Morgunblaðið - 20.01.1994, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 20.01.1994, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JANUAR 1994 45 sendum öllum vinum og vanda- mönnum Geirs heitins innilegar samúðarkveðjur. Sérstaklega dvel- ur þó hugur okkar með ekkjunni ungu og þremur börnum Geirs. Missir þeirra er mikill. Blessuð sé minning Geirs Jóns- sonar. F.h. stjórnar Björgunarfélagsins hf. Sigmar Ármannsson. Aðfaranótt 10. janúar 1994 líður mér aldrei úr minni. Ég var annar vélstjóri á björgunarskipinu Goðan- um. Við höfðum verið sendir frá Reykjavík austur í Vaðlavík til að reyna að reyna að ná á flot Berg- vík VE 505, sem búið var að gera nokkrar tilraunir að dragá á flot en ekki tekist. Eftir stutt stopp á Eskifirði sigldum við til Vaðlavíkur og á ótrúlega stuttum tíma tókst okkur að koma dráttarta.ug í land með harðsnúinni hjálp björgunar- manna í landi, sem höfðu lagt nótt við dag við björgunarstörf. Ég hafði strax trú á að þetta gengi vel því skipstjórinn, Kristján Sveinsson, á Goðanum er slíkur að ég minnist þess ekki að hafa verið með jafn farsælum og hæfum manni. Við byijuðum að toga skömmu fyrir miðnætti og vorum búnir að draga hið strandaða skip um 30 metra. Það fór um okkur gleði, því okkur fannst fyrirsjáanlegt að við mynd- um ná skipinu út. Þá var komið útfall, hællinn á skipinu var að fest- ast, það var ákveðið að bíða eftir næsta flóði. Við lengdum dráttar- taugina og vorum í góðum sjó. Veður var sæmilegt og engir stórsjóar. Skyndilega féll stór brot- sjór yfir Goðann og braut glugga á stýrishúsinu og skipið myrkvaðist. Ég hafði verið skömmu áður með stýrimanninum, Geir Jónssyni, en skrapp niður í vél og þegar ég var á leiðinni upp aftur kemur brotið. Annað brot ríður yfir. Kristján skip- stjóri er þá kominn í brúna og ég er skorðaður í dyrnar. Þetta brot hreinsaði allt úr brúnni, tæki, hurð, karma, glugga. Kristján rifbrotnaði og marðist, en brotið hreif Geir með sér. Hann var þó með hraustustu mönnum sem ég hef hitt. Þessi nótt, sem við fullir af bjart- sýni og gleði héldum að við mundum koma Bergvíkinni á flot, breyttist í martröð. Félaga okkar hafði brot- ið hrifið með sér og við sáum hann ekki meir á lífi. Það var eins og okkur væri gefinn kraftur og allir gerðu rétt og brugðust við á réttan hátt. Brot skullu svo hvað eftir annað á Goðanum og okkur rak stjórnlaust að landi. Hvernig tveir félagar okkar sóttu flotgalla okkar ofan í vistarverur okkar var óskilj- anlegt. Undir stjórn Kristjáns tókst okkur öllum að skríða upp á brúar- þakið. Við vorum um níu klukku- stundir í þessari baráttu og þar af sex uppi á brúarþaki og brotin dundu á okkur. Þjóðin veit síðan um hina fræki- legu björgun bandarísku þyrlufiug- mannanna. Það gekk á með svört- um byljum og stórsjó. Afrek þess- ara bandarísku flugmanna verður aldrei fullþakkað eða fullmetið. En Geir félagi minn, stýrimaður- inn, varð eftir í hafi í Vaðlavík. Við höfðum aðeins verið saman þennan eina túr, en verkhæfni hans var einstök. Við urðum strax vinir og það var orðið kært með okkur í þessari sjóferð. Þetta var einn af þessum mönnum sem varpa ljóma á íslenska sjómannastétt. Eftirlifandi kona hans heitir Elín Hrund Kristjánsdóttir. Þau áttu saman tvö börn Kristján, átta ára, og Elínu Hrund, sex ára. Geir átti dreng áður, Jón L., 18 ára, sem dvelur í Svíþjóð. Þó Geir hafi verið stuttan tíma á Goðanum naut hann virðingar og trausts allrar skips- hafnarinnar og við skipsfélagar hans söknum hans sárt. Ég votta konu hans, börnum og öðrum aðstandendum djúpa samúð okkar allra. Og ég bið góðan Guð að styrkja eftirlifandi konu hans og börn í sorg þeirra. Missir okkar allra er mikill. Ómar Sigtryggsson, 2. vélstjóri. Minning Karl Petersen Fæddur 8. ágúst 1914 ~~ Dáinn 3. nóvember 1993 Mig langar í örfáum orðum að minnast vinar míns Karls Petersen sem kvaddi okkur svo skyndilega á heimaslóð minni, Vestmannaeyjum, 3. nóvember síðastliðinn. Útför hans fór fram frá Fossvogskirkju 12. nóv- ember sl. Fyrst man ég eftir Kalla þegar hann var að byggja raðhúsið sitt í Fossvoginum. Kalli hafði þá um ára- bil búið í Vesturbænum, en vildi breyta til. Ekki líkaði Kalla og hans fjölskyldu vistin í Fossvoginum og fluttust fljótt aftur í Vesturbæinn, að Hringbraut 91. Gosárið 1973 fluttist fjölskylda mín til Reykjavíkur. Bjuggum við um skamman tíma skammt frá heimili Kalla og Siggu og efldust kynni okkar á þeim tíma. Tengsl fjölskyldna okkar urðu síðan enn nánari eftir að Haraldur bróðir minn og Guðbjörg yngsta dóttir þeirra gengu í hjónaband árið 1976. Á ár- unum 1977-1981 stundaði ég há- skólanám í Reykjavík og um tveggja ára skeið leigði ég herbergi í kjallar- anum á Hringbraut 91. Þann tíma naut ég daglegrar gestrisni þeirra Kalla og Siggu og voru þau mér mjög hjálpleg og vingjarnleg í alla staði. Tvívegis á þeim árum keypti ég mér bifreið og naut þar leiðsagn- ar og ráðlegginga Kalla, enda var hann þar á heimavelli. Kalli hafði alla tíð mikinn áhuga á bílum og var oft gaman að ræða við hann um þau mál. Kalli og Sigga voru góðir og skemmtilegir gestgjafar. Það var ávallt tekið vel á móti öllum og skemmtilegt að eiga við þau orða- stað yfir kaffibolla og góðgæti því sem ávallt var á boðstólum hjá þeim. Því hefur það verið nánast ófrávíkj- anleg regla að koma við á Hring- brautinni þegar leiðin lá til Reykja- víkur og var sama hver í fjölskyld- unni átti í hlut. Kalli var ævinlega mjög hjálplegur og var gott að leita til hans og biðja hann um að snúast eilítið fýrir sig, enda hafði Kalli góð- an tíma nú hin seinni ár eftir að hann þurfti að hætta vinnu hjá Flug- málastjórn sökum aldurs. Nú síðustu árin átti Kalli við nokkur veikindi að stríða, en ávallt var hann þó hress og kátur og var virkilega notalegt að vera í návist hans. Kalli var vel giftur, henni Sigríði Guðmundsdóttur, og eignuðust þau fjögur börn. Tvö þeirra, Þórir og Jónína, búa í Bandaríkjunum, Guð- mundur býr í Reykjavík og yngst er Guðbjörg, mágkona mín, sem býr í Eyjum. Kalli og Sigga komu því oft í heimsókn til Eyja og var því hægt að endurgjalda þeim gestrisn- ina hér á heimaslóð. Kalla þótti eink- ar vænt um afastrákana sína hér í Eyjum, þá Óskar og Kalla, og er missir þeirra mikill að sjá á bak afa sínum. Ég og fjölskylda mín viljum að lokum senda þér, Sigga mín, og fjöl- skyldu þinni okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Við biðjum góðan Guð að styrkja ykkur og vernda um ókomin ár. Hörður Óskarsson. Minning Hrefna Eyjólfsdóttir Fædd 16. nóvember 1928 Dáin 27. desember 1993 Mig langar að minnast elskulegr- ar mágkonu minnar Hrefnu Eyjólfs- dóttur, er lést á St. Jósefsspítalanum í Hafnarfirði hinn 27. desember eft- ir baráttu við skæðan sjúkdóm, krabbameinið. Hrefna var búin að gangast undir erfiða uppskurði með nokkurra ára millibili, en náði sér furuðlega fljótt. Hrefna var mjög jákvæð, lífsglöð og vildi lifa lífinu lifandi, meðan stætt var, með ástvinum sínum og vinum. Þau Sæmundur og Hrefna voru mjög samrýnd hjón og vinir. Þau ferðuðust mikið saman innanlands og utan. Hrefna var einkabarn hjónanna Þuríðar Bjarnadóttur og Eyjólfs Bjarnasonar er áttu heimili sitt alla tíð í Hafnarfírði. Sæmundur og Hrefna byggðu sér hús í Hafnarfirði og hafa ætíð búið þar. Fjögur mannvænleg börn eiga þau: Elstur er Eyjólfur verkfræðing- ur, kvæntur Gerði Sigurðardóttur kennara, þau eiga tvö börn, Helgu og Baldur Þór; Gunnar Hörður tæknifræðingur, kvæntur Sigríði Stefánsdóttur þjónustufulltrúa, þau eiga tvo syni, Stefán og Hörð; Sæ- mundur verkfræðingur, ókvæntur; Þórey Ósk háskólanemi, ógift. Mikil samheldni er hjá okkur systkinunum og reynum við að hitt- ast sem oftast og þá sérstaklega í afmælisveislum hvert hjá öðru. Þá er oft slegið á létta strengi, minnst æskuáranna á Skálum á Langanesi og uppvaxtaráranna í Vestmanna- eyjum, í gamni og alvöru og mikið hlegið. Þar var Hrefna mikill þátt- takandi með jákvæðu hugarfari sínu, glaðværð og dillandi hlátri. Þær voru óteljandi gleðistundirnar sem við áttum með Hrefnu í gegnum árin og við gleymum þeim aldrei. Við eigum oft eftir að nefna nafn hennar. Við söknum hennar og þökkum henni fyrir samfylgdina. Við biðjum Guð að styrkja Sæma bróður minn og ástvini hans alla. Bryndís og Jóel. t Stjúpsonur minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTINN G. WIUM, Fannborg 1, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstudaginn 21. janúar kl. 15.00. Guðfinna S. Wium, Gísli K. Wium, Kolbrún Aradóttir, HildurK. Wium, Þór K. Wium, Hjördís Hermannsdóttir, Sveinn K. Wium, Kristinn K. Wium, barnabörn og barnabarnabarn. t Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, PETA ÁSA ÞORBJÖRNSDÓTTIR, Hamragarði 12, Keflavík, lést í Sjúkrahúsi Keflavíkur mánudaginn 17. janúar. Jarðsett verður frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 22. janúar kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er vinsamlegast bent á Sjúkrahús Keflavíkur eða Krabbameinsfélagið. Bragi Sigurðsson, Björn H. Haraldsson, Ásgeir Bragason, Eiríkur Bragason, Sveindís Sigurbergsdóttir, Sævar Bragason, Jóhanna Jónsdóttir, og barnabörn. t Útför móðursystur minnar, RAGNHEIÐAR JÓNSDÓTTUR, fyrrv. bankafulltrúa, sem lést 13. þ.m., verður gerð frá Fossvogskirkju föstudaginn 21. janúar kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins. F.h. ættingja, Stefanía Gísladóttir. t Konan mín, ÞÓRDÍS ÞORBJARNARDÓTTIR, Selvogsgrunni 29, verður jarðsungin frá Áskirkju föstudaginn 21. janúar kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Guðmundur Hjartarson. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÖGMUNDA MADDÝ ÖGMUNDSDÓTTIR, áöur Hæðargaröi 16, er lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 13. janúar, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 24. janúar kl. 13.30. ^ Sólveig Gunnarsdóttir, Eyjólfur Axelsson, Jóhann Gunnarsson, Svala Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir og kærar kveðjur sendum við öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð og vináttu við fráfall og útför, ÖNNU KRISTJÖNU KARLSDÓTTUR. Werner Rasmusson, Ólafur Wernersson, Anna Wernersdóttir, Haukur Svavarsson, Karl Wernersson, Sigríður Jónsdóttir, Ingunn Wernersdóttir, Steingrímur Wernersson og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför BJARGAR MARÍU SVEINSDÓTTUR, Borg, Vopnafirði. Sveinn S. Pétursson, Sigríður J. Pétursdóttir, Kolbrún Pétursdóttir, Jóhanna R. Pétursdóttir og fjölskyldur. t Ástvinir MAGNA HAUKSSONAR þakka samúð og einlægan hlýhug í erfiðum sporum. Megi Guð ble^sa ykkur fyrir kærleika ykkar. Unnur Gísladóttir, Haukur Berg, Sigriður Hjálmarsdóttir, systkini og fjölskyldur þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.