Morgunblaðið - 08.02.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.02.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRUAR 1994 21 Lögreglumenn hafa ýmsar athugasemdir við frumvarpið FYRIRTÆKIASALAN VARSLA Síöumúli 15 - PállBergsson Slmi 812262 • Fax 812539 Emi heimt- ast kindur áþorra Borg, Miklaholtshrcppi. FYRIR skömmu fundust, kindur á Skógarströnd. Var frá því skýrt í Morgunblaðinu. Nú fundust kindur í Kolbeinsstaðahreppi. Það var Olafur Sigvaldason í Ásbrún, sem fann veturgamla á með hrútlambi. Eigandi kind- anna er Magnús Kristjánsson bóndi á Hraunsmúla. Ólafur var búinn að verða var við þessar kindur fyrr í vetur, en ekki tókst þá að handsama þær. Nú reyndi hann aftur til við þæv og fór hann nú á fjórhjóli, sem er góður farkostur, ef færi er gott. Kindur þessar líta vel út, ærin er 45 kg en lambið 37. —Páll sjóöur sem fjárfestir í ríkisveröbréfum • Einingabréf 2 báru 14,21% ársávöxtun á árinu 1993, eöa 10,9% raunávöxtun • Einingabréf 2 má innleysa hvenœr sem er • Einingabréf 2 henta vel í reglulegan sparnaö Bréfin fást hjá eftirtöldum aðilum: Kaupþingi hf., Kaupþingi Noröurlands hf., sparisjóöunum og Búnaöarbanka íslands. (^BLNAÐARBANKINN KAUPÞING HF iJiggilt verbbréfafyrirtœki Kringlunni 5. st'mi 689080 í eigu Rúnabarbanka ístands og sþarisjódanna LANDSSAMBAND lögreglumanna gerir ýmsar athugasemdir við frumvarp dómsmálaráðherra til lögreglulaga þrátt fyrir að tekið hafi verið tillit til ýmissa ábendinga sem Landssambandið gerði við þau drög að frumvarpinu sem kynnt voru í nóvember. Meðal annars var að kröfu lögreglumanna fallið frá hugmyndum um að afnema ráðherraskipun í stöður annarra lögreglumanna en yfir- og aðstoðar- yfirlögregluþj óna. Að sögn Jónasar Magnússonar formanns Landssambands lög- reglumanna telja lögreglumenn m.a. ástæðu til að sett verði í frum- varpið nánari ákvæði um ráðningar- mál lögreglumanna og þá kveðið á um innan hve langur tími megi líða frá ráðningu lögreglumanns þar til hann ljúki námi frá Lögregluskóla ríkisins en í núgildandi lögum er það skylt innan tveggja ára. í frumvarpinu eru lagðar miklar hömlur, sem Landssambandið gerir athugsasemdir við, á heimildir lög- reglumanna til að vinna aukastörf í frítíma og einnig er þeim gert skylt að sinna störfum í frítíma til að afstýra eða stöðva lögbrot eða til að handtaka menn sem gerast sekir um refsiverðan verknað. Jónas segir að með fyrrnefnda atriðinu séu lagðar hömlur á möguleika lög- reglumanna til að framfleyta sér og fjölskyldum sínum í starfi þar sem ekki væri hægt að lifa af föst- um launum en sagði hann lögreglu- menn líta svo á að þessi atriði þyi-ftu nánari umfjöllunar við. Jónas sagði að lögreglumenn teldu að ekki væri tímabært að tjá sig um hagsmuni rannsóknarlög- reglumanna gagnvart því að RLR verði lagt niður þegar embætti Rík- islögreglustjóra tekur til starfa enda væri flest óljóst um hvernig ætlunin væri að haga starfsemi þess embættis og hvernig standa ætti að uppbyggingu rannsókna- deilda Tögregluembættanna á höf- uðborgarsvæðinu sem munu takast á hendur aukin verkefni verði frum- varpið að lögum. Þó sagði hann að svo virtist sem með hugmyndum um embætti Ríkislögreglustjóra yrði þeim sem því embætti gegndi fengin mikil völd. Einnig sagði Jónas að í frumvarp- inu væru fjölmörg atriði sem lög- reglumenn teldu að þyrfti að umorða. Innan raða lögreglumanna hefði ver- ið fjallað ítarlega um drög að frum- varpinu og tekið hefði verið tillit til þeirra athugasemda í nokkrum atrið- um en hið endanlega frumvarp væri svo ný fram komið að ekki hefði verið farið í saumana á þeim breyt- ingum sem gerðar hefðu verið. Jónas kvaðst þó ekki hafa þann skilning á ákvæðum frumvarpsins að með því væru þrengdar núver- andi heimildir lögreglumanna til að hafa afskipti af fólki sem ekki væri grunað um refsiverðan verknað heldur væru í fyrsta skipti settar reglur um hvernig far'a skyldi að í þeim tilvikum. Lögreglumenn hafa ekki gert athugasemdir við að með frumvarp- inu verði mælt fyrir um að ríkissak- sóknara skuli tilkynnt jafnskjótt og lögð er fram kæra á hendur lög- reglumanna fyrir ætlað refsivert brot og skuli ríkissaksóknari stjórna rannsókn máls og sagðist Jónas fremur fagna því að þeim málum væri fundinn ákveðinn farvegur. Meðal atriða sem Jónas sagði að lögreglumenn teldu að þyrfti að taka á í lögreglulögum er eftir- launaaldur lögreglumanna en að sögn hans þekkist ekki annað í nágrannalöndum en að eftirlauna- aldur lögreglumanna sé lægri en almennra launþega. Lögreglumenn telji slíka breytingu jafnt í þágu eigin hagsmuna og almennings sem njóti þjónustu lögreglu. Ekki var rétt sem greint var frá í Morgunblaðinu í gær að Ríkislög- reglustjóra yrði falið sérstaklega störf lögrelu í björgunarmálum og útlendingaeftirliti. Akvæði þar að lútandi var fellt út úr frumvarps- drögunum. STiRSTI VERÐBRÉFASJÓÐURÁ ÍSLANDI Einingabréf 2 - kostirnir eru ótvírœbir: • Einingabréf 2 eru eignarskattsfrjáls tt SPARISJÓÐIRNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.