Morgunblaðið - 03.02.1994, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.02.1994, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1994 25 Reuter „Bambinello“ stolið í Róm Einhveiju þekktasta trúarlega listaverkinu í Róm, líkneski af Jesúbarninu er nefnt hefur verið „Bambinello" og er frá 15. öld, var stolið í gær úr kirkj- unni Santa Maria í Aracoeli. Líkneskið er úr tré sem sagt er vera úr ólífutré frá Getsemane-garðinum í Jerúsalem en þakið gulli og dýrum steinum. Trúað- ir kaþólikkar álíta að styttan hafi lækningamátt, þeir skilja oft skartgripi eftir hjá henni en munkar selja þá og nota andvirðið til hjálpar fátækum. Líkneskið var geymt í glerkassa. Lögregla telur að þjófarnir hafi brotist inn meðan munkamir voru við kvöldbænir í ijarlægum hluta kirkjunnar sem er frá 13. öld og stendur á Kapítól-hæð. Hörð þýsk mótmæli gegn byggingu Eyrarsundsbrúarinnar Svíar og Danir segja gagnrýnina óréttmæta Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. ÞÝSKA stjórnin hefur sent dönsku stjórninni harðorða gagnrýni á byggingu Eyrarsundsbrúarinnar, sem á að tengja Danmörku og Sviþjóð. í orðsendingunni eru flestir liðir framkvæmdanna gagnrýnd- ir og lagt til að beðið verði með byggingu brúarinnar þar til reynsla sé fengin af byggingu brúarinnar yfir Stórabelti milli Sjálands og Fjóns. Jan Tröjborg, samgöngumálaráðherra Dana, segir að þýska gagnrýnin eigi ekki við rök að styðjast. Sænski forsætisráðherrann, Carl Bildt, segir'að innihald bréfsins sé oftúlkað í dönskum fjölmiðl- um. Bæði í Danmörku og Svíþjóð hafa brúarandstæðingar tekið undir þýsku gagnrýnina. Finnsku forsetakosningarnar Martti Ahtisaari lagar stöðuna Helsinki. Reuter. MARTTI Ahtisaari, frambjóðandijafnaðarmannatil forsetaembætt- is í Finnlandi, hefur nú sótt á forskot keppinautar síns, Elísabetar Rehn, og fær 48% í könnunum en Rehn 52%. Seinni umferð forseta- kosninganna verður á sunnudag. í fyrri umferðinni fékk Ahtisa- ari tæp 26% en Rehn 22%. Rehn, sem er varnarmálaráðherra í sam- steypustjórn borgaraflokkanna, er frambjóðandi Sænska þjóðar- flokksins en sænskumælandi Finnar eru aðeins um fimm af hundraði landsmanna. Um þriðjungur kjósenda hefur þegar greitt atkvæði utan kjör- staða og virðist Rehn hafa fengið drjúgan meirihluta þeirra atkvæða samkvæmt könnunum. Ahtisaari er talinn hafa fengið aukinn byr í seglin með því að gagnrýna stefnu ríkisstjórnarinnar, kreíjast opin- berra aðgerða gegn atvinnuleysinu sem er um 20%. Rehn er í erfiðari aðstöðu sem einn af ráðherrunum en þess má geta að vald forseta er nánast ekkert í innanríkismál- um. í gagnrýninni, sem er tekin sam- an í þýska samgönguráðuneytinu og að öllum líkindum að undirlagi þýskra sérfræðinga, er hafa verið fengnir til að gefa umsögn um brú- arbygginguna, segir að áætlunin sé byggð á röngum eða takmörkuð- um forsendum að mörgu leyti. Lagt er til að beðið verði með fram- kvæmdina, þar til hægt sé að taka mið af áhrifum Stórabeltisbrúarinn- ar. Lýst er undrun yfir hvers vegna áform um jarðgöng hafi verið lögð til hliðar rakalaust, þar sem sú lausn hljóti að fela í sér rninnst umhverfisrask. Um rannsóknir á umhverfisáhrif- um framkvæmdanna segir að þær séu marklausar, þar sem þær séu unnar á ófullnægjandi hátt. Meðal annars sé enn óljóst hver áhrifin verði á síldargöngur, sem fari þarna um. Burtséð frá veiðum, muni áhrif á síldarstofninn hafa óbætanleg áhrif á allt lífríki Eystrasalts. Hinn hvassi tónn í orðsendingunni hefur komið mjög á óvart í Danmörku, en þýska stjórnin hefur ekki áður mótmælt eða gert athugasemdir við fyrirhugaðar framkvæmdir. Bildt sagðist á þriðjudag hafa rætt við þýska samgönguráðherr- ann, sem hefði ekki kannast við bréfið, því það hefði verið samið af embættismönnum. Bæði í Svíþjóð og Danmörku hafa andstæðingar brúargerðarinnar tekið eindregið undir þýsku gagnrýnina, en óljóst er hvort hún hefur áhrif á fram- vindu mála. Ábyrgð á nýlegum Nissan- og Subarubílum. BILASAL.A SÆVIÐARHÖFÐA S 674848 Minnum á tilboðsverð okkar á 20—30 bílum. Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-17. GÍFURLEGT ÚRVAL GÓÐRA BÍLA Á STAÐNUM Greiðslukjör til allt að 36 mánaða án útborgunar Subaru Legacy 2.0 st 4x4, árg. 1993, upphækkaður, ekinn 16 þús. km. Eingöngu bein sala, ath. sk.br. verð kr. 2050 þús. Eigum allar gerðir Subaru á skrá. Isuzu Trooper 2.3 LS, 5 dyra, 5 gira, lúxusinnrétting, rafm. f öllu og fl., ekinn 100 þús. km. Verð kr. 1190 þús. stgr. Eigum til flestar árg. af Isuzu Trooper á skrá. ssk., rafm. í öllu, topplúga. Verð kr. 1420 þús., sk. á ódýrari, sk.br. Nissan Micra 1.3, árg. 1994, 5 dyra, 5 gfra, vökvast. Ekinn 6 þús. km. Verð kr. 870 þús. Nissan Sunny 1.6 SLX, árg. 1991, 4ra dyra, ssk., rafm. f öllu, ekinn 41 þús. km. Verð kr. 880 þús. Nissan King Cab 2.4, 4x4, árg. 1991, 5 gfra, ekinn 90 þús km. Verð kr. 1120 þús. stgr. Eigum flestar gerðir af Nissan Pick up á skrá. Nissan Terrano 2.7 TD, árg. 1993, 5 dyra, 5 gfra, upphækkaður, breyttur, ekinn 12 þús. km. Verð kr. 2850 þús. stgr. Eigum til flestar gerðir af Nissan Pathfinder/Terrano á skrá. MMC Colt 1,3 GL, Árg.1991,3ja dyra, 5 gfra, ekinn 63 þús. km. Verð kr. 715 þús. Nissan Patrol 2.8 TD, árg. 1992, ekinn 70 þús. km. Gangbretti, brettakantar, upphækkaður o.fl. Verð kr. 2950 þús. stgr. Eigum til flestar gerðir af Patrol á skrá. MMC Galant 2.0 GLSi, árg. 1993. Rafm. f öllu, ekinn 21. þús. km. Verð kr. 1520 þús. Toyota Carina 2.0 GLi, árg. 1990, ssk. rafm. í öllu, ekinn 66 þús. km. Verð kr. 1090 þús. Eigum tíl úrval snjósleða á skrá. T.d. Yamaha Venture, árg. 1991 , ekinn 2900 þús. km. Bakkgfr, brúsagrind o. fl. Verð kr. 550 þús. stgr. MMC Lancer GLXi, árg. 1991,4ra dyra, ssk., rafm. í öllu, ekinn 33 þús. km. Verð kr. 960 þús. Eigum til flestar gerðir af MMC á skrá. Nissan Sunny 1.6 Twin cam, árg. 1988, 3ja dyra, 5 gíra, ekinn 54 þús. km. Verð kr. 590 þús., eingöngu bein sala, ath. sk.br. Eigum til allar gerðir af Nissan Sunny á skrá. Subaru Legacy 2.2 sedan, árg. 1991, 4x4 ssk. rafm. í öllu, ekinn 50 þús. km, spoiler og fl. Verð kr. 1720 þús. Eigum til allar gerðir af Legacy á skrá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.