Morgunblaðið - 03.02.1994, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 03.02.1994, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1994 47 Berir svertingjar o g konur Frá Dóru Stefánsdóttur: Ágæti Sigmund. Eg er ein af þessum sem les Morgunblaðið daglega, hvort ég heldur dvel hér á landi eða í öðrum löndum. Teikningar þínar vekja oft kátínu mína og mér þykir þú hafa lag á að benda á margt skoplegt, sérstaklega í heimi stjórnmálanna. Þá ertu einstaklega flinkur að teikna og nærð fram svipbrigðum manna sem enginn annar. En það er tvennt sem mér gremst við teikningar þínar, það hvernig þú teiknar yfirleitt svart fólk og konur. Svart fólk er oftast í nám- unda við mannætupotta, með bein í nefínu, hringi í eyrunum eða jafn- vel hvort tveggja, klætt strápilsum og óttalega aulalegt á svipinn. Nú er forsætisráðherra vor dag eftir dagteiknaður sem einn af svertingj- unum með öllu sem því fylgir. Kon- ur eru miklar bombur með brjóstin út úr kjólunum ef þær eru hreinlega ekki berar að ofan. Ef um er að ræða konu sem er svört á litinn er hún svo teiknuð með öllum einkenn- um bæði kvenna og svertingja. Frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík hefur til dæmis oft verið teiknuð á þennan hátt. Nú er það svo í heimi hér að það þykir orðið dónalegt að leggja hóp manna í einelti vegna útlits hans, ætternis, kynferðis eða annarra meðfæddra þátta. Slíkt er kallað kynþáttahatur, kvennafyrirlitning eða öðrum slíkum nöfnum. Mér finnst margar af teikningum þínum jaðra við þetta. Þér virðist gleymast að svertingjar eru af öllum stéttum þjóðfélags, menntaðir, ómenntaðir, klæddir í jakkaföt eða berir, allt eftir því hvar þeir eiga heima og við hvaða aðstæður þeir lifa. Konur eru sömuleiðis í öllum stéttum þjóð- félagsins og útlit þeirra eða bijósta- stærð oft það sem minnstu máli skiptir. Vil ég biðja þig vinsamleg- ast að hafa þetta í huga í framtíð- inni. Kær kveðja og þakkir fyrir öll brosin í áranna röð. DÓRA STEFÁNSDÓTTIR, Flyðrugranda 20, 3c, Reykjavík. Áskorun til fjármálaráðherra Frá Þorgils Arasyni: Þjóðfélagsumræðan síðustu daga og sérstaklega fréttaþættir Stöðvar 2 sýndu okkur hvernig komið getur fyrir öllum ef við missum vinnuna. Sú neyð sem birtist okkur er óbæri- leg. Langvarandi atvinnuleysi hefur sett þúsundir fjölskyldna á kaldan klakann og þeim fjölgar stöðugt. Skuldirnar aukast með degi hvetj- um og húsnæðismissir vofir yfir. Maður kemst ekki hjá því að spyrja: Hvemig getum við hjálpað og hvernig getur samfélagið aukið Gagnasafn Morgunblaðsins Allt efni sem birtist í Morgun- blaðinu verður framvegis varð- veitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. aðstoð sína? Þetta er þjóðfélagslegt vandamál sem við öll verðum að leysa í sameiningu. Mér hefur oft verið hugsað til ráðleysis íjármálastofnana varðandi fjárhagsvandræði þessara fjöl- skyldna. Hvers vegna geta þær ekki haft framkvæðið að lausn í stað þess að fólk gangi á milli manna í leit að lausn? Frumkvæði sem tryggir þegnunum örugga bú- setu. Áf fréttum að dæma virðist sú ganga oftar en ekki árangurs- laus með þeim afleiðingum að eign- in er boðin upp og slegin lánar- drottni eða einhveijum braskara sem bíður færis að ná í eignir bág- statts fólks á kjarakaupum. En hvað kostar uppboðið og eig- endaskiptin sem fylgja í kjölfarið? Ekki minna en nokkur hundrað þúsund krónur. Hver tapar? Jú, at- vinnulausa fjölskyldan og hugsan- lega lánastofnunin. Hver græðir? Jú, braskararnir, starfsmenn kröfu- hafa (oft lögfræðingar) og ríkið í formi gjaldtöku. Það kæmi mér ekki á óvart að til séu mörg dæmi þess, að upprunaleg skuld sé lægri en uppboðs- og eigendaskiptakostn- aðurinn! YELVAKANDI HVENÆRAAÐ LOKA ÁBURÐARVERK- SMIÐJUNNI? EYJÓLFUR Eyjólfsson hringdi með þá fyrirspurn til Davíðs Oddssonar hvenær eigi að leggja niður Áburðarverksmiðju ríkis- ins. Davíð, þáverandi borgar- stjóri, hélt mikinn fund með áhyggjufullum íbúum Grafar- vogs eftir slysið sem varð í verk- smiðjunni fyrir nokkru og sagði þá að verksmiðjunni yrði lokað sem fyrst. Þá sagði Davíð einnig að borgarstjórn hefði sent áskor- un til ríkisstjórnarinnar þess efn- is að leggja verksmiðjuna niður. Nú er hann orðinn forsætisráð- herra og þá ætti hann að hafa völd til að gera þetta. Grafar- vogsbúar vilja losna við þessa verksmiðju hið fyrsta. UM „skerðingu RÉTTAR“ BARNA! BORGARYFIRVÖLD í Reykja- vík hafa tekið upp á því, að gera foreldrum tveggja og hálfs til fjögurra ára barna auðveldara með að vera heima hjá börnum sínum, með því að greiða þeim fjárupphæð nokkra. Þetta er sannarlega lofsvert, vegna þess að í fyrsta lagi ætti ekki að þurfa að útskýra, hvers vegna það er fátt sem er ungum börnum holl- ara, en að vera með mæðrum sínum. Stofnanir, svo sem leik- skólar, geta aldrei komið í móður stað. í öðru lagi eru þær áreiðan- lega margar mæðurnar, sem vildu vera með börnum sínum á daginn, en geta það ekki vegna brauðstritsins. Þessi aðstoð borg- arinnar beinist því að hvoru tveggja. Stjórn Fóstrufélagsins hefur látið frá sér fara undarlega yfir- lýsingu, þar sem segir, að borgar- yfirvöld lýsi vantrausti á það starf sem fram fer í leikskólun- um, með því að aðstoða börn og foreldra á þann hátt sem hér var sagt frá og stjórnin harrpar að réttur barna til menningar og skemmtunar sé ekki virtur. Þetta eru stór orð og bera keim af því, að fóstrum finnst að mæður séu að taka störf frá þeim, með því að fóstra börn sín sjálfar. Móðir sem á sínum tíma tók sér leyfi án launa. SÓMIAÐ HAFN- FIRÐINGUM í PRÓFK J ÖRINU GYÐA Jóhannsdóttir hringdi til Velvakanda því henni þykir sómi að því að Hafnfirðingar skuli ekki eyða stórfé í auglýsingar í fjölmiðlum nú i prófkjörinu, held- ur láti sér nægja að auglýsa sig í bæklingum og á kosningaskrif- stofunum, sem sé ekki svo dýrt. Fólki hefur fallið það vel í geð að sjá slíka varkárni í meðferð fjármuna. 0 1SAIA I Iw Blómí Allt á að seljast - verslunin hættir Blómabarinn Hlemmtorgi Sími12330 Mokoriski Mehesh Yogl HEILBRIGÐI MEÐINNHVERFRIÍHUGUN Kynning á innhverfri íhugun I kvöld fimmtudag, kl. 20.30 á Suðurlandsbraut 48, 2. hæð (Ijósblátt hús við Faxafen, Tékk- kristall á jarðhæð). Aðgangur ókeypis. ISLENSKA IHUGUNARFELAGIÐ SIMI 16662 SKALLA-GRÍMUR?? Er ekki hægt að breyta lánum þessa fólks þannig að þau verði afborgunarlaus í tvö eða þijú ár með endurskoðunarrétti á hveiju ári? Fái síðan viðkomandi atvinnu innan þriggja ára byija endur- greiðslurnar að nýju. Eg er sann- færður um að þessi leið yrði bæði ódýrust og best fyrir alla aðila. Jafnframt er vert að hafa í huga að á tímum sem þessum er verð á húsnæði í lágmarki og eignaaukn- ingin sem verður til, þegar atvinnu- leysið minnkar og eftirspurn eftir húsnæði eykst, fellur braskaranum í skaut. Eignaaukning sem sjálfsagt dygði flestum til að gera hreint fyrir sínum dyrum í framtíðinni. Lánastofnanir, breytið um að- ferðir og sýnið það í verki að ykkur er ekki sama. Biðlundin borgar sig. Fjárfestið í fólki. ÞORGILS ARASON byggingaverkfræðingur,' Espigerði 14, Reykjavík. LEIÐRÉTTIN G AR Neglur ekki naglar Mistök urðu, er birtur var kafli úr ræðu Magnúsar Stephensens landshöfðingja, er hann flutti, er hin nýja stjórnskipun frá 1918 gekk í garð og hann afhenti hinum nýja ráðherra, Hannesi Hafstein völdin. Magnús rifjaði upp landshöfðingja- ár sín, en sagði svo: „Ég hafði aldr- ei haft ágirnd á því embætti (lands- höfðingaembættinu - innskot Morg- unblaðsins), bæði af því að ég fann mig ekki mann til að þjóna því, og af því að mér hafði alltaf fundizt, að landshöfðinginn - ef ég mætti svo að orði kveða - væri eins og lús á milli tveggja nagla, naglarinnar á alþingi og naglarinnar í stjórn- inni.'.v" Ofangreind ummæli misrituðust eins og áður sagði, er grein birtist síðastliðinn þriðjudag á bls. 22 und- ir fyrirsögninni „Islensk stjórnskip- un 90 ára“. Beðizt er velvirðingar á mistökunum. Fleiri komu fram í frásögn af konukvöldi á Ömmu Lú sem sagt var frá á þættinum Fólki í fréttum sl. þriðjudag var aðeins talinn upp hluti skemmtiat- riða sem fram fóru. Láðist að geta þess að meðal skemmtikrafta var Birta Rós Arnórsdóttir sem söng nokkur lög og spilaði á gítar, félag- ar úr Harmonikufélagi Reykjavíkur léku fyrir gesti og Jónas Þórir kom fram sem undirleikari. Þá varð sú missögn að Örn Árnason nefndur Örnólfur. Þú svalai' lestrarÞörf dagsins á súJum Moggans! ÁRSHÁTÍÐ - AFMÆLI ÞORRABLÚT Hjá RV færð þú öll áhöld til veislunnar s.s diska, diskamottur, glös, glasamottur, hnífapör, servéttur, partívörur, dúka o.m.fl. Sérmerkjum glös fyrir árshátíöir, afmæli og önnur tilefni. Hreinlega allt til hreinlætis og margt, margt fleira tyrir stofnanir, fyrirtæki og heimili. Lítið við og sjáið úrvalið. Opiðfrákl. 8.00 -17.00. _ Þekking - Úrval - Þjónusta REKSTRARVÖRUR Réttarhálsi 2 - Sími: 91-685554 - Fax: 91-687116 Ry

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.