Morgunblaðið - 08.02.1994, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.02.1994, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 1994 41 þurfti helst að fá fréttir af þeim á hverjum degi. Jóhanna Berta og Karl sakna nú góðrar ömmu. í dag ræður vetur konungur enn ríkjum og hjarta mitt er dapurt. En ég veit að vorið er í nánd og með tímanum streyma allar góðu minningarnar fram og þá mun birta á ný. Blessuð sé minning mömmu. Aðalheiður. í dag verður til moldar borin Arndís Jónsdóttir. Hún lést sunnu- daginn 30. janúar sl. aðeins 56 ára að aldri. Við andlátsfregn þessarar æskuvinkonu minnar rifjuðust upp ýmsar minningar liðinna ára. Við kynntumst fyrir meira en fimm ára- tugum þegar Dísa, eins og hún var oftast kölluð, var um það bil fjög- urra ára. Hugurinn reikar til þess tíma þegar hún, yngri systir vin- konu minnar Kristínar, viidi fá að vera með okkur, en það var ekki auðsótt mál í þá daga. En hún sótti það fast að vera með okkur og.með krafti sínum og ákveðni hafði hún oftast betur. Arndís var fædd hinn 25. nóvem- ber 1937 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Guðbjörg Kristinsdótt- ir og Jón Arnfinnsson. Ég minnist þess þegar Dísa ung að árum pass- aði bróður minn af miklum dugn- aði. Og síðar þegar við unnum sam- an á skrifstofu Slippfélagsins reyndist hún hinn besti starfskraft- ur. Margir undruðust í þá daga hversu ótrúlega dugleg Dísa var að pijóna þrátt fýrir mikla vinnu. Hún bókstaflega pijónaði peysur eins og pijónavél. Þannig var það í því sem hún tók sér fyrir hendur, hún sýndi ætíð dugnað og hún var úrræðagóð og hjálpfús. Árið 1958 giftist Dísa Karli Guð- mundssyni viðskiptafræðingi. Við Walter minnumst margra góðra stunda með þeim hjónum, en þau voru bæði frábærlega gestrisin og gaman að heimsækja þau. Karl lést langt um aldur fram, 37 ára gam- all, árið 1974. Eftir það breyttist mikið í lífi Dísu og ég held að hún hafi aldrei náð sér eftir það. Dísa og Karl eignuðust tvær dætur, Aðalheiði og Helgu, og tvö barnabörn, sem Dísa dáði mikið. Síðustu árin starfaði Dísa sem gjaldkeri hjá Hans Petersen. Þótt sambandið hafi verið minna síðustu árin munum við sakna Dísu mikið. Við biðjum henni allrar blessunar og vottum Allý, Helgu, eiginmönn- um þeirra, barnabörnum svo og systur hennar Kristínu okkar dýpstu samúð. Ragnheiður. Arndís Jónsdóttir, gjalderi Hans Petersen hf., varð bráðkvödd á heimili sínu í Espigerði 4, Reykja- vík, 30. janúar sl. Þrátt fyrir að Arndís hafi verið frá vinnu vegna veikinda í nokkra daga kom fregnin okkur mjög á óvart. Hún var ekki oft frá vegna veikinda og var ætíð manna fyrst mætt á vinnustað og sá til að okk- ar biði nýlagað kaffi. Arndís hóf störf hjá Hans Peter- sen hf. í september 1980 sem gjald- keri fyrirtækisins og gegndi því starfi allt til loka. Við samstarfsmenn hennar vitum að hver hlekkur er mikilvægur ef allt á að ganga. Arndís var sterkur hlekkur og samstarf við hana ávallt gott. Söknum við nú vinar í stað. Við sem þekktum Arndísi best vissum að lífið hafði ekki alltaf far- ið mjúkum höndum um hana. Hún missti mann sinn snögglega fyrir 19 árum og stóð þá uppi 37 ára gömul með tvær dætur. Síðustu árin bjó Arndís í Espi- gerði 4, þar sem hún undi hag sín- um vel. Mesta gleði hennar seinni árin voru bamabörnin tvö, þau Jó- hanna Berta og Karl. Við sendum dætrum Arndísar, Aðalheiði og Helgu, og fjölskyldum þeirra einlægar samúðarkveðjur. Nú þegar leiðir skiljast, þökkum við Arndísi samveruna og samstarf- ið og biðjum henni velfamaðar í nýjum störfum. Samstarfsfólk hjá Hans Petersen hf. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, ARNDÍS JÓNSDÓTTIR, Espigerði 4, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, þriðjudaginn 8. febrúar, kl. 15.00. Helga Karlsdóttir, Þórhallur Ingason, Aðalheiður Karlsdóttir, Kristinn B. Ragnarsson, Jóhanna Berta og Karl. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, MAGNEAGUÐRÚN ERLENDSDÓTTIR, Kópavogsbraut 1A, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju á morgun, miðvikudaginn 9. febrúar, kl. 15.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Minningarsjóð Sunnuhlíðar í Kópavogi. Hulda Alexandersdóttir, Ingimar Sigurðsson, Jórunn Alexandersdóttir, Lórens Rafn og fjölskyldur. t ViLHJÁLMUR HINRIK ÍVARSSON fyrrverandi hreppstjóri, Merkinesi, Höfnum, lést 24. janúar. Útför hans fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag, þriðjudaginn 8. febrúar, kl. 14.00. Þeim, sem vildu heiðra minningu hans, er góðfúslega bent á Slysavarnafélag íslands eða deildir þess. Hólmfríður Oddsdóttir, Sigurjón Vilhjálmsson, Guðrún Arnórs, Henný Eldey Vilhjálmsdóttir, Svavar Gests, Þóroddur Vilhjálmsson, Maron Vilhjálmsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN HAUKUR BALDVINSSON loftskeytamaður, Hvassaleiti 56, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum 30. janúar sl. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju í dag, þriðjudaginn 8. febrúar, kl. 13.30. Þóra Margrét Jónsdóttir, Baldvin Jónsson, Margrét Björnsdóttir, Ólafur Örn Jónsson, Soffía Sveinsdóttir, Konráð Ingi Jónsson, Anna Sigurðardóttir, Helga Þóra Jónsdóttir, Sigurður Haraldsson, Þormóður Jónsson, Sigríður Garðarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna fráfalls INGIBJARGAR EINARSDÓTTUR, sem lést 22. janúar. Bálför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Einar Laxness og fjölskylda. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu mér samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, RAGNHILDAR GUNNARSDÓTTUR, Hæðargarði 35. Guð blessi ykkur öll. Sigurgeir Jónsson. t Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærs bróður okkar, ÞORGEIRS RAGNARS GUÐMUNDSSONAR, Brlmnesi, Fáskrúðsfirði, og heiðruðu minningu hans. Systkini hins látna. t Ástkær eiginmaður minn og faðir, ÓLAFUR GÍSLASON raftæknifræðingur, Kleppsvegi 136, verður jarðsunginn frá Áskirkju miðvikudaginn 9. febrúar kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknarstofnanir. Lise Gfslason, Eva Ólafsdóttir. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN GISLADÓTTIR, Brávallagötu 44, sem lést 30. janúar sl., verður jarðsung- in frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudag- inn 11. febrúar kl. 13.30. Blóm afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á að láta líknar- stofnanir njóta þess. Þorleifur G. Sigurðsson, Þórdfs Katla Sigurðardóttir, Hilmar Bjartmarz, Jóhanna S. Sigurðardóttir, Magnea K. Sigurðardóttir, Gísli Sigurðsson, Einar Sigurðsson, Örlygur Sigurðsson, Sigurjón Sigurðsson, Sigrún Sigurðardóttir, Flosi Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Brynjólfur Halldórsson, Bjarni Pérursson, Sigurrós Guðmundsdóttir, Oddhild Eiken Sigurðsson, Sigrún Björnsdóttir, Sigrfður Haraldsdóttir, Andrés Terry Nilsen, Helga Kristinsdóttir, t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, SIGRÍÐAR JÓNU HALLDÓRSDÓTTUR frá Saurhóli. Anna Margrét Guðjónsdóttir, Elfnborg Guðjónsdóttir, Guðmundur Guðjónsson, Anna Guðjónsdóttir, Halldór Guðjónsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar dóttur okkar og systur, ÁSU RÚNAR HÚNADÓTTUR. Þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsamlega bent á Barnaspítala Hrings- ins. Húni Sævar Ásgeirsson, Bryndfs Sigurðardóttir og börn. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóð- ur, ömmu og langömmu, JÓNÍNU GUÐBJARGAR BRAUN, dvalarheimilinu Skálahlíð, Siglufirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Siglufjarðar. Sæmundur Jónsson, Stefania Þ. Sæmundsdóttir, Gunnar Gunnarsson, Jón Örn Sæmundsson, Jórunn G. Sæmundsdóttir, Jón Ævar Ásgrímsson, Úlfar H. Sæmundsson, Una Einarsdóttir, Anna K. Sæmundsdóttir, Ámundi Gunnarsson, Sigrún B. Sæmundsdóttir, Ari S. Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað verður í dag á skrifstofu, í söludeildum og vöruaf- greiðslu fyrirtækisins á Lynghálsi 1 frá kl. 14.00 vegna útfarar ARNDÍSAR JONSDÓTTUR. Hans Petersen hf. Lokað Skrifstofur okkar verða lokaðar í dag frá kl. 13-16 vegna jarðarfarar JÓNS HAUKS BALDVINSSONAR. Litróf hf., Aðalstöðin, Stakkholti 4, Aðalstræti 16.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.