Morgunblaðið - 03.02.1994, Page 27

Morgunblaðið - 03.02.1994, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1994 27 tæki- u Reykjavík eða Akureyri, heldur getur hún gefið arð hvar sem er á landinu. Við íslendingar getum auðvitað ekki lagt jafnmikið til auglýsinga og markaðsmála ferðaþjónustunnar og aðrar þjóðir. Eftir sem áður blasir sú staðreynd við, að við getum ekki stað- ið okkur í samfélagi þjóðanna nema ferðaþjónustunni sé gaumur gefinn og sköpuð sambærileg vaxtarskilyrði og í nálægum löndum. Kynningar- átakið núna er einstakt og öflugra en ríkið hefur áður komið að. Við vonum að það skili árangri og vitum, að við getum lært mikið af því. Það er eitt af mörgu, sem við Islendingar getum Halldór Blöndal staðið fyrir og verðum að standa fyr- ir til þess að vinna bug á atvinnuleys- inu. Höfundur er ráðherra. íarfrumvörp itjórnarflokka : breytínga ekki að koma neinum á óvart, að mikil andstaða væri við kvótakerfið innan Alþýðuflokksins og Sighvatur sagðist sjálfur ávallt hafa greitt at- kvæði gegn því kerfi þrátt fyrir hótan- ir þeirra sem þá fóru með völdin í sjávarútvegsmálum. Slíkar hótanir hefðu þó ekki komið frá núverandi samstarfsflokki í ríkisstjórn. Halldór Ásgrímsson sagði ljóst að samþykkt flokkstjórnar Alþýðuflokks- ins væri marklaus, í Ijósi þeirrar yfir- lýsingar Sighvats um að samkomulag væri í ríkisstjórninni um að vinna að málinu á grundvelli fyrirliggjandi lagafrumvarpa. Sighvatur sagði að samkomulag væri milli stjórnarflokk- anna um það hvernig málið yrði lagt fram á Alþingi. Hins vegar kynnu þessi mál eins og önnur að taka breyt- ingum í meðförum Alþingis en þær/ breytingar yrðu ekki afgreiddar nema stjórnarflokkarnir væru sammála um að bera ábyrgð á því hvernig málin yrðu afgreidd. Halldór taldi orð Sighvats sýna, að ekki væri samkomulag um málið óbreytt; það kynnu að verða á því ýmsar breytingar um það þurfi að ná samkomulagi milli flokkanna. Þannig hefði Sighvatur dregið í land með að stjórnarflokkarnir myndu standa við það samkomulag sem gert var fyrir jól og sjávarútvegsráðherra hefði túlk- að þannig að flokkarnir væru skuid- bundnir að afgreiða málin með þeim hætti sem þar kæmi fram. Sighvatur sagði á móti, að sjaldan eða aldrei væru lögð fram mál á Alþingi sem ekki væri gert ráð fyrir að tækju ein- hveijum breytingum í meðförum þingsins. Borgarskjalasafn Reykjavíkur Oskað skjala úr daglegu lífi Reykvíkinga 1944 Daglegt líf AFSLÁTTAR- og skömmtunarseðlar úr daglegu lífi Reykvíkinga eru meðal þess sem Borgarskjalasafnið leitar eftir. 60-80 keppendur á Reykjavíkurskákmót HJÁ Borgarskjalasafni stendur yfir undirbúningur fyrir tvær sýn- ingar um Reykjavík og Reykvík- inga lýðveldisárið 1944. Af því til- efni leitar safnið eftir skjölum um líf og venjur bæjarbúa. Svanhildur 'Bogadóttir, borgarskjalavörður, segir að mikil áhersla sé lögð á þennan þátt og skorar á alla sem hafi einhver göng undir höndum sem veiti upplýsingar um liðna tíð að hafa samband við Borgarskjala- safnið í Skúlatúni 2. Borgarskjalasafnið vinnur að sýn- ingunum í samvinnu við Árbæjarsafn- ið, annars vegar, og Ljósmyndasafn Reykjavíkur, hins vegar. „Fyrri sýn- ingin sýningin er í samvinnu við Ár- bæjarsafn og hefst í Vopnafjarðarhús- inu 19. mars. Áhersla verður lögð á að hún varpi ljósi á daglegt líf Reykj- víkinga iýðveldisárið. Sú síðari í sam- vinnu við Ljósmyndasafnið verður svo opnuð í Ráðhúsi Reykjavíkurborgar á afmælisdegi Reykjavíkur 18. ágúst og verða þar til sýnis fjölbreytt skjöl og ljósmyndir,“ sagði Svanhildur. Skjöl í víðtækri merkingu Hún sagði að til þess að vel tækist til að draga upp trúverðuga' mynd af Reykjavík á lýðveldisárinu væri nausynlegt að sýna fleiri skjöl en þau sem hefðu orðið til í starfi Reykjavík- urbæjar. Borgarskjalasafnið leiti því eftir skjölum frá einkaaðilum til varð- veislu eða láns. Safninu þætti mikill fengur í heimilisbókhaldi, dagbókum, minnisbókum, bréfum og bréfasöfn- um, vegabréfum; vinnu- og stílabók- um, skóla- og fréttablöðum nemenda. Einnig er óskað eftir skjölum í einn víðtækari merkingu t.d. bíómiðum, bíóprógrömmum, hljóm- leikaprógrömmum; bæklingum og augiýsingapésum; jólakortum, af- mæliskortum, póstkortum; pöntun- arlistum, launamiðum og kvittun- um,t.d. fyrir keyptar vörur, húsaleigu o.s.frv. ÁÆTLAÐ er að 60-80 skákmenn, innlendir og erlendir, taki þátt í Alþjóðlegu Reykjavíkurskákmóti 5.-13. febrúar. Á meðal þátttakenda eru Ivan Sokolov frá Bosníu, Van der Sterrens frá Hollandi og hinn aldni meistari Davíð Bronstein. Skáksamband íslands og Taflfélag Reykjavíkur hafa staðið fyrir mótinu annað hvert ár frá 1964. Mótið er stærsti skákviðburður ársins og eftir því sem segir í frétt Skáksambandsins er þess jafnan beðið með eftirvæntingu meðal skákunnenda hér heima og skák- manna í nágrannalöndunuin okkar. Mótið er opið skákmönnum með 2.200 skákstig eða fleiri og er stiga- hæsti skákmaðurinn Ivan Sokolov frá Bosníu með 2.650 stig. Næstur er Jaan Ehlvest frá Eistlandi með 2.610 stig og þriðji er Paul van der Sterren frá Hollandi með 2.605. Fjölþjóðlegt mót Ekki hefur endanlega verið gengið frá þátttökulista en keppendur verða væntanlega á bilinu 60-80 og er gert ráð fyrir að um helmingur komi er- lendis frá. Margir koma frá fyrram Sovétríkjunúm, frá Norðurlöndunum pg skákmenn koma frá Grikklandi og Italíu. Einn stórmeistari kemur alla leið frá Kólumbíu. Tefldar verða 9 umferðir eftir Monrad-kerfi. Hefst mótið laugardaginn 5. febr- úar kl. 17 og því lýkur sunnudaginn 13. febrúar. Allar umferðir hefjast kl. 17 nema sú 9. sem hefst kl. 13. æðlabanka umbreytingum og miðast við fræði- kerfi og hugsunarhátt hvers tíma. Meginhugmyndafræðin miðaði lengi vel að því að mynda fullnægjandi grundvöll innlendra peninga og virkrar eftirspurnar, á þeim grunni erlendrar gjaldeyrisöflunar sem unnt var að leggja, til þess að tryggja fulla nýtingu mannafla og efla hag- vöxt að hámarki. Þessi sjónarmið voru fyllilega veijandi út frá forsend- um síns tíma, og eru enn að vissu marki, en reyndust of einhliða ávísun á undanhald, þar til peningaleg örv- un tæmdist að mestu í verðbólgu og agaleysi, öllum almenningi til tjóns. Af þessu leiddi þær nútímalegu meg- inreglur, sem nú eru víðast lagðar til grundvallar og móta m.a. fyrir- liggjandi frumvarp til seðlabanka- laga, að þeir skuli búa yfir nægilegu sjálfstæði til þess að sporna við því, að óskhyggja á félagslegum og stjórnmálalegum vettvangi leiði af sér halla- og verðbólgumyndandi peningaþenslu í verulegum mæli og til lengri tíma litið. Þessum megin- reglum peningastjórnunar er ætlað að knýja fram raunsætt og ábyrgt atferli hagsmunasamtaka og ann- arra þjóðfélagsafla. Andmæli hafa nýlega komið fram við því, að þetta eigi við á svo smáum vettvaiigi sem hins íslenska þjóðríkis, en vert er að benda á, að hvergi er þörfin fyrir sterkt aðhald og fjárhagslegt raun- sæi brýnni en þar sem ríkisvaldið er veikt inn á við og þjóðarheildin vanmegnug út á við. Með þessu er ekki sagt, að seðlabanki skuli ekki láta sig hin jákvæðu markinið skipta og veita svörun við þörfum þjóðar- búsins, heldur að hann geti bundið það skilyrðum um ábyrgan samleik þjóðfélagsaflanna að því marki. Því verður heldur ekki neitað, að megin- reglur sem þessar geti þróast, en þá hægfara og með traustri og var- anlegri reynslu af öruggum stjórnar- tökum. Við þessi meginmarkmið verður bæði stjórnskipan og forustuval seðlabanka að miðast. Því hefur ver- ið haldið fram, að hlutverk seðla- banka sé svo samofið stjórnmálunum og markmiðum þeirra, að forustu hans verði að velja hreinlega póli- tískt. Hér er illkynjaður misskilning- ur á ferðinni. Ánnars vegar er við þessi skil komið að ytri mörkum pólitísks geðþótta og fyrirgreiðslu, en lögbundnar og varanlegri megin- reglur taka við. Hins vegar verður að sækja þau breytilegu stjórnmála- markmið, sem rúm er fyrir í stjórn peningamála, beint til ráðandi ríkis- stjórnar. Að setja upp einhveija smækkaða ríkisstjórn við hennar hlið — eins konar miniríkisstjórn — kann ekki góðri lukku að stýra, heldur er líklegast til að valda glundroða. Hina ákvarðandi bankastjórn verður að velja nógu vandlega og henni að veita nægilegt stöðuöryggi til full- nægjandi sjálfstæðis í þessu skyni. Að þessu er m.a. stefnt með hlut- deild bankaráðs í valinu. Á hinn bóginn þarf að tryggja mun betur en nú, að viðskiptaráðherra, og þar með ríkisstjórnin sem heild, sé bund- in af því einu að velja bankanum sem traustasta faglega og skapfestulega Bjarni Bragi Jónsson forustu, en þurfi ekki að sæta flimt- ingum fjölmiðla um hefðbundinn sjálftökurétt flokksklíkna, sem um- rætt aðhald á í reynd og til lengdar að beinast að. Gerði ríkisstjórnin vel í því að staðfesta þetta nú þegar og án þess að bíða nýrrar lagasetning- ar. Ljóst er, enda margtekið fram, að slíkt sjálfstæði fær ekki staðist í lýðræðisríki, nema tengt lögbundn- um meginmarkmiðum, og að mínu mati heldur ekki nema með fleirskip- aðri stjórn, þremur bankastjórum eða öðru fyrirkomulagi veginna at- kvæða. Skilyrðin fyrir farsælu vali banka- stjóranna eru þá í fyrsta lagi, að þeir skilji þessar meginreglur til hlft- ar og hafi sannfæringu fyrir þeim, í öðru lagi að þeir hafi skaphöfn og stefnufestu til að fylgja þeim fram, þótt móti blási, jafnve! frá hæstu stöðum, og í þriðja lagi að þeir hafi næga þekkingu á viðfangsefninu til að bera, a.m.k. þegar þegar leggja saman, svo að þeir séu færir um að leiða fremur en láta leiðast af þeim, sem vita betur, en að sjálfsögðu er ætíð til sérfróðra að leita um nánari vitneskju í einstökum atriðum. Seðlabankastjóri þarf að búa yfir ákveðnum þekkingargrundvelli, fengnum með menntun og reynslu. Þar ber í fyrsta lagi að nefna fræði- lega þekkingu á viðfangsefninu, al- mennri þjóðhagfræði og efnahags- málum þjóðar sinnar og umheims, með sérstakri áherslu á peninga- fræði og gjaldeyris- og gengismál. í öðru lagi ber að leggja áherslu á starfræna kunnáttu í skipulagi og starfsháttum fjármagns- og gjald- eyrismarkaða innan lands sem utan og að fylgst sé stöðugt með nýjung- um í þeim efnum. Loks þarf hlutað- eigandi að bera gott skyn á stjórnar- far og hafa til að bera lagni og hátt- vísi í öllum samskiptum við önnur stjórnvöld og á opinberum vett- vangi, og að sjálfsögðu að vera góð- um forustuhæfileikum gæddur. Það er til mikils mælst, að einn maður hafi alla þessa kosti til að bera á hástigi. Það er hins vegar styrkur fjölskipaðrar stjórnar, að stjórnendur geta haft þá til að bera í mismiklum mæli og bætt hver annan upp í gagn- kvæmu trausti, eins og meginreglan hefur verið til þessa í stjórn Seðla- bankans, þótt æskilegast sé, að allir standi á sem breiðustum grunni. Á þessi, að því er virðist sjálf- sögðu, sannindi er hér bent til að vara við þeirri einhæfni í hæfileika- vali til forustu fyrir Seðlabankanum, sem mér virðist felast í þessu sífellda og hugsunarlausa gjálfri um póli- tíska úthlutun á þeim toppstöðum, rétt eins og sjálfgefið sé, að ætíð verði þar nóg af hæfileikamönnum til að láta ganga framhjá sér og hafa þó geð til að þjóna undir þann topp. Seðlabankastjórn getur verið ágæta vel skipuð þrem mönnum með mismunandi bakgrunn, t.d. einum af þjóðhagslegum embættagrunni, öðrum vöxnum upp með bankastarf- semi eða annars konar fjármagns- markaði, og hinum þriðja með reynslu af stjórnmálaforustu á efna- hags- og fjármálasviði. Ástæða er til að vara við þeirri tilhneigingu, sem gætt hefur, til að loka með öllu fyrir frömun innan Seðlabankans sjálfs upp í bankastjórn. Það getur til lengdar valdið áhuga- og fram- taksdeyfð langt niður eftir ábyrgðar- stiganum. Að lokum má benda á þann meg- ingalla þriggja manna bankastjórn- ar, gagnstætt þeim kostum, sem áður er getið, að skipun hvers þeirra verði ekki tekin nógu alvarlega, að stjórnmálamenn telji sér óhætt að leika sér með tvær eða jafnvel allar stöðurnar. Það er einkennandi fyrir val eins aðalbankastjóra erlendis, þar sem sú skipan ríkir, ásamt vara- bankastjóra við hans hlið, að stjórn- völd velja faglega hæfasta manninn með alhliða þekkingu og styrka skaphöfn, en miða ekki við að skipa sjálfum sér líka menn í stöðuna, eða leysa hefðar- og þrengslavanda á stjórnarheimilinu með þeim hætti. Um leið er að sjálfsögðu miðað við, að maðurinn sé í alla staði traust- verður út frá ríkjandi þjóðfélagsvið- horfum. Böfundur cr aðstoðarbankastjóri í Seðlabanka og fyrrum forstjóri ' Efnahagsstofnunarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.