æðri verkefni í annarri til- vist. Það verkefni hlýtur að vera mjög aðkallandi og mikilvægt, því hlutverki sínu hér í jarðvist sinnti ERFIDRYKKJUR Verð frá kr. 850- P E R L A in sími 620200 f . ÚTFARARSÁLMAR . T ÞAKKARKORT T Gott verð, stuttur afgreiðslutími PERSÓNUUEG PRENTÞJÓNUSTA LETURprent [síðumúla22-Simi30 6 30 J hann með slíkum sóma að hans návist hefðum við sem hann elskum viljað njóta lengur. Geir Jónsson var fæddur hinn 20. desember 1954, sonur hjónanna Jóns Þórðarsonar og Laufeyjar Stefánsdóttur. Geir var næstyngst- ur systkinanna Guðrúnar Fjólu, Áma Laugdal (látinn), Stefáns, Kristjáns Þórs, Þórðar, Smára og Guðlaugar. Geir ólst upp í foreldra- húsum eins og við öll systkinin á Fálkagötu 9 vestur í bæ, þar sem hann eyddi æskuárum sínum á stóra leikvellinum, Grímsstaðar- holtinu. hann gekk í Mela- og Haga- skóla eins og flest við hin systkinin. Við Geir fórum á mis hvor við annan á unglingsárum því hann fór til Bandaríkjanna í þrjú ár í skóla og var hjá elstu systur okkar Fjólu eftir að ég hafði verið þar jafn- lengi. Þó að við hefðum farið á mis hvor við annan svo lengi áttum við það sameiginlegt að upplifa þann sama munað að búa hjá elstu syst- ur okkar, eiginmanni og fjölskyldu í Bandaríkjunum þessi ár. Við heim- komuna hugði Geir á frekara nám hér heima. Hann innritaði sig í Verslunarskóla íslands og hóf þar nám, en það kom fljótlega í ljós að það nám átti ekki við Geir. Á þessum tíma kynntist Geir Jónínu Bemódusdóttur, eignaðist með henni son, Jón L. Geir og Jón- ína fluttust til Vestmannaeyja skömmu eftir gos. Geir starfaði þá á netaverkstæði samtímis því sem hann hóf nám við Stýrimannaskól- ann í Vestmannaeyjum, þar sem hann síðan lauk prófi með full rétt- indi. Geir og Jónína slitu samvistir eftir stutta sambúð. Jónína flutti til Svíþjóðar með son þeirra Jón, þar sem þau búa enn í dag. Geir flutti aftur til Reykjavíkur þar sem hann stundaði sjómennsku áfram og reri lengi með togurum Granda hf., fyrst með Kristjáni bróður sín- um á Jóni Baldvinssyni og síðan á Snorra Sturlusyni, en nú síðast á Bylgjunni frá Vestmannaeyjum. Eftir að Geir flutti frá Vest- mannaeyjum til Reykjavíkur kynnt- ist hann eftirlifandi eiginkonu sinni Elínu Kristjánsdóttur og átti með henni tvö yndisleg böm, Kristján og Elínu, og átta þau heimili við Ofanleiti í Reykjavík. Ég kem til með að sakna þess að Geir var ávallt vanur að koma í heimsókn með Ellí og börnin, þrátt fyrir þann stutta tíma sem hann hafði í landi á milli túra. Ég kem til með að sakna hans svo mikið, að ég leita mér huggunar í söng- lagatexta eins af okkar sameigin- lega uppáhalds söngvara, Freddy Mercury „I’ll pretend you are still around". Elsku Ellí, Kristján, Elína og Jón, á morgun kemur betri dagur, megi Guð styrkja ykkur í sorg ykk- ar á þessari örlagastundu. Þórður bróðir. s Á hveijum vetri birtast okkur fréttir af sjómönnum í sjávarháska, stundum með þeim hörmulegu af- leiðingum að dauðinn knýr dyra. Einn slíkur atburður varð er systur- sonur minn, Geir Jónsson, fórst þegar björgunarskipið Goðinn lenti í aftakaveðri að morgni 10. janúars síðastliðins. Minningin færir mig 39 ár aftur í tímann er systir mín Laufey Stef- ánsdóttir og eiginmaður hennar Jón Þórðarson eignuðust son 20. desem- ber 1954 er þau nefndu Geir. Hann var sjötti í röð stráka, en fyrir voru Ámi (dáinn 1992), Stefán Þór, Þórður og Smári. Frumburðurinn, Fjóla, var þá flutt að heiman. Þrem- ur árum síðar bættist stúlka, Guð- laug, við þennan stóra systkinahóp. Laufey og Jón létust bæði fyrri hluta árs 1988. Er Geir var barn bjó ég ásamt fjölskyldu minni í sama húsi á Fálkagötu 9 og má segja að ég hafi hitt hann daglega fyrstu átta ár ævi hans. Hann var rólegt bam en ævintýragjam og voru þær ófáar könnunarferðimar sem hann og Svanur æskuvinur hans tóku sér fyrir hendur, en þeir voru nánast óaðskiljanlegir. Þegar ég flutti af Grímstaðaholt- inu sá ég Geir ekki svo mikið og síðar er hann varð fullorðinn fylgd- ist ég með honum í gegnum bræður hans. Hann var kvæntur Elínu Hrund Kristjánsdóttur og átti með henni tvö ung böm, Kristján og Elínu Hmnd. Fyrir átti hann einn son Jón Laufdal. Ég bið algóðan Guð að styðja þau og styrkja í þessari miklu sorg. Tengdaforeldmm, systkinum svo og vinum og vandamönnum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Því að hvað er það að deyja annað en standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið? Og hvað er að hætta að draga andann ann- að en að freisa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund Guðs síns? K. Gibran. Ég kveð góðan dreng sem nú er farinn á fund foreldra sinna og bróður. Blessuð sé minning hans. Auður. Eitt sinn verður allt fyrst og mánudaginn 10. janúar fékk ég mína verstu frétt, að Geir frændi minn væri dáinn, kæmi aldrei aft- ur. Ég ætlaði varla að trúa því að Geir, þessi hugljúfí hrausti maður væri ekki lengur meðal okkar en honum hefur verið ætlað sitt verk hjá Guði. Hvemig getur lífíð verið svona ósanngjamt að taka mann frá börnum sínum og konu? En líf- ið er ekki alltaf eins og maður vill hafa það og örlög sérhvers verða ekki umflúin. Elsku Ellí, Kristján, Elína Hrund og Jón, megi Guð vera með ykkur á þessari sorgarstund. Blessuð sé minning Geirs. Þín sál var öll hjá fögrum lit og línum, og Ijóðsins töfraglæsta dularheimi. Þú leiðist í burtu frá lágum jarðarseimi, í ljóssins dýrð, á hugar-vængjum þínum. (Steinn Steinarr) Anna Svava Þórðardóttir. Mánudagur til mæðu, segir mál- tækið. En það var mikið meira en mæða sem helltist yfír ættingja og vini Geirs Jónssonar mánudaginn 10. janúar. Tröllaukin faðmlög Ægis höfðu reynst þessum hrausta dreng um megn. Hvers vegna? Hvers vegna Geir? Frá örófí alda hefur mannskepnan reynt að lifa með, læra á og jafn- vel beisla náttúruöflin, oft með góð- um árangri. En stundum er eins og náttúruöflin reiðist og sýni mátt sinn, og þá er ekki spurt að því hver fyrir verður. Geir var skemmtilegur maður í umgengni, jafnan hress og kátur. Hann svaraði gjaman fyrir sig á spaugsaman hátt og glotti með í kaupbæti. En þótt hann væri ætíð á léttu nótunum fann maður að undir niðri var hann fastur fyrir og oft og tíðum með eindregnar skoð- anir. Mér eru til dæmis minnisstæð- ar umræður sem við áttum saman um svonefnd þyrlukaupamál, en kaup á björgunarþyrlu voru Geir afar hugleikin. Það var kaldhæðni örlaganna, að björgun sex skipsfé- laga Geirs skuli svo glögglega sýna hvað þyrlur eru mikilvæg öryggis- tæki. Því miður nýttust þær ekki fyrir hann sjálfan. Ég mun sakna Geirs. Kæra Elína og bömin þín ungu. Harmur ykkar er mikill. Ég vona að eftir erfítt hret á vegi lífsins fínnið þið gott skjól, og síðar auðnist ykkur að feta veginn áfram mót björtum morgundegi. Guð veri með ykkur. Aðalsteinn Jörgensen. + Elskulegur eiginmaður og faðir, GEIR JÓNSSON, Ofanlefti 9, verður jarðsunginn frá Langholts- kirkju í dag, fimmtudaginn 20. janúar, kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Slysavarnafélag íslands, þyrlukaupa- sjóð. Elína Hrund Kristjánsdóttir, Kristján og Elína Hrund Geirsbörn, Jón L. Geirsson. t Útför frænku minnar, GUÐRÚNAR GUÐVARÐARDÓTTUR, Eskihii'ð 14, fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 21. janúar kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. Erla M. Helgadóttir. + Eiginkona mín og móðir okkar, JÓNÍNA KRISTÍN JÓNSDÓTTIR, Gnoðarvogi 48, Reykjavík, verður jarðsungin frá Áskirkju mánudaginn 24. janúar kl. 13.30. Kristján Brynjólfsson, Elfn Jónheiður Kristjánsdóttir, Sigrún Brynja Kristjánsdóttir. + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, LILJA KRISTJÁNSDÓTTIR, Bæ 2, Bæjarsveit, verður jarðsungin frá Bæjarkirkju laugardaginn 22. janúar kl. 14.00. Ólöf Helga Halldórsdóttir, Ólafur Jens Sigurðsson, Þorbjörg Halldórsdóttir, Sigrún Halldórsdóttir, Gunnar Egilsson Okkur langar með örfáum orðum að minnast Geirs. Geir var heil- steyptur maður traustur og trygg- ur. Hann var greindur vel en flækti ekki hlutina með óþarfa orðagjálfri eða málskrúði. Þegar hann hafði eitthvað að segja var það vel ígrundað eða eitt stutt og hnitmiðað tilsvar sem kallaði fram bros eða hlátur. Með Geir er genginn góður drengur, við trúum því að hann hafí nú fengið annað starf þar sem hans hefur verið þörf. í þeirri fullvissu að ekkert í lífínu sé endanlegt né tilviljunum háð, kveðjum við Geir, í bili, og þökkum honum samfylgdina. Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn látni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnamir honum yfir. (Hannes Pétursson.) Elsku Ellý, Kristján, Elína Hrund og aðrir aðstandendur, megi góður Guð styrkja ykkur á erfiðum stund- um. Linda og Jóhannes. Hinn 5. janúar sl. hélt skip Björg- unarfélagsins hf., Goðinn, af stað frá Reykjavík til björgunarstarfa austur á fjörðum. Um borð var sjö manna áhöfn undir forystu Krist- jáns Sveinssonar, sem verið hafði skipstjóri Goðans frá upphafí. Átti Goðinn, skipstjóri hans og skipveij- ar í áranna rás einstaklega farsælan feril. Spannar sú saga meira en aldarfjórðung. Þessi ferð Goðans reyndist hinsta för hans. í áhöfn Goðans réðst í þetta sinn Geir Jónsson, stýrimaður. Varð þetta einnig síðasta sjóferð hans. Sá, er þessar fátæklegu línur hripar, þekkti Geir fyrst og fremst af afspurn, þar sem hann hafði ekki unnið í þágu félagsins fyrr. Hann var hins vegar tengdasonur Valgerðar Hjartardóttur og Krist- jáns Sveinssonar, skipstjóra Goð- ans, kvæntur dóttur þeirra hjóna, Elínu Hrund Kristjánsdóttur. Fór einstaklega gott orð af Geir. Hann var stór og sterkur á velli, traustur dugnaðarforkur, sem rækti störf sín af vandvirkni og fyrirhyggju. Fjöl- skyldu sinni sinnti hann af ástúð og ræktarsemi. Einstakt afrek var unnið, þegar tókst við hinar erfíðustu aðstæður að bjarga sex skipveijum af Goðan- um í Vaðlavík. Það afrek verður löngum í minnum haft. Á sinn hátt gegndi Goðinn miklu hlutverki í öryggismálum sjófarenda. Með endalokum hans lýkur merkilegum kafla í sögu björgunarstarfa íslend- inga. Hin römmu náttúruöfl, sem Goðinn hafði svo oft boðið birginn og bjargað öðrum frá, urðu þannig á endanum góðum dreng og góðu skipi að aldurtila. . Á raunastund er dýrmætt að eiga samhenta fjölskyldu og trausta vini. Ættingjar og vinir Geirs heitins og Elínar hafa undanfama daga sam- einast í sorg sinni og reynt af mætti að styðja hvert annað. Við, sem stóðum að útgerð Goðans, Erfidrykkjur (ilæsileg kíilli- hlaðborð ííillegir sídir og mjög góð |ijónustíL Upplýsingar ísíma22322 FLUGLEIDIR 1ÍTEL LimilllK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.