Morgunblaðið - 20.01.1994, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 20.01.1994, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JANLIAR 1994 r v Aðalfundur Aðalfundur hestamannafélagsins Fáks verður haldinn miðvikudaginn 26. jan. nk. og hefst kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. Stjórnin. J BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 EGLA -röð ogregla Margir litir margar stærðir. Þessi vinsælu bréfabindi fást í öllum helstu bókaverslunum landsins. Múlalundur Vinnustofa SÍBS Símar: 628450 688420 688459 Fax 28819 Við eram fluttir Pallar hf. hafa flutt alla starfsemi sína að Vesturvör 6, Kópavogi (sama hús og bílaþjónustustöðin LÖÐUR). Sem áður verðum við með til sölu og leigu úti- og innivinnupalla, stiga, tröppur og einnig áhalda- og tækjaleigu. Einnig framleiðum við sem fyrr okkar landsþekktu Brimrásar stiga og tröppur (með 10 ára ábyrgð). íslenskt - Já, takk. í tilefni flutninganna bjóðum við 20-50% afslátt af kaupum á stigum, tröppum og vinnupöllum, og 50% afslátt af leigu á vinnupöllum til Ioka janúar. Fallar hi. VINNUPALLAR - STIGAR - VÉLAR - VERKFÆRI VESTURVÖR 6, KÓPAVOGI, SlMI 641020 Opinberun geimveranna Frá Jan Habets: KÆRI Einar Þorsteinn, þú „gast ekki stillt þig að brosa yfir ósk minni um að fá sannanir fyrir tilvist geim- vera“. Kannski hugsar þú: „Factum non probatur", þ.e. það er ekki nauð- synlegt að sanna atvik, tilveru geim- vera. Svo segir þú: „Það datt mér í hug, að þér, eins og fleirum sé um megn að mynda þér skoðun um þetta mál.“ Þó ert þú reiðubúinn að af- hjúpa fyrir okkur þekkingu, sem má kalla opinberun, sem jafnvel þessir geimveruvinir, sem komu í nóvember til íslands, vissu ekki. Annars hefðu þeir sparað peninga því að þín opinberun segir að „geim- verurnar mega ekki hafa beint sam- band við okkur.. . því að lögmálið bannar þeim að hafa áhrif á fijálsan vilja okkar“. Þú útskýrir líka, hvers vegna bann sé til. Það er: „... vegna óhreinleika tilfinningasviðs okkar“. Má ég spyija: „Hvernig veist þú það, sem þessi hópur útlendinga vissi ekki, og hvers vegna hefur þú ekki gefið þeim vitneskju um opinberun þína? Og spurning um bann sam- bands við okkur vegna óhreinleika okkar: Ert þú einn hreinn fyrir sam- band og við allir óhreinir? Það er margt óskynsamlegt í opin- berunum þínum, t.d.: „Þeir hafa ekki fijálsan vilja.“_Eru þeim þá stýrt eins og róbótum? Ég læt þetta bara nægja til að hafa pláss fyrir svar á nokkrum öðrum fullyrðingum þín- um. Svar er kannski líka gott fyrir aðra lesendur. Um Giorgio Bruno getur þú auðveldlega fengið vitn- eskju, hann neitaði grundvelli krist- innar trúar, t.d. að Guð sé skapari heimsins og holdtekju Krists. (Lex, f. Theologie u. Kirche.) „Almennt sagt er heimurinn fyrir Bruno Guð, skv. algyðistrú. (Dict. of Religion.) „Að Guð er ekki orsök heimsins en til í öllu bar G. Bruno á bálför." (Jörg Aufenanger, Filo- sofie.) „Kraftaverk guðspjallanna eru aðeins gaidur og sögur Gamala testamentisins hafa ekki meira gildi en gríska goðafræðin." (Encycl. of Religion and Religions.) „G. Bruno stóð utan við alla raunhæfa trú. Rit hans eru full af guðlasti og ósið- semi, ausa hatri í garð kirkjunnar og kristinnar trúar. Hann er fyrsti fríhyggjumaðurinn." (De Jong, Kerkgeschiedenis.) G. Bruno var brenndur sem villutrúarmaður þegar hann, eftir sjö ára fangelsi, vildi ekki taka aftur orð sín. Nú má spyija: Hvernig gat kirkjan, sem nú er fyrst til að veija frelsi samvisk- unnar, um 1600 látið brenna mann vegna villutrúar? Til að skilja það betur getur maður spurt: Hvers vegna fordæma Jesús og Páll post- uli ekki þrældóm? í stuttu máli má svara: Við eigum að reyna að þekkja skilning og þroska sérhvers tíma. Við krefjumst ekki af læknisfræði frá tíma Jesú og frá 1600 þess, sem við krefjumst nú. Svo er það líka í andlegum greinum, t.d. sálfræði, þjóðfélagsfræði o.s.frv. Bruno kast- aði Biblíunni fyrir róða. Það var ekki rétt, en það var og er rétt ef við útskýrum ekki allt í Biblíunni bókstaflega. Tilgangur Biblíunnar er ekki að kenna okkur vísindi. Kirkj- an segir þess vegna um „innblástur" heilags anda, sem við köllum höfund Biblíunnar: „Biblían kennir. okkur fastlega, traustlega og án villu þann sannleika, sem Guð vildi leggja, fyr- ir okkar sáluhjálp, í heilögum bók- Frá Jóni K. Guðbergssyni: Alþekkt er það fyrirbæri að hálf- þroskuðum unglingum þykir sumum fínt og töff að ræða um drykkju- skap, sýna sig með bjórdós og sígar- ettu og fara um með hávaða. Ná- tengt þessu er sú árátta sumra full- orðinna en fátækra í anda að snobba fyrir drykkjuskap og drykkjusiðum. Hitt er líka alkunna að það tekur ýmsa langan tíma að komast til manns. Þeir eru kallaðir síbernskir og eru það sumir, því miður, til æviloka. Ósköp er ömurlegt að verða vitni að því að fólk, sem enn bregst við eins og óþroskaðir táningar, skuli hafa villst inn á ýmsa fjölmiðla og reyni að vera töff eins og aðrir á svipuðu þroskastigi, þvælandi um um.“ Ef samtalið er um Biblíuna og vísindi andmæli ég ekki Einari þegar hann segir: „Ég efast um margt í þeirri bók.“ En varðandi trúmál and- mæli ég. Þú virðist ekki skilja: „Jes- ús kom fyrir alla menn jafnt.“ Jesús kom, kenndi og dó fyrir alla menn sem okkar frelsari frá syndum, sem „sannleikurinn, vegurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig.“ (Jh. 14,6.) Biblían kennir einnig, Einar, að Jesús vildi: „... ein hjörð, einn hirð- ir“. (Joh. 10,16.) Páll postuli kallaði kirkjuna: „líkama Krists". (Kol 1,24.) „Jesús er frelsari líkama síns.“ (Ef. 5,23.) Kristur hefur aðeins einn líkama. Þess vegna átti að vera ein kirkja og Jesús vill: „... að lærisvein- arnir séu fullkomlega eitt.“ (Joh. 17,23“.) Jesús gaf þessari kirkju líka undirstöðu í postula Símon. Þess vegna breytta hann nafni hans í Pétur, sem þýðir klettur. Kæri Einar, megi Jesús Kristur hjálpa þér „standandi í leit þinni að sannleikanum", að finna hann/Hann. Sr. JAN HABETS, Austurgötu 7, Stykkishólmi. áfengi í tíma og ótíma, að því er virðist til þess eins að bregða ljóma yfir neyslu þessa eina lögleyfða vímuefnis. Þeim sem eitthvað hafa kynnt sér vinnusiðferði áfengisframleiðenda er það vel ljóst að einungis tvær orsak- ir valda því að fjölmiðlamenn velti sér sí og æ upp úr brennivínstali og bjórstagli. Önnur er sú að þeir hljóti einhveija mola af borðum þess fólks sem hagnast á sölu þessa vímuefnis, hin að þeir séu ennþá að leitast við að vera töff eins og æpandi táningur þrúgaður af vanmetakennd. En kannski eigum við bara að gleðjast yfir.því að þessir menn haldi sér svona vel, séu tiltölulega ernir eins og sagt var í gamla daga. JÓN K. GUÐBERGSSON, Máshólum 6, Reykjavík. Síbernska eða eitt- hvað alvarlegra Víkveiji skrifar Kunningi Víkveija flutti í síð- ustu viku og þurfti að fá sér nýtt símanúmer. A föstudaginn var farið í söludeild Pósts og síma í miðbænum og gengið frá pöntun. Kostnaðurinn við að fá nýtt númer nemur yfir tíu þúsund krónum og var greiddur að hluta þennan dag. Síðan var kunningjanum bent á að hann gæti hringt síðar um daginn, ef hann vildi hafa hönd í bagga um hvaða númer hann fengi úthlutað. Þetta gerði kunninginn og hringdi í það númer, sem starfsmaður í söludeild hafði gefið upp. Það reyndist að vísu rangt, því nauðsyn- legt reyndist að hringja í Kópavogs- stöð, en í það bæjarfélag var kunn- inginn að flytja. Þar fékk kunning- inn úthlutað ágætu númeri, en þeg- ar hann spurði hvenær hann kæm- ist í símasamband í nýja húsnæðinu fékk hann þau svör, að tengingin tæki 2-3 virka daga! Þetta þótti honum með ólíkindum, en raunin varð sú, að hann varð að þreyja það sem eftir var föstudags, laugardag- inn, sunnudaginn, mánudagipn og fram undir hádegi á þriðjudag, símasambandslaus og hefur sjálf- sagt verið lánsamur að fá símann það snemma. Nú þekkir Víkveiji ekki svo vel til starfs Pósts og síma að hann geri sér grein fyrir hversu mikil vinna það er að tengja nýtt númer í símstöðvunum. Hitt er ljóst að það flokkast ekki sem fyrirtaks þjónusta að fólk skuli á því herrans ári 1994 þurfa að biða jafnvel hátt í viku eftir jafn sjálfsögðum hlut og síma- sambandi við umheiminn. XXX Tilviljunin er oft markvissasta aðferðin sagði einhver spek- ingur og Víkveija flaug þetta í hug, þegar hann skoðaði dagskrá Stöðvar 2. Dagskrárstjórnin þar á bæ hefur, ef Víkveiji veit rétt, ákveðið fyrir nokkrum vikum dag- skrána þessa viku. Á sama tíma og fréttir af miklum jarðskjálfta, sem átti upptök í San Fernando- dalnum norðaustur af miðborg Los Angeles, voru lesnar í Morgunblað- inu á þriðjudagsmorgun rak skrif- ari augun í kynningu á efni Stöðvar 2 á þriðjudagskvöld: „Jarðskjálftinn mikli í Los Angeles. Framhalds- mynd í tveimur hlutum þar sem segir frá jarðskjálftafræðingnum Claire Winslow sem er sannfærð um að innan nokkurra daga verði gífurlegur jarðskjálfti i Los Angel- es ... “ ■ Sérkennileg tímasetning í ljósi atburða vikunnar og sjálfsagt hafa fleiri en Víkveiji dagsins horft á þessa þætti öðrum augum vegna þeirra. XXX Víkveija finnast þessi skilti á útlenzku 1 strætisvögnum í Reykjavík ósköp hvimleið. í sænsk- smíðuðu vögnunum blasir uppljóm- að „STANNAR" við, þegar vagninn á að stanza. Það þyrfti ósköp lítið að hafa fyrir því að íslenzka skiltið - það þarf bara að velta seinna N-inu á hliðina og þá STANZAR vagninn, með z náttúrlega, sem væri Víkverja að skapi. Sænsku skiltin eru samt skárri en þau ensku, sem segja STOP, eins og umferðarskiltin. En gárung- arnir segja að það ætti að láta vera að þýða þau, ferðir strætisvagn- anna séu hvort sem er svo stop-ular!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.