Morgunblaðið - 23.02.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.02.1994, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRUAR 1994 VIÐSKIPn AIVINNULÍF Verslun Ekkert svigrúm til 20% lækkunar snyrtivara — segja eigendur sérverslana vegna verðlækkunar hjá Sautján FORSVARSMENN tveggja snyrtívöruverslana í Reykjavík, sem Morgunblaðið hafði samband við vegna 20% verðlækkunar á snyrtivörum í versluninni Sautján, segjast ekki sjá fyrir sér lækkun í sínum verslunum. Verslunarstjóri í snyrtívöruversluninni Clöru segir að ekki sé hægt að reka verslunina hallalaust með því mótí og eigandi Hygeu segir að slík verðlækkun myndi leiða til taps í sinni verslun. Fram kom að verð á snyrtívörum í Evrópu er svipað og hérlendis og sagði eigandi Hygeu að verð á sumum snyrtívörum í sinni verslun væri svipað og í Newcastle. Svava Johansen eigandi verslun- arinnar Sautján sagði í samtali við Morgunblaðið að ætlunin væri að ná þeirri verslun sem fram fer í Fríhöfninni og lækkunin í Sautján væri ekki til komin vegna lægra innkaupsverðs. Aðspurð sagði Svava að sér virtist sem snyrtivör- ur í Evrópu væru á svipuðu verði og hérlendis. Sem dæmi um verð- lækkun má nefna Lancaster and- litskrem sem áður kostaði 3.975 en kostar nú 2.990. Lancome vara- Bandaríkin Vextir upp ALAN Greespan, aðalbankastjóri bandaríska seðlabankans sagði í skýrslu til bandaríska þingsins í gær að hann teldi meiri líkur á að skammtímavextír ættu eftir að hækka á næstu framtíð en að lækka, en að hann gætí ekkert sagt um hvenær mætti ætla að slík hækkun gæti átt sér stað. Greenspan sagði einnig að á heild- ina litið væri kostnaðar- og verð- lagshliðar hagkerfisins í góðu jafn- vægi og vænta mætti áframhald- andi hagvaxtar. litur fór úr 1.520 í 1.220 og.Lanc- aster augnskuggi úr 2.400 í 1.920. Inga Bima Ulfarsdóttir verslun- arstjóri í Clöru sagði í samtali við Morgunblaðið hún sæi ekki hvemig það ætti að ganga að taka á sig 20% lækkun. „Kostnaður í sér- verslun er það hár og álagningin má ekki minni vera ef bjóða á upp á gott úrval og góða þjónustu. Það er dýrt að reka svona verslun og erfitt að halda henni gangandi með slíkri lækkun." Eigendur versl- unarinnar Sautján hyggjast bjóða snyrtivörur á Fríhafnarverði og sagði Inga Bima aðspurð að ekki væri líku saman að jafna enda legði Fríhöfnin miklu hærri prósentu á sínar vörur. „Þeir fá snyrtivömrnar á lægra innkaupsverði og þurfa ekki að borga virðisaukaskatt og leggja í raun meira á en við,“ seg- ir hún. Verð hefur farið lækkandi Jóna Sigursteinsdóttir eigandi Hygeu sagði að ekki væri mikið svigrúm til álagningar á heildsölu- verðið hérlendis. Hún væri 30-40% og gæti farið hærra í sumum tilvik- um. „Annars get ég ekki tjáð mig beint um þetta á þessu stigi. Ég geri ráð fyrir að snyrtivömkaup- menn haldi fund. En til þess að svona sérverslun standi undir sér þarf að selja skartgripi og töskur með sem nokkurs konar aukabú- grein. Ég skil ekki hvemig hægt er að lækka verðið svona mikið miðað við það innkaupsverð sem tíðkast. Annars hefur verð á sum- um tegundum farið lækkandi og til dæmis era sumar vörar á sama verði hér og í Newcastle," segir Jóna. HONDA SLITUR TENGSLUM VIÐ ROVER Honda hefur lýst þvf yfir aö þaö hyggist slfta elgnarhaldstengslum viö Rover bflafyrirtæklö eftlr aö BMW náöi melrlhluta I fyrirtækinu. Honda hyggst endur- skoöa samninga um framleiöslusamstarf viö Rover, en samkvæmt þelm fram- lelöa fyrirtækin tvö hluti fyrir hvort annaö. Framleiöslusamstarf um bfla frá Rover ROVER Framleitt af Rover Yfirbygging fyrir Honda Accord og Honda Concerto, sem eru framleiddir í Bretlandi. Framleltt af birgjum fyrlr Rover Grill, ökuljósker, vindskeiö að aftan, krómlistar, brettalistar og aörir hlutir á yfirbyggingu Framleitt af Honda 2 lltra og 2,3 lítra vélar, bein- og sjálfskipting fyrir Rover 600 og 200 geröir. Framleitt af birgjum fyrlr Honda Loftpúöar, rafkerfi, bein innspýting, o.fl. Bílar Honda bjartsýnt á horfur í Evrópu Tókýó. Reuter. HONDA-fyrirtækið lét í Ijós bjartsýni á því í gær að framleiða bifreið- ar af eigin rammleik í Evrópu eftir að hafa slitið samvinnunni við Rover-fyrirtækið, sem BMW keypti. Talsmaður Honda spáði því að fyrirtækið yrði umsvifamikið á bifreiðamarkaðnum í Evrópu strax á þessu ári. Talsmaðurinn sagði að Honda hefði beint allri ath'ygli sinni að Bandaríkjunum snemma á síðasta áratug. A þeim tíma hefði Honda ekki getað framleitt bæði fyrir Bandaríkja- og Evrópumarkað og því hefði samvinnan við Rover komið sér vel. Rover hefði gert Honda fært að hasla sér völl í Evrópu án þess að fórna umsvifum sínum í Bandaríkj- unum. Honda gerir ráð fyrir að auka bif- reiðasölu sína í Evrópu, bæði á inn- fluttum bílum og bílum framleiddum í álfunni, í 181.000 á þessu ári, sem samsvarar 15,8% aukningu miðað við árið í fyrra. Salan í Evrópu hefur aukizt það sem af er þessu ári, aðal- lega í Englandi, og Honda telur að sjá megi merki um efnahagsbata í Évrópu. Honda skýrði einnig frá tekjum sínum á þriðja fjórðungi fjárhagsárs, sem lýkur 31. marz 1994. Hagnaður fyrir skatta minnkaði um 31,3% í 12,54 milljarða jena úr 18,23 millj- örðum árið á undan. Salan nam 947,96 milljörðum jena og minnkaði um 2,8%. Talsmaður Honda segir að fyrri spár fyrirtækisins um tekjur þess allt fjárhagsárið muni standast. Honda telur að nettótekjur verði 17,3 milljarðar jena miðað við 37,1 miiljarð ári áður og að salan verði 3.774 billjónir miðað við 4.132 bill- jónir fyrir ári. Þótt dregið hafí úr innanlandssölu hefur salan í Norður-Ameríku auk- izt. Honda hefur dregið úr fram- leiðslu í Japan, en aukið framleiðsl- una erlendis, einkum í Bandaríkjun- um og Evrópu. Búizt er við að' útflutningur Honda-bíla 1994 minnki í 484.000 úr 570.728 1993. Framleiðslan er- lendis hefur aukizt og líklega verða framleiddir 805.000 bílar 1994 miðað við 677.000 árið á undan. ARISTOM '?***<r-n 'T'CtfJtó/sX' C í 3 5ft ARISTON ARISTON ÞVOTTAVÉLAR AV837TX 500/850 snún. Regnúðakerfi Síulaus 18 þvottakerfi Magnskynjari AV1147TX Stíglaus þeytivinda 400/1200 snún Regnúöakerfi Siulaus 18 þvottakerfi Magnskynjari 47.750, !•] 53.850 KaLI- og FRYSTISKAPAR ME140L 25.950- ÐF 230L 38.420- DF 285L 43.615- RF 370L 69.900- KJOLUR hf Armúla 30 s: 678890 - 678891 Vinnumarkaður Svíar með ráðgjafar- skrifstofur vegna EES Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgnnblaðsins. MEÐ samningnum um Evrópska efnahagssvæðið er vinnumarkaður hvérs aðildarlands opinn öllum hinum. Svíar hafa nú sett upp skrifstof- ur, sem leiðbeina landsmönnum um möguleika á atvinnu innan svæðis- ins. En þó Svíar séu almennt vel menntaðir, þá hefur komið í Ijós að ekki er auðvelt að fá vinnu erlendis, meðal annars vegna lélegrar málakunnáttu. Og sums staðar fer orð af þeim fyrir drykkjuskap og dólgshátt, sem spillir fyrir. Samkvæmt EES-samnmgnum er gert ráð fyrir að sérhver borgari í þeim sautján löndum', sem eiga aðild að samningnum, og sem fær vinnu í öðru EES-landi, hafí sömu réttindi og innlendir hvað varðar laun og atvinnuskilyrði, húsnæði, framhalds- menntun, aðild að stéttarfélögum og félagslegar tiyggingar. Ekki þarf að sækja um atvinnuleyfi og dvalarleyf- is er ekki krafíst fyrr en eftir þijá mánuði. En á þessum vinnumarkaði eru einnig sautján milljónir í atvinnu- leit, svo sænska ríkið hefur nú sett upp ráðgjafarskrifstofur til að að- stoða Svía við að leita sér að vinnu á þessum stóra vinnumarkaði. Tólf vinnumiðlanir vítt og breytt um landið fá eða eru búnar að fá deildir, sem sérhæfa sig í atvinnuleit á EES-svæðinu. Þessar deildir starfa einnig með vinnumiðlunum í hinum löndunum við að veita upplýsingar um Svíþjóð og vinnu, sem þar er að hafa, einkum sérhæfð störf, er ekki hefur tekist að fylla með heimafólki. Um 240 vinnumiðlunarskrifstofur í Evrópu eru mannaðar svokölluðum „Euroadvisers", eða Evrópuráðgjöf- um, sem einbeita sér að atvinnuleit. Sér til aðstoðar hafa þær tölukerfí, sem kallast Eures og inniheldur evr- ópskar atvinnuupplýsingar. Þó Svíar geri fyrirfram ráð fyrir að standa vel að vígi hvað atvinnu innan EES varðar, þá hefur þeim reynst erfítt að nýta sér möguleik- ana. Einkum er það málaerfíðleikar, sem torvelda þeim aðgang að störf- um á evrópskum vettvangi, því brota- kennd enskukunnátta dugir skammt. Oft era gerðar kröfur um að kunna viðkomandi mál, góðá enskukunn- áttu og stundum einnig um reynslu af störfum erlendis. Einnig hafa Svíar rekið sig á svæðisbundna erfíð- leika, eins og það að í Ölpunum eru sænskir skíðamenn þekktir fyrir drykkjuskap og drykkjulæti og þetta orðspor hefur dregið úr áhuga heima- manna fyrir að ráða Svía í störf. Mætið á staðinn fremur en að skrifa bréf Flest störf, sem boðið er upp á í Eures, eru fremur sérhæfð. Sem dæmi má nefna að bæði í Noregi, Danmörku og Finnlandi er skortur á hjúkrunarfólki og af því menntun þessara landa er sambærileg á þessu sviði, er leitað eftir sænsku hjúkrun- arfólki í þessum löndum. í Skotlandi er kökugerðarhús á höttunum eftir sænskum kökugerðarmanni, svo eitt- hvað sé nefnt. I Svíþjóð geta atvinnu- leysingjar fengið atvinnuleyáisbætur yfírfærðar til annars lands i allt að þijá mánuði. Sænskir ráðgjafar ráðleggja lönd- um sínum að undirbúa sig vel, til dæmis með því að mennta sig og læra tungumál. Þegar kemur að því að sækja um störf sé betra að mæta á staðinn en senda bréf. Og ef vinn- an fæst, verður viðkomandi að vera viðbúinn því að aðlaga sig ólíku umhverfi og lifnaðarháttum, en sam- kvæmt ráðgjöfunum virðast ungir Svíar fremur reikna með að umhverf- ið eigi að laga sig að þeim en öfugt. í Svíþjóð hefur sýnt sig að áhuginn er töluverður, en án rækilegs undir- búnings ganga áætlanir um störf á erlendri grund varla eftir. ► í i > i i I i I p i I i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.