Morgunblaðið - 21.01.1994, Page 5

Morgunblaðið - 21.01.1994, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 1994 5 •Morgunblaðið/Birgir Brynjólfsson Jökullinn ryðst fram SPRUNGURNAR í vesturröndinni hafa stækkað verulega á einum sólarhring en á myndinni sést aðeins hluti framhlaupsins. Hreyfingin finnst þeg- ar Síðujökull er snertur ÞEGAR hönd er lögð á vesturhluta Síðujökuls finnst hreyfing hans greinilega segir Birgir Brynjólfsson sem á laugardag keyrði ásamt félaga sínum Jóhanni ísberg og fleirum á alls þremur jeppum niður með vesturhlið jökulsins. Morgunblaðið/Jóhann ísberg Finnur hreyfinguna BIRGIR Brynjólfsson leggur höndina á jökulinn og finnur hann hreyfast. Myndin er tekin við vesturrönd Síðujökuls. „Mig langaði að finna kraftinn í jöklinum,“ segir Birgir. „Ég hef átt marga kraftmikla bíla um ævina en krafturinn í þeim er smáræði miðað við þann sem er í jöklinum. Það finnst greinilega að jökullinn hreyfist." Birgir hef- ur á undanförnum árum ferðast talsvert um Vatnajökul og þekkir hann ágætlega. Hann segir að það marri stöð- ugt í Síðujökli og við og við heyr- ist háir smellir þegar sprungur mynduðust. „Ég hrökk aftur á bak þegar fyrsti smellurinn kom,“ segir hann. Einnig er hægt að sjá hreyfingu jökulsins því það molnar stöðugt úr jaðri hans vegna hreyfingarinnar. Morgunblaðið/Þorkell Upphafið Á FOSTUDAG þegar flogið var yfir jökulinn var hann rétt byijað- ur að springa vestan megin. Volkswagen Golf er hannaður fyrir dýrmætan farm Börnin eru það dýrmætasta sem við eigum. Góður öryggisbúnaður og rétt notkun hans eru sjálfsagðir þættir í að auka öryggi barnanna í bílnum. En mikilvægasta öryggistækið er bíllinn sjálfur! Arekstrapróf AUTO MOTOR UND SPORT hafa leitt í Ijós að Volkswagen Golf stenst árekstur betur en aðrir bílar í sama stærðarflokki. Golfinn er byggður eftir sérstökum öryggiskröfum Volkswagen sem eru strangari en þær öryggiskröfur sem bundnar eru í lög. Burðarvirkið, sérstakir styrktarbitar í hurðum, hönnun mælaborðs og stýrishjóls - allt stuðlar þetta að því að gera Volkswagen Golf að einhverjum öruggasta fólksbíl sem framleiddur er. HVÍTA HÚSIÐ / SÍA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.