Morgunblaðið - 23.02.1994, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.02.1994, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1994 7 RÚV telur lítið því til fyrirstöðu að nýta ljósleiðara Telur gjaldskrá Pósts o g síma stærstu hindrunina Póstur og sími vill fá greitt samkvæmt flutningsgetu UPPBYGGING gjaldskrár Pósts og síma er ein megin ástæða þess að ljósleiðarinn er vannýttur, segir Hörður Vilhjálmsson fjármála- sljóri Ríkisútvarpsins. Að hans sögn vill RÚV fá tiltekna flutnings- getu í ljósleiðara til eigin nota og ekki þurfa að gréiða meira fyrir það en eigin örbylgjukerfi með sömu möguleikum. Guðmundur Björnsson aðstoðar póst- og símamálastjóri segir að fyrirtækið bjóði ekki upp á leigu á flutningsgetu heldur selji þeir flutning á mynd. Greiðsla fyrir myndflutning sé út af fyrir sig miklu lægri en fyrir annars konar afnot og ekki komi til greina að selja hana á sama verði. Ólafur G. Einarsson menntamálaráðhera segir aðspurður að ætla megi að hægt sé að ná samkomulagi milli tveggja ríkisstofn- ana, einkum og sér í lagi þegar það liggi fyrir að slíkt samkomulag spari 400 milljónir króna í fjárfestingu fyrir aðra þeirra. Greint var frá því í Morgunblað- inu í gær, samkvæmt skýrslu Við- skiptafræðistofnunar, að það væri 400 milljónum hagkvæmara fyrir RÚV og þjóðarbúið að leigja ljós- leiðara af Pósti og síma. Hörður Vilhjálmsson ijármálastjóri hjá RÚV segir að í skýrslu Viðskipta- fræðistofnunar sé gengið út frá miklu meiri hagkvæmni en í raun og veru sé hægt að færa rök fyrir. „Það er fjarri öllu lagi að tala um 400 milljóna króna sparnað. Við höfum rætt langtum fjölþættari notkunarmöguleika á' ljósleiðara- kerfinu heldur en þarna er verið að tala um og RÚV hefur brýna þörf fyrir að eiga aðgang að. Fyrir þá viðbótar notkunarmöguleika sem væru umfram dagskrárflutn- ing myndum við þurfa að greiða samkvæmt háum taxta sem ekki er gert ráð fyrir í þessum útreikn- ingum.“ Póstur og sími sparar Hörður segir ennfremur að ýmis rök hnígi að sparnaði en hann þurfi ekki allur að vera á kostnað Rík- isútvarpsins og það eigi einnig að njóta góðs af vannýttri flutnings- getu ljósleiðarans en ekki Póstur og sími einvörðungu. Hann segir eina möguleikann á að sameina sjónarmið um þjóðhagkvæmni og þarfir RÚV þann að fyrirtækið fái til eigin afnota tvíátta 140 mega- bita flutningsgetu í ljósleiðara og greiði ekki meira fyrir það en eigin örbylgju með sömu möguleikum. Jafnræði milli fyrirtækja Guðmundur Björnsson aðstoðar póst- og símamálastjóri segir að Ríkisútvarpið geti ekki ætlast til þess að greiða eftir annarri gjald- skrá en Stöð 2 greiðir fyrir afnot af ljósleiðara. „Eg lít svo á að í landinu eigi að gilda jafnræði og sé ekki að Ríkisútvarpið eigi að borga minna en Stöð 2 þótt um sé að ræða viðskipti milli ríkisstofn- ana. RÚV hefur viljað taka á leigu ákveðinn hluta af ljósleiðarakerfinu til að nota til eigin þarfa en við bjóðum ekki slíka leigoi. Við tökum gjald fyrir flutning á mynd en þeir vilja fá meiri flutningsgetu fyrir sama verð. Myndflutningur kostar miklu minna en flutningur á hljóði og annars konar gögnum og ekki hægt að ætlast til þess að við leigj- Lagning ljósleiðara. um það út á sama verði, reyndar teljum við að það sé svo lágt að ekki sé hægt að fara neðar. RÚV vill kaupa bitastraum sem getur flutt 2.100 talrásir og borga brot af kostnaðinum. Myndflutningur hefur mikla sérstöðu og er gjald- lagður samkvæmt því og ef RÚV vill kaupa óheftan bitastraum verð- ur fyrirtækið að greiða sama verð og krafist er þegar hann er seldur til annarra nota,“ segir Guðmundur loks. Nefnd miðli málum Menntamálaráðherra, Ólafur G. Einarsson, segir að útvarpslaga- nefnd leggi til að nefnd skipuð full- trúum úr menntamála- og sam- gönguráðuneytum, frá Pósti og síma, Ríkisútvarpinu og Viðskipta- fræðistofnun komi saman og skili tillögum að gjaldskrá og samkomu- lagi um nýtingu ljósleiðarans. Ólaf- ur segir aðspurður að ætla megi að hægt sé að ná samkomulagi milli tveggja ríkisstofnana, einkum og sér í lagi þegar það liggi fyrir að slíkt samkomulag spari 400 milljónir króna í fjárfestingu fyrir aðra þeirra. „Ég skil þetta svo að nýtingin á ljósleiðaranum sé ekki mikil og trúi ekki að óreyndu að ekki sé hægt að semja um eðlilega gjaldskrá, því ég held það hljóti að vera hagsmunamál fyrir Póst og síma að fá betri nýtingu á ljós- leiðarann, auk þess sem það er til bóta fyrir aðra sem nýta sér hann. Það gæti orðið til þess að gjaldskrá- in yrði skaplegri," segir mennta- málaráðherra að lokum. Islendingur strýkur enn úr dönsku fangelsi Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðs- dóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. ÍSLENSKA fanganum í Vestra- fangelsi í Kaupmannahöfn, sem gerði tilraun til að flýja úr fang- elsinu síðastliðinn fimmtudag, verður ekki hegnt fyrir flóttatil- raunina, en hann bíður nú dóms fyrir önnur brot. Mál hans mun væntanlega verða tekið til dóms fyrir vorið. í frétt dagblaðsins BT á föstu- daginn var sagt frá flóttatilrauninni undir fyrirsögn um íslenska flótta- kónginn og var þá vitnað til þess að hann flýði úr fangelsi á Hels- ingjaeyri fyrir áramót, en náðist þá fljótlega. Eftir það var hann fluttur í Vestrafangelsið, en þar eru varð- haldsfangar hafðir. Á fimmtudags- kvöld um kl. 19 gerðu hann og samfangi hans tilraun til að flýja. Samkvæmt Ilse Cohn fangaverði fóru fangarnir upp á fangelsisþakið í gegnum þakglugga og beittu þeirri sígildu aðferð að notast við saman- bundin lök. Af þakinu og niður í fangelsisgarðinn eru tíu metrar og virðast þeir hafa stokkið niður á grasflötina í garðinum. Þaðan fóru þeir að múrnum, sem umlykur fang- elsið, en hann er fimm metra hár og voru þeir að reyna að sveifla lökunum yfír múrinn og festa þau, þegar verðirnir komu að. Samkvæmt frétt BT var íslenski fanginn slasaður og var því fluttur á Hvidovre-sjúkrahúsið, þar sem í ljós kom að hann var fótbrotinn á báðum fótum. Ilse Cohn sagði í samtali við Morgunblaðið að hún mætti ekki tjá sig um einstaka fanga, en hún gæti staðfest að annar fanganna hefði slasast við flóttatilraunina. Fanginn, sem reyndi að flýja með íslenska fanganum, býður dóms fyrir tilefnislausa ránárás á lestar- farþega. Árásina framdi hann þegar hann var í leyfi án fangavarðar frá fangelsinu, þar sem hann afplánaði dóm fyrir samskonar árás 1991. Fórnarlambið þá var Tom McEwan, sem er þekktur, danskur gaman- leikari. Suzuki Swift býður upp á lægri rekstrarkostnað því hann er sparneytnasti bíllinn á markaðnum. Bensíneyðslan er frá 4,0 1 á 100 km. Hann er einnig léttur, sem þýðir lægri þungaskatt. Síðast en ekki síst er endursöluverðið sérstaklega hátt. Við bjóðum hagstæð lánakjör. Dæmi: Suzuki Swift GA, verð kr. 798.000. Útborgun (eða gamli bíllinn) kr. 250.000, meðalafborgun af láni kr. 18.375 í 36 mánuði. Ódýrasti japanski bíllinn á markaðnum er SUZUKI SWIFT á verði frá kr. 798.ooo, Handhafar bifreiðastyrks Tryggingastofnunar ríkisins! $ SUZUKI ViÖ sjáum um pappírsvinnuna fjrirykkur og gerum úthlutunina aö peningum STRAX. SUZUKI BÍLAR HF SKEIFUNNI 17 SÍMI 68 51 00 SUZUKI SWIFT - ódýr, sparneytinn og aldrei betri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.