Morgunblaðið - 08.02.1994, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 08.02.1994, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 1994 CLIPTEC rofarnir og tenglarnir frá BERKER gegna ekki aöeins nytjahlutverki, þeir eru líka sönn íbúðarprýði! CLIPTEC fæst í ótal litasamsetningum og hægt er að breyta litaröndum eftir því sem innbú, litir og óskir breytast. CLIPTEC er vönduð þýsk gæðavara á verði, sem kemur á óvart! Kosið um sameiningu á Suðurnesjum Keflavík, Njarðvík og Hafn- ir verða eitt sveitarfélag Keflavík. SAMEINING Keflavíkurbæjar, Njarðvíkurbæjar og Hafnahrepps í eitt sveitarfélag var samþykkt í kosningum á laugardaginn. Ibúar nýja sveitarfélagsins verða liðlega 10.000. Það nær yfir ríflega 140 ferkílómetra lands og verður 5. stærsta sveitarfélag landsins. Samein- ingin var samþykkt með miklum mun í Keflavík og Höfnum en með minni mun í Njarðvík þar sem andstaðan við sameiningu var hvað hörðust. Gert er ráð fyrir að kosið verði til bæjarstjórnar sameinaðs sveitarfélags í bæjar og sveitarstjórnarkosningunum 28. maí n.k. og að sameining rekstrar og fjármála fari fram um ármót 1994-95. Niðurstöður kosninganna urðu þessi. í Keflavík kusu 2.715 af 5.214 sem voru á kjörskrá, já sögðu 2.584 nei sögðu 123 auðir seðlar voru 7, ógildir 1. í Njarðvík voru 1.638 á kjörskrá þar kusu 1.216, já sögðu 729, nei sögðu 481, auðir seðlar voru 4 og ógildir 1. í Höfnum voru 86 á kjörskrá og þar kusu 54. Já sögðu 53 en einn var á móti. Samkvæmt tölum frá Hagstof- unni voru íbúar 1. desember 1993 í Keflavík 7.581, í Njarðvík 2.567 og 133 í Höfnum. Samtals 10.281. Skatttekjur sveitarfélaganna árið 1992 voru: Keflavík 755 milljónir, Njarðvík 274 milljónir og Hafnir 15 milljónir. Skuldir á hvern íbúa í árslok 1992 voru: Keflavík 76.500 kr, Njarðvík 67.000 kr og Hafnir 354.600 kr. Þá liggja fyrir ábyrgð- ir sveitarfélaganna vegna atvinnu- starfsemi og var hún þessi: Kefla- vík 175.4 milljónir, Njarðvík 3 millj- ónir og engin í Höfnum. Fram hef- ur komið að í úttekt sem gerð var á væntanlegum sparnaðarliðum vegna sameiningarinnar að sparn- aður yrði mestur við yfirstjórn, eða um 11 milljónir en heildarsparnaður yrði um 18 milljónir við aðra þætti. Ellert Eiríksson bæjarstóri í Keflavík sagðist fagna þessari nið- urstöðu' sem hann gjarnan hefði viljað sjá gerast fyrr. Ellert sagðist ekki búast við neinum stórtíðindum á næstunni fyrir íbúa svæðisins og það sem þeir yrðu fyrst varir við yrði bætt þjónustu á ýmsum svið- um. Hann sagði að samstarf innan svæðisins hefði þegar sannað gildi sitt og nefndi í því sambandi Hita- veitu Suðurnesja og Vatnsveitu Suðurnesja sem ótvírætt hefðu ver- ið til bóta fyrir íbúana. Einnig mætti nefna að nýja sveitarfélagið yrði að öllum líkindum reynslusveit- arfélag og fengi við það aukjn verk- efni frá ríkinu. Þar væri flutningur Landhelgisgæslunnar á svæðið efst á óskalistanum. Ellert sagði að margt væri þó enn óljóst, en ráða- menn sveitarfélaganna myndu væntanlega setjast niður til að ákveða framhaldið og eitt af þeim málum yrði að finna nýja sveitarfé- laginu nafn. Kristján Pálsson bæjarstjóri í Njarðvík sagðist búast við að skipuð yrði nefnd til að hafa umsjón með samruna hinna ýmsu stofnana og deilda í sveitarfélögunum. Njarðvík- ingar væru búnir að gera sína fjár- hagsáætlun fyrir þetta ár sem farið yrði eftir og að um sameiginleg fjár- mál yrði ekki að ræða fyrr en um næstu áramót. Þá yrði að ákveða fyrirkomulag vagna kosninganna 28. maí n.k. og fjölda bæjarfulltrú- ar sem þá yrðu kosnir. Kristján sagðist persónulega ekki sjá neinn sparnað við þessa sameiningu, menn væru þegar búnir að ná fram þeirri hagræðingu sem væri hag- kvæm eins og Höfnin Keflavík/N- jarðvík, Hitaveitan og Vatnsveitan. Björgvin Lúthersson, oddviti Hafnarhrepps, sagði þessi úrslit mikið gæfuspor og að hann teldi að sameiningin ætti eftir að stór- bæta alla atvinnuppbygginu á svæðinu. Björgvin sagði sameining- una gera allt samstarf auðveldara og að möguleikar myndu aukast varðandi nýtingu á heitu vatni og einnig í ferðaiðnaði. Björgvin sagði Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Nei í glugga nágrannans Andstaðan við sameininguna var hörðust í Njarðvík og þessi sjón blasti við kjósendum þegar þeir komu á kjörstað til að kjósa. að með reynslu sveitarfélaganna myndu væntanlega skapast mörg ársverk en það sem snéri fyrst og fremst að Hafnarbúum nú væri höfnin sem yrði sameiginlegt verk- efni og yrði í höndum Landshafnar Keflavíkur-Nj arðvíkur. Ragnar Halldórsson bæjarfulltrúi í Njarðvík var einn harðasti and- stæðingur sameiningarinnar og stóð ásamt fleirum að rekstri kosn- inga og áróðursskrifstofu. Ragnar sagði að þetta hefði fyrst og fremst verið tilfinningamál. Hann hefði líka talið að minna sveitarfélag henta betur í Njarðvík. Ragnar sagðist þó sætta sig við niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar og að hann hefði líka ýmislegt gott um samein- inguna að segja. Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstóri í Sandgerði sagðist óska hinu nýja sveitarfélagi til hamingju. Hann kvaðst ekki búast við miklum breytingum, en menn yrðu þó vænt- anlega að endurskoða samstarfið Nú er tækffærið að eignast eftirprentanir af verkum nokkurra virtustu myndlistar- manna þjóðarinnar, m. a. eftir... ÁSGRÍM JÓNSSON, JÓHANNES S. KJARVAL, ÞORVALD SKÚLASON, GUNNLAUG SCHEVING, NÍNU TRYGGVADÓTTUR- NÚ 995 kr. i ....,.... VAKÁ-HELCAFELL Sí&umúla 6, sfmi 688 300 AÐUR 4.449 kr. NU 995 kr. tsoKamarKaour voku- OTRÍLEG VEROL/EKKUJV! Mörg hundruð bókatitlar á einstöku verði bjóðast nú á bókamarkaði Vöku-Helgafells í forlagsversluninni að Síðumúla 6 í Reykjavík! Hér gefst einstakt tækifæri til þess að bæta eigulegum verkum í bókasafn heimilisins - bókum af öllum Opið alia virka daga frá kl. 9 til 18, laugardaga frá kl. .10 til 16 og sunnudaga frá kl. 12 tii 16. tegundum við allra hæfi. ISLANDSELDAR. Glæsileg litprentuð bók um eldvirkni eldstöðva á íslandi undanfarin 10.000 ár. Um 200 Ijósmyndir, sérunnin kort og skýringarmyndir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.