Morgunblaðið - 03.02.1994, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.02.1994, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1994 35 Stuttbuxnadeildin og SVR hf. Gjaldþrot til bjargar Eg hætti störfum um leið og stjórnin sem réð mig skilaði um- boði sínu á hluthafafundi á Hótel Sögu hinn 6. desember. Ástæðan var sú að forsendur fyrir útgáfu slíks blaðs sem ég var ráðinn til að stýra voru brostnar. Þá var kosin ný stjórn samkvæmt tillögu Steingríms Hermannssonar sem réði Ágúst Þór Árnason sem rit- stjóra til að bjarga við rekstrinum. Björgunin fólst í því áð gefa blaðið upp til gjáldþrotaskipta eftir þijár vikur og færa eigendum DV út- gáfuréttinn á silfurfati. Við þessi timamót sagði Gunn- laugur Sigmundsson, stjórnarfor- maður, í Morgunblaðinu að svig- rúm til sparnaðar írekstri hefði verið lítið vegna þess komið hefði í ljós „að búið væri að ráða fólk til starfa við blaðið með nýjum ráðningarsamningum sem ekki væru lausir um áramót eins og talað hefði veríð um“ (leturbr. mín). Hér er enn ein lotleg tilraunin til að skella skuldinni á fyrri stjórn- endur. Öllum starfsmönnum' Timans var sagt upp með löggilt- um uppsagnarfresti hinn 1. októ- ber, svo að nýr ritstjóri fengi kost á að velja mannskap sjálfur. Sam- kvæmt landslögum varð hann að gera nýja ráðningarsamninga við þá sem fengju endurráðningu, áður en októbermánuður var úti. Þeim lögum fylgdi ég - og var aldrei um annað talað! Það var þvert á móti Gunnlaugur Sigmundsson, sem bætti við starfsfólki og jók þar með útgjöldin í desember. Höfundur er fyrrverandi ritstjóri Tímans. Gunnar Ingi Gunnarsson „Það hlýtur að vera for- gangskrafa að þetta gamla fólk, sem hefur lagt grundvöllinn að þeirri velsæld sem við búum flest við, fái að eiga réttmæta hlutdeild í afrakstri ævistarfsins, í stað þess að þurfa að missa mannlega reisn sína við niðurlægjandi aðstæður.“ sæmandi þjónustu. Það hlýtur að vera forgangskrafa að þetta gamla fólk, sem hefur lagt grundvöllinn að þeirri velsæld sem við búum flest við, fái að eiga réttmæta hlut- deild í afrakstri ævistarfsins í stað þess að þurfa að missa mannlega reisn sína við niðurlægjandi að- stæður. Hér þarf að gera róttækar ráðstafanir hið fyrsta. Að því skyldi Alþýðuflokkurinn vinna í meirihluta borgarstjórnar. eftir Jóhann G. Gunnarsson Félagsdómur hefur kveðið upp úrskurð sinn. Vinnustöðvun vagn- stjóra hjá SVR hf. sem boðuð var 19. jan sl. var dæmd ólögmæt og er það álit dómsins að Starfsmanna- félag Reykjavíkurborgar (St.Rv.) uppfylli ekki það skilyrði 2. gr. laga nr. 80/1938 að vera opið öllum í hlutaðeigandi starfsgrein á félags- svæði þess og geti því ekki verið lögformlegur samningsaðili sam- kvæmt 5. gr. þeirra laga. Þar með var draumur vagnstjóra um sann- gjarna málsmeðferð á þeirri lýðræð- islegu ósk sinni, að velja sjálfir sitt stéttarfélag til gerðar kjarasamn- ings kominn aftur í biðstöðu. Þessi niðurstaða er óskiljanleg í ljósi þess að þeir sjálfstæðu bræður, Markús Örn borgarstjóri og Sveinn Andri stuttbuxnastrákur, höfðu lýst því yfir, bæði skriflega í bréfi til starfsmanna og á fundum borgar- stjórnar, að laun og réttindi starfs- manna SVR skyldu verða þau sömu fyrir og eftir breytingar. Loforðapakkinn Loforðapakki sá er starfsmenn fengu í hendur í byijun júní ’93 frá þeim Sveini Andra og Markúsi, er eitt það hráslagalegasta bréfsefni, sem undirritaður hefur fengið í hendur síðan hann kom sér upp eig- in póstkassa. í þessu bréfi, sem leigubílstjórar óku með til okkar um hánótt, koma bersýnilega í ljós þau vinnubrögð er við skyldi hafa í þessu máli. Það var deginum ljósara, að ef það væri ekki meira mál að breyta SVR í hlutafélag heldur en þetta bréf gaf til kynna, að sú tilraun var dæmd til að mistakast. Stuttbuxna- strákurinn Sveinn Andri og yfirvald- ið Markús Örn ætluðu í fyrstu að þessar breytingar tækju gildi 1. ág- úst ’93 eða tæpum tveimur mánuð- um eftir að starfsmönnum SVR var tilkynnt að þetta stæði til. Með öðr- um orðum, það var ekki einu sinni tími til að segja okkur upp með lög- legum fyrirvara. Enda varð sú raun- in þegar málið var kjöldregið og stjórn St.Rv. og starfsmenn óskuðu eftir því, að lengri tíma yrði varið í undirbúning, að þeir bræður drógu í land. Breytingin skyldi taka gildi 1. des ’93. Nú hefði maður haldið að þeim tíma, til 1. des ’93, hefði verið vel varið og málum komið í þann farveg, sem viðunandi hefði verið. Trúnaðarmenn okkar vagn- stjóra SVR ásamt stjórn St.Rv. lögðu nú í mikla þrautagöngu til að tryggja að þau loforð yrðu haldin, sém Sveinn Andri og Markús Örn höfðu þrástaglast á. Þær raddir heyrðust fljótlega í upprennandi stuttbuxna- bitlingaþegum, að þetta röfl í okkur og efi-um að loforðin yrðu haldin, væri bara mömmuvæl og við værum eingöngu að hlýða kalli komma- stjórnarinnar hjá BSRB. Pólitík og SVRhf. Raddir eins og þær að hlutafélags- formið væri einfaldlega það besta í heimi og hversu gott væri að losna við pólitík út úr rekstri SVR og hvað mikið væri hægt að spara í rekstrin- um með eigin ákvarðanatöku en ekki pólitíkusa. Þessar raddir voru í hávegum hafðar og eru sem slíkar góðra gjalda verðar, ef raunin væri ekki önnur. Hiutafélagið SVR hf. er raunverulega, að mínu mati, að- eins pappírsafrek Sveins Andra svo reikningar borgarsjóðs líti betur út í uppgjöri, það er jú Reykjavíkur- borg, sem á allt hlutafé í SVR hf. og hlýtur því að sitja uppi með tap- ið hvort sem er. Að losna við pólitík út úr rekstrinum er blekking ein, þar sem sérstök nefnd, SNA, var sett á laggirnar vegna breytinganna. Sú nefnd með Svein Andra á toppn- um, tekur allar ákvarðanir varðandi leiðakerfið og fargjöld SVR hf., sem ég hefði nú talið stærstu þætti í reksri SVR hf. og þá þætti er skipta farþegana okkar mestu máli. Og svo er því haldið fram, að afskipti pólitík- usa séu úr sögunni! Sparnaður í rekstri? Varðandi sparnaðinn við breyting- una, er ekki hægt að sjá í fljótu bragði hvað stuttbuxnadeildin er að fara. Þann 1. des ’93 var skipaður aðstoðarforstjóri, sem er trúlega ekki á kjörum vagnstjóra, svo ekki er sparnaðurinn þar. Nefndin áður- nefnda, SNA, er skipuð Sveini Andra, sem áður var vel launaður stjórnarformaður SVR sáluga, m.ö.o. nýr stjórnarformaður, er í starfi hjá SVR hf. Tvöfaldur launa- kostnaður þar, eða kannski fjórfald- ur því ekíri eru þessir kumpánar heldur á kjörum vagnstjóra. Fyrrver- andi vagnstjóri er einnig á launum í þessari nefnd og Guð einn-veit Jóhann G. Gunnarsson „Félagsdómur kveður okkur í kútinn í einni svipan og það þrátt fyrir að við töldum stjórn- arskrána okkar megin.“ hvað hann er með í laun. Reyndar hefur verið ráðinn nýr vagnstjóri á lúsarlaunum fyrir fyrrverandi vagn- stjórann og ekki er það sparnaður eða hvað? Þessar raddir um alla góðu hlutina við breytinguna eru því heldur hjákátlegar í ljósi þess, að þær eiga. ekki við rök að styðjast. Mitt mat er það, að eini sparnaður- inn, sem Sveinn Andri og Markús Örn sjá í „Hagræðingunni”, liggur í alltof háum launum vagnstjóra að þeirra mati. Laun vagnstjóra eru kannski ekki þau lægstu í hringiðu almúgans, en það er staðreynd að yfirvinna okkar sjálfra heldur þeim uppi. Mótmæli vagnstjóra Almenningur skilur kannski ekki hvers vegna við séum með þessi læti, af hveiju skiptum við bara ekki um stéttarfélag og þiggjum þegjandi og hljóðalaust það sem þar er í boði, skrifum undir ráðningar- samninga og borgarsjóður borgar mismuninn? Þetta er ekki svona ein- falt. í fyrsta lagi kemur fram í mála- vaxtalýsingu VSÍ fyrir félagsdómi að allir þeir starfsmenn SVR, sem tóku boði um ráðningu hjá SVR hf., hafi gengið að þeim kjörum, sem í boði voru samkvæmt skýrslu Fram- kvæmda-, lögfræði- og stjórnsýslu- deildar, með undirritun sinni á um- sókn um ráðningu. Til hvers þarf þá ráðningarsamning? Starfsmenn SVR sem óskuðu eftir ráðningu hjá SVR hf. eru ráðnir frá 1. des. ’93 og ekkert múður. Sérstakur ráðning- arsamningur við hvern og einn er því óþarfa eyðsla á rándýrum pappír í ljósi þess að sparnaður er hugtak númer eitt hjá stuttbuxnadeildinni. Ráðningarsamningi er hægt að segja upp með stuttum fyrirvara, í skjóli hagræðingar og þá yrðu menn að sætta sig við nýjan samning, öllu lægri eða missa vinnuna ella. Svo má einnig geta þess, að umræddur ráðningarsamningur hefur enga dagsetningu um hve lengi skuli við hann staðið. Lýðræðisríki? Island er land sem státar sig af lýðræði og maður hefði haldið, að ósk vagnstjóra um aðild að St.Rv. stæðist í fijálsræðinu, en svo er nú aldeilis ekki. Félagsdómur kveður okkur í kútinn í einni svipan og það þrátt fyrir að við töldum stjórnar- skrána okkar megin. Rök félags- dóms er ekki hægt að vefengja og verðum við að sjálfsögðu að beygja okkur undir þau, en baráttan er ekki töpuð þó þessi orusta hafi tap- ast. Félagsdómur kom í veg fyrir að við gætum stöðvað strætó þann, sem Sveinn Andri og Markús Örn eru í á leið í prófkjör. Mér segja flokksbundnir sjálfstæðismenn, að þeir séu margir hveijir orðnir lang- þreyttir á yfirgangi Sveins Andra, sem hefur riðið um á sínum frísandi fáki og hoggið mann og annan eftir þörfum. Ég vona að allt tal þeirra um að breytinga sé þörf í borgar- stjórnarliðinu sé byggt á traustari grunni en yfirlýsingar Sveins Andra í þessu máli. Það riíjaðist nefnilega upp fyrir mér, ekki alls fyrir löngu, að háttvirtur borgari hér í bæ og sjálfstæðismaður mikill, sagði eitt sinn: „Það versta, sem fyrir ykkur hjá SVR gat komið, var að fá Svein Andra sem stjórnarformann”, og hana nú. Höfundur er vagnstjóri hjá SVR hf. Nýr Lada Sport kostar frá 798*000 Flestir jeppar kosta yffir 2*000*000 ej keflt sev/fntýri fpir kr. Negld vetrardekk og sumardekk eru innifalin í verði út þorrann! Höfundur er læknir og stefnir í 4. sæti hins sameiginlega lista viö borgarstjórnarkosningar í vor.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.