Morgunblaðið - 23.02.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.02.1994, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRUAR 1994 Athyglinni beint frá kjama málsins eftir Önnu Kristine Magnúsdóttur Þórdís Guðjónsdóttir, eigandi veitingastaðarins „Kaffi List“, hef- ur tvívegis séð ástæðu til að skrifa greinar í Morgunblaðið vegna við- tals sem ég tók við eiginmann henn- ar, Augustin Navarro Cortes, fyrir dægurmálaútvarp Rásar 2. Þar sem Þórdísi virðast ekki nægja svör frá Útvarpsráði og frá dagskrárstjóra Rásar 2, en síendurtekur nafn mitt í greinum sínum, til að gefa í skyn að ég stundi óheiðarleg vinnubrögð, verð ég því miður að skrifa hér hluta af mínum þætti í þessari sápuóperu Þórdísar. í fyni greininni, sem birtist 12. febrúar, segir Þórdís að hún hafí kvartað yfir vinnubrögðum greinar- höfundartil Útvarpsráðs 14.janúar og vill vekja athygli á því að henni hafi ekki borist svar frá Útvarps- ráði vegna bréfsins. Það bréf er inntak greinar Þórdísar 12.2., þar sem kemur fram að hún kvartaði meðal annars yfir því að ekki hefði verið tekið viðtal við eiginmann hennar á móðurmáli hans, spænsku. Dagskrárstjóri Rásar 2, Sigurður G. Tómasson, benti á það í svari sínu, sem birtist í Morgunblaðinu 16. febrúar, að Augustin hefur búið hér um árabil og talar og skilur íslensku. Þessi kvörtun Þórdísar virðist ekki Iengur sklpta hana máli, því í grein sinni 19.2. segir hún: „Slíkt er umdeilanlegt, en skiptir ekki máli úr því sem komið er, enda ljóst að þar stendur fullyrð- ing gegn fullyrðingu." Þórdís kvart- aði líka yfir því að Augustin hafi ekki verið kunnugt um að viðtal við hann hefði verið ætlað til útsending- ar á Rás 2. Þetta er rangt, eins og kemur fram í svari Sigurðar G. Tómassonar, dagskrárstjóra Rásar 2. Nú er því þannig farið á Rás 2 - eins og á flest öllum fjölmiðlum - að tekin er ákvörðun á ritstjórnar- fundum hvaða efni skuli fjallað um og þeim úthlutað til starfsmanna. Það er því einkennilegt að Þórdís skuli ítrekað draga mitt nafn inn í greinarskrif sín, en það gerir hún að sjálfsögðu til að fínna blórabögg- ul svo hún geti beint athyglinni frá kjama málsins; málið ljallaði um að eigendur Kaffi Listar hefðu ekki greitt starfsmanni sínum laun fyrir unnin verk. Frá því viðtalið við Augustin var hljóðritað föstudaginn 7. janúar og þangað tiLþví var útvarpað, mið- vikudaginn 12. janúar, gerði ég ít- rekaðar tilraunir til að ná tali af Augustin. Eg lagði fyrir hann skila- boð sem hann sinnti ekki og tvíveg- is tók Þórdís Guðjónsdóttir símann, jafnvel þótt beðið hefði verið um Augustin í annað skiptið. Þegar Þórdís spurði hvort ég gæti ekki alveg eins talað við sig, sagði ég henni að þyrfti að tala við August- in sjálfan vegna þess að ég hefði tekið við hann viðtal á föstudegin- um og þyrfti að ræða við hann nánar varðandi það. í síðara samtalinu spurði Þórdís hvort þetta efni ætti að verða að blaðamáli, en ég sagði henni að það yrði að útvarpsefni á Rás 2, annað- hvort eftir klukkan fímm þánn dag eða þann næsta. Þórdís Guðjóns- dóttir vissi því líka af Tyrirhugaðri útsendingu. í Morgunblaðinu í dag, iaugar- daginn 19. febrúar, segir Þórdís að „í kjölfar opinberrar birtingar bréfs- ins“ (sem hún sendi Útvarpsráði) hafi henni loks borist svar frá Út- varpsráði. Eitthvað virðist póstþjón- ustan í Reykjavík ganga hægt fyrir sig því bréf útvarpsráðs er dagsett 4. febrúar, eða 8 dögum áður en grein Þórdísar birtist. Þórdís birtir líka bara hluta þess bréfs í grein sinni, en bréfið var í aðalatriðum samhljóma svargrein Sigurðar G. Tómassonar. Þórdís Guðjónsdóttir segir að ég hafí „séð ástæðu til að flytja út- varpshlustendum fréttir af afdrifum fyrrverandi starfsmanns" Kaffi Listar. Það er vaninn að blaðamenn, fréttamenn og dagskrárgerðar- menn fylgi málum sínum eftir og skýri frá þegar þau taka á sig nýja mynd. í þessu tilfelli var greint frá því að Juan Carlos hefði fengið greidd þau laun sem hann átti inni hjá Kaffí List. Síðan segir í grein Þórdísar: „Til að fréttin hafí einhvern brodd þá lætur hún (þ.e. Anna Kristine, innsk. höfundar) fylgja svívirðingar í okkar garð og segir hann ekki hafa fengið borguð laun fyrr en lögfræðingur var settur í málið. Þetta segir hann gegn betri vitund vegna þess að hann var þeg- ar búinn að skipta ávísuninni sem hann fékk senda í ábyrgðarpósti frá okkur er lögfræðingur á hans veg- um hringdi til endurskoðanda fyrir- tækis okkar til að afla upplýsinga um hvemig launin væru útreiknuð. Þetta eru staðreyndir sem Anna Kristine hefði getað staðfest með Anna Kristine Magnúsdóttir i,Það skyldi þó ekki vera að með greinar- skrifum sínum hafi Þór- dís Guðjónsdóttir aðal- lega eitt að markmiði: það, að beina athygli almennings frá kjarna málsins og ástæðu þess að það var tekið fyrir á dagskrá dægurmálaút- varpsins?“ einu símtali, væri hún sá rannsókn- arblaðamaður sem hún gefur sig út fyrir að vera.“ í fyrsta lagi: Eg lét ekki fylgja neinar svívirðingar í ykkar garð. Ég endursagði það sem Juan Carlos sagði. Em það svívirðingar að segja að hann hafí leitað aðstoðar lög- fræðings? Juan Carlos leitaði til Lögmanna, Höfðabakka 9, þriðju- daginn 18. janúar, eða tæpum hálf- um mánuði áður en hann fékk senda ávísun frá ykkur. Ég fékk staðfest síðustu vikuna í janúar að umrædd lögmannsstofa væri að vinna fyrir Juan Carlos í því að innheimta launin hans, enda launa- krafan komin í vanskil. í öðru lagi virðist Þórdís Guðjóns- dóttir telja að mér, Önnu Kristine Magnúsdóttur, sé einhver sérstakur akkur í því að klekkja á veitinga- staðnum Kaffí List. Ég valdi ekki þetta mál til að íjalla um eins og Þórdís vill láta líta út fyrir. Mér var úthlutað því á ritstjórnarfundi, þar sem allir starfsmenn dægurmálaút- varpsins voru sammála um að á því bæri að taka. Lokaorð Þórdísar í grein hennar í Morgunblaðinu 19. febrúar sýna glögglega að hún telur mig hafa tekið ákvörðunina eina, því þá spyr hún: „Var tilgangur Önnu Kristine með fréttainnslaginu að sýna alþjóð og útvarpsráði hver valdið hefði?“ Ég hef ekki vald til að ákveða hvaða mál eru tekin fyrir hjá dæg- urmálaútvarpi Rásar 2. Ég tók ekki ákvörðun um að mál Juan Carlosar skyldi tekið fyrir á Rás 2 og síðan greint frá málalyktum, með því að upplýsa að hann hefði fengið launin sín. Það var hins vegar eðlileg ákvörðun þar sem okkur bar að upplýsa hlustendur okkar um það, sem við töldum endalok málsins. Þórdís Guðjónsdóttir hefur hins vegar kosið að láta þessu máli ekki lokið. Það skyldi þó ekki vera að með greinarskrifum sínum hafi Þórdís Guðjónsdóttir aðallega eitt að markmiði: það, að beina athygli almennings frá kjarna málsins og ástæðu þess að það var tekið fyrir á dagskrá dægurmálaútvarpsins? Kjarni málsins er sá að Þórdís Guð- jónsdóttir og eiginmaður hennar, Augustin Navarro Cortes, sögðu manni fyrirvaralaust upp starfi og greiddu honum ekki laun fyrir vinnuframlag hans á Kaffí List á þeim tíma sem honum bar að fá þau. Það bætir ekki þá gjörð þeirra að reyna að rýra álit almennings á Rás 2. Höfundur er dagskrár- gerðarmaður á dægurmálaútvarpi Kásar 2. Sigrún Edda Björnsdóttir og Margrét Helga Jóhannsdóttir í hlutverk- um sínum í Elínu Helenu. Síðustu sýningar á Elínu Helenu SÍÐUSTU sýningar á leikritinu Elínu Helenu eftir Árna Ibsen í Borgar- leikhúsinu verða föstudaginn 25. febrúar og laugardaginn 26. febrúar. Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi verkið í byijun október á Litla sviði Borgarleikhússins. Sýningar á Elínu Helenu eru nú orðnar 54 og var uppselt á allar sýningar fyrir áramót. I kynningu segir m.a.: „Elín Hel- ena er spennandi og átakamikið verk sem segir frá uppgjöri ungrar ís- lenskrar konu við föður, móður og móðursystur. í fortíð sinni fínnur Elín Helena fyrir óuppgerðum atvik- um og reynir að grennslast fyrir um hvað hafí gerst. Hún fer vestur um haf og heimsækir amerískan föður sinn, Rikka, fyrrum hermann á Keflavíkurflugvelli og Helenu, móð- ursystur sína. Heima kveður hún móður sína, Elínu, fyrrverandi konu Rikka.“ Það er Ingunn Ásdísardóttir sem leikstýrir verkinu, en Guðrún S. Haraldsdóttir gerir leikmynd. Lárus Björnsson hannar lýsingu, en Hilmar Örn Hilmarsson hljóðmynd. Það eru þau Hanna María Karlsdóttir, Mar- grét Helga Jóhannsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir og Þorsteinn Gunnarsson sem fara með hlutverk- in í sýningunni. Einleikstónleikar í Leikhúsi Frú Emilíu SIGURÐUR Halldórsson sellóleikari heldur einleikstónleika í Leik- húsi Frú Emilíu í Héðinshúsinu við Seljaveg í Reykjavík, i dag, mið- vikudag. Á efnisskránni eru sjö verk, öll samin á sl. 30 árum. „Elegia" eftir fínnska tónskáldið Aulis Sallinen, „Solitaire" eftir Haf- liða Hallgrímsson, „Just for one“ eftir Hollendinginn Josep Straesser, „Passacaglia" eftir breska tón- skáldið William Walton, „Út um mel og móa“ eftir Hilmar Þórðar- son, „Figura" eftir Maarten Altena og „Cello Pieces“ efttir Andries van Rossem. Sigurður Halldórsson nam selló- leik hjá Gunnari Kvaran við Tónlist- arskólann í Reykjavík og hjá Raphael Sommer við „Guildhall School of Music and Drama“ í Lund- únum. Hann hefur síðan starfað bæði sem einleikari, kennari og við stofutónlist, m.a. með Caput, Ca- merarctica, Kammersveit Reykja- víkur, Kammersveit Hafnarfjarðar, Vocel Thules og Hljómeyki. Hann hefur einnig starfað með Sinfóníu- Sigurður Halldórsson hljómsveit íslands og farið í tón- leikaferðir bæði austur og vestur um haf. MENNING/LISTIR Leiklist Atriði úr Þrettándakvöldi. Þrettándakvöld sýnt á Akranesi Leiklistarklúbbur nemendafélags Fjölbrautaskólans á Akranesi frumsýnir gamanleikritið Þrettándakvöld eftir William Shakespeare föstudaginn 25. febrúar nk. 1 kynningu segir m.a.: „Þrettánda- kvöld er ærslafullur gamanleikur sem inniheldur margar af þekktustu gaman- leikjapersónum Shakespears eins og t.d. Malvólíó, Tóbías Búlka og Andres Aga- hlý. Leikritið fjallar um ástir, vonbiðla, misskilning og hrekkjabrögð. Tvíburar, piltur og stúlka, verða viðskila í hafvillu og brotsjó. Þeim er bjargað hvort í sínu lagi og telja því hvort annað dáið. Stúlk- an Víóla villir á sér heimildir með því að klæðast karlmannsfötum og gerist sendiboði hertoga nokkurs. Alls taka um 60 manns þátt í sýning- unni, þar af 25 leikarar. Leikstjóri er Þröstur Guðbjartsson. Síðustu sýningar á „Góðverkunum“ Síðustu sýningar verða um helgina, föstudag og laugardag, á gamanleikn- um „Góðverkin kalla“ hjá Leikfélagi Akureyrar. Höfundar eru þrír ungir Þin- geyingar, þeir Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason. Leikarar eru 9 talsins og leikstjóri er Hlín Agnarsdóttir. í kynningu segir m.a. „að sýningin hafí fengið góðar móttökur hjá áhorf- endum, en þurfi nú að víkja fyrir stór- sýningu leikársins Óperudraugnum eftir Ken Hill, sem frumsýndur verður í leik- húsinu 25. mars í leikstjóm Þórhildar Þorleifsdóttur". Leikfélag Akureyrar heldur áfram að sýna Barpar í nýju leikhúsi, „Þorpinu“, leikstjóri Barpars er Hávar Siguijóns- son, en leikarar aðeins tveir, þau Sunna Borg og Þráinn Karlsson. Sýningum á Barpari lýkur um páskana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.