Morgunblaðið - 08.02.1994, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 08.02.1994, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 1994 Farsi Með morgimkaffinu Þú seldir mér þetta heimilis- fræðinámskeið í morgun. Hún fleygði trúlofunar- hringnum á eftir mér með þeim afleiðingoim að hann skoppaði eftir göturæsinu og niður um ristina. HÖGNI HREKKVlSI BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Fagþekking á íslensk- um landbúnaðarvörum Frá Reyni Ragnarssyni: í Leikskálanum í Vík í Mýrdal var haldin á dögunum mikil matar- veisla þar sem samankomið var landslið íslenskra matreiðslu- manna og útbjuggu þeir úr íslensk- um landbúnaðarafurðum ótal góm- sæta rétti. Það er ánægjulegt til þess að vita í þeim gegndarlausa og ósann- gjarna áróðri sem verið hefur gegn bændastéttinni, skuli það vera menn sem best þekkja og mest vinna með íslensk matvæli sem hafa trú á gæðum vörunnar. Það Frá Ástríði Andersen: Dr. Gunnlaugur Þórðarson hefur tjáð sig um hafréttarmál þjóðar- innar í marga áratugi þótt engin ríkisstjórn á þessu tímabili hafi nokkurn tíma leitað ráða hjá hon- um í þessum efnum svo kunnugt sé. í grein sinni í Morgunblaðinu 2. febrúar sl. ásakar Gunnlaugur Þórðarson formann íslensku samn- inganefndarinnar í samningum Is- lendinga við Norðmenn 1980-81, vegna Jan Mayen, um embættis- afglöp og eftirgjöf í samningunum vegna kunningsskapar við Jens kom fram í máli manna að lokinni veislu að þarna væri ekki aðeins um trú matreiðslumanna að ræða heldur einnig fagþekking og reynsla á íslenskum landbúnaðar- vörum sem ómengaðri gæðavöru sem fæstar landbúnaðarþjóðir geta státað af. Það má teljast ömurlegt að til skuli vera íslenskir kaupmenn og jafnvel alþingismenn sem atast eins og naut í flagi við það að reyna að bijóta niður innlenda gæða- framleiðslu og beita í þeim áróðri slagorðum eins og að verið sé að Evensen, formann norsku samn- inganefndarinnar. (Þess má geta að formaður íslensku nefndarinnar á þessum árum var Hans G. Ander- sen, sendiherra.) Sá embættismaður sem af ofan- greindum sökum verður fyrir ásök- unum Gunnlaugs Þórðarsonar í nefndri grein hefur orðið fyrir gagnrýni hans í ótal greinum Gunnlaugs í þá fjóra áratugi sem umræddur embættismaður fór með þessi mál fyrir hönd ríkisstjórna Islands, eða allt frá því á 5. ára- tugnum. Sami embættismaður vann brautryðjendastarf á sviði hafréttarmála á alþjóðlegum vett- hugsa um hag neytenda. Eins og það skipti mestu máli að geta boð- ið erlend matvæli á aðeins lægra verði meðan verið væri að bijóta niður íslenska framleiðslu. Virðist þá ekkert tillit tekið til hollustu vörunnar, hvort um kjöt er að ræða sem er mengað ýmsum auka- efnum eins og sterum og fúkalyfj- um eða grænmeti þar sem nota hefur þurft mikið magn allskonar skordýraeiturs og vaxið við meng- að vatn og andrúmsloft. Landslið íslenskra matreiðslu- meistara á þakkir skildar fyrir framtak sitt og þá kynningu á okkar landbúnaðarafurðum sem þeir nú vinna að með ferð sinni og meistaramatreiðslu víða um landið. REYNIR RAGNARSSON, Vík í Mýrdal. vangi og gegndi forystuhlutverki við útfærslu landhelginnar í öll þau skipti sem landhelgi íslands hefur verið færð út frá stofnun lýðveldis- ins. Fyrir þetta hlutverk nýtur hann enn þakklætis þjóðarinnar, og virðingar fagmanna á sviði al- þjóðaréttar. Umræddur embættis- maður hafði ætíð fyrir reglu að svara ekki greinum dr. Gunnlaugs Þórðarsonar þar sem hann ekki áleit það þjóna neinum skynsam- legum tilgangi. Sökum veikinda getur ofan- greindur embættismaður ekki svarað fyrir sig hefði honum sýnst ástæða til, en undirrituð telur ólík- legt að svo hefði orðið nú frekar en fyrr. ÁSTRÍÐUR ANDERSEN, Reynimel 57, Reykjavík. Athugasemd vegna greinar dr. Gunnlaugs Þórðarsonar Víkverji skrifar Víkveiji hefur orðið þess greini- lega var, að forráðamönnum banka og sparisjóða þykir á sig hallað í opinberum umræðum og að þeir fái ekki að njóta sannmæl- is. Að sumu leyti er þetta sök bank- anna sjálfra. Umræður um hin svo- nefndu debetkort hafa verið nei- kvæðar fyrir bankana og þeir geta ekki öðrum um kennt en sjálfum sér. Kynning þeirra er einhver mis- heppnaðasta markaðssetning síðari ára fyrst og fremst vegna þess, að augljóslega ætluðu útgefendur de- betkortanna fyrst i stað að ná inn miklum hagnaði með útgáfu þeirra. Umræður um vaxtastigið hafa einn- ig verið erfiðar fyrir bankana eins og bersýnilega kom í ljós, þegar jafnvel forsætisráðherra landsins hafði slík orð um seinagang bank- anna að til tíðinda taldist. En það er engin sanngirni i því að ráðast á bankana úr öllum átt- um. Með sama hætti og með rökum hefur mátt kreijast vaxtalækkana á undanfömum mánuðum er engin sanngimi í því að gagnrýna þá fyr- ir fyrirhugaða hækkun þjónustu- gjalda eins og t.d. var gert í þessum dálki sl. föstudag. Það er eðlilegt að fólk borgi fyrir þá þjónustu, sem það kaupir hjá bönkunum. Það er óeðlilegt að margvísleg þjónusta sé niðurgreidd með meiri vaxtamun en ella. Þeir sem þjónustunnar njóta eiga að borga fyrir hana, ekki ein- hverjir aðrir. XXX Víkveiji fær ekki séð, að nokkuð sé athugavert við, að bankar innheimti 45 krónu útskriftargjald fyrir útsend reikningsyfirlit eigenda tékkareikninga. Ef rétt er munað innheimta kortafyrirtækin slíkt út- skriftargjald og enginn hefur haft uppi andmæli af þeim sökum. Hafa menn gert sér grein fyrir því, að póstburðargjaldið eitt vegna slíks bréfs er um 30 krónur. Víkveiji hefur fyrir satt, að Landsbankinn einn sendi 7 milljónir bréfa til við- skiptavina sinna á ári hvetju! Það er svo spurning, hvort nokkur þörf er á að senda öll þessi bréf. Og athyglisvert í þessu sambandi, að bankinn sparaði eina og hálfa millj- ón króna á því að birta auglýsingu hér í blaðinu og annars staðar um útskriftargjaldið í stað þess að senda viðskiptavinum bréf, hveijum og einum. Þeir sem vilja spara sér þetta útskriftargjald hafa augljóslega ýmsa möguleika á að fá yfírlit yfir stöðu reikninga sinna bæði með símaþjónustu og tölvubúnaði bank- anna. xxx Kostnaður við tékkareikninga hefur mjög verið til umræðu undanfarna mánuði vegna debet- kortanna. Það gildir einu hvernig á málið er litið, það verður að teljast eðlilegt að þeir sem vilja nota tékka, sem greiðslumiðil borgi þann kostn- að, sem því er samfara en ekki ein- hveijir aðrir viðskiptavinir bank- anna annað hvort í formi hærri útlánavaxta eða lægri innlánsvaxta en ella. Innlánsvextir af því fé, sem ligg- ur inni á tékkareikningum hafa aldrei skipt umtalsverðu máli fyrir handáhafa þeirra reikninga. Þetta eru veltureikningar og auðvelt fyrir reikningshafa að fá hærri vexti fyr- ir þá peninga, sem þeir kunna að eiga inni í bönkum með því að láta þá standa inni á öðrum reikningum. Enda bendir flest til þess að fjár- munir standi stutt við á tékkareikn- ingum! XXX að er full ástæða til að gagn- rýna bankakerfið, þegar það á við og þau tilefni hafa verið fjöl- mörg á undanförnum misserum. En það er fáránlegt að gagnrýna bankakerfið fyrir það að breyta gömlum og úreltum viðskiptahátt- um á þann veg, að viðskiptavinir borgi fyrir þá þjónustu, sem þeir fá en láti ekki einhveija aðra greiða fyrir þá þjónustu. Hvað sem öðru líður er alveg ljóst, að bankarnir hafa náð fram sparnaði, sem nemur mörg hundr- uð milljónum króna á undanförnum árum, ekki sízt með því að fækka starfsfólki og fækka útibúum. í dag eru um 200 færri starfsmenn í Landsbankanum en var fyrir þremur árum. Sömu sögu er að segja í íslandsbanka. Bankana á að gagnrýna fyrir það, sem gagn- rýnisvert er í starfsemi þeirra en þeir eiga að njóta sannmælis, þeg- ar þeir eru á réttri leið. „Það er ekkert til, sem heitir ókeypis há- degisverður", sagði Milton Fried- man og það er rétt. Tékkareikning- ar kosta peninga. Reikningsyfirlit- in kosta peninga. Bréfasendingin kostar. Þetta eiga viðskiptavinirnir að greiða. Þeir eiga þann kost vilji þeir losna við þennan kostnað að draga úr umsvifum viðskipta sinna við banka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.