Morgunblaðið - 08.02.1994, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.02.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 1994 15 óæskilegum ágangi, en jafnframt að tryggja fasta búsetu, án þess að vera með óraunhæfar hugmynd- ir um t.d. að allt þetta svæði yrði þjóðgarður og ríkið myndi á grund- velli þeirra kaupa upp jarðir þama. Við höfum litið til þeirrar vemdar sem náttúmvemdarlögin bjóða upp á. Hægt er að gera ákveðin svæði, eins og t.d. Hengilssvæðið, að fólk- vangi og þar með setja ákveðnar reglur um umferð og umgengni á svæðinu sem síða þyrfti að finna leiðir til að framfylgja. En þar með væri aðeins búið að búa afmörkuðu svæði vemd en hin væm eftir. Gall- inn við að taka svæði til verndar í slíkum bitum er sá að þá snýst dæmið eingöpgu um náttúmvemd en hið félagslega líf á svæðinu verð- ur útundan. Útkoman út úr þessum umþenkingum er sú að við teljum skynsamlegast að setja sér lög um hluta svæðisins og höfum dregið upp línu í kringum vatnasvið Þing- vallavatns. Með því móti náum við inn í þetta vatninu, ströndum þess og aðrennslissvæði vatnsins, sem nær upp undir jökul. Inn í slík sér- lög væri jafnframt hægt að setja inn alls konar ákvæði sem tækju á hinum félagslegu þáttum málsins, sem væri nauðsynlegt að móta í náinni samvinnu við heimamenn. Ekki má gleyma því að það er bein- línis öryggismál að hafa búfólk í kringum vatnið á öllum árstímum, auk þess sem það er bæði skemmti- legra og eðlilegra umhverfí. Tillaga okkar endar því á að stinga upp á að setja sérlög um vatnasvið Þing- vallavatns. Svæðisskipulag er grundvallar- áætlun sem aðrir aðilar geta síðan byggt á. Samvinnunefndum um sameiginlegt svæðisskipulag hreppa hefur verið komið á fót á fleiri stöðum á landinu. T.d. er nú verið að skrifa undir sameiginlegt svæðisskipulag fyrir svæðið sem gengur frá Botnsá upp undir Borg- ames sem fímm sveitarfélög sunn- an Skarðsheiðar eiga aðild að. Einn- ig er verið að vinna að svæðisskipu- lagi hreppa í Dölunum, á Suðumesj- um, í Flóanum og víðar. Þetta er nýtt og menn em nokkuð lengi að átta sig á um hvað þetta snýst en þar sem ég þekki til hafa menn náð saman um mikilvægustu málefnin og verið ánægðir með það. Gangur þessara máia er sá að þegar ekkert er lengur í greinar- gerð samvinnunefndar sem mönn- um fínnst þeir ekki geta skrifað undir, er leitað eftir heimild sveitar- stjórnanna og Skipulagsstjómar og til að auglýsa tillöguna sem er ann- ars vegar kort og hins vegar grein- argerð sem menn geta kynnt sér. Síðan birtist auglýsingin í Lögbirt- ingarblaðinu og öðmm blöðum. Fólki er boðið að skoða.umrædd gögn á tilteknum stað og koma athugasemdum, ef einhveijar era, á framfæri innan átta vikna frá birtingu auglýsingarinnar. Eftir það eru athugasemdirnar teknar fyrir bæði á vettvangi sveitarstjórna og samvinnunefndar og að lokum hjá Skipulagsstjórn ríkisins. Að öllu þessu loknu er skipulagið hæft til samþykktar og síðan staðfestingar umhverfisráðherra, sem gefur skipulaginu loks lagagildi. Svona skipulag á hins vegar ekki að gilda um aldur og ævi, heldur á að endur- skoða það, helst eigi sjaldnar en á fímm ára fresti, því við mennirnir sjáum skammt og reynslan kennir okkur margt.“ Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir Deuísche BankAG íFrankfurt Fjölmargir viðskiptavinir Fjárfestingarfélagsins Skandia hf. hafa þegar kynnst því hversu einfalt það er að fjárfesta hluta eigna sinna í erlendum verðbréfum. Flestir þeirra hafa fengið raun- ávöxtun sem er verulega umfram það sem gerist og gengur hér heima. Jafnframt hafa þeir náð betri og skynsamlegri áhættudreifingu á sparifé sitt þar sem þeir treysta ekki lengur eingöngu á verðgildi íslensku krónunnar. T.d. er það markmið sumra verðbréfasjóða að fjárfesta einungis í ömggum verðbréfum, svo sem ríkisbréfum á meðan aðrir leitast við að ná hárri ávöxtun með fjárfestingu í efnilegum fyrirtækjum. Fjárfestingarfélagið Skandia er umboðsaðili fyrir ýmis eignaumsýslufélög sem njóta mikils trausts á heimsmarkaði og bjóða þau öll sjóði með góðri áhættudreifíngu. Þú þarft ekki endilega að kaupa hlut í Deutsche Bank eða áþekku fyrirtæki til að fjárfesta áhættu- lítið erlendis. Þú getur valið á milli margra mis- munandi verðbréfasjóða, þar sem áhætta er í lágmarki. Ráðgjafar Skandia aðstoða þig fúslega við að finna rétta verðbréfasjóðinn fyrir þig. Skandia Fjárfestingarfélagið Skandia hf. Löggilt verðbréfafyrirtæki • Laugavegi 170, Sími 61 97 00 Útibú: Kringlunni, Sími 68 97 00 • Akureyri, Sími 122 22 Fjárfestingarfélagið Skandia hf er alfarið í eigu Skandia-samsteypunnar IMWHIIiWWIIIlHailBBIIMIIIMMMMMBBHMWl rji r ^ Ag. yMWg/tm m Metsölublad á hverjum degi! Ætlarðu að missa aí þessum einstöku möguleikum? Við drögum 10. febrúar. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.