Morgunblaðið - 08.02.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.02.1994, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞUIÐJUDAGUR 8. FÉBRUAR 1994 Fundið til í ljóði Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Unnur Sólrún Bragadóttir: Mar- íutásur í bandaskóm. Blómakarf- an, bókaútgáfa 1994. Er á þetta lítandi? hét fyrsta ljóða- bók Unnar Sólrúnar Bragadóttur og kom út 1971. Svarið var umsvifa- laust já. Síðan hefur komið frá henni ljóðabókin Fyrir utan gluggann (1991) og nú Maríutásur í banda- skóm. Nýja bókin_ skiptist í tvo hluta, ljóðaflokkinn ísafold og Maríutásur sem í eru ýmis ljóð. Saga ísafoldar er rakin í myndum úr lífi hennar. Þungamiðjan er basl. Það er helst í bernskunni, „í rabarb- araskóginum með ömmu“, sem lífíð er áhyggjulaust. Baráttan tekur svo við með öllum þeim kröfum sem þjóð- félagið gerir til fólks. Aftur á móti gildir það um ljóðaflokk Unnar Sól- rúnar að yfir honum er léttleiki sem forðar honum frá að verða tómur harmagrátur.þótt ástandið sé alveg nógu slæmt. Þegar „fímbulvetur sálar“ tekur völd finnur ísafold „svo til í ljóðinu". Aður en lauf taka líka að falla í ljóða- garði „gjaldþrotasumarið" er farið í langa göngu í sama garði: laufpð tré og lítt þroskuð epli gleypti hvert orð með kjarnahúsi fann það vaxa í sér hún Unnur Sólrún Bragadóttir ljóðhús vetrar að vori allar gáttir opnar og svo heilt sumar Miðað við það hve erfitt er að tjá lífsreynslu á borð við ísafoldar í ljóði, hætt við að úr verði eingöngu flatur texti og einhliða boðun, þykir mér Unni Sólrúnu takast það á viðunandi hátt. Þrátt fyrir þjakandi upptalning- ar hversdagsefna, ásókn „óskáld- legs“ veruleika, hefur flokkurinn ljóðræna kosti sem gerir hann meira en skýrslu. Skýjalykt í húsi Hversdagsleikanum lýkur ekki með ísafold. í síðari hluta bókarinnar, Maríutásum, er hann enn á ferð. Þeir sem búa til dæmis við Grágötu 13, öryrkinn Jón í risinu, Sigga í kjallaranum og Sigurður á miðhæðinni, hafa ekki ástæðu til bjartsýni. Það er helst að sú sé örugg og að vissu marki hamingjusöm sem heima á í húsi sem.ekki er hægt að selja á uppboði vegna þess að inni í því er „svo vond skýjalykt“. í þessum hluta eru ljóð sem eru æskilega hnitmiðuð án þess að vera gátur. Ég nefni Um stjörnu, Til Gústa, Þín að eilífu og lokaljóðið samnefnt bókinni. Ballerínan er heppnað ljóð að því leyti að það segir sögu brostinna vona og fjarlægra drauma á skýru máli án málalenginga og óþarfra ályktana. Um afskorið eyra Van Goghs hafa margir ort og fæstir með- árangri. Slíkum ljóðum hættir til að verða eins konar ávani skálda. Unnur Sólrún vandar sig og er ekki í vondum félagsskap hvað þetta varðar, en hún nær betur til lesandans þegar hún speglar hina fremur dapurlegu íslensku samtíð. Það er þó á færi skáldskaparins að ljá henni lit. riLBOB TilBO® TiLBOÐ TIIBOS TILBOB TILBOÐ Tflfc AEO Rykbamba... ...nú bjóðast allar tegundir AEG ryksuga á sérstöku tilboðsverði Vampyr 730i kraftmikil 1300 wött dregurinn snúruna, 2 fylgihlutur, Litur: Ijósgrá. Réttverö 12.520,- eba 11.894,- stgr Tilboð stgr. 9.990,- 0 JiíBOB Vampyr 763i ^ 1300 wött, stillanlegur sogkraftur, dregur inn snúruna, innbyggö fylgihluta- geymsla. Litur: Ljósgrá. Réttverö 15.210,- eöa 14.450.- stgr Tilboö stgr. 12.710,- Vampyr 821 1300 wött, stillanlegur sogkraftur, dregur inn snúruna, innbyggö fylgihluta- geymsla. Litur: órá. Réttver b 17.618,- eba 16.737,- stgr Tilboð stgr. 13.490,- Vampyr761i 1300 wött, stillanlegur sogkraftur, dregur inn snúruna, innbyggö fylgihluta- geymsla. Litur: Raub. Réttverö 15.210,- eÓa 14.450,- stgr Tilboö stgr. 12.710,- VELDU ÞER TÆ.KI SEM ENDAST Hjá Bræbrunvm Ormsson bjóðast þér góðar ryksvgur á sjrstöku tilbobsverbi O I Umboðsmenn Reykjavík og nágrenni: BYKO Reykjavík, Hafnarfiröi og Kópavogi Byggt & Búiö, Reykjavík Brúnás innréttingar.Reykjavík Fit, Hafnarfiröi Þorsteinn Bergmann.Reykjavík H.G. Guöjónsson, Reykjavík Rafbúöin, Kópavogi/ Vesturland: Málningarþjónustan, Akranesi Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi Blómsturvellir, Hellissandi Guöni Hallgrímsson, Grundarfiröi Ásubúö.Búöardal Vestfiröir: Rafbúö Jónasar Þór.Patreksfiröi Edinborg, Bíldudal Verslun Gunnars Sigurössonar Þingeyri Straumur.Isafiröi Noröurland: Kf. Steingrímsfjaröar.Hólmavík Kf. V-hún., Hvammstanga Kf. Húnvetninga, Blönduósi Skagfiröingabúö, Sauöárkróki KEA, Akureyri KEA, Dalvík Bókabúö, Rannveigar, Laugum Sel.Mývatnssveit Kf. Þingeyínga, Húsavík Urö, Raufarhöfn Austurland: Sveinn Guömundsson, Egilsstööum Kf. Vopnfiröinga, Vopnafiröi Stál, Seyöisfiröi Verslunin Vík, Neskaupsstaö Hjalti Sigurösson, Eskifiröi Rafnet, Reyöarfiröi Kf. Fáskrúösfiröinga, Fáskrúösfiröi KASK, Höfn Suöurland: Kf. Rangæinga, Hvolsvelli Mosfell, Hellu Árvirkinn, Selfossi Rás, Þorlákshöfn Brimnes, Vestmannaeyjum Reykjanes: Stapafell, Keflavík Rafborg, Grindavík. Um land allt! o Ö' * 0 Ó AEG Heimilistæki og handverkfæri índesíf Heimilistæki Heimilistæki ismet Heimilistæki ZWILLING J.A. HENCKELS Hnífar @BOSCH Bílavarahlutir - dieselhlutir BRÆÐURNIR ORMSSONHF Lágmúla 8, Sími 38820 Umbobsmenn um land allt MENNING/LISTIR Myndlist Olíumálverk á Kaffi Mílanó Guðrán H. Jónsdóttir (Gígja) opnar í dag, þriðjudaginn 8. febráar, sýn- ingu á olíumálverkum á Kaffi Mílanó, Faxafeni 11. Þetta erönnureinkasýn- ing Gígju, en hún hefur áður haldið sýningu í Hafnarborg 1991. Strákar á stöpli S Menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi hefur undanfarið staðið yfir sýningin „Karlímyndin" með þátttöku 12 karlkyns listamanna. Auk þess hafa tekið þátt í sýningunni 29 gest- ir ýmist nemendur úr Myndlista- og handíðaskóla íslands eða nýútskrifað- Verk á sýningunni í Gerðu- bergi. von Zieritz, Arne Mellnás og William Sweeney. í kynningu segir m.a: „Tónverkið Mar eftir Þórólf Eiríksson byggist á upptökum úr undirdjúpum hafsins, af söng hvala. The Songs of the Decaying Gardens er nýlegt verk eft- ir danska tónskáldið Bent Sörensen. Þetta er fínleg stemmning í þremur köflum á mjög persónulegu tónmáli. Scroll Fragments eftir ísraelska tón- skáldið Gabriel Iranyi verður frumf- utt í sir.ni upphaflegu mynd. Verkið er í tveimur köflum og byggist á forn- um hebreskum bænum. Italinn Luc- iano Berio er einna þekktastur núlif- andi tónskálda. Hann hefur á löngum ferli samið fjölda einleiks-sequenza fyrir flest nútímahljóðfæri. Sequenza IXa er eitt af klassísku verkum klárí- nettubókmennta tuttugustu aldar, margþætt verk þar sem litir hljóðfær- isins njóta sín til fullnustu. Grete von Zieritz er fædd í Austurríki árið 1899 og verður því 95 ára á þessu ári. Hún tók snemma sérstöku ástfóstri við klarínettuna, hefur samið flölda verka fyrir hljóðfærið og er enn að. Árið 1991 skrifaði hún Ein Mensch erinnert sich þar sem hún lítur yfir farinn veg í stuttri hugvekju. Riflessi- oni er verk fyrir klarínettu og hrein rafhljóð á segulbandi. Þetta er sérlega vel samið verk eftir Arne Mellnás sem í dag er eitt mest áberandi tónskáld Svía. Þess má geta að hann lauk nýverið við konsert fyrir flautu og kammersveit, „Intimate Games“, fyr- ir Manuelu Wiesler. Lokaverk tónleik- anna er eftir skoska tónskáldið Will- iam Sweeney, Nine Days Piobaire- achd er grundað á hefðum og tækni sekkjapíputónlistar, tilbrigði á til- brigði ofan. I þessu verki yfirfærir tónskáldið leiktækni sekkjapípuleik- ararns yfir á klarínettuna með marg- víslegu skrauti og flúri.“ ir myndlistarmenn. Hefur hver og einn gestanna sett upp verk sem stendur 1 einn dag. í þessum verkum hafa komið fram ýmsar útfærslur og túlkanir á karlímyndinni og hefur Menningarmiðstöðin Gerðuberg ákveðið að sýna þau sérstaklega í þijá daga. Myndverkin eru unnin á hinn fjölbreytilegasta hátt. Sýningin „Strákar á stöpli" var opnuð sl. sunnudag og stendur til og með 16. febrúar. Opið verður frá kl. 10-22. Tónlist Ljóð úr ýmsum áttum Á tónleikum Guðna Franzsonar i Listasafni Akureyrar í dag, þriðjudag, verða leikin verk eftir sjö höfunda og hefjast þeir kl. 20.30. Tónleikarnir verða einnig á Kjarvalsstöðum sunnu- daginn 13. febráar og hefjast á sama tíma. Á efnisskrá tónleikanna verða verk eftir Þórólf Eríksson, Bent Sörensen, Gabriel Iranyi, Luciano Berio, Grete Fyrirlestur Bragi skáld og Snorri Dr. Olga A. Smimickaja, prófessor í norrænum fræðum og miðaldaensku við háskólann í Moskvu, flytur opin- beran fyrirlestur í boði heimspeki- deildar Háskóla íslands fimmtudag- inn 10. febrúar kl. 17.15 í stofu 311 í Árnagarði. Fyrirlesturinn nefnist Bragi skáld og Snorri og verður fluttur á ensku. Olga Smirnickaja hefur birt fjölda greina í viðurkenndum fræðiritum um ýmsa þætti germanskra málvisinda og bragfræði. Hún hefur ritstýrt út- gáfu á engilsaxneskum ljóðum og Sverris sögu og þýtt Snorra-Eddu, Gísla sögu Súrssonar, Grettis sögu og vísur í Heimskringlu á rússnesku. Þá hefur hún samið tvær bækur og önnur þeirra fjallar um brag og mál í fornum germönskum skáldskap sem eru um það bil að koma út hjá há- skólaforlaginu í Moskvu. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Nýjar bækur ■ Út er komið 5. bindið í flokknum Málfræðirannsóknir. Það nefnist Beygingakerfi nafn- orða í nútímaíslensku og er eftir Ástu Svavarsdóttur cand. mag. Ritið fjallar um beygingakerfi nafn- orða í nútímamáli og skiptist í fjóra meginkafla auk inngangs og niður- lags. í öðrum kafla er vikið lítillega að mismunandi kenningum í mái- fræði og síðan gerð grein fyrir ýmsum lykilhugtökum í beyginga- fræði. Þriðji kafli fjallar um mis- munandi lýsingar á beygingakerfi íslenskra nafnorða. í fjórða kafla er greint frá framkvæmd og niður- stöðum athugunar sem höfundur gerði á tíðni og stærð beygingar- flokka. Meginniðurstaðan er sú að rúmlega þrír fjórðu hlutar nafnorð- anna í athuguninni falla í fimm stærstu beygingarflokkana. Útgefandi er Málvísindastofn- un Háskóla Islands. Ritið sem er 156 bls. er fáanlegt í öllum helstu bókabúðum en einnig er hægt að panta það hjá Málvisinda- stofnun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.