Morgunblaðið - 23.02.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.02.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1994 11 Gunnhildur Ölafsdóttir: Herðu- breið (Oskjuniegin). öðrum. Þannig myndar hún sterk blæbrigði í „Fýkur yfir hæðir“ (nr. 7)-og „Vor í Höfn“ (nr. 4), sem nær afar vel að túlka milda ímynd árstíðarinnar. Önnur verk birtast aðeins laus- lega út úr myrkri minninganna, eins og í hinni ágætu mynd „Ekki er allt sem sýnist" (nr. 12), þar sem sýndur er hinn fyrrum frægi Ófærufoss í Eldgjá, sem vatnselg- urinn sópaði burt á síðasta vetri. Nú leggja væntanlega færri leið sína á þessar þekktu slóðir, þar sem aðalaðdráttaraflið er horfið. Hér er á ferðinni ágætt upphaf sýningarferils; þó átökin séu ekki mikil og efnisval kunnuglegt, þá er vel unnið úr efninu og smæð verkanna hentar skemmtilega í þessu sýningarými. Sýning Gunnhildar Ólafsdóttur í Gallerí Úmbru neðst við Amt- mannsstíginn stendur til miðviku- dagsins 9. mars. • unnið af meiri nákvæmni, og efnis- sýni verða mikilvægur þáttur. Kjóll brúðarinnar er þannig afar áhrifa- ríkur hér, og um leið verður ljóst hversu mikið lýsing í leikverki hefur að segja um mótun sviðs og bún- inga þegar á hólminn er komið; hér koma hugmyndir búningahönnuðar mun skýrar fram. Á efri hæð Stöðlakots hefur Elín Edda komið fyrir nokkrum lita- skissum sem tengjast „Söng dauð- ans“, og í þeim kemur einfaldleiki og tákngildi litarins í verkum Lorca einna sterkast fram. Listakonan lýsir ágætlega ábendingum leik- skáldsins varðandi liti og táknræn gildi þeirra í stuttri ritsmíð í sýning- arskrá leikritsins, og mætti sú grein gjarna liggja frammi á sýningunni í Stöðlakoti; hún gæti vissulega hjálpað þeim sem skoða sýninguna við að skilja hvað liggur að baki þeirri búningahönnun, sem hér blasir við. Sýning Elínar Eddu Árnadóttur í Stöðlakoti við Bókhlöðustíg stend- ur til sunnudagsins 6. mars. Slett úr klaufumim Leiklist Guðbrandur Gíslason Leikfélag Selfoss: Leikið laus- um hala. Höfundur og leik- sljóri: Sigurgeir H. Friðþjófs- son. Aðalleikendur: Davíð Kristjánsson, Eyjólfur Pálm- arsson, Kristinn Pálmarsson, Sigurgeir H. Friðþjófsson, Est- er Halldórsdóttir. Tónlist: Dav- íð Kristjánsson. Þetta er fertugasta verkefni Leikfélags Selfoss og þar með má vera ljóst að fleira er gert á þeim bæ en að skilja mjólk. Á undanfömum árum hefur leikfé- lagið sett upp sum ástsælustu leikverk þjóðarinnar og mörg er- lend. Nú er hins vegar í boði sunn- lensk gleðisúpa, heimabrugguð af Sigurgeiri Hilmari Friðjófs- syni, skólastjóra á Þingborg, en hann hefur starfað með Leikfé- lagi Selfoss á þriðja áratug og er greinilega ungur í andanum ekki síður en að árum. Landanum þykir meira en lítið spaugilegt þegar vistmenn á Litla Hrauni fara út fyrir girðingu til að spóka sig; fangar þaðan skutu upp kolli í kjötfarsanum sem ver- ið hefur á fjölunum í Mosfellsbæ að undanförnu og hér snýst allt um „útbrot“ þeirra og heimsókn í sumarbústað á Grímsnesi, en þar heldur til sífullur bankastjóri ásamt hyski sínu og má ekki á milli sjá hver er vitlausastur. Bankastjóri þessi á sér eina ger- semi sem hann skilur aldrei við sig þótt slompaður sé, en það er geysiverðmætt frímerki sem Jör- undur hundadagakonungur lét prenta. Hyggjast þeir tugthúsfé- lagar Sveinn Skuggi, Ketill Skræki og Halli Bjútí nappa merkinu af kauða og selja forrík- um Japana fyrir morð fjár. En fleira er í súpunni til að seðja hláturhungur leikhúsgesta; í hana er bætt bitum sem flestir virðast aldrei þreytast að kjamsa á. í lögreglunni eru aular, hommar eru pempíulegir, fordild fínna frúa á sér engin takmörk og síð- ast en ekki síst: karlmenn eru afkáralegir í kjólum. Alit þetta er svo kryddað með léttum skot- um á hina og þessa Sunnlendinga. Leikararnir í þessum farsa gera, eins og vera ber, sitt besta til þess að aldrei komist nú lag á hlutina. Tugthúsmeðlimirnir eru álappalegir og ekki ýkja sólgnir í frelsið nema þá helst' Sveinn Skuggi sem virðist eiga von þess manns sem séð hefur Eyjafjalla- jökul út um eldhúsgluggann hjá sér á morgnana. Þeir ná allir því ágæta markmiði leiksins að fá áhorfendur til að hlæja og það gera einnig aðrir leikendur, ekki síst Ester Halldórsdóttir í hlut- verki Grasa Guddu og Sigurgeir Hilmar sem bankastjórinn blauti, en í einu fyndnasta atriði leiksins festir hann kynferðislega ættjarð- arást á Sveini Skugga, þá í dular- gervi sýningardömu. Það tók eitt, tvö atriði að losa um halann á þessari sýningu, en þegar komið var upp í Grímsnes sletti hún ærlega úr klaufunum og það kunnu áhorfendur auð- heyrilega vel að meta. Tónlist Davíðs Kristjánssonar féll vel að verkinu, söngvararnir voru léttir og gamansamir og í lokasöngnum var heilræði til þeirra sem gleymt höfðu stund og stað í litla rauða leikhúsinu við árbakkann en héldu nú hver til síns heima að þreyja góuna: „Oft er tilveran andsnúin, ætíð dynja á ósköpin, en gætið að þá er galdurinn að gefast aldrei upp.“ Tónlistarhátíð Hvammstangi. í TILEFNI Dags tónlistarskólanna verða tónleikar á Hvammstanga sunnudaginn 27. febrúar. Nemend- ur frá tónlistarskólum á Norður- landi vestra koma fram í félags- heimilinu og hefjast tónleikamir kl. 15. Samstarf tónlistarskóla á svæðinu hófst haustið 1991 og efnt var til tónlistarhátiðar á Blönduósi í mars 1992. Frumkvöðullinn var formaður Félags tónlistarskólakennara, Sigríð- ur Sveinsdóttir. Á ári söngsins komst á samvinna með kennurum tónlistar- skólanna og tónmenntakennara grunnskólanna á Norðurlandi vestra. Elínborg Sigurgeirsdóttir, skólastjóri Tónlistarskóla V-Húnavatnssýslu segir samstarfið hafa skilað góðum árangri nú þegar. - Karl. Sigurður Sigurjónsson í hlutverki sínu. „Ferðalok úr Þjóðleik- húsinu til Stokkhólms ÞJÓÐÐLEIKHÚSINU hefur verið boðið að sýna leikrit Steinunnar Jóhannesdóttur, „Ferðalok“, á menningar- og listahátíð, sem haldin verður í Stokkhólmi í næsta mánuði í tengslum við þing Norðurlanda- ráðs. Þetta er í fyrsta skipti, sem efnt er til slíkrar hátíðar en ráð- gert er að hliðstæð hátíð verði árviss viðburður samhliða þingi ráðs- ins og verður næsta hátíð því í Reykjavík að ári. verið boðið á hátíðina. Sýningar í Stokkhólmi verða tvær, miðvikudagskvöldið 9. mars og fímmtudagskvöldið 10. mars og verður sýnt á aðalsviði Södra Teat- erns. Leikritið verður túlkað jafnóð- um á sænsku fyrir þá, sem það kjósa. Á hátíðinni í Stokkhólmi verða fjölbreyttir menningarviðburðir, leiksýningar, tónleikar, kvikmynda- sýningar, danssýningar og bók- menntakynningar svo eitthvað sé nefnt. Auk Ferðaloka hefur tíu öðr- um leiksýningum frá Norðurlöndum DAGBÓK HAFNARGÖNGUHÓPUR- INN fer í kvöldgöngu frá Hafnarhúsinu kl. 20 í kvöld sem hefst með heimsókn í þekkt fýrirtæki frá 1944, það- an gengið vestur í Haga, með ströndinni í Grímstaðaholtið og Melana til baka. Göngu- ferðin sem tekur um tvær klst. er öllum opin. FÉLAG eldri borgara í Rvík og nágrenni heldur aðalfund sinn sunnudaginn 27. febrúar nk. kl. 13.30 á Hótel Sögu. Tillögur kjör- nefndar til stjórnarstarfa 1994 liggur frammi á skrif- stofunni, Hverfísgötu 105. Leikritið „Margt býr í þok- unni“ sýnt í dag kl. 16, upp- selt. Síðasta sýning kl. 17 nk. laugardag. FÉLAGSSTARF aldraðra, Furugerði 1. Kl. 9 bókband, handavinna, hárgreiðsla og aðstoð við böðun. Kl. 10-11 er Landsbankinn opinn. Kl. 12 fótaaðgerðir, kl. 14 sögu- stund með Kristrúnu og kl. 15 kaffiveitingar. HANA Nú, Kópavogi. Fund- ur í bókmenntaklúbbi kl. 20 í kvöld í Lesstofunni. FERÐAFÉLAG íslands er með kvöldvöku í kvöld í Sókn- arsalnum, Skipholti 50A, kl. 20.30. Haukur Jóhannesson, jarðfræðingur, segir frá jarð- fræði Reykjanesskagans í máli og myndum. Helgarferð helgina 25.-27. febrúar nk. Tindljjöll á fullu tungli. Farar- stjóri Gustav Stolzenwald. Uppl. á skrifstofunni, Mörk- inni 6. HJALLASÓKN. Opið hús fyrir aldraða á morgun fímmtudag kl. 14-17 þar sem m.a. verður bókmenntakynn- ing um Símon Dalaskáld. Þeir sem vilja bílfar hringi í s. 46716 eða 41475. NESSÓKN. Kvenfélag Nes- kirkju hefur opið hús í dag kl. 13-17 í safnaðarheimilinu. Kínversk leikfimi, fótsnyrting og hárgreiðsla á sama tíma. Kóræfing litla kórsins í dag kl. 16.15. BÚSTAÐASÓKN. Félags- starf aldraðra í dag kl. 13.30. SILFURLÍNAN - sími 616262. Síma- og viðvika- þjónusta fyrir eldri borgara alla virka daga milli kl. 16 og 18.________________ BÓKSALA Félags ka- þólskra leikmanna er opin á Hávallagötu 14 kl. 17—18. KIRKJUSTARF ÁSKIRKJA. Samverustund fyrir foreldra ungra bama í dag kl. 10-12. 10-12 ára starf í safnaðarheimili í dag kl. 17. Föstumessa kl. 20.30. Kirkju- bíllinn ekur. Árni Bergur Sig- urbjörnsson. DÓMKIRKJAN: Hádegis- bænir kl. 12.10. Orgelleikur frá kl. 12. Léttur hádegis- verður á kirkjulofti á eftir. Opið hús í safnaðarheimili í dag kl. 13.30-16.30.. GRENSÁSKIRKJA: Hádeg- isverðarfundur aldraðra kl. 11. Sr. Hreinn Hákonarson, fangaprestur, ræðir um störf sín meðal fanga. Helgistund, hádegisverður. HALLGRÍMSKIRKJA: Föstumessa í kvöld kl. 20.30. Opið hús fyrir foreldra ungra barna á morgun fimmtudag kl. 10-12. HÁTEIGSKIRKJA: Kvöld- og fyrirbænir í dag kl. 18. LANGHOLTSKIRKJA. Fræðsla 12 ára barna kl. 12.30. Aftansöngur kl. 18. NESKIRKJA: Föstuguðs- þjónusta kl. 20. Kaffiveiting- ar eftir guðsþjónustu. Sr. Frank M. Halldórsson. SELTJARNARNES- KIRKJA: Kyrrðarstund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyr- irbænir. Léttur hádegisverður í safnaðarheimili. ÁRBÆJARKIRKJA: Mömmumorgunn í fyrramálið kl. 10-12. Opið hús fyrir eldri borgara í dag kl. 13.30. Fyrir- bænaguðsþjónusta í dag kl. 16. Starf 10-12 ára (TTT) í dag kl. 17. BREIÐHOLTSKIRKJA: Kyrrðarstund kl. 12 á há- degi. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimili eftir stund- ina. Unglingastarf (Ten-Sing) í kvöld kl. 20. FELLA- og Hólakirkja: Helgistund í Gerðubergi kl. 10.30. Umsjón sr. Hrejnn Hjartarson. HJALLAKIRKJA: Starf fyr- ir 10-12 ára börn í dag kl. 17-19. KÁRSNESSÓKN. Mömmu- morgunn í dag kl. 9.30-12 í safnaðarheimilinu. Starf fyrir 10-12 áraídagkl. 17.15-19. HAFNARFJARÐAR- KIRKJA: Kyrrðarstund kl. 12 á hádegi og léttur hádegis- verður í safnaðarathvarfínu, Suðurgötu 11, að stundinni lokinni. FRIÐRIKSKAPELLA: Guðsþjónusta í kvöld kl. 20.30. Prestur sr. Vigfús Þór Ámason. Kaffi í gamla fé- lagsheimili Vals að guðsþjón- ustu lokinni. SKIPIN REYKJAVÍKURHÖFN: í fyrradag kom Runólfur og þá fóm Freyja og Sólborg. I gær komu Faxi, Hvassa- fellið, Amerloq og þá fóru Reykjafoss og Viðey. í dag eru væntanlegir Bakkafoss, Múlafoss og Helgafell. H AFN ARF J ARÐ ARHÖFN: í fyrrakvöld komu Hvítanes og Anso Mnlgaard og í gær fóm Lagarfoss og olíuskipið Romo Mærsk fór út. F! VIÐ ERUM I GOMLU ARTUNSBREKKUNNI Isuzu Crewcab, bensín, árg. ’92, steingrár, ek. 25 þ. km. Verö 1600 þús. MMC Lancer GLX árg. ’89, hvítur, ek. 91 þ. km., sjálfsk., vetrar/sumardekk. Verð 695 þús. MMC Pajero stuttur árg. ’90, 6 cyl., ek. 50 þ. km., blásans, upph., 31“ dekk, krómf. Verð 1590 þús. Toyota Touring 4x4 árg. '89, grænsans, tvílitur. Verð 910 þús. Ford Ranger árg. '88, rauður, ek. 75 þ. km., 6 syl., sjálfsk., upph., 33“ dekk, álfelg- ur. Verð 1100 þús. BILASALAN BILDSHOFÐA 3, SIMI 670333

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.