Morgunblaðið - 08.02.1994, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.02.1994, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 1994 t Eiginkona mín, DAGBJÖRT Gl'SLADÓTTIR, Laugafelli, andaðiSt í Sjúkrahúsi Húsavíkur laugardaginn 5. febrúar. Áskell Sigurjónsson. t Faðir minn, ÞORSTEINN SÆTRAN, andaðist 4. febrúar síðastliðinn. Fyrir hönd aðstandenda, Sigrún Sætran. t GUÐMUNDURÞÓRÐARSON frá Ólafsvik, Hrafnistu, Hafnarfirði, lést í Landspítalanum þann 6. febrúar. Fyrir hönd systkina og annarra aðstandenda, Hólmfríður Aðalbjörg Pálmadóttir. t Maðurinn minn og faðir okkar, KRISTMUNDUR GUÐMUNDSSON, Laufvangi 1, áður Reykjavíkurvegi 29, Hafnarfirði, andaðist á Sólvangi 6. febrúar. Ragnhildur Magnúsdóttir og börn. t Hjartkær móðursystir mín, RAGNHILDUR EINARSDÓTTIR frá Hömrum í Þverárhlfð, til heimilis í Lönguhlíð 3, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum laugardaginn 5. febrúar. Fyrir hönd systkina og annarra ætingja, Einar Hilmar Jónmundsson. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN ÓLAFSSON endurskoðandi, Laugarnesvegi 43, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 9. febrúar kl. 15.00. / Þorbjörg Einarsdóttir, Einar Veigar Jónsson, Sveinbjörg Erla Kristjánsdóttir, Jóhanna Margrét Jónsdóttir, Ýr Jónsdóttir, Hrafnkell Már Einarsson. t Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, DÓMHILDUR KLEMENSDÓTTIR, Miðstræti 18, Bolungarvik, lést í Fjórðungssjúkrahúsi ísafjarðar laugardaginn 5. febrúar. Jarðsett verður frá Hólskirkju í Bolung- arvík laugardaginn 12. febrúarkl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á slysavarnastarfið í Bolungarvík. Fyrir hönd aðstandenda, Bernódus Halldórsson. t GUÐRÚN EINARSDÓTTIR, Kleppsvegi 134, lést 2. febrúar. Útförin verður gerð frá Fossvogskapellu 11. febrúar kl. 10.30. Jarðsett verður sama dag að Torfastöðum í Biskupstungum. Aðstandendur. Amdís Jónsdótt- ir - Minning Fædd 25. nóvember 1937 Dáin 30. janúar 1994 Ferskir vorvindar léku um París- arborg. Á fasi fólks mátti greinilega sjá að vorið var í nánd. Það var notalegt að upplifa vorkomuna í stórborginni svona rétt nýkomin úr snjónum og kuldanum á íslandi. Við systurnar vorum í einni af reglulegum viðskiptaferðum okkar til Parísar og vorum einmitt að leiða hugann að því að bjóða mömmu með okkur í næstu ferð sem fyrir- huguð er í júlí nk. Þá myndi borgin skarta sínu fegursta og slík ferð verða mikil upplyfting fyrir hana. Eitt símtal að heiman breytti þessu öllu á svipstundu. Mamma var dáin. Hún hafði sofnað og ekki vaknað aftur. Allt varð svo drunga- legt og skyndilega hvarf vorið. Fyrsta hugsunin var að komast strax heim. Eitt símtal til ferða- skrifstofunnar okkar, Heimsklúbbs Ingólfs, og heimferðinni varð flýtt, þökk sé góðu starfsfólki þar. Áður en við héldum heim áttum við notalega stund í Notre Dame, Frúarkirkjunni, í París. Þar kveikt- um við á kertum í minningu mömmu og það var eins og innri friður færð- ist yfir okkur. Það greip um sig mikill tómleiki við tilhugsunina um það að ég myndi aldrei eiga eftir að sjá mömmu aftur. Það var svo stutt síðan hún sat við eldhúsborðið hjá mér, drakk kaffi og spjallaði um heima og geima og lagði á ráðin um brúðkaup Helgu systur, sem fyrirhugað er 19. mars næstkom- andi, en þá hefði pabbi orðið 57 ára. Tilhlökkur.in og eftirvæntingin leyndi sér ekki og það var henni mikils virði að nú hefðu báðar dæt- umar fundið sér góða lífsförunauta. Þegr ég kvaddi hana daginn áður en ég hélt utan datt mér ekki í hug að ég væri að kveðja hana í síðasta sinn. Hún kvaðst vera að verða góð af flensunni og ætlaði að reyna að komast til vinnu daginn eftir því hún þyrfti að ljúka ákveðnum verk- um fyrir mánaðamót. Hún starfaði sem gjaldkeri hjá Hans Petersen hf. um árabil og var starfið henni mikils virði. Verkefnum mánaða- mótanna lauk hún ekki að þessu sinni. Hún talaði oft um vinnufélaga sína í Hans Petersen og það var greinilegt að á meðal þeirra átti hún margá góða vini. ^ Lífshlaup mömmu var ekki alltaf dans á rósum. Þar skiptust á skin og skúrir eins og gengur. Hún ólst upp á Baldursgötunni og átti ljúfar minningar þaðan. Hún vissi snemma hvað hún vildi og fór sínar eigin leiðir. Það þýddi til dæmis lít- ið fyrir ömmu og afa að senda hana í sveit á sumrin gegn vilja hennar, hún bara strauk. Ung kynntist hún föður mínum, Karli Guðmundssyni viðskiptafræð- ingi. Hann var þá elstur fjögurra systkina, sem nýbúin voru að missa móður sína á sviplegan hátt. Pabbi var stóra ástin í lífi mömmu. Saman byggðu þau upp líf sitt. Við kröpp kjör tókst pabba að ljúka námi á meðan mamma vann fyrir heimil- inu. Þaðan lá leiðin í Tékkneska bif- reiðaumboðið, sem þá flutti inn Skoda-bifreiðar. Saman tóku þau þátt í uppbyggingu þess fyrirtækis og við það voru bundnar miklar vonir. Fljótlega festu þau kaup á draumahúsinu sínu við Fífu- hvammsveg og lífíð virtist brosa við þeim. Ég minnist þessara ára sem mik- ilia gleðiára. Við systurnar áttum gott heimili og umhyggjusama for- eldra. Mamma og pabbi höfðu mik- inn metnað fyrir okkar hönd án þess að til okkar væru gerðar óyfir- stíganlegar kröfur. Heimilið var gestkvæmt enda áttu pabbi og mamma marga góða vini og pabbi stóra fjölskyldu. Veiðifélagar pabba og spilafélagar mömmu eyddu ófáum kvöldum heima á „Fífó“ og nutu pabbi og mamma þess að taka vel á móti gestúm sínum og stund- um logaði svo glatt í arninum að eldtungurnar stóðu upp um skor- steininn og Zorba-dans var stiginn fram undir morgun. í þá daga var mamma í essinu sínu og fór ekki alltaf troðnar slóð- ir. Það héldu margir að hún væri endanlega gengin af göflunum þeg- ar hún ákvað að mála húsið rautt, enda rauði liturinn alltaf í miklu uppáhaldi hjá henni. Þegar hún síð- an heklaði rauðar gardínur og strekti fyrir alla glugga var fólk farið að átta sig á því að þetta væri nú bara allt í lagi. Einu sinni man ég líka eftir því að góður vinur þeirra frá Tékkóslóv- akíu var í mat hjá okkur og fór að dást af hekluðu gardínunum hennar og spurði hvort mamma gæti skrif- að niður hvemig þetta væri gert svo konan hans úti í Prag gæti gert eins. Mamma gerði sér lítið fyrir, rétti honum fullan poka af dúllum sem hann tók með sér. Ef til vill hanga hekluðu gardínurnar t Ástkær eiginmaður minn, faðir, fóstur- faðir, tengdafaðir og afi, ANDRÉS HERMANNSSON, Skólavegi 11, Hni'fsdal, lést á heimili sínu að kvöldi 2. febrúar. Þórunn Vernharðsdóttir, Hrönn Andrésdóttir, Davi'ð Guðmundsson, Selma, Halldór, Anna Marfa og Óli Vernharður Antonsbörn, tengdabörn og barnabörn. t Bróðir okkar, ÓLAFUR GUÐMUNDSSON kaupmaður, Sörlaskjóli 62, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 10. febrúar kl. 13.30. Einar Guðmundsson, Magnús Hr. Guðmundsson, Sigrfður Guðmundsdóttir, Þorvaldur Guðmundsson, Sigri'ður Emma Guðmundsdóttir, Sesselja Sigurðardóttir, Árni Sigurðsson, Guðrún Gísladóttir, Svavar Guðmundsson. hennar mömmu enn þann dag í dag fýrir einhveijum glugganum í Prag. Þessi gleðitími entist allt of stutt, skyndilega var klippt á allt. Pabbi dó sviplega, aðeins 37 ára gamall. Á einni svipstundu var lífsgleðin tekin frá mömmu. Hún var orðin ekkja með tvær dætur. Hún átti erfitt með að sætta sig við þessi snöggu umskipti. Hún stóð þó ávallt við bakið á okkur systrunum og gladdist yfir hveijum áfanga sem við lukum. Við fráfall pabba bréyttist margt. Margir af gömlu kunningjunum urðu ekki eins áberandi í lífi mömmu en nýir vinir komu í stað- inn. Það er mér ógleymanlegt hversu vel Birna og Bjarni Stefáns- son stóðu við bakið á mömmu og okkur systrunum. Þau umvöfðu okkur ástúð og hlýju og þeirra ynd- islega heimili stóð okkur alltaf opið, og hefur reyndar alltaf gert síðan. Það var mömmu líka mikils virði hversu góða vini hún átti í tengda- foreldrum mínum, Bertu og Ragn- ari Bernburg. Við fráfall pabba urðu þau mér eins og aðrir foreldr- ar og reyndust mömmu og Helgu mikill styrkur. Hún naut þess að heimsækja þau að Unaðsstöðum, sumarbústaðinn við Skorradals- vatn, og sjaldan hef ég séð hana taka eins vel til matar síns og í matarboðunum á Háaleitisbraut, enda Berta listakokkur. Þótt mamma hafí aldrei getað almennilega sætt sig við fráfall pabba átti hún margar góðar minn- ingar sem hjálpuðu henni til að lifa lífinu áfram. Á sama hátt geri ég mér grein fyrir því að þótt ég í dag eigi erfítt með að sætta sig við að mamma sé farin og komi aldrei aftur, þá á ég svo margar góðar minningar um hana sem enginn getur tekið frá mér. Ég gleymi henni aldrei þegar hún kom til mín upp á fæðingardeild þegar fyrsta barnabarnið, Jóhanna Berta, fæddist. Gleðin yfír nýju lífi var svo ólýsanleg og sjaldan hef ég séð fallegri rósavönd en þann sem hún færði mér þá. Þegar síðan Karl fæddist fimm árum seinna, var gleðin ekki minni, og að nú væri kominn lítill strákur til að bera nafn afa síns var henni mikils virði. Vökulum augum fylgdist hún líka með uppeldi barnabamanna og lét í sér heyra ef henni fannst að eitt- hvað mætti vera öðru vísi. Hún Erfidrykkjur Glæsileg kitíii- hlaöborö tallegir salir og irtijög góð þjónusta. Upplýsingar í síma 2 23 22 FLUGLEIÐIR H6TEL LOFTLEIHIK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.