Morgunblaðið - 20.01.1994, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 20.01.1994, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1994 IÞRÓTTIR UNGLINGA / FATLAÐIR Litið inn á æfingar hjá ÍFR: Aðalatriðið að allir hafi gaman af æfingunum ÞAÐ er alltaf mikið um að vera hjá íþróttahúsi íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík encja stunda félagsmenn vel á annan tug íþrótta. Félagar f ÍFR eru reyndar óvenju kappsamir og fullir eftirvæntingar þvf mikið stendur til. Sextíu manna hóp- ur fer á vegum félagsins til keppni f Svfþjóð f næsta mán- uði. Morgunblaðið leit inn á æfingar í tveimur af vinsælli grein- unum félaginu, borðtennis og bocc- ia á þriðjudagskvöldið. „Aðalmarkmiðið er að allir hafi gaman af æfingunum og ég held að það takist að gera flestum til hæfis,“ sagði Ingólfur Arnarsson, sem er leiðbeinandi í borðtennis. „Ég hef ieiðbeint krökkum í borð- tennis í fimm ár, þegar ég byijaði mættu tveir á æfingu en núna er þetta um þrjátíu manna kjarni og sífellt bætast fleiri í hópinn,“ segir Ingólfur. Tii marks um áhugann má geta þess einn unglingurinn kemur alla leið frá Þorlákshöfn á æfingar tvö kvöld í hverri viku en auk þess stendur fólki til boða að koma um helgar til að æfa sig.“ Hulda Pétursdóttir er ein þeirra sem stundar æfingar í borðtennis en hún kemur frá Grindavík. „Ég 'mætti á fyrstu æfinguna fyrir tveimur árum og langaði þá til að prófa,“ segir Hulda. „Áður hafði ég spilað fótbolta með UMFG,“ seg- ir Hulda sem stundar nám í Fjöl- brautaskóla Suðurnesja. „Helsta ástæðan fyrir því að ég byijaði að mæta á æfingar var sú að mér leiddist," sagði Pálmi Pálmason, fimmtán ára gamall sem er í hjólastól. Pálmi fæddist með klofinn hrygg og gat lítið stjórnað vöðvunum. „Ég held að íþróttirnar hafi gert mér gott, mér hefur farið mikið fram og þá hef ég eignast góða kunningja á þessum æfing- um.“ Nákvæmnisíþrótt Boltaíþróttin „boccia“ er ítölsk ,að uppruna og hún hefur lengi ver- ið vinsæl meðal fatlaðs íþróttafólks. „Boccia snýst um að hitta sem næst markbolta eða koma í veg fyrir að bolti andstæðingsins hafni næst hvíta boltanum. Segja má því að mikill hluti leiksins snúist um það að eyðileggja fyrir mótheijan- um, sagði Sigríður Kristinsdóttir leiðbeinandi. „Það er fastur kjarni sem að stundar boccia þó að vissu- lega bætist ný andlit í hópinn. Áhuginn er alltaf mikill og segja má að keppendur vandi sig alltaf sérstaklega þegar þeir vita að mót- um á næsta leyti.“ Þess má geta að félagið hefur á að skipa sterkri sveit og það er gjarnan mikil spenna í loftinu þegar hún mætir sveit Akureyringa sem eru heistu keppi- nautarnir í þessari íþrótt. Stefnan alltaf að gera betur Stefnan er að gera betur með hveiju mótinu og vonandi heldur mér áfram að ganga vel,“ segir Björgvin Björgvinsson, spastískur piltur sem leikur boccia með ÍFR auk þess sem hann hefur leikur sem markvörður í hokkí með Ösp. „Ég hef æft boccia lengi og átti fyrst í miklum erfiðleikum með að hreyfa handlegginn,’ ég er hins veg- ar mun liðugri núna og vonandi heldur mér áfram að ganga vel. Boccia er mín uppáhaldsíþrótt en mér hefur líka gengið vel í hokkí. Ég fékk aðeins á mig eitt mark á mig síðast þegar við spiiuðum, ég lagði hjólastólnum skáhallt í markið og andstæðingarnir áttu erfitt með að skora,“ sagði Björgvin. Nýjar íþróttagreinar Nýjar íþróttagreinar skjóta alltaf rótum hjá félaginu og þær nýjustu eru körfuknattleikur á hjólastólum og blindrabolti. Enn sem komið er mæta fáir unglingar í körfubolta- tímana. Mikinn styrk þarf í efri Morgunblaðið/Frosti Hulda Pétursdóttir býr í Grinda- vík en lætur það ekki aftra sér frá því að stunda borðtennisæfingar hjá Iþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík. hluta líkamans til að ná færni í þessari íþrótt auk þess sem menn verða að vera leiknir að stýra hjóla- stól. Af öðrum íþróttum sem í boði eru má nefna knattspyrnu, lyfting- ar, bogfimi og sund en síðastnefnda greinin er mjög vinsæl. Þrátt fyrir að margir fatlaðir hafi náð að taka miklum framförum með ástundum íþrótta þá hefur stærstur hluti fatlaðra ekki sýnt þeim áhuga að sögn Ingólfs. „Mikið af fötluðu fólki ímyndar sér að hér séu einungis fólk sem er rosalega veikt og það hafa lítið hingað að gera. En fólk getur alveg eins litið á afreksfólk úr röðum fatl- aðra. Ólafur Eiríksson, Geir Sverr- isson, Lilja Sverrisdóttir og Birkir Rúnar. Allt eru þetta krakkar sem spjara sig betur í skóla en flestir aðrir. Geir vann til að mynda vélrit- unarkeppni með 5 fingur og 1 stubb, svo segja má að það sé allt hægt, - að minnsta kosti ef viljinn er fyrir hendi.“ Efnilegir borðtennisspilarar. Pálmi Pálmason úr ÍFR og Gyða Guðmunds- dóttir úr Ösp. BADMINTON Frá æfingu í boccia á þríðjudagskvöld. Spenningurinn leynir sér ekki í andlitum Björgvins Björgvinssonar og Jóns Þorgeirs Guðbjörnssonar. Á milli þeirra er Jóna Bjarghildur Haukdal Jónsdóttir sem einnig æfir boccia. Sex til keppni í Tékklandi UNGLINGALANDSLIÐIÐ í badminton skipað spilurum átján ára og yngri hélt í gærmorgun til Tékklands til að taka þátt í Finlandia cup, sem er Evrópumeistaramót B-landsliða sem fer fram rétt utan við Prag. ÆT Íslenska liðið er skipað sex spil- urum, þar af eru fimm úr TBR en það eru þau Vigdís Ásgeirs- dóttir, Margrét Dan Þórisdóttir, Tryggvi Nielsen, Njörður Lud- vigsson og Hjalti Harðarson auk Brynju Pétursdóttur úr ÍA. Þjálf- ari er Karsten Thomsen. ísland er í riðii með Kýpur, Ungveijalandi og Eistlandi. Leiknir eru tveir einliða- og tvíl- iðaleikur og einn tvenndarleikur. ísland mætir Kýpur á fimmtudag en leikur við Ungveija og Eist- lendinga daginn eftir. Til þess að íslendingar eigi möguleika á að vinna sér rétt til að leika í EM A-þjóða sem fram fer á næsta ári þá þarf sveitin að sigra í sínum riðla og hafna í einhveiju af þremur efstu sætun- um í fjögurra sveita úrslitakeppni sem lgikin verður um helgina. Vigdís Ásgeirsdóttir Þess má að lokum geta að þeg- ar Finlandia-Cup fór fram fyrir tveimur árum þá var Tryggvi Nielsen valinn efnilegasti maður mótsins. Margir telja að hann eigi möguleika á útnefningu sem besti maður þessa móts en sjálfsagt kemur það til með að ráðast eitt- hvað af frammistöðu íslenska liðsins í heild.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.