Morgunblaðið - 03.02.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.02.1994, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1994 íslenzkur heimilisiðnaður Listakonan Anna Þóra Karlsdóttir í því vinnsluferli að þæfa ull með því að rúlla henni upp í bastteppi. List og hönnun Bragi Asgeirsson Eitt af því sem við verðum að huga að á lýðveldisári, er sú teg- und þjóðmenningar sem heimilis- iðnaður nefnist. Er þar átt við þá iðju innan heimilanna, sem hefur verið stunduð frá því að land byggðist, og sá þráður hefur aldr- ei rofnað þrátt fyrir allar hörm- ungar sem yfir þjóðina hafa dunið í aldanna rás. Heimilisiðnaður er eins og ég hef oft áður vikið að í skrifum mínum nátengdur alþýð- ulist, og vafalítið má sjá skyld- leika með honum og æðri listum t.d. hvers konar hönnun, listiðnaði og myndlistþ.e. fijálsri mótun og listsköpun. I öllu falli eiga ýmis þau form, sem við sjáum dags daglega í hlutum notagildis handa á milli, og jafnvel í brauðhleifnum, uppruna' sinn að rekja árþúsundir aftur í tímann og taldist til heimil- isiðnaðar. Það gæti verið forvitnilegt að fara í saumana á því, hvernig ís- lenzkum heimilisiðnaði og handíð- um hvers konar hefur vegnað á þeim fimmtíu árum, sem við eig- um að hafa talist sjálfstæð þjóð. Máttarviðir þjóðfélagsins hafa tekið gagngerum stakkaskiptum og heimilisiðnaður þar af leiðandi ekki jafn mikil nauðsyn og hér áður fyrr. Hins vegar er frítíminn meiri en áður var og samgöngur allar ólíkt fullkomnari. Það sem spratt upp af þörf, í einangrun baðstofunnar, er að sjálfsögðu löngu aflagt en hefðirnar eigum við og þær ber að laga að nýjum tímum og hér er oftar en ekki einmitt falin jarðtenging núlista. Hugtakið heimilisiðnaður er þannig nokkuð annað en hér áður fyrr, og nú skiptir varðveislugildið meira máli en þörfin, því að tilbú- in og staðlaður fatnaður svo og aðrir hlutir notagildis hafa yfir- tekið hlutverk hans að stórum hluta. Enn er þó til fólk sem skilur gildi þes að tengja fortíðina og hefðirnar við nútíðina og við sjáum þetta í ýmsum verkum framsækinna listamanna af yngri kynslóð. Þannig eru veggtjöldin í ráðhúsinu ofm samkvæmt gamalli íslenzkri hefð, þótt hún sé í sjálfu sér ekki upprunnin hérlendis og er í raun árþúsunda gömul. Og sýning Önnu Þóru Karlsdóttur á flókateppum í Nýlistasafninu á sl. ári telst- ein sú athyglisverðasta um árabil. Þar kom fram að eigin- leikar íslenzku ullarinnar eru fleiri og fjölbreyttari en mörgum þeim er stóðu að íslenzkum ullariðnaði kom til hugar. Það hefur sem sagt ekki síður vantað í uppbygg- ingu íslenzks þjóðfélags að rann- saka möguleika ullarinnar en vinnslu sjávarfangs og raunar alls þess sem hafið umhverfis landið hefur að geyma. Þetta eru þó þau tvö forðabúr náttúrunnar, sem öðrum fremur hafa reynst okkur íslendingum lífgjafi í gegnum ald- irnar. Forgangsröðin er satt að segja með því furðulegra hér á landi og má það einkum vera rannsóknarefni, að það sem tald- ist til þjóðþrifa og framfara var löngum, og er enn, álitið sérviska, því að það gaf og gefur ekki arð af sér án tafar. Þannig hefur slíkt framtak hugumstórra og metnaðargjamra einstaklinga mátt þola einangrun og þeir löngum stimplaðir „öðru- vísi“. Mömm hérlendum, er vilja enn í dag bregða fæti fyrir hvers konar tilraunum og rannsóknum væri hollt að hugleiða, að hefði slíkur hugsunarháttur orðið ofaná erlendis, gerðum við enn út á ára- bátum og byggjum í moldarkof- um! — Minni á þessar staðreyndir vegna þess, að það sem máli skipt- ir, er að allir þættir handíða og lista fái þróast og dafnað svo og allar tegundir hugvits, en þetta era þeir grunnþættir sem stóra og sterku þjóðfélögin hvíla á. Mér datt þetta sí sona í hug við lestur ársrits Heimilisiðnaðarfélagsins, „Hugur og hönd“, en það er óvenju fjölþætt og efnismikið að þessu sinni, enda skilja þeir sem ritstýra því hlutverk sitt rétt. Ég vil með þessum línum fyrst og fremst minna á hlutverk heim- ilisiðnaðar og listíða almennt og mikilvægi þess að þessir þættir njóti sannmælis á þjóðhátíðarári. Leikarar úr Gauragangi við upptökur í Stúdíó Sýrlandi. Gauragangur í Sýrlandi Leikarar úr Þjóðleikhúsinu í hljóðveri ÞESSA dagana standa yfir upptökur á tónlistinni í Gauragangi, nýju íslensku leikriti með söngvum eftir Ólaf Hauk Símonarson. Tónlistin er samin af meðlimum hljómsveitarinnar Nýdönsk og sjá þeir um undir- leik auk þess sem þeir stjórna upptökunni, sem fer fram í Stúdíó Sýr- landi. Maðurinn er skepna Gauragangur gerist í Reykjavík okkar daga og segir frá ástum, átök- um, sorgum og gleði Reykjavíkuræs- kunnar og samskiptum hennar við eldri kynslóðina. DAGBÓK HÁTEIGSKIRKJA: Starf fyrir 10-12 ára börn kl. 17. Kvöldsöngur með. Taizé-tón- list kl. 21. Kyrrð, íhugun, endurnæring. LANGHOLTSKIRKJA: Aft- ansöngur kl. 18. LAUGARNESKIRKJA: Kyrrðarstund kl. 12. Orgel- leikur, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur málsverður í safnaðarheimili á eftir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Mömmumorgunn á morgun kl. 10-12. FELLA- og Hólakirkja: Æskulýðsfundur 10-12 ára kl. 17 í dag. KÁRSNESSÓKN: Starf með eldri borgurum í safnaðar- heimilinu Borgum í dag kl. 14-16.30. SELJAKIRKJA: Frímerkja- klúbbur í dag kl. 17. Með helstu hlutverk fara Ingvar E. Sigurðsson, Sigurður Sigutjóns- son, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, en hátt á þriðja tug leikara og söngvara tekur þátt í sýningunni, ásamt hljóm- sveitinni Nýdönsk. Leikstjóri er Þór- hallur Sigurðsson. Gauragangur verður frumsýndur í Þjóðleikhúsinu þann 11. febrúar og geisladiskur með tónlistinni kemur út um svipað ieyti. -------»' -------- Opinn fund- ur um Lista- háskólann LISTAHÁSKÓLI íslands - hve- nær? Hvernig? Þessar spurningar verða meginefni fundar sem Bandalag íslenskra listamanna efnir til, í samvinnu við mennta- málaráðuneytið. Fundurinn, sem er öllum áhuga- fólki um málefnið, verður haldinn mánudaginn 7. febrúar nk., kl. 20.30, á efstu hæð í Borgartúni 6 (Rúg- brauðsgerðinni). Menntamálaráðherra, Ólafur G. Einarsson, mun ávarpa fundinn og meðai þeirra sem framsöguerindi flytja eru: Bjöm Bjarnason formaður Listaháskólanefndar, Stefán Stef- ánsson frá menntamálaráðuneyti, Sigursveinn_ Magnússon (tónlist), Gunnar J. Árnason (myndlist), Haf- liði Arngrímsson (leiklist) og fulltrú- ar nemenda þriggja listaskóla. Þá er gert ráð fyrir fyrirspurnum og umræðum. Fréttat.ilkynning. Bókmenntir Jón Özur Snorrason Maðurinn er skepna Börkur Gunnarsson. X. Smá- sagnasafn, 57 bls. Ragnan, 1993. Óhugnaður getur ekki talist al- gengt yrkisefni íslenskra rithöfunda. Utgefnar íslenskar hrollvekjur eru til að mynda afar fáar en þó hafa ýmsir og ólíkir höfundar glímt við það form, allir í frekar smáum stíl. Líklega er þó að rofa til í þeim efn- um. Að minnsta kosti er óhugnaður- inn að verða sífellt stærra viðfangs- efni í menningarumræðunni þar sem nauðsynlegt þykir að draga upp á yfirborðið allar leyndar þrár manns- ins, þær sem hugarfylgsnin geyma. Sú skoðun er ríkjandi að óhugnaður- inn búi í öllum mönnum, að hann sé ekki lengur bundinn ákveðnum manngerðum, hinum geðsjúka eða hinum perverska. Það velti einungis á því að kveikja á þessari' þörf og virkja hana til starfa. Smásagnasafnið X eftir Börk Gunnarsson fellur vel inn í þessa umræðu. Hún er fyrsta útgefna bók höfundar en áður hafa birst eftir hann ljóð og smásögur í blöðum og tímaritum. Börkur er 23 ára heimspekinemi og saga hans „það rennur" sigraði í smásagnakeppni stúdentaráðs Há- skóla íslands á síðasta ári. í safninu eru fimm stuttar sögur og helsta einkenni þeirra er hrár, orðmargur en samþjappaður stíll sem dregur upp mynd af sáiarástandi mannsins, afhjúpar sannindi hans og siðaregl- ur, vald og frelsi og varpar ljósi á niðurlægingu hans og afmennsku. Sögurnar eru flestar ágætlega byggðar og víða leynást skáldleg tilþrif en þó skortir tilfínnanlega á fjölbreytni því allar eru þær sagðar með sama hætti. Máltilfinning höf- undar er ekki nægjanlega þroskuð og Börkur hefði mátt vinna mun meira með stílinn á þessum sögum en sjálfsagt er hugsunin sú að hráu og ógeðfelldu innihaldi hæfir hrá umgjörð. Viðfangsefnið er nokkuð óvenjulegt og um leið spennandi. Þó er eins og þessar frásagnir séu á mörkum þess að vera „skáld“ sögur og „hugmynda" sögur. Atburðarás þeirra snýst öll um eina ákveðna hugmynd eins og þær séu hver um sig lagðar utan um afmarkað um- ræðuefni. Reyndar nær Börkur ágætlega að halda utan um við- fangsefni sitt en hin íróníska afstaða hans sem á að vera þungamiðjan í frásagnartækninni nær ekki sam- hljómi. Til þess er hann sjálfur of móralskur og boðandi í sögum sín- um. „Hefðir og siðir sem manni var kennt að framfylgja áður en manni var sagt hversvegna þeim var fram- fylgt. Enginn vissi hver hafði sett leikreglurnar, eða hversvegna þær höfðu verið settar. Maður annað- hvort spilaði með eða ekki. Ég fann að hér varð þessu að lykta. Fann mér blað og tók mér penna í hönd.“ Ofangreinda tiivitnun úr sögunni „Aðeins þögnin segir satt“ er freist- andi að líta á sem lykil að sögum Barkar. Að baki þeim virðist liggja rík ástæða sem er sprottin af þeirri þörf höfundar að leiðrétta þá helgi- mynd sem maðurinn hefur dregið upp af sjálfum sér, þar sem tilbúnar hefðir og lærðir siðir ráða mestu um hegðun hans. Sögurnar eiga þá að fletta ofan af sjálfsblekkingunni og varpa ljóíi á hið myrka eðli manns- ins og mögulega hegðun hans við vissar kringumstæður. Veruleikinn er því brotinn upp í þessum sögum með ýktum og fjarstæðukenndum hætti. Nýr heimur verður til, ný viðmið í siðferðilegum efnum eins og í verkum Sade markgreifa, þar sem morð, afbrigðilegt kynlíf, grót- eskur hlátur og algert tilgangsleysi renna saman í eitt. Fáránleikinn felst í því að snúa á haus viðteknu siðferð- ismati, að setja hluti og fólk í nýtt og óvænt samhengi. Þannig getur „faðmlag við lögulega vaxið blá- grýti“ auðveldlega komið í staðinn fyrir samfarir við eiginkonuna. Þetta myndar öfugsnúið gildismat og myrkrið verður eftirsóknarverðara en dagsbirtan enda er sólin bara „fylginautur vandræða." Manneskj- an verður tilfinningalaust úrkast, í tilkynningu forlagsins segir: „Vaka-Helgafell hefur á síðustu árum náð athyglisverðum árangri með sölu á útgáfurétti bóka ís- lenskra höfunda til erlendra útgáfu- fyrirtækja. í því sambandi má nefna bækur eftir rithöfundana Halldór Laxness, Ólaf Jóhann Ólafsson, Ið- unni Steinsdóttur, Franziscu Gunn- arsdóttur og nú síðast Friðrik Erl- ingsson. Það er enda stefna forlags- ins að stuðla að útbreiðslu og kynn- ingu íslenskrar ritlistar og bók- mennta meðal annarra þjóða.“ Börkur Gunnarsson níhílísk vera sem temur sér þá hegð- un, að hugsa ekkert. Foreldrar drepa börnin sín til að draga úr kostnaði við heimilisreksturinn, dauður fjöl- skyldufaðir hangir í snöru í allra augsýn og verður uppistaðan í ódauðlegu listaverki og rotnandi mannslík hópa sig saman í kirkju- görðum og orga í hömlulausum sam- förum. „Tilgangurinn helgar meðalið" enda þjóna þessar sögur ákvcðnu hlutverki. Börkur ögrar lesendum sínum með því að draga óhugnaðinn upp á yfirborðið. Megintilgangur hans er þó líklega sá, að varpa ljósi á stöðu mannsins gagnvart sjálfum sér. Maðurinn er skepna enda er grunnt á hið dýrslega eðli hans. Það getur birst með ýmsum og fjölbreyti- legum hætti en yfirbreiðsla þess í nafni siðmenningar er þó, ef grannt er skoðað, stærsti og um leið versti glæpur hans. Benjamín dúfa hefur hlotið ýms- ar viðurkenningar. Hún hlaut Is- lensku barnabókaverðlaunin 1992 og barnabókaverðlaun Skólamála- ráðs Reykjavíkur 1993. Sama ár hlaut bókin viðurkenningu Barna- bókaráðs íslands sem er aðili að Alþjóða barnabókaráðinu, IBBY. Éins og greint hefur verið frá í fréttum hlaut kvikmynd um Benj- amín dúfu eftir handriti Friðriks næst hæsta styrk úr Kvikmynda- sjóði íslands á þessu ári, ríflega tuttugu milljónir króna. Benjamín dúfa á þýsku VAKA-HELGAFELL hefur gengið frá samningum við þýska barna- bókafélagið Georg Bitter Verlag um útgáfu verðlaunabókarinnar Benjamín dúfa en bókin kom upphaflega út hjá Vöku-Helgafelli 1992. Stefnt er að því að Benjamín dúfa komi út á næsta ári og tekur samningurinn til alls þýska málsvæðisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.