Morgunblaðið - 08.02.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.02.1994, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRUAR 1994 Veist þú að í Gagnasafni Morgunblaðsins er að finna 1308 sreinár og fréttir Nýr yfirmaður herafla NATO ■. ■ i — - ■ Washinglon. Reuter. BILL Clinton Bandaríkjaforseti hefur útnefnt George Alfred Joulwan sem yfirmann herafla Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Evrópu. . - Morgunblaöið 10. október 1993 % , ^ Varnarmálaráðherrar NATO-ríkja á fundi í Brussel Varað við niðurskurði á framlögum til varnarmála Brussel. Reuter. Vamarmálaráðherrar Atlantshafs- bandalagsins, NATO, samþykktu í gær að skora á ríkisstjómir | aðildamkjanna að hætta miklum niðurskurði á framlögum til vamarmála vegna nýrra krafna, sem gerðar væru til bandalagsins, til dæmis varðandi friðargæslu. - MorgunblaðiÖ 27. maí 1993 Enn ekkert ákveðið um varaflugvöll - segir - framkvæmdastjóri NATO ENGAR ákvarðanir hafa verið teknar varðandi lagningu vara- flugvallar á íslandi, að sögn Manfreds Wömers, framkvæmda- stjóra Atlantshafsbandalagsins (NATO). Wömer kom hingað til lands á miðvikudagskvöld og átti viðræður við íslenska ráðamenn. - Morgunblaðil) ll.apríl 1988 Hvort sem er vegna starfa eða áhugamála getur áskrift að Gagnasafni Morgunblaðslns komið að góöu gagni. Allir sem eiga einmenningstölvu geta orðið áskrifendur og nýtt sér þær upplýsingar sem eru í gagnasafninu. Hægt er aö leita í safninu eftir oröum, nöfnum, dagsetningum, höfundum ofl. ofl. Allar upplýsingar veitir Strengur hf. í síma 624700 eða 685130. STRENGUR hí. — Söluverðið á SR-mjöli hf. reynist vonandi sanngjamt eftir Sigurð B. Stefánsson Gunnlaugur Þórðarson hrl. ritar grein í Morgunblaðið fimmtudag- inn 3. febrúar sl. sem hann nefnir „Upptaka á almannafé“. í grein- inni fjallar höfundur um sölu ríkis- sjóðs á öllum hlutabréfum í SR- mjöli hf. nú fyrir áramótin. Telur hann að ekki hafi verið staðið að sölunni eins og vera ber en jafn- framt að söluverðið hafi verið of lágt. Hvernig staðið var að sölunni hefur þegar verið lýst vandlega, m.a. í ítarlegri fréttaskýringu hér í Morgunblaðinu. Ég starfa hjá því fyrirtæki sem ber ábyrgð á verðmatinu á SR-mjöli hf. auk þess að hafa umsjón með sölu hlutabréfanna og get því gert nán- ★ Rcroprint TltVlE RECORDER CO. Stlmpilklukkur fyrir nútlð og framtfð OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33-105 Reykjavík Simar 624631 / 624699 ari grein fyrir söluverðinu. Rekstur Síldarverksmiðja ríkis- ins, en svo hét fyrirtækið þar til SR-mjöl hf. tók til starfa 1. ágúst 1993, hefur ekki gengið sem best á liðnum árum. Samanlagt tap félagsins frá árinu 1980 til 31. júlí 1993 nam um 1.300 milljónum króna á verðlagi í ágúst 1993 en um 1.040 m.kr. þegar 260 m.kr. hagnaður SR-mjöls hf. haustið 1993 er talinn með. Afkoma Síld- arverksmiðja ríkisins var afar sveiflukennd en ekki varð teljandi hagnaður á þessu tímabili nema um 130 m.kr. árið 1980 og um 350 m.kr. árið 1985 (á verðlagi í ágúst 1993) og síðan 260 m.kr. hagnaður af rekstri SR-mjöls hf. mánuðina ágúst til október 1993. Tapið af rekstri SR á ofangreind- um fjórtán árum frá 1980 til 1993 nam því yfir 74 m.kr. á hvetju einasta ári að jafnaði (þegar 260 m.kr. hagnaður SR-mjöls hf. er talinn með) og þurfti ríkissjóður að standa straum af því tapi sem eigandi félagsins. Af þessum tölum er ljóst að um mikla áhættu er að ræða í rekstri SR-mjöls hf. Nýr eigandi sem greiddi 725 m.kr. fyrir hlutabréfín verður að standa sig betur en hinn fyrri ef dæmið á að ganga upp. Við stofnun SR-mjöls hf. voru eignir félagsins endurmetnar auk þess sem ríkissjóður yfirtók 400 m.kr. af uppsöfnuðum skuldum þess. Eftir að ríkissjóður hafði yfirtekið þessar 400 m.kr. af skuldum félagsins var eigið fé þess 1.074 m.kr. eftir endurmat eigna hinn 1. ágúst 1993 en 425 m.kr. fyrir endurmat eignanna. Við mat á verði hlutabréfa er stundum stuðst við verð þeirra sem hlutfall af bókhaldslegu verðmæti eigna félagsins. Undanfarna mán- uði hefur verð á hlutabréfum í skráðum félögum á innlendum markaði verið nálægt bókfærðu verði þeirra. Þá er sagt að verðið svari til um 100% af bókfærðu verði. Ef verðið á hlutabréfum í SR- mjöli hf. (þ.e. 725 m.kr.) er skoðað í þessu ljósi og miðað er við eign- ir félagsins eins og þær voru fyrir endurmat hinn h ágúst 1993 (þ.e. 425 m.kr.) fæst hlutfallið 171%. Hlutabréfin voru því seld á 71% hærra verði en sem svarar meðal- verði hlutabréfa í skráðum íslensk- um félögum á markaði. Sem dæmi mætti nefna að verð á hlutabréfum í Eimskip er nú um 20-30% yfir þessu meðaltali á markaðnum. Ef miðað er við endurmetnar eignir í reikningum SR-mjöls hf. (þ.e. 1.074 m.kr.) svarar 725 m.kr. verðið til 68% af bókfærðu verði eignanna. Ekkert fyrirtækjanna á hlutabréfamarkaði er með nýend- urmetnar eignir eins og SR-mjöl hf. Ef til vill kæmust Flugleiðir hf. næst því með yngsta flugvéla- flota í Evrópu en aðrar eignir eðli- lega fyrndar. Þar svarar skráð verð hlutabréfanna til um 70% af bókfærðu verði eignanna sem er nálægt söluverði SR-mjöls hf. þeg- ar miðað er við endurmetnar eign- ir þess félags. En mat á söluverði fyrirtækis er ekki aðeins unnið eftir verð- mæti eigna heldur einnig út frá því hve miklum hagnaði fyrirtækið er talið geta skilað eigendum sín- um í framtíðinni. Fiskifræðingar spá góðri' loðnuveiði á þessu ári og hinu næsta. Á því leikur þó ekki vafí að þær sveiflur sem ver- ið hafa í veiðum munu halda áfram og inn á milli geta komið ár þar Sigurður B. Stefánsson „Það er ótvíræð niður- staða VÍB að ríkissjóð- ur hafi náð hagstæðum samningi um sölu hluta- bréfanna í SR-mjöli hf. eftir langvarandi tap- rekstur Síldarverk- smiðja ríkisins sem hrun verður í loðnuveiði. Til að gera sér grein fyrir eðlilegu verði hlutabréfa í SR-mjöli hf. verður að notast við spá um af- komu í framtíðinni en það eru ein- mitt þær tekjur sem kaupendur eru að kaupa sér hlutdeild í. Dökk mynd fæst ef litið er til baka og rekstur liðinna ára skoðaður. Þótt ekkert bendi til þess að veiðar næstu tíu ára verði með öðrum hætti en árin 1980 til 1993 er umtalsverður rekstrarhagnaður á næstu árum samt sem áður for- senda fyrir 725 m.kr. söluverði hlutabréfanna í SR-mjöli hf. bíllinn i lilÉndi og bill fii effnahogsliorffur Lada Soffir uerifiri Im SS Negld vetrardekk og sumardekk eru innifalin f verði út þorrann!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.