Morgunblaðið - 08.02.1994, Side 42

Morgunblaðið - 08.02.1994, Side 42
42 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 1994 Minning yilhjálmur Hinrik Ivarsson íMerkinesi Fæddur 12. ágúst 1899 Dáinn 24. janúar 1994 Vilhjálmur Hinrik, tengdafaðir minn, sem fæddist að Eyvík í Grímsnesi, var ætíð nefndur Hinrik og mun ég gera hið sama í þessum minningarorðum. Hinrik var frumburður foreldra sinna, en þau voru ívar Sigurjón Geirsson og Margrét Þorsteinsdóttir sem voru vinnuhjú að Eyvík um þær mundir er Hinrik fæddist. ívar var Grímsnesingur að langfeðgataii. Móðir hans, Guðrún Jónsdóttir, var ljósmóðir í Grímsnesþingum í nokkra áratugi. Geir faðir ívars, þ.e.a.s. afi Hinriks, var sonur ívars Jónssonar, 'þess fræga landpósts. Margrét, móðir Hinriks, var frá Litlu-Háeyri á Eyrarbakka. Móðir hennar, Vigdís Sveinsdóttir, var ættuð frá Eyrarbakka, en Þorsteinn Halldórsson faðir hennar var frá Steinum undir EyjaQöllum. Bamungur fluttist Hinrik með foreldrum sínum að Búrfelli í Grímsnesi. Þar mótaðist æska hans hjá foreldrum og þá jafnframt eink- ar veiviljuðum húsráðendum, þeim Jóni Sigurðssyni og Kristínu Berg- steinsdóttur. Fjölmennt var á Búr- felli og einnig gestkvæmt. Drengur- inn ungi drakk allt I sig sem hann heyrði af vörum hinna eldri og var eftir því tekið hversu auðvelt honum reyndist að læra lausavísur. Ljóða- bálka lærði hann og utan að með lítilli fyrirhöfn. Má segja að þar hafi grunnurinn verið lagður að brageyra Hinriks síðar á ævinni sem laðaði fram marga óborganlega lausavísuna af vörum hans við hverskonar tækifæri, sem sumar urðu landfleygar. Flökkufólk lagði oft leið sína að. Búrfelli og voru góðir sögu- eða kvæðamenn aufúsugestir. Símon Dalaskáld kom þar oft og var jafn- an beðinn að gera vísur um heima- menn. Hinrik var sex ára þegar hann nam vísuna sem Símon gerði um hann: Vilhjálmur Hinrik varla linur piltur. Sex er ára, siðprúður, sóma klárum reifaður. Að lokinni nokkurra ára vist að Búrfelli fluttu foreldrar Hinriks að Sölkutóft á Eyrarbakka þar sem ívar faðir hans gerðist formaður á einu skipa (áttæringi) Eyrarbakka- verslunar, en það var gert út frá Þorlákshöfn. Fljótlega fór Hinrik að vinna að sjávarstörfum, sem síð- ar meir varð hluti af ævistarfi hans. Árið 1914 þurfti að leysa upp heimili foreldra Hinriks þegar Mar- grét móðir hans veiktist af berklum. Hún barðist við þessa landlægu veiki í þijú ár, lengst af sem sjúkl- ingur á Vífilsstöðum, en náði að lokum fullum bata. Börnunum, sem þá voru orðin sex, var ráðstafað á mismunandi staði. Að loknum þess- um langa veikindakafla höfðu þau ívar og Margrét ekki bolmagn til að taka öll bömin til sín aftur. Sjö- unda og síðasta barn þeirra fæddist 1918. Á þessum árum réðst Hinrik í vinnumennsku í Herdísarvík þar sem hann var smali í tvö ár. Ljúfar endurminningar þaðan fylgdu hon- um alla ævi. Þegar hann varð 90 ára, í ágúst 1989, óskaði hann sér þess eins í tilefni dagsins að fá að heimsækja Herdísarvík og Gríms- nesið til að rifja upp minningar frá bemsku-og unglingsárunum. Við hjónin urðum við þessari ósk hans. I Herdísarvík gekk hann með okkur um rústir gamalla sjóbúða og mundi ERFIDRYKKJUR P E R L A N sími 620200 gjörla nöfn bátaformannanna sem þar réðu ríkjum fyrir 75 árum. Og það lá við að hann þekkti hveija laut og hveija þúfu þar sem hann forðum beitti sauðfénu sem honum var falið að annast. Veðurguðimir skörtuðu sínu feg- ursta á afmælisdegi Hinriks og naut Grímsnesið þess. Honum var farin að daprast sjón þegar þetta var. Því þótti honum undarlegt að sjá sauðfé á beit á túnum flestra jarðanna. Slík ósvinna hefði ekki þekkst um mitt sumar á æskuárum hans í Grímsnesinu. Ég sagði hon- um að þama væru á ferðinni nýir heyskaparhættir. Töðunni væri vaf- ið saman í stóra bagga sem síðan væru umluktir hvítum plastdúk, þetta væri nú sauðféð! Hinrik dæsti, fékk sér hressilega í nefið og sagði síðan: „Hveiju taka þeir upp á næst?“ Að lokinni dvölinni í Herdísarvík flutti Hinrik til Hafnarfjarðar og síðan til Reykjavíkur þar sem hann lærði húsasmíðar hjá Bjarna Símon- arsyni húsameistara. Stundaði hann smíðar í allmörg ár bæði í Reykja- vík og úti á landi. Hinrik taldi mesta gæfuspor lífs síns hafa verið er hann gekk að eiga Hólmfríði Oddsdóttur í desem- ber 1926. Hólmfríður fæddist í Reykjavík, en foreldrar hennar vom Oddur Oddsson frá Króki á Kjalar- nesi og Þórunn Pétursdóttir úr Grímsnesinu. Hjónaband þeirra Hinriks og Hólmfríðar, sem stóð í rúm 67 ár, var ástríkt og eftir því farsælt. Fyrstu hjúskaparárin bjuggu þau í Reykjavík þar sem Hinrik fékkst við smíðar, en Hólmfríður vann í mörg ár í Dósaverksmiðju Sláturfé- lags Suðurlands. Þótt Hinrik hefði nóg að gera við smíðar og verk hans væm metin að verðleikum, því hann var eftirsóttur smiður, þá blunduðu minningarnar frá sjó- mannsárum föður hans alltaf í hon- um. Þegar hann var svo fenginn suð- ur í Hafnir til húsasmíða varð löng- unin í að komast á sjóinn svo sterk að hann smíðaði sér áttæring, sem síðan reyndist hið besta sjóskip, án þess að hafa nokkum tíma lagt stund á bátasmíðar. Á Kyndilmessu 1930 fékk hann aðsetur til sjóróðra í Vorhúsum í Höfnum, syðst í Kirkjuvogshverfi. Næstu tvær vert- íðir reri hann frá uppsátri Guð- mundar Sigvaldasonar bónda í Merkinesi, en Merkines er nokkuð fyrir sunnan aðalbyggðina í Höfn- um. Var hann Guðmundi þakklátur fyrir velvild og fyrirgreiðslu og í virðingarskyni við hann nefndi Hin- rik síðar einn báta sinna Guðmund S. sem reyndist hin mesta happa- fleyta. Hólmfríður fylgdi manni sínum alltaf í verið og var ráðskona hans, því elda þurfti ofan í vermenn, þvo fatnað þeirra og þessháttar. Þar kom að þau hjón voru um kyrrt í Merkinesi í vertíðarlok árið 1934 og hófu búskap í vesturhluta Merki- ness, sem þau tóku á leigu, en á jörðinni hafði verið. tvíbýli um lang- an aldur. Bjuggu þau þar til ársins 1945 að þau keyptu austurhluta jarðarinnar sem var heimili þeirra svo lengi sem kraftar entust, hin síðustu ár í skjóli Þórodds sonar síns, sem sá um alla aðdrætti til heimilisins, annaðist foreldra sína og studdi ómetanlega. Slíkt ber að virða og þakka. Meðfram útgerðinni stundaði Hinrik húsasmíðar og þá var hann iafnframt eftirsóttur bátasmiður. Einnig annaðist hann viðgerðir á húsum og bátum í Höfnum og ann- ars staðar á Suðumesjum í fjölda ára. Hann var veiðikló hin mesta og hafði jafnan byssu meðferðis þegar hann reri til fiskjar og veiddi fugl, sel og hnísu þegar sá guli gein ekki við önglinum. Einnig var hann refaskytta Hafnamanna og banaði þar að auki mörgum minknum þeg- ar sá skaðvaldur hafði hreiðrað um sig á Reykjanesskaganum. Hinrik lét sér fátt óviðkomandi og fór ekki í grafgötur með skoðan- ir sínar. Nokkrum sinnum skrifaði hann greinar um hugðarefni sín í blöð og tímarit. Vegna þeirra skrifa tókst kunningsskapur með honum og ýmsum sem deildu með honum skoðunum og þá sérstaklega kunn- um veiðimönnum og öðrum lærðum og leikum sem gefíð höfðu náttúru landsins gaum líkt og hann; veður- fari, landslagi, gróðri og dýralífi. Þar má sérstaklega nefna Þórð Halldórsson á Dagverðará á Snæ- fellsnesi og Theódór Gunnlaugsson á Bjarmalandi í Þingeyjarsýslu. Þá var Hinrik góður hagyrðingur og liggja eftir hann margar vísur og ljóð. Gamanbragi samdi hann iðulega sem hann eða aðrir fluttu við ýmis tækifæri í skólahúsinu í Höfnum, sem stundum var notað til samkomuhalds, en það byggði Hinrik á sínum tíma. Hann var glað- lyndur og glettinn og hafði sérlega gaman af skopsögum. Hélt til haga þeim bestu sem og. góðum lausavís- um og skráði í kompu sína. Þegar Hinrik var kominn nokkuð á efri ár kastaði hann fram þessari lipru vísu: Það er nú svo með suma gamla menn að sál og líkamskraftur virðist dofna. Þð svæfi ég vel mig syfjar ákaft enn og seinast vakna ég bara til að sofna. Hinriki voru falin margskonar trúnaðarstörf um ævina. Hann var hreppstjóri Hafnahrepps og sýslu- nefndarmaður í fjölmörg ár. Hrepp- urinn sýndi honum þá virðingu að gera hann að fyrsta heiðursborgara sínum á níræðisafmæli hans. I hálft annað ár hafa þau Hinrik og Hólm- fríður dvalið á öldrunardeildinni Víðihlíð í Grindavík þar sem þau hafa notið umönnunar og ljúf- mennsku hins hæfasta starfsfólks. Þar lést Hinrik að morgni mánu- dagsins 24. janúar sl. eftir nokkur veikindi. Böm þeirra hjóna, sem komust á legg, voru fímm: Siguijón flug- virki, kvæntur Guðrúnu Amórs, Henný Eldey (Ellý) söngkona, gift Svavari Gests, Þóroddur vélvirki, sem nú býr í Keflavík, Maron út- varpsvirki, sem búið hefur í Ástral- íu í aldaríjórðung, Vilhjálmur Hólmar flugmaður og söngvari sem lést af slysförum fyrir sextán ámm. Ennfremur ólu þau upp dótturson sinn, Atla Rafn. Bamabörnin em tíu, barnabarnabörnin þrettán og eitt bamabamabarnabam. Vilhjálmur Hinrik Ivarsson var á nítugasta og fímmta aldursári þeg- ar hann lést. Vinir hans um land allt minnast hans með hlýhug þegar hann gengur nú á vit feðra sinna. Öldmð eiginkona, böm og aðrir afkomendur trega ættföðurinn sem var ætíð reiðubúinn til að leysa hvers manns vanda. Hann átti allra manna auðveldast með að töfra fram bros gegnum tárin á andlitum ættingja sinna og samferðamanna þegar eitthvað bjátaði á. Slíkir menn em vandfundnir. Það var aðeins til einn Hinrik í Merkinesi. Blessuð sé minning hans. Svavar Gests. Ég heyrði rólegt fótatakið inneft- ir ganginum og inná skrifstofu mína. Eg bauð sæti. Hann sagði, áður en hann settist: „Ég var að gera þér upp orð.“ „Lát heyra,“ sagði ég. Þórarinn segir við sjálfan sig: „Satans erkiblesi. Kominn er enn að kvelja mig karlinn í Merkinesi. Þetta var á erfiðleikatíma við rekstur frystihússins í Höfnum. Svo sem stakan segir kom hann nokkuð oft til mín í embættiserindum „karl- inn í Merkinesi". Sá sem mælti fram þessa stöku var hreppstjórinn og stefnuvottur- inn í Hafnahreppi, Vilhjálmur Hin- rik ívarsson. Heimafyrir og að ég held af öllum sem hann þekktu, gekk hann undir nafninu Hinrik. Svo mun ég gera í. þessum orðum við útför hans. Hinrik fæddist í Eyvík í Gríms- nesi 12. ágúst 1899. Foreldrar hans vora lausafólk, sem kallað var, sem hafði það í för með sér að Hinrik dvaldi á nokkram bæjum í héraðinu en að mestu á Búrfelli í sömu sveit. Árið 1907, þá átta ára, fluttist hann til Eyrarbakka, þar sem for- eldrar hans hófu búskap. Þaðan lá leiðin til ýmissa staða, svo sem Herdísarvíkur, Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Á Reykjavíkuráranum nam hann trésmíði. Árið 1927 giftist Hinrik eftirlif- andi eiginkonu sinni, Hólmfríði Oddsdóttur. Þau hjónin eignuðust fimm böm: Siguijón, búsettur í Reykjavík, Ellý, búsett í Reykjavík, Þóroddur, sem er nú eigandi að Merkinesi, Maron, búsettur í Ástral- íu og Vilhjálm Hólmar, sem lést í umferðarslysi í Lúxemborg 28. mars 1978. Auk þess ólu þau upp dótturson sinn, Atla Eyþórsson, sem nú býr í Höfnum. Árið 1934 flytjast þau hjónin að Merkinesi í Hafnahreppi og áttu þar sitt heimili alla tíð síðan þar til að heilsa þeirra, háaldraðra, krafð- ist þeirrar þjónustu sem nú á tímum er fáanleg þeim sem nauðsynlega þurfa á henni að halda. Hinrik í Merkinesi var afar fjöl- þættur persónuleiki. í fáum minn- ingarorðum verður honum ekki lýst til neinnar hlítar. Hann var veiðimaður mikill. Allt lék í höndum hans hvað varðaði trésmíði. Hinrik var hagyrðingur góður, svo sem kunnugt er. Hann var með afbrigðum skemmtilegur og flóðsjór af sögum, sem hann sagði með afar skemmtilegum hætti. Hann var maður augnabliks- ins, nútímans og framtíðarinnar. Aldrei talaði ég við Hinrik um stjómmál, en það fór ekkert á milli mála að hann dáði stjómmálamann aldarinnar, að hans mati, Jónas Jónsson frá Hriflu og vorum við sammála um það. Hann var ekki maður fortíðarinnar nema til þess að læra af henni. Hinrik var gáfður alþýðumaður, sem byggði hús í sínu sveitarfélagi, sem smíðaði báta fyr- ir menn vítt og breitt um landið, sem hjólaði á reiðhjólinu sínu að höfninni í Höfnum, þar sem hann leysti sinn bát frá bryggju og fór í róður og kynnti sér fiskimiðin og fiskaði vel. Já, hann kynnti sér fiski- miðin og kennileiti svo vel, að hann gerði skrá yfír kennileiti í Hafna- hreppi svo glöggar og greinargóðar að verða mun mikils metið gagn þegar að því kemur að skrá ömefni í Hafnahreppi, sem ekki mega glat- ast. Hann og sonur hans Þóroddur, lýstu fiskimiðunum í nálægð Hafna og Eldey í ljóði, nánast með þeirri nákvæmni sem nútímamenn lesa af skjám Lórans og CBS Plotters. En varð sveitarfélaginu viska og atgjörvi þessa manns að einhveiju gagni? Jú, hann var kjörinn til æðstu embætta sem era í hveiju sveitarfélagi, lögum samkvæmt. Hinrik var kjörinn aðalmaður í sýslunefnd Gullbringu- og Kjósar- sýslu í hreppsnefndarkosningum 1958 og gegndi hann því starfí til ársins 1983 eða í 25 ár. Hinrik var skipaður hreppstjóri Hafnahrepps 13. nóvember 1961. Hreppstjóraembættinu gegndi hann til ársins 1984 eða í 23 ár, að hann lét af þeim vegna eindreginnar eig- in óskar. I Hafnahreppi gegndi Hin- rik einig lagaskyldum hvað varðaði eyðingu refa og minnka allt fram á elliár. Hinrik var fræg refaskytta. En hvað felst í því? Það að vera góð refaskytta, er ekki eingöngu fólgið í því að vera markhittinn í meðhöndlun skot- vopna, heldur og ekki síður að hafa hæfíleika til þess að kynnast og læra að þekkja umhverfið og síðast en ekki síst að gera sér far um að þekkja dýrin sjálf. Að þjálfa huga og hönd til þess að móta gjörðir sínar með ætlaðri hegðun dýrsins í huga. Að minni hyggju er það ekki síst þessi eiginleiki Hinriks, sem gerði hann frægan sem refaskyttu. I nokkur skipti hef ég átt þess kost að hlýða á Hinrik segja frá viður- eignum sínum við refínn. Þar hefur mjög greinilega komið_ í ljós virðing hans fyrir tófunni. Ég er ekki í nokkram vafa um það, að hann hefur oft orðið að hafa rækilega hugfast, áður en skotinu var hleypt af, að það era lög í landinu, sem kveða á um það að refum skuli eytt. Fyrir persónuna Hinrik í Merki- nesi og þau miklu störf sém hann innti af höndum í þágu Hafna- hrepps er hér í þessum minningar- orðum ekki getið nema að litlu leyti sakir þess að of langt mál yrði. Én sem vott um virðingu sveitarfélags- ins gagnvart honum var hann, Vil- hjálmur Hinrik ívarsson, kjörinn heiðursborgari Hafnahrepps, er hann varð níutíu ára 1989. Hinrik var mikill veiðimaður. Hann iðkaði mikið á sínum yngri árum svokallaða sportveiðimennsku á silungi í ám og vötnum og gerði það alla tíð. Á tímabili var hann ráðinn til silungsveiða í Soginu af manni sem hafði þar veiðirétt og skynjaði hæfíleika Hinriks til þeirra verka. Það var á áttunda áratugnum sem ég hafði veiðirétt í laxveiðiá vestur í Dölum að ég bauð Hinriki að koma með í tveggja daga veiði- túr, sem hann og þáði. Fyrri veiði- dagurinn var ánægjulegur. Ég og sonur minn, sem einnig var með í för, höfðum fengið sinn laxinn hvor, en það skyggði á að Hinrik fékk engan físk. Aður en farið var í veiði- kofann um stórstraumsflóð um kvöldið, gengum við niður á klett við sjávarhylinn. Þar blasti við fög- ur sjón, sem best verður lýst í ljóði Hinriks hér á eftir. Morguninn eftir var farið til veiða. Hinrik fékk strax átta punda nýgenginn og sprækan lax, sem hann landaði eftir skemmtilega við- ureign, svo sem hann hefði langa reynslu af því að landa laxi. Því segi ég þessa sögu, að Hinrik sagði mér, er við vorum að dást að silfur- gljáandi fískinum að þetta væri fyrsti laxinn sem hann hefði veitt um ævina. Ferðinni var lokið og komið heim. Tveimur dögum síðar kom Hinrik með krossviðarspjald með árituðu ljóði niður í frystihús og fékk ljóðið vélritað. Annað en krossviðarspjald hafði hann ekki við höndina þegar laxarnir spretthörðu létu hann ekki í friði þar sem hann var að endurbyggja bát uppi í físk- húsi sem kallað var. Armynni Laxarnir spretthörðu léku sér dátt leiftraði hreistrið silfrað og blátt. Aldrei ég fyrri annað eins sá, við ósinn þann fagra í Búðardalsá. Hátt uppi á berginu horfði sem öm í hylinn þann tindrandi, léttir sem börn laxamir sviffráu léku af list, liprasta „polka, rúmbu og tvist“. Hver mundi ei kjósa, grettinn og grár að geta nú aftur orðið svo frár sem unglaxar glaðir í árinnar hyl, ólmast og spriklað við fossanna spil. Með góðvinum ágætum gleðjumst við enn, þó gamlingjum förlist og kveðji nú senn, en meðan í bijóstinu bærist mér þrá blikandi laxána minnist ég á. Hróður Hinriks fór víða. Gott dæmi um það er eftirfarandi. Hann hafði látið af störfum utan heimilis og orðinn nokkuð aldraður nokkuð. En snilldin í fíngrum og athafnaþrá-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.