Morgunblaðið - 08.02.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.02.1994, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 1994 b 17 þúsund Islendingar búa erlendis en 5 þús- und útlendingar hér 4.825 erlendir ríkisborgarar áttu lögheimili hér á landi samkvæmt þjóðskrá 1. desember síðastliðinn og alls þjuggu hér 10.420 íbúar fæddir erlendis. Til samanburðar má geta þess að 17.567 íslenskir ríkisborgarar voru á sama tíma taldir búa erlendis. Erlendum ríkisborgurum hér á landi hefur á síðustu fjörutíu árum Qölgað úr um 2.700 í 4.925, en hlut- fallið af íbúafjölda er þó svipað, eða 1,8-1,9%, samkvæmt upplýsingum Hagstofu fslands. Tekið er fram að erlendir sendiráðsmenn hér á landi og varnarliðsmenn eigi ekki lögheim- ili hér og komi því ekki inn í þessar tölur. Á sama tíma hefur orðið mikil hlutfallsleg fjölgun á fólki með lög- heimili á Islandi sem fætt er erlend- is. Árið 1950 bjuggu 1.630 hér á landi sem var 1,1% af íbúum lands- ins en nú eru 10.420 íbúar á íslandi fæddir-erlendis eða 3,9% af lands- mönnum. Margir Danir Hlutfallslega flestir erlendu ríkis- borgaranna eru á Vestfjörðum, á höfuðborgarsvæðinu og Suðumesj- um en fæstir á Norðurlandi. Flestir eru með ríkisborgararéttindi á Norð- urlöndunum, 1.657, þar af tæplega 1.100 í Danmörku, og 1.632 eru frá ýmsum öðrum Evrópuríkjum. Tæp- lega 800 eru frá Ameríku, 535 frá Asíu, 105 frá Afríku og 98 frá Evja- álfu. Lang mesta aukning á tjölda erlendra ríkisborgara á síðustu tíu árum er frá Filippseyjum og Taíiandi. Flestir búa í Svíþjóð íslenskum ríkisborgurum með lög- heimili erlendis hefur fjölgað úr 2.558 árið 1965 í 17.567 þann 1. desember síðastliðinn. Flestir búa á Norðurlöndunum, 11.111, þar af 5.170 í Svíþjóð. 3.759 búa í Ameríku og 2.159 í Evrópulöndunum utan Norðurlandanna en fæn-i í öðrum heimsálfum. 5.170 Dvalariönd íslenskra ríkisborgara ytra 1. des. 1993 Erlendir ríkisborgarar* á ísland i 1950-93 11,8% íbúa | 3.357 3.261 2.284 6000 5000 4000 3000 2000 1000 '80 '85 '87 '88 '89 '90 '91 '92 '93 Heimajönd erlendra ríkisborgara* á ísland A • I 1. des. 1993 E •£ iE 1 O) J * §> i 11! >< 1.081 584 572 * ■I wm 430 -* I 315 305 Onnur lönd •§ 1.261 * Eíl. "2L 309 288 - • ||Bœ_ 138 IDAG kl. 12.00 Heimild: Veöurslofa íslands (Byggt á veöurapá kl. 16.30 í gær) VEÐUR xm VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hitl vaður Akureyri 2 skýjað Reykjavik 4 skýjað Bergen 1 skýjað Helalnki +13 heiðskírt Kaupmannahöfr 0 kornsnjór Narssar8suaq 3 skýjað Nuuk +6 skafrenningur Óaló +6 8kýjað Stokkhólmur +6 snjókoma Þórshöfn 6 hátfskýjað Algarve 16 skýjað Amsterdam 5 alskýjað Barceiona 12 léttskýjað Berlín 3 þokumóða Chicago +13 léttskýjað Feneyjar 13 heiðskírt Frankfurt 6 þokumóða Glasgow 3 súld Hamborg 3 þokumóða London B léttskýjað Los Angeles 12 rigning Lúxomborg 1 þoka Madríd 10 skýjað Malaga vantar Mallorca 15 skýjað Montreal +18 léttskýjað New York 3 heiðskirt Orlando vantar Parfs 5 rigning Madelra 17 hálfskýjað Róm 16 skýjað Vín 7 skýjað Washlngton +2 þokumóða Winnipeg +34 heiðskírt Formaður LIU um rækjukvóta loðnuskipa Algerlega út í hött að sækja kvótann til loðnuskipanna KRISTJÁN Ragnarsson, formaður LÍÚ, vísar því algerlega á bug að rækjukvóta sem útgerðir 40 loðnuskipa fengu úthlutað árið 1988 verði deilt á milli togara og stærri togskipa á Vestfjörðum, eins og framkvæmdastjóri Togaraútgerðar ísafjarðar lagði til í frétt Morgunblaðsins um helgina. Krislján segir þetta algerlega ófæra leið til að leysa úr vanda Vestfirðinga og það sé eins og menn hafi ekki áttað sig á, að með breytingunum sem gerðar voru á lögum um sljórn fiskveiða árið 1990, sé hveiju skipi úthlutað aflahlutdeild í hverri tegund og þær séu framseljanlegar fram og til baka á milli skipa. Sú úthlutun rækjukvóta sem átti sér stað 1988 heyri sögunni tiL Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra segist ekki hafa séð neina tillögu um útfærslu á þessum hug- myndum og því sé ekki tilefni til að segja álit sitt á þeim. „Ég las þessa Morgunblaðsfrétt og sá enga útfærslu á hugmyndinni þannig að það er ekki mikið um að tala. Ef það á að útfæra hugmyndina þá þarf að byija á því að tilgreina þau skip sem flytja á kvótann frá,“ sagði hann. „Þú sækir ekki þennan kvóta til loðnuskipa í dag, það er algjörlega út í hött. Hann er kominn út og suður og menn hafa skipt þessu fyrir annað,“ segir Kristján „Það hafa komið mörg ný rækjuskip, sem hafa svo orðið að viða að sér kvóta frá öðrum, sem ekki höfðu reynslu. Þetta er því ekki fær leið á neinn máta,“ segir hann. „Þegar kvótakerfið byrjaði 1984 þá var loðnuveiði góð og þá var meiri botnfiskur tekinn af þeim skipum en af nokkrum öðrum þann- ig að það má endalaust deila um hver hafi fengið hvað frá hveijum. Sem betur fer er ekki hægt að hlaupa inn i þetta eftir geðþótta og það hefur verið styrkur þessa kerfis frá byijun,“ sagði Kristján Ragnarsson. -----» ♦ ♦ Vegir í Landeyjum Lægsta tilboð helmingxir af kostnað- aráætlun GUÐJÓN Jónsson á Hvolsvelli átti lægsta tilboð í lagningu vega í Landeyjum sem Vegagerðin bauð nýlega út. Tilboð Guðjóns var 7,3 miiyónir sem er 47% af kostnaðaráætlun Vegagerðarinn- ar en hún hljóðar upp á 15,4 milljónir. Umræddir vegir eru Akureyjar- vegur og Gunnarshólmavegur, sam- tals 5,2 km að lengd. Ljúka á verk- inu fyrir 1. júlí í sumar. Ellefu verk- takar buðu og voru tilboðin á á bil- inu 7,3 til 12,4 milljóhir kr. Týndu piltarnir úr Keflavík Leitað án árangurs UM 200 björgunarsveitarmenn af Suðurnesjum fínkembdu um helg- ina án árangurs það svæði þar sem leitað hefur verið piltanna tveggja sem saknað hefur verið frá Keflavík síðan í fyrri viku. Á næstunni verður slætt í grennd við liafnir í leit af piltunum. Að sögn Ólafs Bjarnasonar í leitarstjórn björgunarmanna var gengið frá Straumsvík að Garð- skaga auk þess sem þyrla fór með ströndum. Kafarar hafa einnig leitað mest allt svæðið undan Keflavlk en það hefur ekkiskilað árangri fremur en leit með neðansjávarmyndavél. Framundan er að hver björgun- arsveit fyrir sig láti ganga sitt svæði en frekari skipulögð leit er ekki á döfinni, að sögn Ólafs Bjarnasonar. > I I I I I I I \ I I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.