Morgunblaðið - 23.01.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.01.1994, Blaðsíða 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JANUAR 1994 Alfred Dreyfus. Emile Zola. Ein öld er liðin frá upp- hafi Dreyfusarmálsins, en segja má ad þad haf i á vissan hátt markað upphaf tuttug- ustu aldarinnar TIMAIMNATAKN eftir Sigríái Matthíosdóftur Á ÞESSU ári verður ein öld liðin frá upphafi Dreyfusarmálsins, hins margfræga, franska dómsmals. Sagt hefur verið um mál þetta að með því hafi tuttugasta öldin gengið í garð, að á táknræn- an hátt hafi hún hafist þegar æruverðugur franskur hershöfðingi var dæmdur í lífstíðarfangelsi án saka í Prakklandi árið 1894, enda er tæpast að finna þær alfræðiorðabækur eða almenn sagn- fræðirit um þetta tímabil að þess sé ekki getið. Mikilvægi þess liggur hins vegar ekki fyrst og fremst í málsatvikum sjálfum held- ur fyrir hvað það stóð, átök sem mörkuðu mót gamals og nýs tíma. i^^V auðsynlegt er þó að geta lill málsatvika að nokkru. ^A^ Hershöfðinginn Alfred Dreyfus, gyðingur. af millistétt, var dæmdur fyrir njósnir og fluttur í fangelsi á Djöflaeyju. Sönnunar- gangið sem hann var dæmdur eftir var vafasamt, pappír með lista yfir skýrslur, en nóg til að sá kvittur kæmist upp að Dreyfus hefði komið mikilvægum upplýsingum til erkió- vinanna, Þjóðverja, þar sem rithönd hans var ekki ólík þeirri sem var á pappírsmiðanum. Árið 1896 fóru að koma í ljós sannanir sem bentu til þess að ákæran hefði ekki við nein rök að styðjast. Það kom í ljós að sumar af sönnunum gegn Dreyfusi höfðu verið falsaðar og að pappírarn- ir með hinum leynilegu upplýsingum til Þjóðverja voru að líkindum komn- ir frá þrælskuldugum kaþólskum liðsforingja að nafni Esterhazy. Ka- þólska kirkjan, herinn og ríkisstjórn Frakklands beittu sér hins vegar af mætti gegn öllum tilraunum til að endurskoða málið og lentu vegna þess í heiftarlegum deilum við vinst- rimenn og lýðveldissinna. í byrjun árs 1897 birtist hin fræga grein rit- höfundarins Emile Zola, J'accuse eða Ég ákærí, þar sem Zola gagnrýndi vægðarlaust falsanir og lygar franska hersins og var fyrir vikið handtekinn fyrir meiðyrði og dæmd- ur sekur án þess að ákæra hans væri rannsökuð til hlítar. Þjóðin byrj- aði að skiptast í fylkingar með og á móti Dreyfusi, fylkingar hægri- manna streymdu um stræti Frakk- lands og heimtuðu dauða Zola og gyðinga og lærðir heiðursmenn héldu því fram að Zola væri aðeins hálfur Frakki (faðir hans var ítali) og að hann væri guðlaus klámrithöf- undur. Dreyfus var náðaður 1899 og sýknaður að fullu 1906, en mál hans leiddi í ljós að eitthvað var það í stjórnarkerfi, réttarfari og samfé- lagi Frakklands, þessa forystulands evrópskrar menningar og fágunar, sem gerði að verkum að æðstu valda- stofnanir víluðu ekki fyrir sér að dæma saklausan mann í lífstíðar- fangelsi á Djöflaeyju. Skýringanna er að mikilvægum hluta að leita í tveimur staðreyndum sem þegar hefur verið getið, Alfred Dreyfus var gyðingur af hærri miili- stétt. I einni persónu var hann full- trúi tveggja hópa sem hvor á sinn hátt táknuðu ógnun við ríkjandi gildi ólíkra þjóðfélagshópa. Sem valda- mikill hershöfðingi af millistétt ógn- aði hann hinum útdeyjandi aðli og sem gyðingur var hann hentugur fjandmaður nýs þjóðfélagshóps sem þróaðist með iðnbyltingu 19. aldar, lægri millistéttar. í þessum stétta- umbrotum liggja einnig hin mikil- vægu tengsl þessa máls við öldina okkar, hið gamla, rótgróna samfé- lag, með sinni hefðbundnu stétta- skiptingu, var að syngja sitt síðasta, nýtt var að verða til. Við skulum byrja á að skoða jarð- veginn sem mál Alfreds Dreyfusar óx upp úr, þriðja lýðveldið í Frakk- landi. Þriðja lýðveldið í Frakklandi, stofnað 1871, var fyrst lýðræðis-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.