Morgunblaðið - 23.01.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.01.1994, Blaðsíða 26
26 B MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 1994 ÆSIiUMYNDIN ER AFJNGU JÓNUÞÓRÐARDÓTTUR, VIÐSKIPTAFRÆÐINGIOG FÖRMANNIKRÍ Stjómsöm og dugleg FORMAÐUR Kvenréttindafé- lagsins, Jnga Jóaa Þóróardóttir, ' er i æskumynd I dag; inga Jóna er uppalin á Akranesi með tveim- ur yngri systkinum, Herdísi og Guðjóni. Móðir þeirra er Marsel- ía Guðjónsdóttir og faðirinn Þórður Guðjónsson, skipstjóri og útgerðarmaður. A hennar fyrstu árum bjuggu þau við sjóinn, með fjöruna fyrir framan. Þá var Sementsverksmiðjan óbyggð. Inga Jóna kvaðst hafa átt yndis- lega æsku þarna í fjörunni, þar sem börnin reistu sér sandkastala. Þegar flæddi gátu þau bjargað sér upp á sinn.stein. Hvert barn átti sér ákveðinn stein. Minningar henn- ar eru frá fjörunni og sjónum, enda var faðir hennar sjómaður. Svo fór hún að fara í sveit á sumrin, til móðurfólksins á Olafsfirði, þar sem hún var hjá afa sínum og ömmu og kynntist sveitastörfunum. Faðir hennar var alltaf á síld á sumrin og lagði upp á Siglufirði. Enda flutt- ist sumardvölin svo þangað, þar sem móðir hennar fór í síldarsöltun hjá Hjaltalín og Inga Jóna saltaði síld í fjögur sumur, síðast á Seyðis- firði. Inga Jóna er stóra systir Guðjóns Þórðarsonar, knattspyrnuþj álfara, sem er fjórum árum yngri en hún. „Hún var mjög góð eldri systir, stjórnsöm og dugleg. Bar snemma á því. í henni átti ég alltaf hauk í horni. Þegar stóru krakkarnir í skól- anum voru eitthvað að hrekkja dugði að nefna nafn systur minnar. Hún lét engan vaða yfir sína. Það var áberandi hjá Ingu Jónu í æsku hve réttlætiskenndin var rík í henni og hefur fylgt henni. Hún óð alltaf fram til hjálpar þeim sem voru minni máttar og varði þá. Á Akra- nesi var gömul kona sem ekki var eins og fólk er flest, þótt hún væri mæt og ágæt. Henni var strítt. En Inga Jóna lét engan vaða uppi með slíkt ef hún vissi af því. Hún var mjög öflug og sterk, enda fékk hún þjálfun í vinnunni í sveitinni á sumr- in. Strákarnir í skólanum vildu ekki eiga hana að óvini, svo nægði að nefna hana. Einhvern tíma var hún kölluð Herkúles." „Það var líka áberandi að hún hafði lag á að hafa fólk með sér og átti alltaf stóran vinahóp, sem hún á enn. Vinirnir hafa haldið vel saman síðan í æsku.“ Ein vinkonan frá æskuárunum er Guðrún Guðmundsdóttir í Borg- arnesi. Þær voru nágrannar og allt- af saman frá því Guðrún man eftir sér. Eftir að Inga Jóna fór að fara í sveit varð hún alltaf að vera kom- in heim fyrir afmæli Guðrúnar og fékk því framgengt. „Inga Jóna vildi allt fyrir alla gera og var ákveðin. Okkur kom alltaf vel sam- an — utan einu sinni. Við vorum að skvetta og vildum báðar eiga sama drullupollinn. Hún ýtti í mig og ég lenti ofan í kjallaratröppunum og hálfrotaðist. Brátt kom hún iðr- andi með mömmu sinni og með sælgæti til mín. Mér var hálfflökurt og Inga Jóna borðaði gottið. Við höfum oft hlegið að þessu síðan. Á sunnudögum vorum við alltaf hafð- ar ofboðslega fínar og þá voru hár- borðarnir. Eg man hve Inga Jóna var fallegt barn með hárborða í þessu mikla krullaða ljósa hári.“ ÚR MYNDASAFNINU ÓLAFUR K. MAGNÚSSON Námsmeyjar úr Kvennó Myndasafnið í dag tengist starfsemi Kvennaskólans í Reykjavík. Tvær mynd- anna eru af námsmeyj- um úr skólanum, en teknar á mismunandi tímum og við ólík tæki- færi. Önnur er tekin á peysufatadaginn 1947, en hin er tekin á 25 ára útskriftarafmæli náms- meyja sem útskrifuðust úr skólanum árið 1944, en svo skemmtilega vill til að önnur 25 ár eru nú liðin síðan myndin var tekin. Kvennaskólinn í Reykjavík. MEISTARAKOKKARNIR Oskar oglngvar Hrísgfjón ogkarrý Réttirnir í dag eru að stofni til úr hrísgrjónum annars vegar og karrý hins vegar. Hrísgijónarétt- urinn er hér klæddur í hversdags- föt, en karrýið notað í fiskisúpu til bragðbætis. Hrisgrjón i hversdagsfötum Fyrir 4 1 bolli hrísgrjón 100 gr lambalifur 100 gr beikon 3 tómatar blaálaukur 1 paprika, rauð ____________2 e99____________ ögn af thimian og oregano, salt og pipar. Aðferð: Hrísgrjónin eru soðin og sett í sigti þannig að allur vökvi renni af þeim. Lifrin, beikonið og paprik- an er skorið í strimla og steikt á pönnu. Tómatarnir eru skornir í báta og blaðlaukurinn sneiddur (og skolaður) og bætt á pönnuna þeg- ar kjötið og paprikan er orðið brún- að. Því næst er hrísgrjónunum bætt í og hitað vel, kryddað með thimian, oregano, salti og pipar. Að lokum er eggjunum bætt við og hrærð saman við hrísgrjóna- réttinn. Meðlæti. Með þessum rétti er nýbakað brauð ómissandi. Karrý fiskisúpa Fyrir 4 Fiskisoð 500 gr fiskibein 1 laukur 1 gulrót 1 hvítt piparkorn 1 lórviðarlauf 1 búnt steinselja 2 stilkar sellerí I I kalt vatn. Aðferð: Beinin eru skoluð og settyfirtil suðu í köldu vatni ásamt grænmet- inu. Suðan er látin koma upp og froðan fleytt af. Soðið í 20 mínútur og síðan sigtað. Súpan 1 I fiskisoð 100 gr rækjur 200 gr ýsu eóa lúðubitar 2 stilkar sellerí 2 gulrætur 1 dl rjómi 100 gr smjörlíki 100 gr hveiti 1 msk. karrý Aðferð: Smjörlíkið er brætt í potti og karrýið sett saman við og kraumað smá stund (passið að karrýið brenni ekki, þá kemur remmu- bragð af þvQ, þá er hveitinu bætt í þannig að úr verði smjörbolla. Soðinu er þá bætt í og suðan látin J<oma rólega upp. Grænmetið og fiskurinn er skorið í fallega bita og bætt í súpuna ásamt rækjunum og rjómanum og soðið í 1 mínútu. Að lokum er súpan bragðbætt með salti og pipar og e.t.v. súputening- um. ÉG HEITI ÞRYMUR SVEINSSON NAFNIÐ að þessu sinni er Þrymur, en samkvæmt þjóð- skrá frá 1989 er aðeins einn íslenskur Þrymur þessa dag- ana. Er það Þrymur Sveinsson iðnskólanemi, ættaður frá Miðhúsum í Reykhólasveit. Þrymur sá er nafnið stafar af var enginn aukvisi, heldur jöt- uninn Þrymur úr Þrymskviðu. „Þá kvað þar Þrymur þursa- drottinn ... o.s.frv. * Ibókinni „Nöfn íslendinga" eft- ir Guðrúnu Kvaran og Sigurð Jónsson frá Arnarvatni segir að nafnið virðist fyrst hafa verið notað hér á landi sem eiginnafn á sjöunda áratug þessarar aldar. Ljóst er þó að nafnið hefur aldr- ei verið mikið notað og sem fyrr segir er nú aðeins einn íslenskur Þrymur. Þrymur frá Miðhúsum sagði í samtali við Morgunblaðið að það eina sem hann vissi um tilurð þessa nafns væri það augljósa úr Þrymskviðu. Hann vissi ekki hvers vegna foreldrar hans völdu honum þetta óvenjulega nafn, en gat sér helst til að það staf- aði að einhveiju Ieyti af miklum íslenskuáhuga föður síns, Sveins frá Miðhúsum. „Mér líkar þetta nafn ágætlega, en eins og með allt sem er öðruvísi, þá var mér strítt á þessu í uppvextinum. En það er liðin tíð og í dag er ég hæstánægður. Samkvæmt manntalinu er ég einn um nafnið Þrymur Sveinsson og vona bara að ég verði það áfram, þetta er ágætis sér- staða,“ bætti Þrymur við. í fyrrgreindri bók um nafna- giftir landsmanna er nánari út- listun á þýðingu nafnsins Þrym- ur. Þar segir: „Nafnið er sama orð og nafnorðið þrymur, „há- vaði“, „gnýr“, en virðist ekki eiga sér beina samsvörun í nor- rænum grannmálum. Sbr. forn- ensku „ðrymm“, „ös, kraftur, frægð“, fornsaxnesku „thrumm“, „kraftur“, skylt „þruma“, skrugga, Þórduna."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.