Morgunblaðið - 08.02.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.02.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 1994 19 fjölda hluthafa í stórfyrirtækjun- um breyti nokkru í þessum efnum. Árangnr kvótakerfisins Ágúst og Ragnar fara mörgum orðum um mun stærra viðfangs- efni sem við höfum leitt hjá okkur að ræða - um ágæti kvótakerfa í fiskveiðum. „Stjórnkerfí okkar,“ segja höfundar, „er viðurkennt sem hagkvæmasta stjórnkerfi sem þekkist við fiskveiðar." Hér er ekki tóm til að leggja mat á rétt- mæti slíkrar fullyrðingar; aðeins skal minnt á þrjú atriði sem mikil- vægt er að hafa í huga. í fyrsta lagi er nauðsynlegt að skilja vand- lega á milli kenningar og veru- leika. Eflaust hefur sú róttæka tilraunastarfsemi sem kennd er við kvótakerfið borið nokkurn árang- ur, en talsmenn kvótakerfisins verða að horfast í augu við þá nöturlegu staðreynd að árangur- inn er heldur rýr ef höfð eru í huga tvö af megin markmiðum kerfisins, að draga úr veiðigetu flotans (hamla gegn offjárfestingu í skipum) og stuðla að skynsam- legri nýtingu fiskistofna; þrátt fyrir áratugs reynslu af slíku fyrir- komulagi í botnfiskveiðum hefur fjárfesting í fiskiskipum haldið áfram að aukast og veiðiþol þeirra stofna sem mestu máli skipta gef- ur, a.m.k. að mati fiskifræðinga, síður en svo tilefni til bjartsýni. í öðru lagi má ekki horfa fram- hjá því að kvótakerfið hefur haft ýmsar félagslegar og pólitískar afleiðingar í för með sér (m.a. byggðavanda og „kvótabrask") sem kenningasmiðirnir létu undir höfuð leggjast að fjalla um svo nokkru næmi. Stundum er niður- staðan raunar þvert á við það sem menn hafa spáð. Því hefur til að mynda verið haldið fram, að vegna þess að kvótakerfi leiði óhjá- kvæmilega til aukinnar arðsemi hljóti samningsstaða sjómanna að styrkjast. Erfitt er að koma þessu heim og saman við atburðarás síð- ustu vikna; sjómenn fóru í tveggja vikna verkfall m.a. til að sporna gegn því að þeir væru „neyddir" til að taka þátt í kvótakaupum útgerðarmanna. I þriðja lagi er ástæða til að setja spurningarmerki við ráðandi skilning á orðinu „hagkvæmni“. Umræðan um kvótakerfi í fisk- veiðum' endurspeglar einmitt djúp- stæðan ágreining um þetta efni. í mörgum mannlegum fræðum, m.a. í hagfræði, er deilt um það að hve miklu leyti hægt sé að aðskilja „tæknilega" umræðu um hagstjórn og „siðferðilega“ um- ræðu um réttlæti, ábyrgð og jöfn- uð. Margir hagfræðingar hafa til- hneigingu til að einbeita sér að tæknilegu hliðinni og vísa spurn- ingum er varða siðferði algjörlega á bug. Hagfræðingar eru þó alls ekki allir á sama máli hvað þetta snertir. Þær breytingar sem nú eiga sér stað í íslenskum sjávarútvegi, m.a. breytingar á skiptingu veiðiheim- ilda, eru margþætt og flókið við- fangsefni sem brýnt er að ræða til hlítar, opinskátt og fordóma- laust. Grein þeirra Ágústs og Ragnars, sem hér hefur verið til umræðu, er ágætt framlag til þessarar umræðu. Margar fullyrð- inga þeirra eru hins vegar ekki studdar nauðsynlegum gögnum og rökum. Eitt er að ala með sér sannfæringu um það hvernig hlut- irnir hljóti að vera og annað að horfast í augu við hvernig þeir eru. Gísli Pálsson er prófessor í mannfræði við félagsvísindadcild Háskóla íslands. Agnar Helgason stundar frnmhaldsnám og rannsóknir við sömu stofnun. Samráðsfundur félaga gegn aðild Norðurlanda að EB FÉLAGASAMTÖK sem berjast gegn aðild einstakra Norðurlanda að Evrópusamfélaginu héldu samráðsfund í Helsingfors dagana 23.-24. janúar sl. Þau eru Nei til EF, Noregi, Nei til EU, Svíþjóð, Alternativ til EU, Finnlandi, Junibevægelsen og Folkebevægelsen mod EF, Danmörku, og Samstaða um óháð Island. Á fundinum voru aðallega rædd eftirfarandi atriði: Meginatriði í Hvítbók EU, sem samþykkt var í desember 1993. í henni kemur fram að markviss er stefna að sveigjan- legri atvinnumarkaði, sem fyrirsjá- anlega mun auka atvinnuleysi og lakari kjör vinnandi fólks. Þróun umhverfismála innan EU og að ekki hefur verið staðið við yfirlýsingar um að fullt tillit yrði tekið til sérstöðu Danmerkur í þeim efnum eftir samþykkt Maastricht- samkomulagsins. Rætt var um nauðsyn þess að þróa „norrænan efnhagslegan val- kost“ við að sækja um inngöngu í Evrópusamfélagið. Taka ber hug- myndir um „NORDEK“ sem ræddar voru í byijun áttunda áratugarins. Ákveðið var að stórefla samstarf milli félaganna, auka upplýsinga- flæði milli þeirra og leggja drög að mótun á sameiginlegri stefnuskrá varðandi þá pólitísku stefnumörkun sem tekin hefur verið með stofnun EES og umsóknum Noregs, Sví- þjóðar og Finnlands að EB. Skilafrestur skattframtals rennur út 10. febrúar Leiðbeiningabæklingur með skattframtali hefur að geyma nauðsynlegar upplýsingar varðandi framtalsgerðina. Kynntu þér bæklinginn vel - og útfylling framtalsins verður auðveldari en þig grunar. Rétt útfyllt skattframtal tryggir þér rétta skattlagningu. Eyðublöð liggja frammi hjá skattstjórum og umboðsmönnum þeirra, og í Reykjavík í bönkum, bankaútibúum og sparisjóðum. Þá er minnt á mikilvægi þess að varðveita launaseðla. Ef þörf krefur eru þeir sönnun fyrir því að staðgreiðsla hafi verið dregin af launum. Skattframtalinu á að skila til skattstjóra í viðkomandi umdæmi og mundu að taka afrit af framtalinu áður en því er skilað. Skilaðu tímanlega og forðastu álag! RSK RÍKISSKATTSTJÓRI HVÍTA HÚSIO /SlA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.