Morgunblaðið - 23.02.1994, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.02.1994, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDÁGUR 23. FEBRÚAR 1994 5 Vátryggingafélag íslands og Sjóvá-Almennar tryggingar Sjúkratryggingar fyrir þá sem flytja til íslands í athugun Frá Söngvakeppni Sjónvarpsins á síðasta ári. Söngvakeppni Sjónvarpsins 1994 Valið um þrjú lög VÍS og Sjóvá/Almennar kanna nú möguleikana á því að bjóða sjúkratryggingar fyrir þá sem eiga lögheimili hér á landi en eru ekki sjúkratryggðir. Samkvæmt almannatryggingalögum sem gengu í^gildi um síðustu áramót þurfa þeir sem flytja lögheimili sitt til íslands frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins að bíða í hálft ár eftir að verða sjúkratryggðir. VAL LAGA á framlagi Islendinga til söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva sem fer fram í Du- blin á írlandi 30. apríl er með nokkuð öðrum hætti en áður, seg- ir í fréttatilkynningu frá Sjón- varpinu. Leitað var til þriggja lagahöfunda sem samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru þeir Gunnar Þórðarson, Anna Mjöll Olafsdóttir og Friðrik Karls- son. Hver lagahöfundanna leggur fram eitt lag til keppninnar og verða lögin þrjú leikin í þætti Hemma Gunn á miðvikudagsvöld, en hann verður eingöngu helgaður Söngva- keppni Sjónvarpsins. í þættinum verður valið eitt lag til að taka þátt í lokakeppninni í Dublin og verður valið í höndum dómnefndar sem skipuð er fagfólki bæði úr þéttbýli og af landsbyggðinni. Flytjendur að þessu sinni eru Þór- anna Jónbjörnsdóttir og Elfar Aðal- steinsson sem flytja lag Gunnars Þórðarsonar, Indæla jörð, Sigrún Eva Ármannsdóttir flytur lag Frið- riks Karlssonar, Nætur, og Anna Mjöll Ólafsdóttir flytur eigin laga- smíð, Stopp. Baldur P. Erlingsson, deildar- stjóri hjá VÍS, segir þetta mál í athugun hjá félaginu. Hann segir skammtímatryggingu sem þessa erfiða viðureignar' í tryggingum og óljóst sé hvað hún ætti að kosta. Sigurjón Pétursson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Sjóvár/Al- mennra, segir strax sjáanlega vissa annmarka á tryggingu sem þessari. Ef sú staða kæmi upp að fársjúkur maður kæmi hingað heim til að leita sér lækninga þá myndi iðgjaldið einfaldlega verða það sama og sjúkrakostnaðurinn. Ef hins vegar fullfrískt fólk kæmi heim þá færi iðgjaldið væntanlega eftir aldri, það yrði lægra fyrir ungt fólk og hærra fyrir gamalt fólk. Líkurnar á að fólk verði veikt aukist fyrst og fremst með aldri en auk þess komi fleiri áhættu- þættir inn í. „Evrópuþjóðir hafa margar þurft að bregðast við þessu og það er ábyggilega búið að leysa viðlíka vandamál í ýmsum löndum. Við erum að skoða þetta mál,“ sagði Siguijón. Stefnumót við París! Almennar reglur um myndatöku undirbúnar GARÐAR Valdimarsson ríkis- skattstjóri segir að í undirbún- ingi séu almennar reglur um myndatöku opinberra rann- sóknaraðila. Embættið túlki nið- urstöðu tölvunefndar um mynda- töku við eftirlit með vsk.-bifreið- um svo að hún sé heimil. Garðar segir að skilja megi frétt Morgunblaðsins í gær um mynda- tökur Eftirlitsskrifstofu ríkisskatt- stjóra af vsk.-bifreiðum svo að heimildir skorti fyrir þeim. Embætt- ið telji sig aftur á móti hafa slíkar heimildir. Settar hafi verið starfs- reglur þar sem tekið er tillit til ábendinga tölvunefndar um vernd- un persónuupplýsinga. Hins vegar skorti ef til vill almennt talað reglur um myndatöku á almannafæri eins og tölvunefnd benti á en það eigi við um fleiri rannsóknaraðila en ríkisskattstjóraembættið. Garðar segir að dómsmálaráðuneytið sé nú að undirbúa slíkar reglur. ----» ♦ ♦-- Nýr fram- kvæmdastjóri Vinnumiðl- unar ráðinn BORGARRÁÐ hefur samþykkt að ráða Oddrúnu Kristjánsdóttur í stöðu framkvæmdastjóra Vinnu- miðlunar Reykjavíkurborgar frá 1. mars næstkomandi. Hún tekur við af Gunnari Helgasyni sem lætur af störfum vegna aldurs. Jafnframt var samþykkt að heiti Ráðningarstofu Reykjavíkur verði breytt þegar starfsemin flyst í nýtt húsnæði við Engjateigi 11. Staðan var auglýst 23. janúar síðastliðinn og rann umsóknarfrestur út þann 8. febrúar. Alls bárust 43 umsóknir. París er borgin sem allir falla fyrir. í Parísarborg er að finna perlur lista- sögunnar á Louvre safninu, lokkandi veitingastaði í Latínuhverfinu, frægar byggingar, tískuhús, kaffihús og allt sem nöfnum tjáir að nefna. Eigðu stefnumót við París eina helgi og njóttu þess að láta borgina koma þér á óvart. Hafðu samband við söluskrifstofu SAS eða Flugleiða * eða ferðaskrifstofuna þína. i < Q Q Helgarferð til Parísar kostar frá 36.730 kr. Innifalið í verði: Flug, gisting fyrir einn í 2 nætur í 2ja manna herbergi og flugvallarskattar. Lágmarksdvöl er aðfararnótt sunnudags, hámarksdvöl 4 nætur. Verð gildir til 31. mars 1994. SAS, sími 622211. Flugleiðir, sími 690300. M/SAS FLUGLEIÐIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.