Morgunblaðið - 08.02.1994, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.02.1994, Blaðsíða 43
in voru á sínum stað, að hann tek- ur til við að smíða líkön af teinær- ingum. Ekki var farið í auglýsinga- herferð til þess að selja þessa gripi. Þess þurfti ekki með. Það myndað- ist strax og þetta spurðist út langur pöntunarlisti. Þegar Hinrik varð að hætta þessu ánægjulega starfi sak- ir elli, voru bátar Hinriks þessarar tegundar orðnir yfir 80 talsins og langt frá því að allir hafí fengið sem vildu. Það eru 66 ár síðan bæjarfóget- inn í Reykjavík gaf þau Hinrik og Hólmfríði Oddsdóttur saman sem hjón. Hólmfríður er mikilhæf per- sóna. Hafnahreppur á henni mikið að þakka, svo sem t.d. margra ára umsjón með lestrarfélagi hreppsins og þátttöku í Kirkjukór Kirkjuvogs- kirkju. Saman hafa þau hjón eignast fímm böm svo sem áður er getið. Öll hafa þau reynst hæfíleikamann- eskjur og tvö þeirra orðið þjóðfræg, þ.e. Ellý Vilhjálms og Vilhjálmur heitinn Vilhjálmsson, söngvárar. Hjónin í Merkinesi bjuggu þar langt fram yfír það sem heilsan leyfði, slíkt hefði ekki verið mögu- legt án umhyggju Þórodds, sonar þeirra. Um viðhorf Hinriks til lífsins og þess sem hann mat mest til undir- stöðu hverjum einstaklingi til far- sældar og árangurs í lífinu hef ég ekki fjallað í þessum minningárorð- um. Kannski er því, sem ég vildi segja um þann þátt Hinriks best lýst með hans eigin orðum í ljóði til sonarSonar hans, Jóhanns Vil- hjálmssonar: Hljót þú lífsins þroska og þekking, þreifaðu á rökunum. Á þér nái aldrei blekking undirtökunum. Kærðu þig ei um kaldan vindinn karskur bijót þér leið, hlaup þú upp á hæsta tindinn, hopaðu aldrei skeið. Ég færi fram þakkir fýrir að hafa átt kost á því að kynnast Hin- riki í Merkinesi og við hjónin vottum öllum aðstandendum hans samúð við fráfall hans. Þórarinn St. Sigurðsson. í dag verður borinn til hinstu hvílu afi og langafí okkar, Vilhjálm- ur Hinrik Ivarsson, frá Merkinesi í Hafnahreppi á Suðurnesjum. Hon- um varð langra lífdaga auðið, enda var hann á 95. aldursári er hann lést. Hinrik í Merkinesi, eins og hann var álltaf kallaður, fæddist 12. ágúst 1899 að Eyvík í Grímsnesi, sonur hjónanna Margrétar Þor- steinsdóttur og ívars Siguijóns Geirssonar. Þaðan fluttist hann með foreldrum sínum að Búrfelli og síð- an að Sölkutóft á Eyrarbakka, þar sem ívar var formaður á Voninni, áraskipi sem gert var út frá Þor- lákshöfn og Herdísarvík. Um fjór- tán ára aldur fór Hinrik að vinna við sjávarstörf með föður sínum, við róðra og landverk, m.a. við matseld á hlóðum eins og þá tíðkað- ist. Árið 1914 veiktist Margrét af berklum og þurfti þá að koma börn- unum sex, sem þá voru fædd, í fóstur hvert á sínu heimilinu. Nokkrum árum síðar hafði Margrét náð bata og eignuðust þau dóttur í lok ársins 1918. Ásamt henni, ólu þau aðeins upp aðra dóttur sína, en héldu góðu sambandi við hin börnin fimm með heimsóknum. Þar af leiddi að ívar og Margrét sáu börn sín aldrei öll í einum hópi, enda komu þau aðeins einu sinni saman, en það var á ættarmóti, sem afkomendur þeirra héldu árið 1967, á 100 ára fæðingardegi ívars föður þeirra. Hinrik réð sig í vinnumennsku til Herdísarvíkur árið 1915, þar sem. hann var í nánu sambandi við nátt- úruna og sér í lagi dýrin, sem voru honum mjög hugleikin alla ævi. Reynslan frá Herdísarvík nýttist honum síðar meir á lífsleiðinni og var hann alla tíð ákaflega veður- glöggur og hafði mjög næma til- fínningu fyrir náttúrunni og um- hverfinu. Fór þar allt saman, litur sjávar, öldulag, sjávarhljóð, skýja- MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRUAR 1994 far, vindátt og atferli fugla og dýra. Síðan fluttist hann til Hafnarfjarðar og þaðan til Reykjavíkur, þar sem hann lærði húsasmíðar. Hann kvæntist Hólmfríði Odds- dóttur, úr Reykjavík, árið 1926. Ættir hennar stóðu bæði af Kjalar- nesi og úr Grímsnesi. Fyrstu búskaparárin vann hann við smíðar og viðgerðir á ýmsum stöðum, m.a. í Höfnum á Reykja- nesi, þar sem honum leist vel á stað- hætti. Eftir að hafa smíðað sinn fyrsta bát, áttæring, fluttust þau hjónin í Hafnirnar, þar sem Hinrik gerði út bát sinn, nokkrar vertíðar, fyrst í félagi við systkinin Guðmund Jósefsson og Kristínu ljósmóður á Staðarhóli, en síðar í Merkinesi hjá Guðmundi Sigvaldasyni. Á sumrum vann hann við húsa- smíðar í Höfnunum og víðar, en árið 1934 fluttust þau alfarið í Hafnirnar og bjuggu í Merkinesi, þaðan sem hann stundaði bæði sjó- sókn, landbúnað og smíðar um margra ára skeið. Þau eignuðust fímm börn: Sigur- jón, kvæntur Guðrúnu Arnórs, Henný Eldey, gift Svavari Gests, Þóroddur, Maron Guðmann og Vil- hjálmur Hólmar, kvæntur Þóru Guðmundsdóttur, en hann lést í bílslysi í Lúxemborg 1978. Afkom- endur Hinriks og Hólmfríðar eru nú orðnir 29 talsins. Hinrik var mikill veiðimaður og var um árabil refaskytta Hafna- manna. Hann lét sér samt alltaf annt um dýr og þau hændust að honum. Hann gat til dæmis strokið villiköttum, þótt enginn annar mætti koma nærri þeim. Einnig ól hann upp yrðlinga í Merkinesi, m.a. til að læra þau mismunandi hljóð sem refirnir gáfu frá sér og talaði við yrðlingana með gaggi til að æfa sig. Hann átti alltaf afburða veiði- hunda, sem hann notaði m.a. við minkaveiðar, enda mikill veiðimað- ur, hvort sem um var að ræða skot- eða stangveiði. Hinrik talaði líka alltaf við hundana eins og við menn og þjálfaði þá af einstakri næmni. Hann var allra manna fróðastur um átthagana og gat gætt um- hverfið lífi með frásögnum og fróð- leik. Eftir hann liggur m.a. örnefna- skrá og lýsingar á suðurhluta Reykjaness. Hann afí í Merkinesi var merki- legur maður. Hann var snillingur í að setja saman orð á þann hátt að þau rímuðu og mynduðu vísur sem innihéldu það sem hann annars vildi segja. Eitt sinn er pumpu-kaffikannan í eldhúsinu tæmdist, kvað hann: Könnudræsan gaf ei gróm, gripin hæsi og nöldurs óm, einnig hvæsir hryglu hljóm 'nátt - og fnæsir alveg tóm. Á sjónum varð honum að orði: Dætur Ránar dilla knör dansa og faldinn ýfa. Það er háskahimnaför á hæstu toppum svífa. Framan við sjónvarpið fæddist þessi vísa: Sjónvarpinu sat hann hjá, sitthvað stóð til boða. Augnalokin innan frá, ætlar hann svo að skoða. Og þegar árin voru farin að fær- ast yfir, kvað Hinrik: Áður var mér gatan greið glæsta staði og lendur kanna, nú er orðin lengsta leið, að labba á milli herbergjanna. Eins og sést, endurspeglaðist glaðlyndi og glettni oft í vísum hans og einnig naut hann þess að segja skrýtlur og gamansögur. Það var því alltaf gaman að heim- sækja afa og ömmu í Merkinesi, eða Merkilega-nesi, eins og við strákarnir kölluðum bæinn stund- um. Amma átti alltaf kökur með kaffinu og hún vitnaði stundum í „Kristnihaldið“ og sagði ekki gest- um bjóðandi undir sautján sortum. Alltaf höfðu þau um margt að spjalla og mikið var gaman að sjá bátana sem afí smíðaði inni í vinnu- herberginu sínu. Þetta voru áttær- ingar með sunnlenska laginu sem hann smíðaði í smækkaðri mynd, með árum, keipum og öllu sem til heyrði. Þeir urðu alls um níutíu talsins og eru hin mesta völundar- smíð. í tilefni af níræðisafmæli Hinriks var hann gerður að heiðursborgara Hafnahrepps 1989, en hann hafði verið hreppstjóri og sýslunefndar- maður í áratugi. Vert er að þakka hreppsnefndinni fýrir þá virðingu sem honum var sýnd. Það var svo síðla árs 1992 að þau hjónin fluttu að öldrunardeild- inni Víðihlíð í Grindavík, þar sem þau nutu sérlega góðrar aðhlynn- ingar starfsfólks og er ánægjulegt að vita til þess að starfsstúlkurnar skrifuðu niður kveðskap afa í sér- staka bók, sem þær kölluðu: Vísna- kver Hinriks,. þar sem er að finna hluta af þeim kveðskap sem hann fór með fyrir þær og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Við vitum að afí hefur það gott núna og þökkum honum fyrir allt það góða sem hann skilur eftir sig í þessum heimi. Hann gerði veröld- ina heilmikið betri og minningin um hann lifir. Við sendum ömmu sam- úðarkveðjur. Gunnar Kristinn, Ann og synir. Friðsæld ríkir í Höfnum þegar ekið er_í snjómuggunni niður Bring- ur að Ósabotnum. Gamli holótti og krókótti malarvegurinn er horfinn undir slétta olíumölina. Ólsens- beygja og Gvendur á Teigi heyra sögunni til, en Hunangsklöppin þar sem Hafnamenn fyrirkomu sjó- skrímslinu er hér enn í flæðarmál- inu. Einnig Merkinesfjöllin eins og við krakkarnir kölluðum þau rorra í fjarlægð, og halda utan um víð- áttumikinn hraunflákann Hafna- megin á skaganum. Löng ganga þótti okkur upp í þessi fjöll, svo barnshugurinn beindist frekar að ævintýraheimum fjörunnar. Hverfið teygir látlausa byggð sína fast að þjóðveginum, hérna fjölgar víst fólki eftir áratuga stöðnun og veltilhöfð og friðsæl kirkjan heldur vörð yfír stórbrotinni sögu fortíðar. í dag verður staður þessi enn sögunni ríkari, er jarð- neskar leifar Vilhjálms Hinriks Ivarssonar.verða til moldar bornar. Ekið er áfram fram hjá gamla skólanum, sem þjónar nú sem fé- lagsheimiíi, eitt af fjölmörgum hús- um í Höfnum sem Hinrik smíðaði, og hjá „Bræðrum“, klapparhól á vinstri hönd með tveim nú óljósum vörðum, yfirgefum við Kirkjuvogs- land og Merkineslandið tekur við, ríkidæmi Vilhjálms Hinriks um ára- tuga skeið. Foreldrar Hinriks voru Margrét J. Þorsteinsdóttir frá Litlu-Háeyri og ívar Geirsson frá Eyvik í Gríms- nesi. Var hann elstur sjö systkina (Þórdis, Geirrún, Vilborg, Hjörleif, Guðrún og Geir). Fór hann um fermingu með föður sínum á vertíð- ir í Þorlákshöfn. 17 ára gerðist hann í 3 ár smali með 500 fjár á útigangi í Herdísarvík hjá Þórarni Árnasyni. Eftir báta- og húsa- smíðanám í Hafnarfírði 1926 fer hann í Hafnir til að gera við bát á Kalmannstjörn, en hérna reyndust verii óþrjótandi smíðaverkefni. Var hann þá kvæntur Hólmfríði Odds- dóttur frá Reykjavík og 1934 flytj- ast þau ásamt fyrsta barni sínu Siguijóni, (seinna flugv.) f. ’25, búferlum að Merkinesi og búa fyrst í Vesturbænum en síðar í Austur- bænum. í Merkinesi fæðast síðan Henny Eldey (Ellý Vilhjálms söng- kona), f. ’35, Þóroddur (vélvirki), f. ’37, Maron (útvarpsv.), f. ’40 og Vilhjálmur Hólmar (flugm. og söngvari), f. ’43, látinn. Einnig fæddust þeim hjónum tvö andvana börn. í dag er unnt að furða sig á því hvernig tvær og jafnvel þrjár barn- margar fjölskyldur gátu lifað á þessu harðbýla landi, sem þó er stórt um sig, en virðist við fyrstu sýn lítið annað en hraun, sandur, nokkrir grastoppar og nauðandi brim við grýtta strönd. En hérna sá Hinrik sína möguleika við bú- skap, sjósókn, smíðar og veiðar og þetta stundaði hann alla sína starfsævi, og langt fram á áttræð- isaldur sótti hann sjóinn af harð- fylgi, einn á báti. Við Merkines- túngarðinn stendur enn trilla Hin- riks sem hann smíðaði fyrir áratug- um og gaf nafnið Guðmundur Sig- valdason í höfuðið á afa mínum sem átti Vesturbæinn, þegar Hinrik kom fyrst hingað. Þessum báti reri síðan Þóroddur sonur hans árum saman, áður en nýrri bátur tók við. Einhvern veg- inn finnst manni að bátur þessi megi eigi glatast, en það er okkar hlutverk að varðveita. íbúðarhúsin þrjú, Austurbær (heimili Hinriks), Merkisteinn og Vesturbær, standa öll enn, og bera öll merki smíðakunnáttu Hinriks, einnig útihúsin við Bjarghólinn, bera atorku og nýtni Hinriks vitni, en varla hefur þar verið meira að- keypt efni en sementið. Hver spýta úr eldri húsum, eða fundin á reka, og steypustyrking úr gömlum her- mannabröggum, jafnvel naglana vorum við krakkarnir látnir rétta, jafnvel tví- eða þrínotaðir. Að laun- um fengum við bátsferð á góð- viðrisdegi inn í Ósa eða inn á Kistu. Mikið var hlakkað til þessara ferða. Oft sátum við niðri á-Siglukambi og biðum í ofvæni eftir að bátur kæmi að landi og getgátur miklar í gangi hvort Hinrik hefði fengið ’ann. Sérlega var eftirvæntingin ef byssan var með í förinni því þá var alltaf von á hnísu eða fugla- kjöti sem allir í Merkinesi fengu fylli sína af. Þá hét báturinn hans „Mai“ og keppst var við að aðstoða við löndunina. Ef von var á versn- andi veðri var báturinn dreginn upp á fjörukambinn með tréspilinu sem enn má sjá leifar af á kambinum. Viljugir fætur hlupu til með hlunna og grút og gengu hring eftir hring við spilið, svona til að eignast smá hlutdeild í björgihni sem komin var á land. Nú ryðga járnboltar í klöpp- um, verbúðir og beitiskúrar tóftir einar, bryggjan og garðurinn af sjónum að mestu étinn. En meira var stundað en sjómennskan. Veiði- mennskan var almennt Hinriki í blóð borin. Landsfrægur er hann orðinn fyrir refa- og minkaveiðar, enda ^renjaskytta hreppsins fram á elliár. Fótfrár og þolinn gekk hann um allar heiðar í leit að lág- fótu, enda voru þetta ekki aufúsu- gestir, þar sem hvert lamb og hver alifugl var lífsbjörg hveiju heimili. En sjaldnast gekk Hinrik til þess- ara verka einn, því hundurinn var ætíð hans fylgifískur, nema allra síðustu árin. Eg man sérstaklega þegar „Bob“ og „Toggi“, sem hann ól sérstaklega upp til minkaveiða, köstuðu sér í sjóinn og syntu til Minnismerki úr steini Steinn er kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki. Áralöng reynsla. ai S. HELGAS0N HF ISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 91-76677 / 4 \ I ArruKiMf \ 43 móts við húsbónda sinn, þegar bát- urinn komst inn úr brimgarðinum. Einnig var hann stangveiðimaður af lífi og sál og fór margar slíkar ferðir um dagana. Já, þrátt fyrir veiðimennskuna var Hinrik dýravinur hinn mesti, og mátti ekkert aumt sjá, ól upp móðurlausa tófuyrðlinga sem ■ gengu lausir á túnum, og allra síð- ustu árin gekk hann fótafúinn dag hvern upp í hlöðu sína til að gefa villiköttum sem héldu þar til. „Já, svona til að bæta eitthvað fyrir gamlar syndir í þessum efnum,“ sagði hann. Ég man að eitt sinn var ég farinn að hæna að mér hund úr hverfinu sem Mússólíni var nefndur, og var hann farinn að dvelja næturlangt í Merkinesi. Hin- rik bónda hefur ekki líkað þetta svo hann tók mig eintali og út- skýrði fyrir mér á hógværan hátt hversu illt ég væri að gera eigand- anum sem þætti innilega vænt um dýrið. Þetta kom hann mér í skiln- ing um, en mikið leið mér fyrir að reka „Mússa“ heim harðri hendi í hvert sinn, er hann birtist. Ekki man ég eftir að Hinrik arg- aðist mikið út í okkur krakkana þrátt fyrir ýmsan prakkaraskap, snöggreiður gat hann orðið og vandaði okkur þá ekki kveðjurnar en einhvern veginn gleymdist það furðu fljótt, og ávallt bárum við virðingu fyrir vilja hans. En þrátt fyrir lífsstritið og harða lífsbaráttu var ávallt tími til bóklesturs og andlegra iðkana, enda bókasafn hreppsins í vörslu þeirra hjóna í áraraðir, og hreppstjórastörfín margvísleg, en Hinrik gegndi hreppstjórastarfi fyrir Hafnahrepp um tuttugu ára skeið, með mikilli samviskusemi. Hörð lífsbarátta gaf Hinriki ákveðna lífsskoðun sem hann lét í ljósi þegar við átti, og alltaf tók hann málstað lítilmagn- ans, en alla tíð ólgaði kímni og gamansemi undir niðri, sem á góðri stundu braust upp á yfirborðið með ýmsum hætti, sögum, vísum og margvíslegu glensi, enda Hinrik hreinn ólgusjór í þeim efnum, þeg- ar sá gállinn var á honum. Tak- markalaus forði af frumortum og annarra vísum fyllti huga hans og margar hnyttnar vísur hans væri unnt að safna saman í góða bók, og ekki má gleyma framlagi Hin- riks um örnefnasöfnun í Höfnum, en þar hefur hann safnað saman ógrynni örnefna, enda enginn þar jafnkunnugur. Hérna í Merkinesi eyddu þau Hinrik og Fríða sínu ævikvöldi í góðu skjóli hjá syni sínum Þóroddi, en hafa undanfarið dvalið við góða umönnun á dvalarheimili aldraðra í Grindavík, og þar dvelur enn í hárri elli, lífsförunauturinn trausti og góði, hún Fríða. Kleinulyktin góða ilmar því miður ekki lengur á hlaðinu í Merkinesi. Hafnir verða eigi þær sömu eftir fráfall Hinriks, rúnum rist andlit. hans er markað í minninguna eins og það eigi heima hérna við brimgarðinn, óhaggan- legur hluti af harðri lífsbaráttu tengd staðnum. Ég samhryggist ættingjum, vinum og öllum Hafnabúum og bið guð að geyma Vilhjálm Hinrik ívarsson. Bjarni Marteinsson. Blómastofa fíiðfinm Suöurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sfmi 31099 Opið öli kvöld tii kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.